Guðrún_Björg Ágústdóttir – unglingar í vanda

Download Report

Transcript Guðrún_Björg Ágústdóttir – unglingar í vanda

Guðrún Björg Ágústsdóttir
Vímuefna- og foreldraráðgjafi
FORELDRAHÚS

Vímulaus æska – Foreldrasamtök stofnuð 1986.

Foreldrahús stofnað árið 1999.

Vímulaus æska – Foreldrahús árið 2006.

Starfandi í Foreldrahúsi eru sálfræðingur,
vímuefnaráðgjafar, listmeðferðarfræðingar,
tónlistarmenn og fl.í ýmsum verkefnum.
FJÖLSKYLDURÁÐGJÖF
Fyrir
foreldra og börn í vanda
 Boðið er upp á:
Sálfræðiþjónustu,
ráðgjöf og meðferð barna
og unglinga með hegðunar- og/eða áfengisog fíkniefnavanda
Ráðgjöf vegna samskiptaerfiðleika innan
fjölskyldunnar
Suðningur við foreldra og unglina í
vímuefnaneyslu
Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn og
unglinga
SJÁLFSTYRKINGARNÁMSKEIÐ

Fyrir börn og unglinga 10-16 ára

Boðið upp á margar leiðir til þess að tjá sig,
gegnum myndlist, tónlist, hreyfingu og orðlist

Efling sjálfsþekkingar og félagslegra tengsla
barna og unglinga

Einnig kennd í Hafnarfirði, Kópavogi, Akransei
og Vestfjörðum (VÁ-vest)
SJÁLFSTYRKINGARNÁMSKEIÐ


Markmiðið að hlúa að og byggja upp

Sjálfstraust

Félagsfærni

Samskiptahæfni

Tilfinningaþroska

Sjálfsþekkingu
Börn og unglingar með sterka sjálfsmynd eru
ólíklegri til að leita í vímuefni
FORELDRASTARF

Stór hluti af foreldrastarfinu eru
stuðnings/meðferðarhópar fyrir foreldra sem eiga eða
hafa átt börn í vímuefnavanda.

Unnið er með tilfinningar og sjálfseflingu foreldra.

Hóparnir hittast undir handleiðslu ráðgjafa þar sem unnið
er að því að efla foreldra og styðja við þá.
SJÁLFSTYRKINGARNÁMSKEIÐ FORELDRA

Námskeiðin miða að því að styrkja sjálfsmynd foreldra í
foreldrahlutverkinu.

Á námskeiðunum er unnið með sjálfsmynd og uppeldi,
lögð er áhersla á að foreldrar eru fyrirmynd barna.

Sjálfstraust er undirstaða margra færniþátta svo sem
hvernig okkur vegnar í samskiptum, setjum markmið,
tökum ákvarðanir, setjum mörk, eflum börnin okkar ofl.
VÍMUEFNAVANDI
Hvað felst í skilgreiningunni „vímuefnavandi“?
Hvenær er „fikt“ orðinn vandi?
Hvenær er unglingurinn orðin „fíkill“ ?
KANABISEFNI
–ALGENGAR STAÐHÆFINGAR
„Þetta er bara gras“
„Það eru allir að reykja, hollari en sígarettur og áfengi“
„læknamarijuana“
„miklu skaðlausara en hass“
„ég get hætt þegar ég vil“
„ekki fíkniefni-maður verður ekki háður“
„betra en áfengi-auðveldara að fela neysluna og ekki
timburmenn“
„Ég hætti bara þegar ég verð háður...“
EINKENNI UNGLINGS Í
VÍMUEFNANEYSLU
Minna upplýsingaflæði, forðast bein samskipti við
foreldra
 „Leyndarmál“
 Fara í vörn, t.d. bregðast illa við „óþægilegum“
spurningum
 Óheiðarleiki og laumuspil
 Breytingar á félagsskap og “ósýnilegir vinir“

FRAMHALD
Lægri þröskuldur (gegn pirringi, eirðaleysi osfrv.)
 „Tilfinningalega dofin“, minni viðbrögð við
upplifun= flöt
 Áhugaleysi og vanvirkni, (t.d. allt verður leiðinlegt,
nennir engu, „so“- “alveg sama” viðhorf)
 Hættir í tómstundum

LÍKAMLEG EINKENNI
Þreyta-slen, t.d. erfiðara að vakna á morgnana, einbeiting
versnar.
 Svefnerfiðleikar.
 Augasteinarnir þenjast út, minni viðbrögð gegn ljósi.
 Hirðuleysi um hreinlæti og næringu.
 Kanabisefni mælist í þvagprufu upp í 6 vikur frá seinustu
neyslu.

