Dæmi um lághita á köldu svæði

Download Report

Transcript Dæmi um lághita á köldu svæði

Jarðhiti

Há- og lághitasvæði og köld svæði Jarðhitastigull og uppruni jarðhitans Vatnshverir, leirhverir, gufuhverir og goshverir Nýting jarðhitans Goshverir

Jarðhitasvæði eru flokkuð eftir hitafari    Á háhitasvæðum er hitastig á 1 km dýpi yfir 150 – 200 °C Á lághitasvæðum er hitastig á 1 km dýpi undir 150 °C Köld svæði eru þau svæði kölluð þar sem engin virkni sést á yfirborði á stórum svæðum.

Uppruni háhitans

   Talið er að háhitasvæði séu nær undantekningalaust í tengslum við kólnandi kviku.

Háhitasvæði eru á gosbeltunum.

Virkni á yfirborðinu er mikil, berg ummyndað og leir og gufuhverir einkenna gróðurlaust yfirborðið.

Háhitasvæði

Á Reykjanesi

Hræring í háhitakerfi

Uppruni lághitans

   Lághitasvæði eru svæði þar sem jarðhitavökvi hitnar við það að leika um berg á 1-3 km dýpi.

Vatnið berst hratt upp á yfirborðið um jarðskjálftasprungur eða sprungur meðfram berggöngum.

Varminn kemur úr bergi eða frá innskotum.

Uppruni lághitans

 Talið er að lághiti á yfirborði reiði sig á tvennt: Varmauppsprettu og vatnsleiðandi jarðlög.

 Varmauppsprettan er í sumum tilvikum heitt berg í hraunlagastafla sem ekki hefur náð að kólna eftir að hafa rekið út úr gosbeltunum nema niður tiltekið hitagildi.

 Í öðrum tilvikum er kólnandi berginnskot talið varmauppspretta og í sumum tilvikum jafnvel kvika.

Deildartunguhver í Reykholtsdal

Köld svæði

  Köld svæði eru svæði þar sem berggrunnurinn er þéttur. Þar getur vatn (jarðhitavökvi) runnið um vatnsleiðandi jarðlög á miklu dýpi án þess að komast upp á yfirborð.

Boranir á köldum svæðum geta leitt þennan vökva upp á yfirborðið í vinnanlegu magni.

Hitastigull í holum við Hofsstaði í Helgafellssveit.

Hitaferlar í nokkrum borholum

Grunnvatn og jarðhitavökvi

     Lekt jarðlaga og úrkoma stjórna grunnvatnsbúskap tiltekinna svæða.

Hér er úrkoma og lekt víðast hagstæð fyrir grunnvatnsmyndun. Grunnvatn er upprunalega regnvatn sem lekur ofan í jarðlög.

Vatnið í jarðhitavökvanum er grunnvatn sem leitar ofan í berggrunninn og hitnar. Grunnvatn við yfirborð er ekki alltaf heitt þó það streymi djúpt í jarðlögum og hitni þar.

Eins berst grunnvatn mis djúpt.

Rennslið er mjög hægfara og til að mynda getur grunnvatn hér verið yfir 10.000 ár á leið til sjávar.

Rennslisleiðir vatns af hálendinu

Tálknafjörður

Tengsl jarðhita og skjálftasvæða

Jarðskjálftar á Íslandi

Leir og gufuhverir

     Leir í leirhver eru í raun steindir sem orðið hafa til við efnahvörf milli jarðhitavökvans og bergsins sem hann leikur um.

Auk þess hjálpar það til að brennisteinssýra myndast við efnahvörf milli brennisteinsvetnis og grunnvatns rétt við grunnvatnsborð.

Sýran leysir bergið hratt upp.

Leirsteindir er fjölbreyttur hópur steinda.

Gufa í gufuhverum er vatnsgufa, oft um 110-130 °C sem berst upp um sprungur í jarðlögum hverasvæðanna.

Í Krísuvík

Leirhver við Leirhnjúk

Í Krísuvík

Gunnuhver á Reykjanesi

Vatnshverir eru bæði á há- og lághitasvæðum

Reykjadalur á Torfajökulssvæðinu

Hrafntinnusker

Brennisteinsalda séð frá Landmannalaugum

Horft yfir Landmannalaugar til Heklu

Torfajökulsvæðið

Virkjun háhitans

Borhola á Hellisheiði. Í fjarska sér til Esju; Kistufell, Móskarðs Hnjúkar og Skálafell.

Umhverfisáhrif af virkjun háhitasvæða eru að verulegu leiti sjón ræn og afturkræf en þó ekki að öllu leiti. Virkni í hverum minnkar og dynjandi hverir þagna.

Goshverir

   Goshverir koma bæði fyrir á há- og lághitasvæðum.

Þeir myndast er jarðhitavökvi sýður á nokkurra tuga metra dýpi í vatnsæð.

Suðan verður er vatn fer yfir suðumark vegna þess að þrýstingur fellur er vökvinn nálgast yfirborð.

Upphaf goss í Strokki

Strokkur gýs