má sjá nokkrar myndir frá því með því að smella hér

Download Report

Transcript má sjá nokkrar myndir frá því með því að smella hér

Snemma á árinu var lagt nýtt teppi á bókasafnið.
Það var gert með dyggri hjálp úr körfuboltanum!
Sýning um listvininn Hallstein Sveinsson.
Góðir gestir á ferð, Húnbogi Þorsteinsson fyrrv. bæjarstjóri og kona hans Erla Ingadóttir
Tveir flottir afkomendur Gróu í Álftártungu skoða sýninguna Börn í 100 ár.
Edda Emilsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Snorri Tómasson og Ragnheiður Kristófersdóttir.
Gyða Bergþórsdóttir frá Fljótstungu leikur á flygil barónsins.
Frábærir krakkar frá Hvanneyri komu í heimsókn.
Fengin góð ráð á bókasafni.
Sagt frá gamla tímanum.
Verkefni um fugla
Snemma á árinu hóf Egill Ólafsson blaðamaður ritun á sögu Borgarness. Hann fékk
vinnuaðstöðu í Safnahúsi og var góður félagi og vinur. Egill lést 28. janúar 2015.
Dæmi um gjöf til safnanna: Sigurjón
Vilhjálmsson sem kom fyrir hönd fjölskyldu
sinnar með myndir af afa og ömmu konu
sinnar heitinnar, Guðrúnar Arnórs. Afi hennar
og amma voru sr. Arnór Þorláksson og Guðrún
Elísabet Jónsdóttir.
Myndin er tekin á góðri stund á opnun myndlistarsýningar Birnu Þorsteinsdóttur. Frá vinstri:
Anna Þorvaldsdóttir, Ágústa, Birna og Theodóra Þorsteinsdætur og Þorsteinn Theodórsson.
Myndin er tekin á´tónleikum á sumardaginn fyrsta, þá fluttu nemendur Tónlistarskóla
Borgarfjarðar frumsamin lög sín við ljóð Guðmundar Böðvarssonar.
Hönnuðir sýningar okkar um Guðmund Böðvarsson: Sigursteinn Sigurðsson og Magnús
Hreggviðsson.
Bjarna Helgasonar á Laugalandi var minnst á árinu í samvinnu við fjölskyldu hans. Hér eru börn
Bjarna saman komin ásamt Júlíönu föðursystur sinni. Frá v.: Steinunn, Þórhallur, Helgi og Sigrún.
Jóhanna Jónsdóttir hélt fallega málverkasýningu hjá okkur í febrúar og mars.
Sýning um Þórð Jónsson listasmið frá Mófellsstöðum í
Skorradal var sett upp í mars. Aðal hjálparhella okkar við
uppsetningu hennar var Bjarni Vilmundarson
bróðursonur Þórðar. Hér sést hann við barnarúm sem
Þórður smíðaði.
Sagnakvöldið okkar var haldið í nóvember og var vel sótt. Hér árita höfundar bækur.
Við þökkum öllum okkar góðu
gestum fyrir komuna á árinu
2014 og hlökkum til að sjá
ykkur hér á nýbyrjuðu ári!