Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar Bjarni G. Stefánsson, sýslumaður Erna Björg Jónmundsdóttir, deildarstjóri Daði Jóhannesson, ráðgjafi hjá VKS Hraði - skilvirkni  Með því að vera með innheimtuna á.

Download Report

Transcript Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar Bjarni G. Stefánsson, sýslumaður Erna Björg Jónmundsdóttir, deildarstjóri Daði Jóhannesson, ráðgjafi hjá VKS Hraði - skilvirkni  Með því að vera með innheimtuna á.

Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar

Bjarni G. Stefánsson, sýslumaður Erna Björg Jónmundsdóttir, deildarstjóri Daði Jóhannesson, ráðgjafi hjá VKS

1

Hraði - skilvirkni

 Með því að vera með innheimtuna á einum stað er hægt að samræma og einfalda og efla innheimtu sekta og sakarkostnaðar en þessi vinna er í dag unnin hjá öllum 26 lögreglustjóraembættunum.  Með þessu er markmiðið að ná betra utanumhaldi, einfalda samskipti milli stofnana, veita betri og skilvirkari þjónustu, hafa betri yfirsýn yfir stöðu mála og málaflokka, bæta innheimtu, auka sérþekkingu og ná árangri á allan hugsanlegan máta

2

Aðdragandi / undirbúningur

 17. nóvember 2005 skipaði dómsmálaráðherra nefnd sem hafði það hlutverk að undirbúa og skipuleggja uppsetningu innheimtumiðstöðvarinnar.        Nefndina skipuðu: Bjarni Stefánsson, sýslumannsembættinu á Blönduósi Anna Sigríður Arnardóttir, dómsmálaráðuneyti Ásta Garðarsdóttir, fjársýslu ríkisins Hafdís Guðmundsdóttir, fangelsismálastofnun Halldór Halldórsson, lögreglustjóranum í Reykjavík Hildur Njarðvík, lögreglustjóranum í Reykjavík Kristján Þorbjörnsson, sýslumannsembættinu á Blönduósi  Nefndinni til aðstoðar voru Daði Jóhannesson og Þorsteinn Sverrisson frá VKS.

3

Hlutverk nefndarinnar:

 Að skilgreina verkefnið, umfang þess, fjölda starfsmanna, fara yfir kostnað, gera úttekt á hugbúnaði og vélbúnaði.

 Skoða og gera verkferla og setja fram framkvæmda og tímaáætlun  Fulltrúar VKS tóku saman niðurstöður nefndar innar og skiluðu skýrslu um þá vinnu þann 30. desember 2005.

4

Skipurit verkefnisins

Dómsmálaráðuneyti

Stefán Eiríksson

Stýrihópur

Bjarni G. Stefánsson Anna Sigríður Arnardóttir

Verkefnahópur

Kristján Þorbjörnsson Daði Jóhannesson Erna Björg Jónmundsdóttir

Faghópur um innheimtu

Ásta Garðarsdóttir Hafdís Guðmundsdóttir Halldór Halldórsson Hildur Njarðvík

5

Tölvumál

 Markmiðið að eingöngu verði notast við lögreglukerfið (LÖKE) og tekjubókhaldskerfi ríkisins (TBR) – kerfi sem allir lögreglustjórar hafa aðgang að.

 Leitast við að nota rafræn samskipti sem mest hvað varðar sendingu gagna á milli embætta og stofnana.

6

Rafræn samskipti

 Í undirbúningi er að skanna inn árituð sektarboð og vista í LÖKE. Þannig þarf ekki að senda pappíra á milli embætta. Dómþoli verður boðaður á lögreglustöð þar sem hægt er að prenta út gögnin og birta dómþola.  Fulltrúar fangelsmálastofnunar sjá um að vinna dóma og árituð sektarboð og senda rafrænt í TBR. Starfsfólk innheimtumiðstöðvarinnar les svo úr þeim gögnum og sendir greiðsluáskoranir – dómarnir verða ekki sendir frá FMST til innheimtumiðstöðvarinnar, en árituð sektarboð verður þó að senda áfram vegna birtingarinnar.  Að aðfararbeiðnir og jafnvel fylgigögn verði send rafrænt til sýslumanna en sú virkni er nú þegar til staðar í TBR  Birting héraðsdóma á heimasíðunni www.domstolarad.is

– möguleikar?

7

Starfsemi innheimtumiðstöðvarinnar apríl -

 Til að byrja með sér innheimtumiðstöðin um innheimtu nýrra fullnustuhæfra mála  Öll norræn sektarinnheimta flutt til innheimtustöðvarinnar en hingað til hefur dómsmálaráðuneytið verið milliliður í þeim málaflokki.  Innheimtumiðstöðin mun fljótlega í apríl taka við símsvörun vegna sektarboða en lögreglustjórar munu þó sem áður sjá um útsendingu sektarboða og um framhaldsmeðferð ef þau greiðast ekki.

