Veikindaréttur

Download Report

Transcript Veikindaréttur

Veikindaréttur
Er nýskipan samkvæmt
hugmyndum ASÍ og SA það sem
koma skal ?
Hversvegna er verið að fjalla um
breytingar á veikindarétti?
1. Veikindaréttur á almennum vinnumarkaði takmarkaður:
•
•
•
•
•
•
•
•
Á fyrsta starfsári hjá sama vinnuveitanda greiðast tveir dagar á staðgengislaunum
fyrir hvern unninn mánuð.
Eftir eins árs samfellt starf hjá sama vinnuveitanda greiðist einn mánuður með
staðgengislaunum.
Eftir tveggja ára samfellt starf hjá sama vinnuveitanda greiðist einn mánuður með
staðgengislaunum og einn mánuður á dagvinnulaunum.
Eftir þriggja ára samfellt starf hjá sama vinnuveitanda greiðist einn mánuður með
staðgengislaunum og tveir mánuðir á dagvinnulaunum.
Eftir fimm ára samfellt starf hjá sama vinnuveitanda greiðist einn mánuður með
staðgengislaunum, einn mánuður með fullu dagvinnukaupi og tveir mánuðir á
dagvinnulaunum.
Starfsmaður sem öðlast hefur 4 mánaða veikindarétt eftir fimm ára samfellt starf hjá
sama vinnuveitanda og ræður sig innan 12 mánaða hjá öðrum vinnuveitanda heldur
tveggja mánaða veikindarétti.
Staðgengislaun eru þau laun sem starfsmaður hefði sannanlega haft ef hann hefði
ekki forfallast frá vinnu
Þegar veikindarétti sleppir koma til greiðslur úr sjúkrasjóðum og síðan örorkulífeyrir
frá lífeyrissjóðum og Tryggingarstofnun
Hversvegna er verið að fjalla um
breytingar á veikindarétti?
2. Kostnaður almennu lífeyrissjóðanna
vegna örorkubóta fer hraðvaxandi. Þetta
hefur þegar leitt til réttindaskerðingar –
og mun kalla á frekari réttindaskerðingar
ef ekkert verður að gert.
3. Fjölgun öryrkja er samfélagsvandi sem
bregðast verður við með aðgerðum sem
miða að því að gera sem flesta virka
atvinnlífinu.
Mikið að sækja í endurhæfingu
©Gylfi Arnbjörnsson, 2007
Forsendur ASÍ/SA fyrir
heildarendurskoðun kjarasamninga
©Gylfi Arnbjörnsson, 2007
• Auka lífsgæði fólks sem missir starfsorkuna
– Skýrari og samfelldari rétt hjá einum aðila
• Efla og fjölga raunverulegum endurhæfingarúrræðum
• Greiðslubyrði af grunnréttindum verði jafnað
• Nýtt fyrirkomulag leiði til meiri árangurs í
endurhæfingu og minni álags á lífeyrissjóðina
– Verja þannig eftirlaunaréttindi félagsmanna okkar
• Viðhalda og efla hlutverk sjúkrasjóðanna
– Sérstaklega tryggðartengsl milli félags og félagsmanna
Nýtt fyrirkomulag á 4 stoðum
©Gylfi Arnbjörnsson, 2007
1.
2.
Réttindi félagsmanna bundin í kjarasamningur milli SA og
ASÍ/sambanda/félaga
• Framkvæmd þjónustunnar og samskipti við
félagsmenn í höndum stéttarfélaga/sjúkrasjóða
• Þríhliða samningur milli sjóðsfélaga, sjúkrasjóðs
/Áfallatryggingasjóðs og atvinnurekanda um bætur,
endurhæfingu og hlutastarf
• Aðild að nýju kerfi verði með kjarasamningi líkt og
aðild að lífeyrissjóði
• Núverandi styrkir sjúkrasjóðanna og ávöxtun eigna
fjármagni viðbótarrétt
Þjónustufulltrúi hjá sjúkrasjóði (kostaður af
Áfallatryggingasjóði)
• Sér um að koma á tengslum sjóðsfélaga við teymi
og finna endurhæfingarúrræði við hæfi
Frh.
