DÓMSTÓLAR

download report

Transcript DÓMSTÓLAR

DÓMSTÓLAR
Stjórnarskráin I
• Í 2.gr. stjórnarskrárinnar segir að dómendur
fari með dómsvaldið.
• Þessi grein er í anda þrískiptingar ríkisvaldsins,
dómstóllinn er sjálfstæður.
• Í 59.gr. segir orðrétt: “Skipun dómsvaldsins
verður eigi ákveðin nema með lögum.”
• Framkvæmdarvaldið getur m.ö.o. ekki skipað
málum að vild, lögin eru undirstaða
réttaríkisins.
Stjórnarskráin II
• Í 60. gr. segir: “Dómendur skera úr öllum
ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda. Þó
getur enginn, sem um þau leitar úrskurðar,
komið sér hjá að hlýða yfirvaldsboði í bráð
með því að skjóta málinu til dóms.”
• Ríkinu ber að fara eftir úrskurði dómstóla.
Greinin kveður einnig á um það að ákvarðanir
taka strax gildi jafnvel þó að
Stjórnarskráin III
• 61.gr. “Dómendur skulu í embættisverkum sínum
fara einungis eftir lögunum. Þeim dómendum, sem
ekki hafa að auk umboðsstörf á hendi, verður ekki
vikið úr embætti nema með dómi, og ekki verða þeir
heldur fluttir í annað embætti á móti vilja þeirra
nema þegar svo stendur á, að verið er að koma nýrri
skipun á dómstólana. Þó má veita þeim dómara, sem
orðinn er fullra 65 ára gamall, lausn frá embætti, en
hæstaréttardómarar skulu eigi missa neins í af
launum sínum.”
Stjórnarskráin IV
• Í 61.gr. er lögð áhersla á að dómarar séu ekki
undir áhrifum frá neinu eða neinum nema
lögunum.
• Til þess að efla sjálfstæði þeirra enn frekar eru
þeir æviráðnir og njóta tiltekinni kjara.
• Þeim má ekki vísa úr embætti nema með
dómi. Með öðrum orðum verða þeir að hafa
gerst brotlegir við lög.
Óháðir dómsstólar
• Trúverðugleiki dómskerfsins veltur á því að
þeir séu óháðir í ákvörðunum sínum, dæmi
einungis eftir lögum.
• Dómarar eru að vísu skipaðir af framkvæmdarvaldinu, af dómsmálaráðherra, en ákvæði
stjórnarskrárinnar taka af allan vafa um
sjálfstæði dómara.
• Dómsmálaráðherra eða stjórnvöld geta þannig
ekki rekið dómara sem þeim mislíkar við.
Lög og réttarheimildir
• Stjórnarskráin segir að dómarar eigi “einungis
að fara eftir lögunum.”
• Lögin í þessari merkingu vísa ekki bara til
settra laga, þ.e.a.s. laga sem Alþingi setur
heldur til viðurkenndra réttarheimilda.
• Við förum betur í réttarheimildir eftir áramót
en gott er samt að vita hverjar þær eru.
Hvað eru réttarheimildir?
• Réttarheimildir eru þau viðmið – gögn, sú
háttsemi, þær hugmyndir og hvaðeina annað
– sem almennt er viðurkennt að nota skuli eða
nota megi til rökstuðnings þegar réttarreglu er
slegið fastri eða hún mótuð almennt eða í
ákveðnu tilfelli. Sigurður Líndal
Hvað telst til réttarheimilda?
•
•
•
•
•
•
•
Settur réttur, þ.e.a.s. lög
Réttarvenja
Fordæmi
Lögjöfnun
Kjarasamningar
Meginreglur laga
Eðli máls
Hvað telst til réttarheimilda?
•
•
•
•
Kenningar fræðimanna
Almenn réttarvitund
Þjóðréttarreglur
Nauðsyn er lögum ríkari (nauðsyn brýtur lög)
Lög um dómstóla
• Eins og segir 59.gr. Stjórnarskrárinnar verður
skipan dómsvaldsins eigi skipað nema með
lögum.
• Lög um dómstóla 15/1998 tekur á skipan
dómstóla.
Hæstiréttur I
• Hæstiréttur er æðstur dómstóla.
• Hann er áfrýjunardómstóll.
• Með öðrum orðum þá eru mál ekki lögð fyrir
dómstólinn nema þau hafi fyrst fengið
meðferð á lægra dómstigi (fyrir héraðsdómi).
• Í hæstarétti sitja 9 dómarar sem
dómsmálaráðherra skipar (forseti formlega
skv. tillögu dómsmálar.)
Hæstiréttur II
• Dómarar eru skipaðir ótímabundið.
• Til þess að öðlast hæfi sem hæstaréttardómari
þarft þú meðal annars:
–
–
–
–
–
að hafa lokið embættisprófi í lögfræði
vera 35 ára eða eldri
að vera íslenskur ríkisborgari
vera lögráða og ekki misst stjórn á búi sínu
Hafa reynslu sem dómari, hæstaréttarlögmaður,
prófessor í lögum, sýslumaður o.fl.
– má ekki hafa gerst sekur um refsivert athæfi
Hæstiréttur III
• Forseti hæstaréttar fer með yfirstjórn
dómstólsins.
• Hann er kjörinn af samdómendum til 2 ára í senn.
• Forseti hæstaréttar ákveður kvað margir dómarar
taka þátt í meðferð máls fyrir dómi.
• Það eru ýmist 3, 5 eða 7 teljist mál vera mjög
mikilvægt.
• Einnig er hægt að skipa einn dómara sé um að
ræða kærumál sem er skriflega stutt og varðar
ekki mikilvæga hagsmuni, eins og segir í lögunum.
Héraðsdómstólar I
• Héraðsdómstól er lægra dómsstigið af tveimur
á Íslandi.
• Skv. lögum eru 38 héraðsdómar starfandi
skipaðir ótímabundnir af dómsmálaráðherra.
• Kröfur til héraðsdómara eru svipaðar og til
hæstaréttardómara.
• Aldurskröfurnar miðast þó við 30 og
héraðsdómarar þurfa ekki að vera
hæstaréttarlögmenn.
Héraðsdómstólar II
• Dómsmálaráðherra ákveður með reglugerð
hvar héraðsdómstólar skulu hafa aðsetur.
• Þeir eru starfræktir fyrir Reykjavík, Reykjanes,
Suðurland, Vesturland, Vestfirði, Norðurlandvestra, Norðurland og Austurland.
Réttindi og skyldur dómara I
• Um þau er kveðið á um í IV. Kafla laga um
dómstóla.
• 24. gr. Dómarar eru sjálfstæðir í dómstörfum
og leysa þau af hendi á eigin ábyrgð.
• Við úrlausn máls fara þeir eingöngu eftir
lögum og lúta þar aldrei boðvaldi annarra.
• Dómsathöfn verður ekki endurskoðuð af
öðrum nema með málskoti til æðra dóms.
Réttindi og skyldur dómara II
• Dómara er skylt að ljúka á eðlilegum tíma þeim
málum sem hann fær úthlutað til meðferðar og
rækja störf sín af alúð og samviskusemi.
• Dómara ber að hlíta boði forstöðumanns
dómstóls um önnur atriði varðandi störf sín en
meðferð og úrlausn máls.
• Héraðsdómurum ber og að hlíta lögmætum
ákvörðunum dómstólaráðs.
Úrlausnir dómstóla og
stjórnvalda