Setningaliðir Þessar glærur eru unnar af Bjarna Benedikt Björrnssyni fyrir ÍSL103 vorið 2005    Talað er um höfuð liða =aðalorðið í hverjum lið. Ákvæðisorð (það sem kemur.

Download Report

Transcript Setningaliðir Þessar glærur eru unnar af Bjarna Benedikt Björrnssyni fyrir ÍSL103 vorið 2005    Talað er um höfuð liða =aðalorðið í hverjum lið. Ákvæðisorð (það sem kemur.

Setninga liðir

Þessar glærur eru unnar af Bjarna Benedikt Björrnssyni fyrir ÍSL103 vorið 2005    Talað er um höfuð liða =aðalorðið í hverjum lið.

Ákvæðisorð (það sem kemur mögulega á undan höfðinu) og fylliorð (það sem kemur á eftir, bætir við höfuðið).

Athugið að liðir geta verið innan í öðrum liðum.

Nafnliður (Nl)

  Höfuð: Fallorð (no., fn.) með sínum ákvæðisorðum + fylliliðum Getur verið jafnt eitt orð og fleiri:    [Hann] er [vinur minn] [Ég] elska [þig] [Góði maðurinn] les [fornar skruddur]  Hver ætli sé algengasti liðurinn?

Sagnliður (Sl)

Höfuð: Sagnorð og það sem því fylgir = fylliliðir þess.

 Ég [kem til þín á eftir] Hann [gaf mér bókina] Hann [heitir Gummi] Við [lærum mikið heima]

Lýsingarorðsliður (Ll)

Höfuð: Lýsingarorð sem getur tekið ákvæðisorð og fylliorð (ao. og no.)   Þú ert [mjög fallegur] ao.+lo.

Mér finnst hann [líkur Jóni] lo.+no

Forsetningarliður

(Fl)  Höfuð: Forsetning ásamt þeim orðum sem hún stýrir falli á. Nafnorð fylgir nær ævinlega forsetningu og fall þess stýrist af henni: [um hest] / [frá hesti] / [til hests]    Komdu [til mín] Förum [til Frakklands] Ég sæki þig [á bílnum]

Atviksliður (Al)

   Höfuð: Oft eitt atviksorð. Atviksorðinu getur fylgt annað atviksorð til nánari fyllingar: syngur [afar vel] Atviksorð einkenna mest sagnir: syngur [vel], kemur [oft], fer [út], er [úti].

Áhersluatviksorð herða eða draga úr merkingu lýsingarorða: [afar] fallegur, [geysilega] virðulegur.

Setningafræði - hlutar

  Setningahlutar lýsa hlutverki liðar innan setningar.

Orðaröd í íslensku er F-S-A: Frumlag-Umsögn-Andlag.

 Nafnliður getur t.d. verið frum lag, andlag eða sagnfylling.

 Lýsingarorðsliður getur verið sagnfylling eða einkunn.

Frumlag (frl.)

      Frumlag er fallorð í nefnifalli:

[Ég] les

Í aukafalli= aukafallsfrumlag:

[Mig] langar

Ákvarðar persónu sagnar:

[Við] lesum [þið] bakið

Táknar geranda, þann sem aðhefst, er eða verður það sem sögnin segir. Gott er að spyrja sig: „Hver ... ?“ eða „Hvað ...?“ Frumlag er oftast myndað úr nafnlið(um).

Gervifrumlag:

[Það] rignir mikið úti.

Umsögn (us.)

  Umsögn er kjarni hverrar setningar, engin setning er án sagnar = án umsagnar. Ein umsögn er í hverri setningu en umsögnin getur verið samsett úr mörgum sögnum og þá eru margar hjálparsagnir á undan aðalsögn en hún er síðust í samsettri umsögn.

 

Ég [fór] til Kína, Ég [hafði komið] til Kína Við [bökum] kökur og [þeytum] rjóma

Andlag (andl.)

  Andlag (andl.) er setningar hluti sem stendur með áhrifs- sögn og fer á eftir henni í grundvallarorðaröð. Andlag er yfirleitt fallorð í aukafalli:

Ég les [bókina] Við bökum [kökur og brauð]

Sumar sagnir taka með sér tvö andlög, stýra kallað óbeint andlag: tveimur föllum. Oft er þá fyrra andlagið

Ég gaf [öndunum brauð] Þeir sendu [mér bréf]

Sagnfylling (sf.)

  Áhrifslausar og ósjálfstæðar sagnir eins og vera, verða, heita og þykja taka með sér sagnfyllingu (sf.) í stað andlags. Það þekkist á nefnifalli.

Sagnfylling er ævinlega fallorð, nafnorð (Nl) eða lýsingarorð (Ll) í nefnifalli: Hann er læknir.

Hún þykir minnug.

Ég heiti Jón. Við verðum gömul.

Einkunn

  Einkunn (eink.) er fallorð sem stendur sem ákvædisliður með ödrum orðum. Ekki af einum ákveðnum orðflokki. Lendir innan í frumlaginu eða andlaginu. Hægt er að sleppa einkunninni en þá tapast lýsing um leið.

Einkunnir raðast kringum nafnorð í þessari röd: ófn., áfn., to., lo.+, no., efn.

allra þessara fjögurra gódu

stráka minna

1.

2.

3.

Góði] maðurinn. [skemmtilegu og fyndnu] gaurarnir,

Ég bakaði [hundvonda] köku.

Eignarfallseinkunn

  Nafnorð í eignarfalli sem stendur á eftir öðru nafn orði er nefnt eignarfalls- einkunn (ef.eink.): dóttir skólastjórans, sonur prestsins, eigandi bílsins Eignarfallseinkunn stendur á eftir nafnorðinu sem hún einkennir eins og eignar fornafn.