Erindi Ólafs K. Ólafssonar

Download Report

Transcript Erindi Ólafs K. Ólafssonar

Slide 1

Nýskipan lögreglumála

Fundur forstöðumanna stofnana
dómsmálaráðuneytisins 30. mars 2006
Ólafur K. Ólafsson sýslumaður


Slide 2

Efnisyfirlit
I.

Fyrirhuguð nýskipan lögreglumála
1.

Helstu breytingar á lögreglulögum.
A. Lögregluumdæmi og stjórn þeirra.
B. Rannsóknaraðstoð og lögreglurannsóknardeild ríkislögreglustjórans, greiningardeildir.
C. Lögreglurannsóknir, rannsóknardeildir
D. Handhafar lögregluvalds og veiting starfa í lögreglu.
E. Almenn skilyrði, sem lögreglumannsefni skulu fullnægja.

2.

Helstu breytingar á lögum um framkvæmdarvald ríkisins í héraði.

2


Slide 3

II.

Verkefnisstjóri nýskipunar lögreglumála
1.

2.

Meginhlutverk verkefnisstjóra

Helstu verkefni verkefnisstjóra
A. Flutningur og skipting fjárveitinga
B. Lög, reglugerðir og reglur
C. Rannsókn sakamála einfölduð og skilvirkni aukin. Skipulag
rannsókna og rannsóknardeilda.
D. Árangursstjórnarsamningar
a. Ríkislögreglustjórinn
b. Lögreglustjórar
E. Samskipti við lögreglustjóra, sýslumenn og lögreglumenn
F. Samskipti við sveitarstjórnir
G. Einstök verkefni

3


Slide 4

I.

Fyrirhuguð nýskipan lögreglumála
samkvæmt frumvarpi til laga um breyting á lögreglulögum, nr. 90 13.
júní 1996, og lögum um framkvæmdarvald ríkisins í héraði, nr. 92 1.
júní 1989. Lagt fram á Alþingi, 132. löggjafarþingi 2005 - 2006, þskj.
759, 520. mál.

4


Slide 5

1.

Helstu breytingar á lögreglulögum
A.

Lögregluumdæmi og stjórn þeirra



Meginbreytingin, sem lögð er til í frumvarpinu, er að lögregluumdæmum verði fækkað úr 26 í 15.

1.

2.

Með lögreglustjórn eiga að fara lögreglustjórar og sýslumenn
sem hér segir:
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu fer með lögreglustjórn á svæði sem nær yfir Reykjavíkurborg, Seltjarnarneskaupstað, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp, Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð
og Bessastaðahrepp.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, sem jafnframt er sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli, fer með lögreglustjórn á svæði
sem nær yfir Grindavík, Sandgerði, Gerðahrepp, Reykjanesbæ
og Sveitarfélagið Voga auk þeirra svæða á Suðurnesjum sem
eru varnarsvæði samkvæmt varnarsamningi Íslands og Banda ríkjanna.
5


Slide 6



Sýslumenn með aðsetur á eftirtöldum stöðum
3. Akranesi
4. Borgarnesi
5. Stykkishólmi
6. Ísafirði
7. Blönduósi
8. Sauðárkróki
9. Akureyri
10. Húsavík
11. Seyðisfirði
12. Eskifirði
13. Hvolsvelli
14. Vestmannaeyjum og
15. Selfossi.

6


Slide 7



Með lögreglustjórn í umdæmi sýslumannsins í Búðardal fer sýslumaðurinn í Borgarnesi.



Með lögreglustjórn í umdæmum sýslumannanna á Patreksfirði, í
Bolungarvík og á Hólmavík fer sýslumaðurinn á Ísafirði.



Með lögreglustjórn í umdæmum sýslumannanna á Siglufirði og Ólafsfirði fer sýslumaðurinn á Akureyri.



Með lögreglustjórn í umdæmi sýslumannsins á Höfn fer sýslumaðurinn á
Eskifirði.



Með lögreglustjórn í umdæmi sýslumannsins í Vík fer sýslumaðurinn á
Hvolsvelli.

