MANNSLÍKAMINN 2.KAFLI MELTING OG ÖNDUN

Download Report

Transcript MANNSLÍKAMINN 2.KAFLI MELTING OG ÖNDUN

MANNSLÍKAMINN
2.KAFLI
MELTING OG ÖNDUN
Garðaskóli
Magga Gauja
Haust 2012
Í þessum kafla lærir þú…
• Hvað er í matnum sem við borðum.
• Hvernig maturinn er brotinn niður
þannig að hann komist inn í
frumurnar.
• Hvaða hlutverki hin ýmsu
næringarefni gegna.
• Hvers vegna við öndum og hvernig
súrefni berst til frumna líkamans.
• Svolítið um sjúkdóma sem geta
herjað á meltingarfærin og
öndunarfærin.
Af hverju að borða og anda?
• Við verðum að borða HOLLAN
mat og anda að okkur SÚREFNI
svo að frumurnar geti lifað og
starfað.
• Hver maður borðar u.þ.b 40
þúsund kg af mat um ævina.
• Á hverjum sólahring öndum við
að okkur þúsundum lítra af lofti.
Helstu efni i matnum eru…
• VATN
• KOLVETNI
• FITA
• PRÓTÍN
Hvernig á að borða rétt?
• Sittlítið af hverju til að tryggja að við
fáum öll þau næringarefni sem við
þurfum til að viðhalda öllum
frumunum okkar.
Þrískipti diskurinn
• Matvælum má skipta í þrjá flokka. Við eigum
að borða úr hverjum flokki daglega.
– Prótín 20% (t.d. kjöt, fiskur, egg og baunir)
– Kolvetni 40% (t.d. kartöflur, hrísgrjón, pasta og
brauð)
– Ávextir og grænmeti 40%
Niðurbrot fæðunnar
• Nauðsynlegt er að sundra
fæðunni, brjóta hana niður í
smærri eindir, til þess að
næringarefnin geti komist inn í
frumurnar.
• Frá munni að endaþarmsopi er
um 7 m löng slanga
(meltingarvegurinn).
• Efnafræðilega sundrunin er með
hjálp ensíma.
• Ensím eru efni sem líkja má við
skæri sem klippa niður stórar
sameindir í smærri.
Efnafræðileg sundrun fæðunnar
• KOLVETNI – eru yfirleitt langar keðjur úr glúkósasameindum.
– Ensím klippa sameindirnar niður.
• PRÓTÍN – er gerð út um tuttugu mismunandi tegundum
amínósýra.
• VÍTAMÍN, steinefni og vatn eru svo smáar sameindir að ekki
þarf að sundra þeim neitt áður en þær eru teknar upp í blóðið.
1. Maginn
• Maturinn fer uppí munn og blandast þar
munnvatni sem inniheldur ensím sem
brjóta niður fæðuna, ásamt tönnum og
tungu.
• Þaðan fer maturinn með vélinda niður í
maga.
• Maginn er vöðvaríkur poki sem hnoðrar og
malar fæðuna og hún blandar súrum safa
magans.
• Magasafinn inniheldur saltsýru og ensímið
pepsín.
2. Brisið og Lifrin
• Fæðan heldur áfram för sinni frá
maga og berst inní skeifugörnina.
• Brisið framleiðir brissafa sem
inniheldur mörg ensím.
• Lifrin framleiðir gall sem er
gulgrænn vökvi sem leysir upp fituna
í þörmunum. Gallið safnast fyrir í
gallblöðrunni og þegar við borðum
fitu dregst blaðran saman og spýtir
gallinu inn í skeifugörnina.
3. Smáþarmarnir & ristilinn
• Næst endar fæðan í smáþörmunum og er hér
orðin að mauki.
• Í smáþörmunum sundrast fæðan til fulls og
verður að glúkósa, amínósýra og fleiri
sameinda.
• Þarmatoturnar taka upp næringarefnin í
gegnum smáæðar.
• Í ristlinum er vatnið tekið upp og ýmis
steinefni.
• Í ristlinum er mikið af bakteríum sem hjálpa til
við niðurbrot fæðunnar.
• Svo er restinni kúkað 
2.3 Til hvers notum við fæðuna?
• Eftir að næringarefnin hafa verið
tekin upp í smáþörmunum, berast
þau með blóðinu til allra frumna
líkamans.
• Glúkósi er byggingarefni
frumunnar og sér henni fyrir
orkugjöf og er nauðsynlegt í
frumuöndun.
• Fita getur einnig nýst sem
eldsneyti fyrir frumurnar.
Rétt fita
• Mettuð fita er fyrst og
fremst í matvælum úr
dýraríkinu t.d smjör, rjóma,
osti, pylsum og kjöti.
• Fjölómettuð fita er úr
plönturíkinu og finnst í
smjörlíki og mataolíu. Þessi
fita er talinn hollari fyrir
æðarnar en mettuð fita.
• Einómettuð fita er þó
hollust og finnst t.d í
ólífuolíu.
Frumurnar og prótín
• Prótínin í fæðunni sundrast í maga
og smáþörmum í amínósýrur sem
berast með blóði til frumna.
• Þar eru þær notaðar þegar
