Að breyta á milli eininga

Download Report

Transcript Að breyta á milli eininga

Að breyta á milli eininga
Þetta er það sem við erum oftast að
eiga við !
• Þurfum ekki endilega að vera með m (metra)
- Getum alveg eins verið með g (grömm) eða l
(lítra)
• Það eru forskeytin (kíló, hektó, deka, desí,
sentí og millí) sem skipta máli !
Aðferð!
• Notum margföldun og deilingu til þess að
breyta á milli eininga!
Að nota margföldun og deilingu
• Þegar við erum að nota m, g eða l, þá notum
við x10 og /10 þegar við breytum á milli sæta.
Ef við erum að breyta stærri einingu í minni
margföldum við, en deilum ef við breytum
minni einingu í stærri !
Dæmi um notkun:
• Breyttu 10 mm í m:
Svar: ég er að breyta minni einingu í stærri,
þess vegna nota ég deilingu !
Það eru ÞRJÁR færslur á milli mm og m,
þessvegna geri ég 10mm / 10 / 10 / 10 og fæ
úr 0,01 m ! Þetta er það sama og að deila með
1000 !
Annað dæmi um notkun
• Hvað eru 7,5 km margir mm?
Svar: Ég á að breyta stærri einingu í minni, þá
nota ég margföldun !
Það eru 6 færslur á milli km og mm, þessvegna
geri ég 7,5 km * 10*10*10*10*10*10, sem
eru 7500000 mm eða 7,5 milljónir mm ! Þetta
er það sama og að margfalda með 1000000.!
Fer- og rúmeiningar
• Þegar við erum með m2 eða m3 er sömu
aðferð beitt, nema við margföldum með 100
og 1000 í stað 10 !
• Ef við erum með m2 þá notum við 100 fyrir
hvert sæti, en 1000 ef við erum með m3
Þegar við erum farin að nota mega, giga, tera eða
micro, nano og pico, þá eru ekki lengur 10 á milli
eininga, heldur 1000
Rúmmálseiningar sem vert er að kunna !!
• 1 ml = 1 cm3
• 1 l = 1 dm3
• 1 kl = 1 m3