7


Slide 8

Samtals 710 lögreglumenn, þ.m.t. 22
afleysingamenn, 75 héraðslögreglumenn og 36
lögreglunemar

2

3
2

14
2

30

4

9

9

8

7
1

11

9
8
13
54

272
31
35 41

3
26
6

Ríkislögr.stj.: 86
Lögregluskólinn 9

3
12

8


Slide 9

Samtals 710 lögreglumenn, þ.m.t. 22 afleysingamenn,
75 héraðslögreglumenn og 36 lögreglunemar

22
35
9
7

9
8

9
9
13

14
344

89

26
9

Ríkislögr.stj.: 86
Lögregluskólinn 9

12

9


Slide 10

 Lögreglustöðvum verður ekki lokað vegna breytinga á lögregluumdæmum
og sérstaklega er áformað að ákveðið verði í reglugerð að lögregluvarðstofur
utan aðalstöðvar lögreglu skuli vera á eftirtöldum stöðum
 Búðardal
 Patreksfirði
 Hólmavík
 Bolungarvík
 Siglufirði
 Ólafsfirði
 Höfn
 Kirkjubæjarklaustri og
 Vík
 auk þeirra staða sem nú eru tilgreindir í reglugerð um stjórnsýsluumdæmi
sýslumanna. Þeir staðir eru Ólafsvík, Grundarfjörður, Dalvík, Raufarhöfn,
Þórshöfn, Vopnafjörður, Egilsstaðir, Fáskrúðsfjörður og Grindavík.

10


Slide 11



Umdæmi lögreglustjóra samkvæmt lögreglulögum skulu, að öðru leyti
en lögin kveða á um, ákveðin með reglugerð að fenginni umsögn
viðkomandi lögreglustjóra og sveitarstjórna.



Umdæmi sýslumanna samkvæmt lögum um framkvæmdarvald ríkisins í
héraði skulu ákveðin með reglugerð að fenginni umsögn viðkomandi
sýslumanna og sveitarstjórna.


Sá möguleiki verður því fyrir hendi að sýslumannsumdæmi sýslumanns, sem jafnframt er lögreglustjóri, verði annað en lögreglustjóraumdæmið.

11


Slide 12



Lögreglustjórar fara með stjórn lögregluliðs, hver í sínu umdæmi. Þeir
annast daglega stjórn og rekstur lögreglunnar í umdæmi sínu og bera
ábyrgð á framkvæmd lögreglustarfa innan þess.



Vaktskipulag og almenn löggæsla í lögregluumdæmum á Vesturlandi,
Norðurlandi, Austurlandi og Suðurlandi skal í hverjum fjórðungi samhæfð
og samræmd eftir því sem við verður komið.
 Við samræmingu og samhæfingu vaktskipulags þarf að gæta að
kjarasamningum.



Ráðherra setur nánari reglur um fyrirkomulag samvinnu og til hvaða
umdæma hún skuli ná.

12


Slide 13



Markmiðið með samvinnunni er að auka og efla sýnilega almenna löggæslu. Með því að mæla sérstaklega fyrir um skyldu til samvinnu í lögum
og jafnframt að veita dómsmálaráðherra heimild til að setja nánari reglur
um fyrirkomulag hennar og til hvaða umdæma hún skuli ná er þetta markmið undirstrikað.



Það verður lagaskylda til samvinnu - hún verður ekki háð vilja einstakra
lögreglustjóra til að vinna saman eins og nú er.



Í lagatexta frumvarpsins segir ekki hvaða embætti skuli hafa forgöngu
um samhæfinguna og samræminguna - aðeins að ráðherra setji reglur um
fyrirkomulag samvinnu og til hvaða umdæma hún skuli ná.

13


Slide 14

B. Rannsóknaraðstoð og lögreglurannsóknardeild ríkislögreglustjórans,
greiningardeildir
 Sérstök verkefni sem ríkislögreglustjóra ber að hafa með höndum eru
að starfrækja
 lögreglurannsóknardeild og
 greiningardeild sem rannsakar landráð og brot gegn stjórnskipan
ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess og leggur mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi.
 Ráðherra er heimilt að ákveða að við einstök embætti lögreglustjóra
starfi, undir eftirliti ríkislögreglustjóra, greiningardeildir til að leggja mat
á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi.

14


Slide 15

Þær breytingar sem lagðar eru til hér eru:

 Ekki verður mælt sérstaklega fyrir um að lögreglurannsóknardeild ríkislögreglustjóra skuli vera öðrum lögregluembættum til aðstoðar við rannsóknir
alvarlegra brota.
 Sjö rannsóknardeildir minnka þörf fyrir rannsóknaraðstoð og þar af
leiðandi þörfina fyrir að mæla sérstaklega fyrir um það sem hlutverk
ríkislögreglustjóra að veita slíka aðstoð.
 Þess í stað verður mælt fyrir um að dómsmálaráðherra setji nánari
reglur um rannsóknaraðstoð, sem eftir atvikum kæmi frá þeim lögregluembættum þar sem fyrir hendi er mest sérþekking á því sviði sem
um ræðir hverju sinni.
• Þetta fyrirkomulag skapar möguleika á því að einstaka rannsóknardeildir sérhæfi sig í tilteknum rannsóknum sé málafjöldi nægur til
sérhæfingar.

