Hugleiðingar um eignarréttarlega vernd aflaheimilda samkvæmt

Download Report

Transcript Hugleiðingar um eignarréttarlega vernd aflaheimilda samkvæmt

HUGLEIÐINGAR UM EIGNARRÉTTARLEGA VERND AFLAHEIMILDA SAMKVÆMT MANNRÉTTINDASÁTTMÁLA EVRÓPU HULDA ÁRNADÓTTIR HDL. LL.M.

YFIRLIT

• 1. gr. 1. samningsviðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE).

• Sjónarmið um beitingu ákvæðisins.

• Hugtakið “eign” í skilningi ákvæðisins.

– Sjónarmið sem Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) leggur til grundvallar við mat á því hvort verðmæti eða hagsmunir teljast “eign” – Lögmætar væntingar • Teljast aflaheimildir sem slíkar “eign” í skilningi ákvæðisins og ef svo er hvaða þýðingu hefur það?

1. GR. 1. SAMNINGSVIÐAUKA VIÐ MANNRÉTTINDASÁTTMÁLA EVRÓPU

1. gr. 1.

viðauka við MSE : “Öllum mönnum og lögaðilum ber réttur til að njóta eigna sinna í friði.

Skal engan svipta eign sinni, nema hagur almennings bjóði og gætt sé ákvæða í lögum og almennra meginreglna þjóðaréttar.” “Eigi skulu þó ákvæði undanfarandi málsgreinar á nokkurn hátt rýra réttindi ríkis til þess að fullnægja þeim lögum sem það telur nauðsynleg til þess að geta haft hönd í bagga um notkun eigna í samræmi við hag almennings eða til þess að tryggja greiðslu skatta eða annarra opinberra gjalda eða viðurlaga.” Samningsviðaukinn var undirritaður 1952 og öðlaðist gildi 1954.

REGLURNAR ÞRJÁR

• 1) Réttur til að njóta eigna í friði – 1. ml. 1. mgr.

• 2) Bann við eignarsviptingu nema að tilteknum skilyrðum uppfylltum – 2. ml. 1. mgr.

• 3) Almennar takmarkanir á notkun eigna í þágu almannahagsmuna gjalda eða viðurlaga eða til að tryggja greiðslu skatta, – 2. mgr.

AÐFERÐARFRÆÐI MANNRÉTTINDADÓMSTÓLS EVRÓPU

• 1) Á kærandi hagsmuni sem falla undir hugtakið ,,eign” skv. 1. gr. ?

• 2) Hefur átt sér stað eignarsvipting, sbr. 2. ml. 1. mgr. 1. gr.?

• 3) Hefur eignarréttur verið takmarkaður með almennum hætti, sbr. 2.

mgr. 1. gr.?

• 4) Hefur átt sér stað önnur takmörkun á rétti kæranda til að njóta eigna sinna í friði, sbr. 1. ml. 1. mgr. 1. gr.?

• 5) Er skerðingin réttlætanleg?

– Er lagaheimild fyrir skerðingunni?

– Þjónar skerðingin almannahagsmunum og stefnir hún að lögmætu markmiði?

– Var meðahófs gætt við skerðinguna?

HUGTAKIÐ EIGN

• • • • Gildissvið 1. gr. ræðst af túlkun á hugtakinu “eign”.

MDE leggur sjálfstæða merkingu í hugtakið (e. autonomous concept) og það er í stöðugri þróun.

MDE hefur beitt teljist rúmri skýringu við mat á því hvort verðmæti eða hagsmunir “eign” í skilningi ákvæðisins.

Verðmæti eða hagsmunir sem hafa fjárhagslegt gildi teljast almennt “eign” samkvæmt ákvæðinu og njóta þar með verndar þess.

– Fasteignir og lausafé – Hlutir í fyrirtækjum – Réttindi tengd atvinnurekstri – t.d. Vínveitingaleyfi og skipulagsleyfi – Réttindi samkvæmt leigusamningum – Hugverkaréttindi – Ýmiss konar kröfur – t.d. kröfur til launa og bótakröfur – Viðskiptavild fyrirtækis

LÖGMÆTAR VÆNTINGAR

• Vernd 1. gr. 1. viðauka nær til: – Eigna sem þegar eru til staðar (e. existing possessions) – Eigna sem viðkomandi á lögmætar væntingar til (e. legitimate expectations) • Við mat á því hvort verðmæti eða hagsmunir teljist “eign” í skilningi ákvæðisins og njóti þar með verndar lítur MDE því m.a. til þess hvort aðstæður og atvik máls séu þess eðlis að þau hafi skapað lögmætar væntingar hjá kæranda þar að lútandi.

• Hvað þarf að koma til svo að væningar teljist lögmætar í þessum skilningi?

• Örðugt er að draga skýrar línur af dómaframkvæmd MDE að þessu leyti þar sem hún er í stöðugri þróun.

HVER ER STAÐA AFLAHEIMILDA SAMKVÆMT ÁKVÆÐINU?

• Teljast aflaheimildir sem slíkar “eign” í skilningi ákvæðisins?

• Aflaheimildir bera öll einkenni eignar: – Fengnar ákveðnum aðila eða aðilum til einkaumráða – Fjárhagslegt gildi – Andlag lögskipta – Óbeint andlag veðsetninga – Ganga erfðum – Aðkeyptar aflaheimildir eru skattskyld eign og bókfærðar sem eigið fé – Staða aflaheimilda á grundvelli núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis hefur í meginatriðum verið óbreytt síðan 1984 • Breytir það einhverju um vernd aflaheimilda hvort þær sem slíkar teljast “eign” í skilningi ákvæðisins?