Samspil grunnskólalaga og stjórnsýslureglna Námskeið á vegum Skólastjórafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga 3.
Download ReportTranscript Samspil grunnskólalaga og stjórnsýslureglna Námskeið á vegum Skólastjórafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga 3.
Samspil grunnskólalaga og stjórnsýslureglna Námskeið á vegum Skólastjórafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga 3. desember 2012 Tryggvi Þórhallsson Sambandi íslenskra sveitarfélaga Í þessum hluta verður fjallað um eftirtalin atriði: Hvað er stjórnvaldsákvörðun? Stjórnsýslulögin = lágmarksákvæði Meginreglur stjórnsýsluréttar og góðir stjórnsýsluhættir Fyrstu viðbrögð við máli Form (málsmeðferð) og efni ákvörðunar Stjórnsýslan er bundin af lögum en í því felst að ákvarðanir / athafnir stjórnvalda verða að eiga sér viðhlítandi stoð í lögum og mega ekki brjóta í bága við lög Lagastoð verður að vera bæði skýr og ótvíræð vafi metinn borgaranum í hag krafa gerð um örugga túlkun á lagabókstafnum Hver er borgarinn? Krafan um trausta túlkun nær bæði til grunnskólalaganna og stjórnsýslulaganna: Svar MMRN um skólahald í Tálknafirði „... þegar sveitarstjórn veitir einkaaðila samþykki til starfsemi, þá sé ávallt um að ræða námsframboð sem komi til viðbótar skyldubundinni starfsemi grunnskóla sveitarfélags.“ Álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 5649/2009 (bersýnileg villa) Af lögmætisreglunni leiðir að stjórnvöld geta ekki tekið matskennda stjórnvaldsákvörðun sem er íþyngjandi fyrir borgarann nema hafa til þess heimild í lögum Sjá mál umboðsmanns Alþingis nr. 2675/1999, (skólameistari framhaldsskóla): „Hefur skólameistari því ekki heimild til að meta námsgetu einstakra nemenda út frá þeim námsmarkmiðum sem sett eru í námsskrá.“ Fræðilega skilgreiningin: Stjórnvaldsákvörðun er ákvörðun sem tekin er í skjóli stjórnsýsluvalds og er beint milliliðalaust út á við að tilteknum aðila eða aðilum og með henni er kveðið á bindandi hátt um rétt eða skyldur þeirra í ákveðnu og fyrirliggjandi máli. Snertir ákvörðun mikilvæga hagsmuni viðtakanda? er sérstök ástæða til þess að tryggja réttaröryggi, fyrirsjáanleika, samræmi og vernd gegn geðþótta? Dæmi: mál umboðsmanns Alþingis nr. 5918/2010 (fíkniefnaleit í Tækniskólanum) Lögbundnar stjórnvaldsákvarðanir eru byggðar á fastmótuðum lagaákvæðum Matskenndar stjórnvaldsákvarðanir þegar lög eða stjórnvaldsfyrirmæli ákvarða ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi svo ákvörðun verði tekin eða fela stjórnvöldum mat á því hvert efni ákvörðunar skuli vera Ákveðnir kostir, út frá sjónarmiðum um réttaröryggi og réttlæti: lögbundnar ákvarðanir tryggja fyrirsjáanleika og samræmi matskenndar ákvarðanir veita svigrúm til lögunar að aðstæðum hverju sinni Við lagasetningu á undanförnum tuttugu árum eða svo hefur heimildum stjórnvalda til töku lögbundinna ákvarðana fækkað svo um munar Lög um grunnskóla, nr. 91/2008 Allar þessar ákvarðanir eru matskenndar Það leiðir til þess að skort getur á samræmi og fyrirsjáanleika Sjá: álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 6490/2011 (undanþága frá skyldunámi) Nánari útfærsla í reglugerðum breytir ekki eðli ákvörðunar - löggjafinn hefur ákveðið að fela stjórnendum svigrúm synjun á skólavist (4. mgr. 5. gr.) brottvísun úr skóla um stundarsakir eða ótímabundið (4. mgr. 14. gr.) undanþága frá skyldunámi í tiltekinni námsgrein eða vegna tímabundinnar undanþágu frá skólasókn í einstökum námsgreinum eða að öllu leyti (3. og 4. mgr. 15. gr.) ágreiningur um fyrirkomulag skólavistar nem með sérþarfir (5. mgr. 17. gr.) ákvörðun um úrbætur vegna misbrests á skólasókn (1. mgr. 19. gr.) ákvörðun um gjaldskrá fyrir skólamáltíðir (1. mgr. 23. gr.) synjun um mat á námi eða beitingu heimildar til vals í námi (4. mgr. 26. gr.) gjaldtaka fyrir uppihald í námsferðum (4. mgr. 31. gr.) synjun um útskrift úr grunnskóla (2. mgr. 32. gr.), ákvörðun um gjaldskrá fyrir lengda viðveru (2. mgr. 33. gr.) synjun á beiðni um greiningu (3. mgr. 40. gr.) synjun á heimild til heimakennslu (2. mgr. 46. gr.) Ekki tæmandi talning í 47. gr. grunnskólalaga Fleira getur komið til, t.d. ákvarðanir um skólaakstur 4. mgr. 4. gr. reglna nr. 656/2009: Sveitarstjórn er heimilt að semja við foreldra um þátttöku þeirra í skólaakstri. Í slíku samkomulagi skal kveðið á um heimildir til uppsagnar samkomulagsins. Við uppsögn fer um skólaakstur samkvæmt reglum velferð allra grunnskólabarna og þessum og fyrirmælum sveitarstjórnar, sbr. 1. mgr. 3. gr. 1. mgr. 111. