Transcript 13. Kafli Persónuleiki og persónuleikamat
13. Kafli
Persónuleiki og persónuleikamat
PERSÓNULEIKI OG EINSTAKLINGSMUNUR
Persónuleiki ræðst af þeim sérkennum í atferli, hugsun og tilfinningum sem stýra aðlögun að umhverfinu.
Einstaklingsmunur. Persónuleg sérkenni eru mismunandi frá einum einstaklingi til annars.
Grundvallarspurningar persónuleikasálfræðingsins
Ytri eða innri stjórn hegðunar?
Ytri eða innri persónuleiki?
Lykilspurningar kaflans
1. Hverjir eru mótunarþættir persónuleikans?
2. Hvað hefur sálfræðin að segja um persónueinkenni og persónumótun?
3. Hvaða aðferðir eru notaðar af sálfræðingum við mat á persónueinkennum?
4. Hver er stöðugleiki persónuleikans í tíma og yfir aðstæður?
Mótun Persónuleikans
Megundir (meðfæddir eiginleikar). Líkamlegar og andlegar. Hjá unga börnum má greina persónueinkenni sem haldast og eru til staðar löngu síðar.
Víxlverkan meðfæddra eiginleika og viðbragða umhverfisins við þeim er svo mótunaraflið í lífi okkar, það sem ræður því hvað úr okkur verður.
Líffræðileg áhrif
Erfðir persónueinkenna Líkamsvöxtur
Kenning Kretschmers endomorph ectomorph mesomorph
Lífeðlisleg starfsemi.
Boðefni og þunglyndi Boðefni og geðklofi Sympatíska taugakerfið og kvíði
Almenn reynsla
Almenn reynsla er sú reynsla sem allir verða fyrir, sem er sammannleg. Allir á vissu svæði, allir sem tilheyra vissri menningu.
Þær hugmyndir sem ráða ríkjum í okkar menningu, hugmyndum um hlutverk kynjanna, rétt og rangt, viðeigandi og óviðeigandi o.s.frv.
Almenna reynslan ræður hegðun okkar aðeins að vissu marki og þó við höfum öll notið svipaðrar reynslu þá öðlumst við hana á mismunandi hátt og í gegnum mismunandi aðila sem leggja áherslu á mismunandi hluti.
Sérstök reynsla
Að hluta til verður reynsla hvers og eins alltaf sérstök, einstök fyrir viðkomandi einstakling.
Sú einstaka víxlverkan sem verður milli okkar megunda annars vegar og þess umhverfis sem við fæðumst inní hins vegar gerir það að verkum að reynsla okkar af tilverunni verður einstök og við verðum einstök, öðruvísi en allir aðrir.
Fjórar sálfræðikenningar um persónuleikann
EIGINLEIKAKENNINGAR
FÉLAGSNÁMSKENNING
SÁLGREINING
FYRIRBÆRAFRÆÐI
Eiginleikakenningar
Lýsing sýnilegra (ytri) persónueinkenna Forspá hegðunar Aðgreinanlegar persónuleikavíddir eða eiginleikar Hverjar eru persónuleikavíddirnar?
Hvernig er hægt að mæla þær hjá hverjum og einum?
Dæmi um eiginleikakenningu Kenning Eysencks Þrjár persónuleikavíddir: Innhverfa - Úthverfa Tilfinningalegt stöðuglyndi - óstöðuglyndi Harðlyndi - Veiklyndi!?
Staða einstaklingsins á þessum víddum lýsir persónu hans í aðalatriðum
Dæmi um eiginleikakenningu Kenning Cattells 16 persónuleikaþættir eða víddir Byggt á ítarlegri tölfræðilegri greiningu (þáttagreiningu) á fjölda persónuleikaspurninga og athugana 16 þátta próf Cattells Persónuleikasnið (prófíll)
Eiginleikakenningar Sameiginleg persónueinkenni “The Big Five” Úthverfa Viðfeldni Samviskusemi Geðrænt jafnvægi Siðfágun
Eiginleikakenningar - Kostir
“Einföld” flokkun einstaklinga í “manngerðir” Skapar möguleika á að spá fyrir um hegðun einstaklinga Betri skilningur á ástæðum einstaklingsmunar í hegðun og hugsun
Eiginleikakenningar - Gallar
Blekking eða ofureinföldun á ástæðum atferlis Sá mismunur á fólki sem fram kemur á persónuleikaprófum birtist með mismunandi hætti í mismunandi aðstæðum tilverunnar
II. Félagsnámskenning
Atferlissjónarmið. Hegðun mótast af umhverfi og aðstæðum. Persónulegur munur viðbragða byggir þá á sögu (styrkingasögu) einstaklings Lykilhugtök Virk skilyrðing (umbun og refsing) Aðstæður – umhverfi Víxlverkun
Hvernig lærist hegðun?