ALGENGAR SPURNINGAR
„Má ég henda honum út?”
„Hvenær á ég að henda honum út?”
„Verður það ekki mér að kenna ef ég vísa honum á dyr út
og eitthvað hræðilegt gerist?”
„Er ekki betra að ég læt hann fá tvo bjóra heldur en hann
sé að kaupa landa eða reykja hass?“
„Get ég bannað 14. ára dóttur minni að hitta 18.ára
kærasta sinn?”
„Betra að hann sé heima að reykja marjuana heldur að
hann sé einhversstaðar úti allar nætur?“
„Er ekki í skárra að hann sé bara að reykja marjúana en
ekki hass?“
„Hann segist bara hafa prófað hass 2-3 sinnum...“
SNEMMTÆK ÍHLUTUN

Slík ráðgjöf lítur á unglinginn sem hluta af flóknu og
samverkandi neti sem inniheldur m.a. fjölskyldu, vini,
skóla og nánasta umhverfi.

Unnið er markvisst að því að búa svo um haginn hjá
unglingnum og fjölskyldu hans að allir aðilar séu
fullfærir um að viðhalda því jákvæða umhverfi sem
byggt er upp í samvinnu við ráðgjafa.
REGLUR Á HEIMILINU
Skýr skilaboð.
 Foreldrar birtist sem „eining“ í að setja reglur og venjur á
heimilinu.
 Kenna börnum að ná samkomulagi um hlutina
 Að forsendur og afleiðingar samkomulagsins séu skýrar.
 Lykilatriði að hafa unglingana með í samningsgerðunum.

SAMNINGAGERÐ
Ábyrgð og úthald foreldra í að halda settum samningum
 Sérstaklega þegar kemur að „samningsbroti“
 Afleiðingar þurfa að vera skýrar í upphafi
samkomulagsins
 Dreifa ábyrgðinni milli foreldra-mikilvægt að foreldrar
birtast unglingnum sem „eining“
 Taka ábyrgð á vantrausti og reiði í samskiptum sínum við
unglinginn
 Hlúa að systkinum og að sjálfum sér!

SAMVINNA VIÐ UNGLINGINN

Oftast er vandasamast að fá unglinginn til samvinnu og
að hann finni hvata til þess að breyta hegðun sinni.

Úr „fórnalambshlutverkinu“ í ábyrgð á eigin hegðun

Hvað græðir unglingurinn sjálfur á því að leggja sig fram og
taka ábyrgð?

„Fórnarkostnaður“: t.d. hver er fórnarkostnaðurinn orðin við
óæskilega hegðunina?

„Gulrót“
FORELDRASÍMINN
-SEM ALDREI SEFUR

Opinn allan sólahringinn

Fyrsta ráðgjöf

581 – 1799
SAMSTARF

Samstarfsaðilar Foreldrahús eru félagsþjónustur, skólar,
heilsugæslustöðvar og ýmis sveitafélög

Foreldrahús hefur fulltrúa í nefnd „Náum áttum“
(www.naumattum.is) sem er samstarfshópur um fræðslu- og
forvarnir sem í sitja embætti landlæknis, félagi fagfólks í
frítímaþjónustu, FFF, IOGT á Íslandi, Heimili og skóli,
Þjóðkirkjan, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Barnaheill og
Umboðsmaður barna. Hópurinn stendur að vinnufundum og
átta opnum fræðslufundum á ári.

Vímulaus æska er þáttakandi í „SAMAN“ hópnum
(www.samanhopurinn.is) sem vinnur að auglýsingum um
forvarnir ætlaðar foreldrum á merkum tímamótum;
verslunarmannahelgi, jól og áramót, osf. báðir þessi hópar
hafa starfað frá árinu 1999 og Vímulaus æska hefur verið með
frá upphafi.
TAKK FYRIR