Prófverkefni

Download Report

Transcript Prófverkefni

1. a) Hvað segja manneldismarkmiðin okkur varðandi skiptingu orkunnar?
b) Hvernig er eðlilegt að skipta orkunni yfir daginn?
c) Hvaða þættir hafa áhrif á grunnorkuna?
d) Hvað getur orsakað löngun í sætindi?
2. a)
b)
c)
d)
Hvað er glýkogen og hvar í líkamanum geymist glýkogen?
Hvernig er óæskileg glýkogenhleðsla framkvæmd og hvaða áhrif hefur hún á líkamann?
Er sykur fíkniefni og getur sykurneysla leitt til fíknar?
Getur sykurneysla leitt til ofvirkni í börnum?
3. a)
b)
c)
d)
Hver eru hlutverk fitu í líkamanum?
Hvað eru transfitur og af hverju eru þær skaðlegar líkama manna?
Hvað gerir lesitín fyrir mannslíkamann?
Hvernig er þríglýseríð byggt upp?
4. a) Hvert er hlutverk próteina?
b) Hvað gerist við próteinofneyslu?
c) Lýstu próteinskorti
d) Hver er munurinn á próteinum með hátt og lágt lífgildi?
5. a) Lýstu meltingu kolvetna?
b) Merktu inn á myndina rétt nöfn líffæra meltingarvegarins?
c) Hvað er vélræn melting?
6. a) Hver eru hlutverk vatns?
b) Hver eru væg og alvarleg einkenni of mikillar vatnsdrykkju?
c) Lýstu einkennum vatnsskorts?
7. a) Lýstu beinþynningu?
b) Hver eru helstu hlutverk kalks?
c) Hver eru hlutverk fosfors í líkamanum?
d) Hvað gerist ef okkur skortir magnesíum?
8. a)
b)
c)
d)
Hver eru hlutverk járns í líkamanum?
Hvernig er best að næra blóðlausa manneskju til að auka járnbyrgðirnar sem hraðast?
Nefndu 5 fæðutegundir sem eru auðugar af hemfríu járni.
Lýstu sinkskorti?
9. a)
b)
c)
d)
Hver eru hlutverk joðs?
Hver eru hlutverk selens í líkamanum?
Af hverju þurfum við kopar fyrir líkamann?
Hvaða fæðutegundir eru ríkar af kopar?
10. a)
b)
c)
d)
Hver eru hlutverk og skortseinkenni króms?
Hvað gera steinefni fyrir líkamann.
Hvað gerist ef við borðum of mikið selen?
Hverjir eru ráðlagðir dagsskamtar af kalki, fosfor og járni fyrir konur, karla og börn?
11. a)
b)
c)
d)
Hvaða þætti sindurefna er ekki hægt að forðast?
Nefndu fimm andoxunarefni?
Hver eru helstu hlutverk andoxunarefna?
Úr hvaða mat fáum við helst andoxunarefni?
12. a)
b)
c)
d)
Hvernig lýsir það sér ef við borðum of mikið af A vítamíni?
Úr hvað mat fáum við aðallega karótín?
Hvað sjúkdómur kemur ef okkur skortir A vítamín og hvernig lýsir hann sér?
Hver er dagsþörf okkar af A vítamíni og hver eru eiturmörk ofneyslu?
13. a)
b)
c)
d)
Lýstu áhrifum ofneyslu af D vítamínum á líkamann.
Nefndu 3-4 góða E vítamíngjafa.
Hver eru hlutverk E vítamíns?
Af hverju er erfitt að segja til um það hve mikið E vítamín við þurfum daglega?
14. a)
b)
c)
d)
Af hverju eru nýfædd börn sprautuð með K vítamíni:
Hvert er hlutverk þíamíns( B1)?
Lýstu sjúkdómnum þurr Beri-Beri.
Hvaða þætti auka líkur á að við lendum í ríbóflavínskorti(B2)
15. a) Hvað heitir sjúkdómurinn sem kemur fram ef okkur skortir Níasín og hvernig lýsir hann sér?
b) Hver eru hlutverk Fólasíns?
c) Hvert er RDS gildi fyrir Fólasín?
d) Hvernig nýtir líkaminn C vítamín?
16. a)
b)
c)
d)
Lýstu ofneyslu á C vítamíni.
Hvernig varðveitir þú best C vítamín við matreiðslu og geymslu?
Hver er rálagdur dagsskamtur af C vítamíni og hvenær ert þú komin að eiturmörkum vegna ofneyslu?
Hvað gerir B12 fyrir líkamann?
17. a)
b)
c)
d)
Hver eru emmin þrjú sem hafa ber að leiðarljósi í megrun. Útskýrðu hvert þeirra fyrir sig?
Hverjar eru afleiðingar Átröskunar?
Hvernig er best að haga mataræði sínu eftir íþróttaæfinar eða keppnir?
Hver er munurinn á Anorexíu og Búlemíu?
18. a)
b)
c)
d)
Hvaða upplýsingar eiga að koma fram á umbúðum utan um matvæli?
Til hvers eru aukaefni notuð í matvæli?
Hverjir eru helstu flokkar aðskotaefna í matvælum?
Á hvaða tungumálun meiga innihaldslýsingar að vera?
19. a)
b)
c)
d)
Hvað er æskilegt að kona borði daglega þegar hún gengur með barn.
Hvað ætti hún að forðast að borða á meðgöngunni?
Af hverju fá konur stundum tannholdsbólgur á meðgöngu?
Hver er eðlileg þyngdaraukning á meðgöngu ef konan er í kjörþyngd við upphaf meðgöngunnar?
20. a)
b)
c)
d)
Nefndu sjö heilræði fyrir konur sem eru með barn á brjósti?
Hverjir eru kostir brjóstamjólkur ?
Hvernig ber að haga matargjöf fyrir börn á aldrinum sex til níu mánaða?
Hvað ættir þú að hafa aftast í fæðuaðlögun barns?
21. a)
b)
c)
d)
Hvernig ætlar þú að “vökva” eðlilega aldrað fólk með skert þorstaskyn?
Lýstu matargjöf fyrir aldrað fólk þegar kjálka og kyngingarvöðvar fara að slakkna.
Hvað getur orsakað skyndilegt næringartap hjá öldruðu fólki?
Af hverju á að gefa öldruðum margar smáar máltíðir yfir daginn.
22. a)
b)
c)
d)
Hverjir hafa þörf fyrir fæðubótarefni?
Hvers vegna getur verið hættulegt að borða of mikið af fæðubótarefnum?
Hvaða fæðutegundir eru ríkar af fólasíni?
Hvað er MSG og af hverju er það varasamt í matvælunum?
23. a)
b)
c)
d)
Hvaða meltingarstarf á sér stað í skeifugörninni?
Hvernig koma næringarefnin inn í skeifugörnina?
Hvaða ensím koma við sögu í skeifugörninni. Hvað gerir hvert og eitt þeirra?
Hvaða ensím eru virk í neðri hluta smáþarma?
24. a)
b)
c)
d)
Hver er munur á mettuðum og ómettuðum fitusýrum með tilliti til hollustu?
Af hverju er óþarfi að drekka próteindrykki á Íslandi og hvað afleiðingar getur slíkt haft?
Hvað er átt við þegar talað er um að eitthvert kolvetni sé gott kolvetni?
Hvaða áhrif hefur það á líkamann að borða of mikið natríum?