©Gylfi Arnbjörnsson, 2007
3.
4.
Endurhæfing ehf.
• Byggja upp þekkingu á hvað ,,góð’’ endurhæfing
er, gæðamat og vottun
• Mótar verklagsreglur um hvað er góð
framkvæmd við endurhæfingu
Áfallatryggingarsjóður
• Einn tryggingarsjóður – ekki með afgreiðslu eða
samskipti við sjóðsfélaga
• Gerir samninga við sjúkrasjóði, TR/VMST og
endurhæfingaraðila
• Fylgir eftir markmiðum um endurhæfingu
Gagnrýni frá öryrkjum
•
•
•
•
Í samþykkt aðalfundar ÖBÍ þann 6. október sl. kemur fram gagnrýni á
þessar hugmyndir en þar segir:
“ÖBÍ leggur áherslu á að skipulagt verði eitt nýtt og betra
almannatryggingakerfi fyrir alla landsmenn. ÖBÍ hafnar alfarið hugmyndum
sem fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hafa kynnt
um sérstakt tryggingakerfi fyrir hluta landsmanna. Jafnframt varar ÖBÍ mjög
við hugmyndum sem miða að einkavæðingu almannatrygginga, sem er
augljós ávísun á mismunun.”
Formaður Öryrkjabandalagsins, Sigursteinn Másson , skýrði þetta nánar
samkvæmt frásögn á vef BSRB
Sigursteinn benti á að um væri að ræða nýtt framfærslukerfi til hliðar við
almannatryggingakerfið og varaði við því að ef þessar hugmyndir yrðu að
veruleika yrði við lýði í landinu kerfi mismununar. Annars vegar væru þeir
sem tengdust þeim hluta vinnumarkaðarins sem aðild ættu að þessu
fyrirkomulagi og síðan hinir sem þar stæðu fyrir utan. Lagði Sigursteinn
áherslu á að stefnt yrði í gagnstæða átt, það er að stórefla
almannatryggingakerfið og einfalda það til muna.
Önnur gagnrýni
• Hlutverk TR er minnkað
• Sá hluti trygginargjaldsins sem rennur til
TR lækkar – ótti við að það komi niður á
möguleikum stofnunarinnar frekar en nú er
• Þeir sem eru ekki er á vinnumarkaðinum
standa utan við kerfið
• Ótti við að kerfið komi sér illa fyrir konur
Hvað þarf að gera til að koma
breytingum á ?
• Breyta þarf kjarasamningum
– Mikill stuðningur á almenna vinnumarkaðinum við að
breytingar í þessa átt taki gildi í ársbyrjun 2009
• Breyta þarf lögum
– Um það hefur félagsmálaráðherra sagt:
“Ég fagna því að ASÍ og SA komi með svo
kröftugum hætti inn í umræðuna um eflingu
starfsendurhæfingar en hitt er annað mál að svo
veigamiklar breytingar eins og þær sem þessar
hugmyndir boða að verða að ræðast á opinberum
vettvangi þar sem hagsmunir allra koma til tals.”
Hvað kemur þetta opinberum
starfsmönnum við?
• Gert er ráð fyrir að breyting verði gerð á tryggingargjaldi
þannig að 1,13% renni í Áfallatryggingarsjóð. Erfitt að sjá
að sérreglur geti átt við um opinbera starfsmenn hvað
þetta varðar.
• Ef opinberir starfsmenn eru utan kerfis verða þeir 1 ár að
vinna sér inn réttindi ef þeir flytja sig á almennan
markað.
• Gert er ráð fyrir af framlag atvinnurekenda til lífeyrissjóðs
lækki um 1% - en sjóðirnir vinni þetta upp og gott betur
með minni örorkugreiðslum – þetta á við A-deild LSR en
ekki B-deildina.
