Myndlistarsýning Skeljadeild Lindaborg • • • Kveikjan að þessu skemmtilega myndlistaverkefni var áhugi nokkurra drengja á deildinni fyrir bardagafimum ofurskjaldbökum sem bera nöfn heimsfrægra listamanna, Rafael, Leonardo, Donatello.

Download Report

Transcript Myndlistarsýning Skeljadeild Lindaborg • • • Kveikjan að þessu skemmtilega myndlistaverkefni var áhugi nokkurra drengja á deildinni fyrir bardagafimum ofurskjaldbökum sem bera nöfn heimsfrægra listamanna, Rafael, Leonardo, Donatello.

Myndlistarsýning Skeljadeild Lindaborg

• Kveikjan að þessu skemmtilega myndlistaverkefni var áhugi nokkurra drengja á deildinni fyrir bardagafimum ofurskjaldbökum sem bera nöfn heimsfrægra listamanna, Rafael, Leonardo, Donatello og Michaelangelo. Okkur fannst tilvalið að skoða frekar hverjir þessir kappar voru og í framhaldi af því velta fyrir okkur myndlist og mismunandi formum hennar. Í ferlinu heimsóttum við Kjarvalstaði og skoðuðum annars vegar fossasýningu þar sem listamennirnir Hekla Dögg Jónsdóttir, Ólafur Elíasson, Pat Steir og Rúrí tengdu á stórskemmtilegan hátt saman list og náttúru og hins vegar sýningu á klassískum málverkum Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals. • Við lögðum einnig leið okkar í Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús þar sem við sáum sýningu á verkum ungs fransks listamanns, Pierre Huyghe en hann vinnur með fjölbreytta miðla listanna, einkum kvikmyndir og myndbönd, en einnig veggspjöld, bæklinga og ljósmyndir. Hann hefur gert fjölda verka þar sem tekist er á við áhrif bandarískra kvikmynda og sýnir með hvaða hætti er mögulegt að umbreyta þeim ímyndum sem þar er að finna. Börnin fóru í litlum hópum í heimsókn á vinnustofur listamanna hér á Hverfisgötunni. Þar hittum við listakonurnar Sigrúnu Hrólfsdóttur, Jóníu Jónsdóttur og Eirúnu Sigurðardóttur sem skipa Gjörningaklúbbinn / The Icelandic Love Corporation. Þær veittu okkur sýn inn í heim listamanna og börnin sáu glöggt að myndlist á sér mörg birtingarform.

• Á meðan á þessu könnunarferli okkar stóð máluðu börnin sín eigin listaverk með akríllitum á striga. Stórfengleg verk barnanna eru til sölu en börnin verðlögðu verkin sjálf.

• • • • • • • • • • • • Alexander 100 kr.

Angela Annie Armilla Prinsessa að öskra 1 kr.

Arngrímur Konstantín Guðjónsson Ég ætla mála mynd 500 kr.

Klessabílar 10 milljarðar Deivids Romans Robot star 100 kr.

Lísa 1000 kr.

Einar Ingi Guðjónsson Rafael milljón þúsund dollara Elías Karl Einarsson Konungur ljónanna 10 peninga Bangsi lúrir 10 milljarða Erla Björg Bjarnadóttir Jörðin 1000 kr.

Mamma 26 kr.

Rósalinda 200 kr.

• • • • • • • • • • • • • Herra Krókur 2 kr.

Kristófer Hörður Hauksson Skelfir 3000 kr.

Öskubuska 500 kr.

Lára Sahadeo Stefánsdóttir Hafmeyjan átti fiðrildi 200 kr.

Nikhil Kumar Andri Þór 500 kr. Án titils 1000 kr.

Óliver Máni Samúelsson Án titils 1 kr.

Jörðin og drekinn 2kr.

Shavonne Lára Harvell Það má ekki fara í skúrinn 100 kr.

Sigfús Jóhann Birgisson Happy feet 10 kr.

Theodór Ari Ortiz Sumar 1kr.

Una Margrét Reynisdóttir Sólin og stelpan 1 kr.