8

Starfsemi innheimtumiðstöðvarinnar maí -

 Undirbúningsvinna við fjárnám og afplánun vararefsinga hefst  Undirbúningsvinna vegna móttöku á þeim málum sem eru til innheimtu nú þegar hjá lögreglustjórum um allt land.

9

Birtingar boðanir

 Undirbúningur birtinga/boðana vegna afplánunar vararefsingar og áritaðra sektarboða verður unninn af starfsfólki innheimtu miðstöðvarinnar.  Verið er að vinna að nýrri virkni í LÖKE sem á að halda utan um allar upplýsingar sem nýtast við þessa vinnu og aðra birtingavinnu sem unnin verður áfram hjá embættunum. Áætlað er að þetta verði tilbúið um mánaðamótin apríl/maí.  Þegar búið er að staðsetja birtingarþola verður ábending send á viðkomandi embætti sem á að geta sótt allar upplýsingar og gögn til birtingar inn í LÖKE.

10

Löke – nafnaskrá - skráningarmöguleikar

11

LÖKE - nafnaskrá – ytri kerfi

12

Fullnusta - vararefsing

Staðan í dag:

     Þegar fullreynt er að innheimta sekt sendir lögreglustjóri Fangelsismálastofnun (FMS) beiðni um fangapláss fyrir þann aðila Þegar sú beiðni hefur verið samþykkt birtir lögreglustjóri sektarþola ákvörðun um vararefsingu Sektarþoli fer á biðlista hjá Fangelsismálastofnun Í dag eru um 530 manns á biðlista hjá FMS og annar eins fjöldi sem bíður samþykkis Fjöldi sektarþola greiðir sekt sína þegar að afplánun kemur en þó aldrei allir.

13

Fullnusta - vararefsing

Fyrirhugaðar breytingar:

    Stefnt er að því að snúa fyrrgreindu ferli við, þ.e. ákvörðun um vararefsingu skal birt sektarþola áður en sótt er um fangelsisvist til FMS. Með þessari breytingu styttist biðlisti verulega eða um þann fjölda sem greiðir þegar þeim er ljóst að gripið verður til vararefsingar Ákvörðun um afplánun vararefsingar verður tekin af innheimtumiðstöð sekta á Blönduósi en birt þar sem sektarþoli er búsettur.

Umsókn um samfélagsþjónustu í stað afplánunar í fangelsi skal skila til þess embættis sem birti boðunarbréf. Það embætti mun svo sjá um að koma umsókninni ásamt tilheyrandi gögnum til Fangelsismálastofnunar.

14

Fullnusta - vararefsing

    Skemmri vararefsingu, 2 6 dagar, verður stýrt frá innheimtumiðstöðinni í gegn um LÖKE. Lengri vararefsing en 6 dagar verður einnig stýrt frá innheimtumiðstöðinni en þó þannig að afplánun getur ekki hafist nema að höfðu samráði við Fangelsismálastofnun svo tryggt sé að pláss sé til staðar.

Fangelsismálastofnun er að vinna reglur um afplánun skemmri vararefsingar, sem yrði afplánuð á lögreglustöðum víðs vegar um land.

Þeir staðir sem koma helst til greina að mati Fangelsismálastofnunar hvað þetta varðar eru Akureyri, Hafnarfjörður, Vestmannaeyjar, Keflavík, Ísafjörður og Reykjavík.

15

Starfsemi innheimtumiðstöðvarinnar nóvember; markmið -

 Að innheimtumiðstöðin verði fullmönnuð; alls 11 starfsmenn  Tekið verður á móti eldri málum í áföngum  Undirbúningsvinna vegna boðunar í vararefsingu og birtinga á árituðum sektarboðum verði unnin af innheimtumiðstöðinni

16

Hvað verður eftir hjá embættunum?

     Sektarboð munu sem áður vera lögð á hjá lögreglustjórum um allt land Lögreglustjórar munu sem áður senda ógreidd sektarboð til dómsáritunar eða ákæra (eða fella niður).

Sektargerðir verða undirritaðar í heimahéraði.

Ef sektarþoli er ekki sáttur við sektarboð getur hann hafnað því á næstu lögreglustöð. Birtingar á fyrirköllum og dómum og svo birtingar á árituðum sektarboðum og boðunum í vararefsingu að undirgenginni frumvinnu hjá innheimtumiðstöð

17

Hvaða starfsemi flyst til innheimtumiðstöðvarinnar?

      Innheimtumiðstöð mun senda út innheimtubréf vegna dóma og áritaðra sektarboða en fangelsismálastofnun mun áfram sjá um skráningu þessara mál inn í TBR.

Símsvörun vegna sektarboða færist til innheimtumiðstöðvar. Innheimta vegna sektargerða sem búið er að undirrita Undirbúningur vegna birtinga/boðana á árituðum sektarboðum og boðun í vararefsingu.

Fjárnáms- og uppboðsbeiðnir sendar sýslumönnum frá innheimtumiðstöð Beiðnir um afplánun vararefsinga fara frá innheimtumiðstöð

18