• Staða félagsmanna í B-deild LSR myndi batna með tilliti
til örorku
• Það hlýtur að vera markmið að draga úr örorku meðal
opinberra starfsmanna.
Veikindaréttur opinberra
starfsmannna
• Starfsmaður sem ráðinn er til starfa á mánaðarlaunum í a.m.k. 2
mánuði, skal halda fullum launum svo lengi sem veikindadagar
hans, taldir í almanaksdögum, verða ekki fleiri á hverjum 12
mánuðum en hér segir:
• 0-3 mánuði í starfi
14 dagar
(2 vikur)
• Næstu 3 mánuði í starfi
35 dagar
(5 vikur)
• Eftir 6 mánuði í starfi
119 dagar
(17 vikur)
• Eftir 1 ár í starfi
133 dagar
(19 vikur)
• Eftir 7 ár í starfi
175 dagar
(25 vikur)
• Eftir 12 ár í starfi
273 dagar
(39 vikur)
• Eftir 18 ár í starfi
360 dagar
(51 vika og 3 dagar)
• Sé veikindarétturinn 175 dagar eða skemmri bætast við 91 dagur á
dagvinnulaunum ef óvinnufærnin stafar af vinnuslysi eða atvinnusjúkdómi.
Styrktarsjóður Bandalags háskólamanna
• Sjóðurinn greiðir dagpeninga í allt að eitt ár
samanlagt vegna veikinda eða slysa sjóðfélaga,
þegar veikindarétti samkvæmt kjarasamningum
sleppir.
• Greiddar eru kr. 8000 fyrir hvern virkan dag
miðað við fullt starf eða hlutfallslega miðað við
starfshlutfall við upphaf veikinda
• Samanlagðar greiðslur sjóðsins og aðrar
greiðslur sem rekja má til fjarverunnar skulu þó
aldrei nema hærri fjárhæð en tekjum sem fallið
hafa niður.
Dæmi um rétt eftir 7 til 12 ára starf
Núverandi kerfi
Nýtt kerfi
Mánuður
Veikindaréttur
Sjúkrasjóður
Veikindaréttur
Áfallatryggingar-sjóður
Sjúkrasjóður
1
100
0
100
2
100
0
100
3
100
0
60
30
4
100
0
60
30
5
100
0
60
30
6
100
0
60
30
7
0
dagpeningar
60
30
8
0
dagpeningar
60
30
9
0
dagpeningar
60
30
10
0
dagpeningar
60
30
11
0
dagpeningar
60
30
12
0
dagpeningar
60
30
13
0
dagpeningar
60
20
14
0
dagpeningar
60
20
15
0
dagpeningar
60
20
16
0
dagpeningar
60
20
17
0
dagpeningar
60
20
18
0
dagpeningar
60
20
19
0
0
60
20
Kostnaður og sparnaður atvinnurekenda
vegna kerfisbreytingar
Tryggingargjald
Almennur Ríki
markaður
-1,13
-1,13
Lífeyrissjóðsiðgjald
-1,00
-1,00
Kostnaður v. veikinda
-0,28
?
Iðgjald í sjúkrasjóð
0,25
?
Iðgjald í áfallatryggingasjóð 2,13
2,13
Að lokum
• Sú hugsun að ganga út frá getu til að afla tekna – en
ekki vangetu og að miða kerfið við að endurhæfa fólk
til starfa á vinnumarkaði er jákvæð og óumdeild.
• Umdeilt er hvort rétt sé að sinna þessu með
lögbundnum aðgerðum eða á grundvelli samninga á
vinnumarkaði.
• Mikilvægt er að fylgjast vel með framvindu þessa
máls og gæta þess að við fáum ekki yfir okkur kerfi
sem við höfum engin áhrif á
• Við verðum að vinna að þróun hugmynda þannig að
mögulegar breytingar hafi ekki þau áhrif að réttindi
tapist