Almennt um íþróttameiðsli

Download Report

Transcript Almennt um íþróttameiðsli

Íþróttameiðsli

Áfangi kenndur í VMA í tengslum við Nuddskóla Íslands Kennari: Ólafur H. Björnsson

Innihald ÍÞM 102

    Almennt um íþróttameiðsli – slys, áverkar – álagsmeiðsli Almennt um viðbrögð líkamans við þessum meiðslum Meðhöndlun og fyrirbyggjandi aðferðir Íþróttameiðsl og íþróttagreinar – algeng meiðsl í mism íþróttagreinum

Innihald ÍÞM 102

   Algeng íþróttameiðsli – Orsök, meðhöndlun og fyrirbyggjandi aðferðir Teipingar – Nokkrar algengar teipingar sem auðvelt er að nota Nudd sem hluti af fyrirbyggjandi aðferðum og meðhöndlun íþróttameiðsla

Námsmat

   Lokapróf 4-5 verkefni unnin á önninni Verklegt próf/verkefni

Almennt um íþróttameiðsli

 Meiðsli skiptast í tvo flokka: – Slys, áverkar – Álagsmeiðsli

Almennt um íþróttameiðsli

 Íþróttameiðsli eru meiðsli í íþróttum sem verða þess valdandi að iðkandinn verður frá æfingum og keppni

Slys, áverkar

  Verða þegar vöðvar, sinar eða liðbönd verða fyrir skyndilegu álagi sem er stærra en vefurinn þolir Eru 20-50 % af öllum íþróttameiðslum

Slys, áverkar

 Helstu tegundir áverka eru: – Lið- og liðbandaáverkar – Liðhlaup – Vöðvatognanir – Sinaáverkar – Beinbrot

Slys, áverkar

   Nokkuð algengir í íþróttum en mismunandi eftir íþróttagreinum Íþróttir þar sem snertingar eru leyfðar hafa hærra hlutfall af slysum, áverkum Orsakir og afleiðingar slysa, áverka eru oftast mjög augljósir – Skyndilegur sársauki og bólga sem nær hámarki eftir nokkra tíma.

– Þess vegna er mikilvægt að athuga áverkana strax eftir slysið.

Slys, áverkar

  Mikilvægt að þekkja fyrstu viðbrögð við meiðslum (RICE meðferðin) og leiðir til að fyrirbyggja þau.

Rétt fyrstu viðbrögð skipta sköpum!!

Slys, áverkar

 Fyrirbyggjandi aðgerðir – Góð almenn grunnþjálfun – Upphitun   Vefir verða teygjanlegri Einbeiting eykst – Útbúnaður   Góðir skór Áhöld og hrein gólf í íþróttahúsum – Reglur – Andleg og líkamleg þreyta

Álagsmeiðsli

    Eru algeng í íþróttum Hvað algengust í íþróttum sem krefjast langvarandi álags, s.s. langhlaupum og sundi Einnig algeng í boltaíþróttum og heilsurækt Sérstaklega þegar æfingatími og álag eykst

Álagsmeiðsli

 Skiptast í þrjá meginflokka – Bólgur í vöðvum eða sinafestingum – Bólgur í vöðvum – Bólgur í sinum

Álagsmeiðsli

    Verða þegar vefurinn verður fyrir endurteknu litlu álagi sem hvert um sig er fyrir innan það sem vefurinn þolir Það er summan af álaginu sem leiðir til meiðslanna Oft erfitt að greina og meðhöndla 80% í neðri hluta líkamans

Álagsmeiðsli

   Vefjaskaðinn leiðir síðan til bólgu og sársauka Ef æfingum er haldið áfram leiðir það til meiri vefjaskaða og meiri bólgu og sársauka.

Vítahringur sem fólk losnar ekki úr nema að það hvíli sig og/eða fái rétta greiningu og meðhöndlun á meiðslunum

Álagsmeiðsli

 Atriði hjá einstaklingnum sjálfum og einnig ytri þættir ýta undir það að álagsmeiðsli verði til

Álagsmeiðsli

  Dæmi um einstaklingsbundna þætti: – Aldur, kyn og líkamsþyngd – Vöðvastyttingar eða ójafnvægi í styrk á milli vöðvahópa – Ofhreyfanleiki liða eða stirðleiki – Ýmiskonar skekkjur í líkamsbyggingu, s.s. Plattfótur, mislangir fætur o.fl.

Hægt er að hafa áhrif á alla þessa þætti nema aldur og kyn!

Álagsmeiðsli

 Dæmi um ytri þætti: – Þjálfunaraðferðir og keppni, s.s skyndilega aukningu á þjálfunarálagi, léleg tækni, lítil fjölbreytni í þjálfun – Búnaður, t.d. lélegir skór – Umhverfi, t.d. lágur umhverfishiti getur leitt til tognana ef ekki er hitað nógu vel upp.

Álagsmeiðsli

     Góð grunnþjálfun Góð upphitun Liðleikaþjálfun eða teygjur Réttur útbúnaður Rétt uppbygging þjálfunar

Viðbrögð líkamans við meiðslum

  Bólguviðbrögðin eru viðbrögð líkamans til þess að lækna meiðslin Viðbrögðin eru nauðsynleg en við verðum samt að halda þeim í skefjum

Viðbrögð líkamans við meiðslum

  Venjuleg bólguviðbrögð eru: – Sársauki – Bólga – Hiti – Roði – Minni hreyfanleiki Hve mikil viðbrögðin verða fer eftir umfangi meiðslanna

Viðbrögð líkamans við meiðslum

  Sársaukinn kemur strax eftir að meiðslin hafa átt sér stað, en geta síðan oft minnkað.

Nokkrum tímum seinna kemur sársaukinn þó aftur og bólga

RICE - meðferðin

    R = (rest) Ró I = (ice) Kæling C = (compression) Þrýstingur E = (elevation) Hálega

RICE - meðferðin

  R = iðkandi á að hætta keppni/æfingu um leið og hann finnur til og greinilegt er að hann hefur meiðst. I = Það á að setja ísbakstur á meiðslasvæðið og hafa á í 15 mín. Ef baksturinn er hafður á of lengi er hætta á kali. Endurtaka fyrstu 24 klst og jafnvel lengur

RICE - meðferðin

  C = Þrýstingur. Best að vefja líkamshlutann með teygjubindi, þéttingsfast en passa að stífla ekki blóðrásina E = Strax á slysstað á að setja líkamshlutann hærra en hjarta og halda því afram þegar heim er komið.

RICE - meðferðin

   Eftirmeðferðin er síðan þannig að á næstu 24-48 klst er haldið áfram með þrýsting og hálegu, og kæling gæti líka verið til góðs. Öll hreyfing á að vera innan sársaukamarka!

Mikilvægt að hafa samráð við lækni og/eða sjúkraþjálfara um framhald æfinga og ekki leggja álag á meiðslin fyrr en rétt greining er komin.