Transcript Aðal

Markmið námsins
 Það er viðfangsefni þessa námsefnis að
þekkja aðal- og auksetningar í málsgrein.
 Markmiðið er að geta greint texta í
setningar, vita hvað er setning, hvar hún
byrjar og hvar hún endar og hvernig
setningar mynda málsgreinar.
 Setningahlutar eru þeir sömu og fyrr.
Mars 2003
EPE ísl 202
Málsgrein
 Málsgrein er samband setninga, tveggja eða
fleiri, eða ein sjálfstæð setning. Í hverri
málsgrein er að minnsta kosti ein
aðalsetning.
 Málsgreinar hefjast á stórum staf og aftan við
þær er settur punktur.
Mars 2003
EPE ísl 202
Aðalsetningar


Aðalsetningar eru, eins og nafn þeirra bendir til,
uppistaða hverrar málsgreinar. Aðalsetningar eru
ekki setningarliðir í öðrum setningum. Þær eru
ýmist sjálfstæðar eða ósjálfstæðar og geta hafist
á hvaða orði sem er
Tengiorð aðalsetninga (aðaltengingar) eru
einkum: og, eða, ellegar, en, heldur, enda.
Mars 2003
EPE ísl 202
Aukasetningar
 Aukasetningar eru setningarliðir í
aðalsetningum.
 Aukasetningar eru ævinlega ósjálfstæðar og
segja því ekki fulla hugsun. Þær verður að
tengja við aðrar setningar oftast með
aukatengingu.
Mars 2003
EPE ísl 202
3 setnhlutar aukasetn.
 Atvikssetningar eru atviksliðir
 Fallsetningar geta verið allir setningahlutar
sem eru í ákveðu falli, s.s.. frl. andl. sf. fsl,
fallsetningar eru því nafnliðir
 Tilvísunarsetningar eru oft einkunnir.
Mars 2003
EPE ísl 202
Flokkar aukasetninga
 Eftir hlutverki sínu í málsgrein má skipta
aukasetningum í þrjá flokka: atvikssetningar,
tilvísunarsetningar og fallsetningar.
 Best er að þekkja aukasetningar á
upphafsorði sínu, tengiorðinu
Mars 2003
EPE ísl 202
Tengiorð aukasetn.










1. Tilvísunarsetningar, : sem
2. Tíðarsetningar, : þegar
3. Skilyrðissetningar: ef
4. Orsakasetningar: af því að
5. Afleiðingartsetningar: svo að
6. Tilgangssetningar: til þess að
7. Viðurkenningarsetningar: þó að
8. Samanburðarsetningar: eins og
9. Skýringarsetningar: að
10. Spurnarsetningar: hvort + spurnarorð
Mars 2003
EPE ísl 202
Að þekkja aukasetn.
 Aukasetningar þekkjast best á tengiorði sínu.
 Læra verður tengiorð aukasetninga, eitt fyrir
hvern setningaflokk.
 Læra verður hvað flokkar aukasetninga heita.
 Dæmi: Ég veit að veðrið batnar þegar vorar.
Mars 2003
EPE ísl 202
Setn.hluti aukasetn.
 Orð sem gegnir sama hlutverki og
aukasetning er yfirleitt sami setningarhluti
og viðkomandi aukasetning. Hafið þetta í
huga.
 Ég veit að veðrið batnar<andlag
 Ég veit sannleikann<andlag
Mars 2003
EPE ísl 202
Setn.hluti aukasetn
 Orð sem gegnir sama hlutverki og
aukasetning er yfirleitt sami setningarhluti
og viðkomandi aukasetning. Hafið þetta í
huga.
 Ég kem þegar veðrið batnar<atviksliður
 Ég kem strax<atviksliður
Mars 2003
EPE ísl 202
Setn.hluti aukasetn
 Orð sem gegnir sama hlutverki og
aukasetning er yfirleitt sami setningarhluti
og viðkomandi aukasetning. Hafið þetta í
huga.
 Húsið sem brann er ónýtt<einkunn
 Húsið brunna er ónýtt<einkunn
Mars 2003
EPE ísl 202
Fallsetningar
 Flokkar fallsetninga eru tveir, skýringarsetningar
og spurnarsetningar. Þær kallast fallsetningar af
því að þær jafngilda fallorði og eru í sama falli og
feitletraða fallorðið á undan þeim.
 Ég sagði sögu=að nú væri nóg komið.<þolfall
 Ég spurði spurningar=hvort nú væri nóg komið. <
eignarfall

Mars 2003
EPE ísl 202
Tilvísunarsetn.
 Tilvísunarsetning er ein í flokki. Hún gegnir
sama hlutverki og lýsingarorð, einkennir
nánar fallorð í þeirri setningu sem hún
stendur með.
 Karlinn ók bílnum sem alltaf var að bila<eink
 Karlinn ók dyntótta bílnum<eink
Mars 2003
EPE ísl 202
Atvikssetningar
 Atvikssetningar heita svo af því að þær geta gegnt
sama hlutverki og atviksorð í aðalsetningu. Í stað
heillar atvikssetningar má setja eitt atviksorð og
gegnir það sama hlutverki þótt merkingin sé önnur.
 Ég át ostinn þótt hann væri vondur<al.
 Ég át ostinn áðan/græðgislega/frammi<al.
Mars 2003
EPE ísl 202
Flokkar atvikssetn.
 Allar atvikssetningar eru atviksliðir í aðalsetningu. Flokkar
atvikssetninga eru 7:







1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
Tíðarsetningar, : þegar
Skilyrðissetningar: ef
Orsakasetningar: af því að
Afleiðingartsetningar: svo að
Tilgangssetningar: til þess að
Viðurkenningarsetningar: þó að
Samanburðarsetningar: eins og
Mars 2003
EPE ísl 202
Setn.hluti í aðalsetn.
 Aukasetningar eru greindar sem einn
setningarhluti í aðalsetningu sem þær
tengjast.
 Ég gleymdi alveg að veðrið getur versnað
 Undirstrikuð setning er í fallsetning, hún er í
þágufalli og stýrist fallið af so. gleyma. Hún
er andlag með þeirri sögn og þá andlag í
aðalsetningunni sem hún tengist. (sjá næstu)
Mars 2003
EPE ísl 202
Setn.hluti í aðalsetn.2
 Ef aukasetningin að veðrið getur versnað er greind í
setningarhluta er það þannig:
 að: tengiliður
 veðrið: frumlag
 getur versnað: umsögn
Ekkert andlag er í setningunni þótt hún sé sjálf í
heild andlag, þetta finnst mörgum erfitt að skilja.
Mars 2003
EPE ísl 202