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Aðila máls er heimilt að kæra til ráðuneytisins ákvarðanir um rétt eða skyldu manna sem lúta eftirliti þess skv. 109. gr. Myndi innanríkisráðuneyti taka við kæru? Mikilvægt að hafa í huga að í vafatilvikum ber fremur að telja ákvörðun vera stjórnvaldsákvörðun Tengist því að stjórnsýslulögin hafa að geyma lágmarksákvæði Stjórnvöldumvelferð er alltaf heimilt að gera betur allra grunnskólabarna og Fylgja ákvæðum til þess að tryggja: samræmi fyrirsjáanleika gegnsæi skilning á aðgerðum þ.e. að borgarinn búi við réttaröryggi í samskiptum við stjórnvöld Hvað felst í því að stjórnsýslulögin hafi að geyma lágmarksákvæði? Óskráðar meginreglur taka við þegar lögunum sleppir Góðir stjórnsýsluhættir Vafi metinn borgaranum í vil velferð allra grunnskólabarna og Stuðla að því að vandað sé til fyrstu viðbragða í máli: Greina einkenni máls: Íþyngjandi / ívilnandi Hver er matskenndi þátturinn? Fordæmisáhrif Form og efni Þegar tekin er matskennd ákvörðun þarf alltaf að spyrja hvort efnisregla hafi áhrif á niðurstöðuna Reynt getur á fleiri en eina efnisreglu í máli Getur ein niðurstaða talist „rétt“ þegar allir þættir máls eru matskenndir? Lykilatriði að greina sjónarmiðin að baki Aðferðafræðin byggist á þremur skrefum: 1. Hvaða sjónarmið teljast málefnaleg og þar með lögmæt? 2. Mat þarf að fara fram á þeim sjónarmiðum sem standast próf skv. 1. Hér koma meðal annars til skoðunar matsreglur sem: a. Segja meðal annars til um það hvaða sjónarmið skuli lögð til grundvallar við matið b. Segja til um hvenær heimilt sé að takmarka eða afmarka matið c. Ákvarða stundum vægi sjónarmiða eða segja með öðrum orðum til um það á hvaða sjónarmið skuli lögð áhersla við matið 3. Sumar stjórnvaldsákvarðanir eru eingöngu matskenndar um það hvort þær verði teknar Aðrar eru matskenndar um það hvert efni þeirra eigi að vera. Þegar um er að ræða ákvarðanir af síðarnefndu tegundinni geta jafnræðisreglan, meðalhófsreglan og fleiri reglur sett bönd á það hvert efni ákvörðunar eigi að vera Í 11. gr. stjórnsýslulaga segir: Við úrlausn mála skulu stjórnvöld gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti. Óheimilt er að mismuna aðilum við úrlausn mála á grundvelli sjónarmiða, byggðum á kynferði þeirra, kynþætti, litarhætti, þjóðerni, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, þjóðfélagsstöðu, ætterni eða öðrum sambærilegum ástæðum. Gjalda skal líku líkt og ólíku ólíkt Samræmi – fordæmisáhrif Breytt stjórnsýsluframkvæmd Dæmi: Álit umboðsmann Alþingis í málum nr. 5994/2010 og 6009/2010 (innritun í framhaldsskóla) Dæmi: Hérd. Rvk. 1. desember 2005 (E-4873/2005) Reykjavíkurborg er skylt að greiða fyrir túlkaþjónustu við heyrnarlausa foreldra á foreldrafundi í grunnskóla Ekki er um mismunun að ræða í lagalegu tilliti, jafnvel þótt mismunur sé á úrlausn mála, ef sá mismunur byggist á frambærilegum og lögmætum sjónarmiðum. Hvenær eru sjónarmið frambærileg? Í 12. gr. stjórnsýslulaga segir: Stjórnvald skal því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og vægara móti. Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til. Þrír þættir: (1) sú krafa að efni ákvörðunarinnar sé til þess fallið að ná því markmiði sem að er stefnt, (2) velja skal það úrræði sem vægast er þar sem fleiri úrræða er völ er þjónað geta því markmiði sem að er stefnt og (3) sú krafa að gætt sé hófs í beitingu þess úrræðis sem valið hefur verið Dæmi: Kæra vegna brottvikningar úr skóla 2009 úrskurður mennta- og menningarmálaráðuneytisins „Að sama skapi verður ekki séð að könnuð hafi verið önnur og vægari úrræði sem kynnu að hafa komið í veg fyrir að grípa þyrfti til brottvísunar, svo sem sérstök fylgd aðstoðarmanns eða móður drengsins sem hefðu mögulega þjónað því markmiði sem að var stefnt með umræddri brottvísun.“ Byggja skal ákvörðun á málefnalegum sjónarmiðum Hvenær er sjónarmið / skilyrði ómálefnalegt? Mörg atriði geta komið til skoðunar við prófun Réttmætar væntingar málsaðila og góð trú hans geta skipt máli, sbr. Hæstaréttardóm í máli nr. 239/2003: „haft réttmætar væntingar um að njóta fullra launa í námsleyfinu ... “ Í 3. gr. barnasáttmála SÞ segir: Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu. Setja á lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Aðildarríki eiga að sjá til þess að stofnanir og þjónusta sem annast börn uppfylli reglur sem stjórnvöld hafa sett, sérstaklega um öryggi, heilsuvernd, fjölda og hæfni starfsmanna og yfirumsjón. Alltaf þarf að taka þetta sjónarmið með þegar tekin er matskennd ákvörðun Takk fyrir!