Styrking
Það sem við lærum byggir á lögmálum virkrar skilyrðingar um áhrif umbunar og refsingar
Herminám
Athöfn sem fær jákvæða svörun (styrkingu) úr umhverfinu lærist hvort sem þessari jákvæðu svörun er beint að okkur eða einhverjum öðrum
Hvaða hegðun notum við?
Notkun ræðst af styrkingu (umbun) sem ýmist er;
bein umbun fyrir hegðun
óbein umbun (“af því að einhver annar fær umbun þá geri ég þetta líka”) sjálfstýrð umbun sem byggir á gildismati (vellíðan þegar hegðun er í samræmi við það sem okkur þykir jákvætt samkvæmt eigin gildum)
Alhæfing og sundurgreining
Alhæfing
Hegðun lærist við tilteknar aðstæður en við reynum síðan að nota hana víðar Hegðunin verður þá einkennandi (persónueinkenni) fyrir okkur
Sundurgreining
Við notum tiltekna hegðun aðeins í tilteknum aðstæðum vegna þess að hún skilar ekki umbun undir öðrum kringumstæðum
Áhrif einstaklingsmunar á vitsmunaþróun og félagsnám
Einstaklingsbundnir þættir sem hafa áhrif : Hæfni Huglægt verklag Væntingar Gildismat Sjálfsagi og skipulag Víxlverkun persónubundinna þátta og umhverfis
Sjálfsmótað umhverfi
Við erum ekki bara leiksópar umhverfis samkvæmt félagsnámskenningu Við mótum það og það mótar okkur og þannig koll af kolli Dæmi: Viðmót okkar og líðan hefur áhrif á það hvað öðru fólki finnst um okkur og hvernig það bregst við okkur. Sem aftur ræður því hvernig við bregðumst við því o.s.frv.
Kostir og gallar
Höfuðkostur Áhersla á það hvernig umhverfi mótar hegðun Höfuðgalli Áhersla á það hvernig umhverfi mótar hegðun
Sálgreining
Nokkur lykilatriði Innri persónuleiki Dulvitund Rannsóknaraðferðin Frjálsar hugrenningar Draumar Bernskuminningar
Persónuleikinn
Frumsjálf - Vellíðunarlögmál Sjálf - Raunveruleikalögmál Yfirsjálf - Fullkomnunarlögmál Togstreita milli þeirra afla sem í þessum persónuþáttum búa
Frumhvatir
Kynhvöt Árásarhvöt Reglur samfélagsins takmarka útrás Sem veldur kvíða og síðan bælingu notkun varnarhátta ýmiskonar til þess að draga úr kvíðanum
Þróun persónuleikans
“Kynsálskeið” (Psychosexual stages) Vellíðunarleit Stöðnun
Stig
Munnstig Þermistig Völsastig Lægðarstig Kynþroski
Aldur
0-1 árs 1-2/3 ára 2/3 – 6/8 ára 6/8 – 12/14 ára
Kostir
Dulvitund Kynhvöt Togstreita Áhersla á bernsku
Gallar
Mótast af því menningarsamfélagi sem kenningin sprettur úr Byggir á athugunum á sálsjúku fólki Ofuráhersla á hvatir og kynferði Hugmyndir sem erfitt er að rannsaka
Fyrirbærafræði
Lykilhugtök: Huglæg reynsla Persónuleg sérreynsla Mannúðarsálfræðin Frelsi mannsins Mikilvægir höfundar: Carl Rogers Abraham Maslow
Sjálfið
það sem við upplifum og finnum til varðandi okkur og svo hugmyndir okkar um okkur sjálf.
Hver er ég og hvað get ég?
Svörin við þessu móta síðan afstöðu okkar til þess sem við upplifum Sjálfsmyndin ræður því hvaða merkingu við gefum upplifunum okkar
Misræmi og vanlíðan
Raunverulegt sjálf (Ég eins og mér finnst ég vera) Fyrirmyndarsjálf (Ég eins og ég vildi vera) Samræmi leiðir til hamingju en misræmi til óyndis.
Þróun sjálfsins
“Vertu þú sjálfur” er boðskapur fyrirbærafræðinnar Uppeldi gengur að hluta til út á að siða börn og banna þeim að fylgja löngunum sínum (vera þau sjálf) Sjálfsmynd byggir á uppeldi. Því meira bil sem er á milli hennar og raunverulegra langana, því meiri vanlíðan
Sjálfsbirting
Drifkraftur – fullkomnunarástand Að nýta alla hæfileika sína til fullnustu, að vera maður sjálfur í þess orðs fyllstu merkingu Sjá töflu 13-3, bls 127
Kostir og gallar
Jákvætt er áhersla fyrirbærafræði á: Frelsi til athafna og ábyrgð á eigin hegðun Bjartsýnissjónarmið Mikilvægi þess að sjónarhorn og sjálfsmynd móta skilnging á tilverunni Neikvætt er að kenningin byggir á hugmyndum og hugtökum sem erfitt er að sannprófa
Persónuleikamat “alþýðusálfræðingsins”
Hversdagslegt mat okkar á persónuleika annars fólks er óáreiðanlegt af ýmsum ástæðum.