frumurnar smíða sín eigin prótín.
• Í líkama okkar eru þúsundir
mismunandi prótína með
mismunandi hlutverk t.d mynda
vöðva og flytja súrefni.
Vítamín og steinefni
• Frumurnar þurfa líka vítamín
og steinefni til að starfa
eðlilega.
• Vítamín eru lífsnauðsynleg
efni.
• Helstu vítamínin eru: A, B, C, D,
E OG K
• Kalsín og fosfór eru steinefni
sem líkaminn þarfnast líka fyrir
t.d beinin.
• Járn er mjög nauðsynlegt fyrir
blóðið og joð fyrir
skjaldkirtilinn.
2.3 Meltingarkvillar
• Tannskemmdir: og sýkingar í tannholdi er
meltingarkvilli.
• Brjóstsviði: þegar magamuninn virkar ekki sem
skyldi og magasafi kemst aftur upp í vélindað.
• Ógleði: Slæmur matur eða bakteríusýking (eða
veirusýking). Ef magaverkur er þó þrálátur þá
þarf að láta skoða það hjá lækni.
• Passa góðu bakteríurnar með að borða Abmjólk,
trefjar og fleira. Góðu bakteríurnar hjálpa
maganum og halda honum í jafnvægi.
Offita og átröskun
• Offita: er einn sá ,,sjúkdómar” sem vex hvað
hraðast í hinum vestræna heimi.
• Offita: veldur einnig sykursýki, háþrýsting og
hjartasjúkdómum.
• Lystarstol (anorexía): er sjúkdómur sem veldur
þráhyggju og áráttuhegðun gagnvart mat og
þyngd.
• Lotugræðgi (búlimía): sjúklingar fá óstjórnlega
löngun í mat og háma í sig og æla síðan sem
veldur miklum skemmdum á vélinda, tönnum
o.fl.
2.4 Leið súrefnis úr andrúmslofti til frumna
• Bruni /frumuöndun: glúkósa eða öðrum
næringarefnum í frumunum er breytt í
koltvíoxíð og vatn. Við þetta losnar orka.
• Starf lungna: Til þess að bruni geti átt sér stað
verðum við að anda, þá flyst súrefni úr
andrúmslofti til lungna og þaðan í blóðið.
• Lungun sjá einnig um að losa líkamann við
koltvíoxíð sem myndast stöðugt í frumunum.
2.4 Leið loftsins til lungnablaðranna
Nefhol og kok → barki → tvær aðalberkjur →
grennri berkjur → enn grennri berklingar →
Lungnablöðrur → blóðrás
Blóðið fær súrefni frá lungnablöðrunum og lætur
um leið frá sér koltvíoxíð sem við öndum svo
frá okkur. Við upptöku súrefnis binst það
blóðrauðanum í rauðkornum blóðsins.
Þindin
• Þindin er aðalvöðvinn í öndun, hún veldur því
að rúmmál lungnanna breytist og þau ýmist
draga inn loft eða þrýsta því út.
• Í hvíld öndum við að okkur u.þ.b. 12 sinnum á
mínútu (eða ½ lítra af lofti). Á mínútu er það 6
lítrar af lofti.
2.5 Öndunarfærin
– varnir og sjúkdómar
• Varnir gegn ryki, veirum, bakteríum og öðru
skaðlegu:
– Bifhærð slímhúð sér um að flytja slím og agnir upp
til koksins
– Einnig eru sérstakar varnarfrumur, hvítkorn, í
slímhúðinni sem ráðast á veirur og bakteríur ef
nauðsyn ber til
– Við ertingu hóstum við! Verði erting í slímhúð
nefhols eða lungnaberkjum hóstum við og þannig
losar líkaminn sig við það sem olli ertingunni.
2.5 sýking í öndunarfærum
• Kvef orsakast af veirum.
• Hálsbólga, bólga í afholum nefsins og
lungnabólga stafa af bakteríum.
– Fyrir daga pensilíns og sýklalyfja var lungnabólga
skæður sjúkdómur.
• Astmi stafar oftast af ofnæmi. Astmi veldur
andþyngslum vegna samdráttar (krampa) og
bólgu í lungnaberkjunum.
2.5 Reykingar og lungnakrabbamein
• Tóbaksreykingar skaða öndunarfærin á
margvíslegan hátt.
– Hreyfigeta bifhára í öndunarfærum minnkar og
jafnvel hverfa hárin hjá þeim sem reykt hafa lengi
– Veggir sumra lungnablaðra eyðileggjast
• Það sem gerist er að veirur og bakteríur
komast auðveldlega að slímhúðinni og valda
sýkingum.
2.5 Reykingar og krabbamein
• Einnig minnkar öndunaryfirborðið og þannig
finnur reykingafólk fyrir mæði
→ súrefnisupptaka minnkar
• Lungnakrabbamein stafar af því að tilteknar
frumur í lungunum taka að skipta sér
stjórnlaust og mynda krabbameinsæxli
• Á hverju ári greinast 150 Íslendingar með
lungnakrabbamein. Nánast öll tilvik stafa af
tóbaksreykingum.