Málfræðiglærur

Download Report

Transcript Málfræðiglærur

Áhrifssögn
 Áhrifssagnir eru þær sagnir sem valda því að fallorð
sem þær stýra eru í aukafalli. Fallorðið í aukafallinu
kallast andlag.
 Ég les bókina (þf.andl.)
Ég gleymdi bókinni
(þgf.andl.) Ég sakna bókarinnar (ef.andl.)
 Áhrifssagnir geta stýrt tveimur föllum, tekið með
sér tvö andlög.
 Ég gef þér bókina (þgf.andl.) (þf.andl.)
Mars 2003
EPE ísl 202
Áhrifslausar sagnir
 Áhrifslausar sagnir taka ekki með sér neitt andlag.
Ýmist standa þær einar: ég hleyp, rúðan brotnaði
 eða þeim fylgir sagnfylling: við erum nemendur
(sagnfylling)
 Algengustu áhrifslausar sagnir eru 4: vera, verða,
heita, þykja.
Mars 2003
EPE ísl 202
Stýra falli
 Orðum í aukafalli ( þf., þgf., ef.) er yfirleitt stjórnað
af öðru orði í setningu. Slíkt orð nefnist fallvaldur.
 Algengustu fallvaldar eru forsetningar og
áhrifssagnir,
 forsetningar stjórna forsetningarlið: um bókina, frá
bókinni, til bókarinnar,
 áhrifssagnir stýra andlagi: lesa bókina, gleyma
bókinni, sakna bókarinnar.
Mars 2003
EPE ísl 202
Ákvæðisorð
 Hér eru dæmi um nafnorð og ákvæðisorð þess sem
eru: fornöfn, lýsingarorð, töluorð á undan en
eignarfornafn á eftir. Nafnorðið er feitletrað en
ákvæðisorðin skáletruð. Ákvæðisorð nefnast
einkunnir í setningafræði
 Allir góðu strákarnir mínir eru farnir.
 Ég gleymdi öllum þessum góðu strákum mínum.
 Ég sakna allra þessara fjögurra góðu stráka
minna.
Mars 2003
EPE ísl 202
Röð ákvæðisorða
 Öll orð sem geta einkennt nafnorð og beygjast
með því eða einkenna á annan hátt, eru
ákvæðisorð þess eða einkunnir. Orðin raða sér
kringum nafnorðið eftir ákveðinni reglu sem
kölluð er nafnliðarreglan, hún er þessi:

 Nl. = ófn., áfn., to., lo.+, no., efn./ef.

Mars 2003
EPE ísl 202
Nafnliður
 Nafnliður er nafnorð. Öll þau ákvæðisorð sem
geta einkennt nafnorðið, hvort sem þau
beygjast með því eða einkenna á annan hátt,
tilheyra nafnliðnum. Ákvæðisorðin –
einkunnirnar - raða sér kringum nafnorðið eftir
ákveðinni reglu sem kölluð er nafnliðarreglan,
hún er þessi:
 Nl. = ófn., áfn., to., lo.+, no., efn./ef.
Mars 2003
EPE ísl 202
Atviksorð
 Atviksorð (ao.) eru óbeygjanleg orð sem tákna
gjarna:
 háttaratviksorð lýsa hvernig eitthvað er gert;
 staðaratviksorð lýsa hvar eða hvert eitthvað er eða
fer;
 tíðaratviksorð lýsa hvenær eitthvað á sér stað;
 áhersluatviksorð eru notuð til áherslu:
 spurnaratviksorð eru öll óbeygð spurnarorð :
hvernig, hvar, hvert, hvaðan, hvenær, hversu.
.
Mars 2003
EPE ísl 202
Hlutverk atviksorða
 Hlutverk atviksorða er að standa með sögnum og
vera ákvæðisorð með þeim líkt og lýsingarorð með
nafnorði. Þau eru stundum nefnd lýsingarorð
sagnanna: syngja vel, koma strax, fara fram, vera
frammi
 Atviksorð standa einnig með lýsingarorðum og
öðrum atviksorðum til áherslu og herða á merkingu
þeirra eða draga úr henni.

syngja ákaflega vel
vera feikilega góður
Mars 2003
EPE ísl 202
Hjálparsagnir
 Hjálparsögn/-sagnir að viðbættri aðalsögn
mynda eina umsögn. Aðalsögn er síðust en
persónubeygða hjálparsögnin er fyrst:
Ég ætla að fara að reyna að lesa bókina
Við ætlum að fara að reyna að gleyma bókinni
Þið ættuð að fara að reyna að minnast hennar
Mars 2003
EPE ísl 202
Nafnorð
 Í setningafræðinni er nafnorðið eftir hlutverki
sínu í setningu ýmist frumlag, andlag,
sagnfylling eða hluti forsetningarliðar en
ákvæðisorðin eru þá einkunnir nafnorðsins.
Mars 2003
EPE ísl 202
Sambeyging
 Fallorð raða sér oft saman í samsetta liði
innan setningar - nafnliði, sama hvort um er
að ræða nafnorð sem er frumlag, andlag,
sagnfylling eða hluti forsetningarliðar. Röð
orða í nafnlið er þessi :
 Nl. = ófn., áfn., to., lo.+, no., efn./ef.
 Öll orðin beygjast, sjá næstu glærur.
Mars 2003
EPE ísl 202
Nafnorð sem frumlag
 Allir góðu strákarnir mínir eru farnir
 Einkunnir skáletraðar
Mars 2003
EPE ísl 202
Nafnorð sem einkunn
 Nafnorð/fallorð í eignarfalli sem stendur með
öðru nafnorði og einkennir það er nefnt
eignarfallseinkunn.
Bíll Jóns Dóttir hennar/Svanborgar
Rafmagnsveita Reykjavíkur
Ætterni mannsins
Mars 2003
EPE ísl 202
Nafnorð sem andlag
 Ég sá alla þessa góðu stráka.
 Ég gleymdi öllum þessum góðu strákum.
 Ég sakna allra þessara fjögurra góðu stráka
minna.
 Einkunnir eru skáletraðar í dæmum
Mars 2003
EPE ísl 202
Nafnorð í forsetn.lið
 Ég hugsa um alla góðu strákana mína
 Ég var hjá öllum góðu strákunum mínum
 Ég kom til allra góðu strákanna minna
 Forsetningar og nafnorð feitletrað, einkunnir skáletraðar
Mars 2003
EPE ísl 202
Nafnorð sem sagnf.
 Þessir drengir eru allir góðir strákar
 Einkunnir eru skáletraðar í dæmum
Mars 2003
EPE ísl 202