Geislabaugsáhrif Staðalmyndir Þörfin fyrir áreiðanlegt mat er til staðar af ýmsum ástæðum, bæði hagnýtum og fræðilegum.
Þrjár matsaðferðir sálfræðinnar
1.
2.
3.
Athugunaraðferð Persónuleikapróf Frávarpspróf
Athugunaraðferð
Með skipulegri og markvissri athugun má fá nákvæmari persónuupplýsingar en fást við persónumat alþýðusálfræðingsins.
Tvær leiðir: hegðunarathugun viðtal Viðtal er algengara og má skipta í lausformað og
formgert.
Með athugunarskrá eða röðunarkvarða af einhverju tagi er hægt að skrá upplýsingar sem fást með viðtali á skipulegan hátt.
Athugandi getur auðveldlega fallið í sömu gryfjur og alþýðusálfræðingurinn.
Persónuleikapróf
Spurningalisti sem ætlað er að meta persónueinkenni þess sem spurningunum svarar. Prófin byggð á ítarlegum prófunum og rannsóknum og sýna tiltekin persónueinkenni í fari svarenda.
Tvær gerðir persónuleikaprófa
Þáttagreining Dæmi: 16 þátta próf Cattells Reynslubyggð próf. Markhópur og samanburðarhópur Dæmi: MMPI og CPI
Tveir gallar persónuleikaprófa
Auðvelt er að stjórna því hvernig maður birtist á prófinu Tilhneiging fólks til að samþykkja fullyrðingar
Frávarpspróf
Tengjast kenningum sem leggja áherslu á mikilvægi innri persónuleika.
Ekki um afmarkaða svarmöguleika að ræða. Próftakinn lýsir skilningi sínum á tilteknum áreitum. Sálfræðingur túlkar skilninginn. Prófin hafa ekki komið vel út þegar áreiðanleiki hefur verið athugaður. Hinn augljósi vankantur þessara prófa er túlkun sálfræðingsins. Jafnvel þó ákveðnar reglur séu til um þessa túlkun þá er þarna um augljósa erfiðleika að ræða.
Tvö dæmi um frávarpspróf
Rorschach-próf. Blekklessur á spjöldum (10) sem próftakendur eiga að túlka, segja til um hvað þeir lesa út úr. Sálfræðingur túlkar síðan svörin á grundvelli flókins kerfis.
Myndtúlkunarprófið TAT.
20 myndir sem próftaki á að spinna sögur um. Sálfræðingur túlkar síðan söguna.
Stöðugleiki persónuleikans
Er persónuleiki raunverulega til staðar?
Eru menn að stórum hluta eins í athöfnum og hugsunum frá einum tíma til annars og frá einum aðstæðum til annarra?
Stöðugleiki yfir tíma
Flestir líta á sjálfa sig sem stöðuga persónuleika.
Rannsóknarniðurstöður Blocks í töflu bls. 137.
Veruleg fylgni persónueinkenna frá einu aldursskeiði til annars Munur á körlum og konum Einstaklingsmunur. Sumir eru stöðugri persónuleikar en aðrir
Stöðugleiki yfir aðstæður
Lítill stuðningur við að persónueinkenni ráði hegðun yfir mismunandi aðstæður. Við erum mismunandi frá einum aðstæðum til annarra.
Niðurstöður í samræmi við félagsnámskenningu sem tengir atferli fremur við aðstæður en persónur
Afstaða félagsnámssinna
Hugmyndin um stöðugan persónuleika er blekking eða sjónhverfing sem byggir á: 1.
Þeim einkennum í fari fólks sem eru eins 2.
3.
4.
Tilhneigingu okkar til að alhæfa og fylla í eyður Áhrifum áhorfanda á geranda Tilhneigingu okkar til þess að leita skýringa í persónu fremur en aðstæðum
Viðbrögð persónuleikasinna
Lítil fylgni milli persónueinkenna og hegðunar byggir á göllum í rannsóknum á þessu sviði 1.
Rannsóknir eru ekki endurteknar nægilega oft 2.
3.
Ekki er tekið tillit til einstaklingsmunar Eiginleikar eru ekki nægilega nákvæmt skilgreindir
Víxlverkun eiginleika og aðstæðna Ef nota á persónueinkenni til þess að spá fyrir um hegðun þá verður jafnframt að taka tillit til aðstæðna.
Persónueinkenni eru að einhverju leyti aðstæðubundin, koma aðeins fram við tilteknar aðstæður.
Á sama hátt hefur fólk e.t.v. tilhneigingu til þess að leita í eða forðast tilteknar aðstæður vegna persónueinkenna sinna.