15


Slide 16

 Lögreglurannsóknardeild ríkislögreglustjóra, sem rannsakar brot á borð
við landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og stjórnvöldum þess, skal
 jafnframt vera greiningardeild sem hafi það hlutverk að vinna áhættumat
vegna hryðjuverka og af skipulagðri glæpastarfsemi eða öðru sem ógnað
getur öryggi ríkisins.
 Heimilt verður að starfrækja greiningardeildir hjá öðrum lögregluembættum samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra.
 Samkvæmt þessu verður lögreglurannsóknardeild aðeins hjá ríkislögreglustjóra, sem jafnframt verður greiningardeild.
• Hjá lögreglustjórum verður aðeins heimilt að starfrækja
greiningar- deildir undir eftirliti ríkislögreglustjóra. Með því á m.a.
að tryggja að upplýsingar lokist ekki inni á einum stað heldur
safnist saman hjá ríkislögreglustjóra.
16


Slide 17

C.

Lögreglurannsóknir




Í 3. gr. frumvarpsins eru lagðar til breytingar á 8. gr. lögreglulaga sem
fjallar um lögreglurannsóknir. Meginbreytingin felst í því


að tilgreint verði við hvaða embætti skuli starfræktar sérstakar
rannsóknardeildir og



jafnframt til hvaða lögregluumdæma starfsemi þeirra nái.

Ekki er gerð breyting á þeirri reglu 1. mgr. 8. gr. lögreglulaga, að
lögregla annist rannsókn brota í samráði við ákærendur.

17


Slide 18



Við embætti eftirtalinna lögreglustjóra skulu vera sérstakar rannsóknardeildir:
1.

Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir umdæmi hans.

2.

Lögreglustjórans á Akranesi fyrir umdæmi hans, lögreglustjórans í
Borgarnesi og Stykkishólmi.

3.

Lögreglustjórans á Ísafirði fyrir umdæmi hans.

4.

Lögreglustjórans á Akureyri fyrir umdæmi hans, lögreglustjórans á
Blönduósi, á Sauðárkróki og á Húsavík.

5.

Lögreglustjórans á Eskifirði fyrir umdæmi hans og lögreglustjórans á
Seyðisfirði,

6.

Lögreglustjórans á Selfossi fyrir umdæmi hans og lögreglustjórans á
Hvolsvelli og í Vestmannaeyjum,

7.

Lögreglustjórans á Suðurnesjum fyrir umdæmi hans.

18


Slide 19

Vestfirðir

2

Norðurland 5

Austfirðir 1
(+1 rlm. Egilsstöðum)

Vesturland 1

Höfuðborgarsvæðið

Suðurnes

87

11
Suðurland 3
(+1 rlm. V.m.eyjum

19


Slide 20

 Ráðherra setur nánari reglur samkvæmt tillögu ríkissaksóknara um hvaða
brot skuli rannsaka hjá sérstökum rannsóknardeildum.

 Eðlilegt þykir að í þeim reglum verði við það miðað að brot á borð við
manndráp, kynferðisbrot, alvarlegar líkamsárásir, alvarleg fíkniefnabrot og
alvarleg auðgunarbrot skuli rannsaka hjá rannsóknardeildum, svo og
önnur alvarleg hegningarlagabrot og sérrefsilagabrot sem kalla á
þekkingu og/eða sérhæfingu. Einnig er gert ráð fyrir því að reglur
dómsmálaráðherra feli í sér að rannsóknaraðstoð geti komið frá fleiri
embættum en embætti ríkislögreglustjóra.
 Rannsókn alvarlegs brots getur verið einföld - eins getur rannsókn síður
alvarlegs brots verið flókin.
 Er ástæða til að fela rannsóknardeildum rannsóknir mála, sem eru á færi
almennrar lögreglu ? Hafa rannsóknardeildir ekki nóg með hin flóknari
mál ?

20


Slide 21

 Önnur brot skal rannsaka í því umdæmi þar sem þau eru framin, sbr.
þó ákvæði a- og b-liðar 2. mgr. 5. gr. um rannsókn skatta- og efnahagsbrota og lögreglurannsóknardeild og greiningardeild sem rannsakar landráð
og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess.
 Ráðherra setur reglur um

 hvernig stjórn rannsóknar skuli háttað,
 hvenær brot skuli rannsakað undir stjórn ríkislögreglustjóra skv. a-lið
2. mgr. 5. gr., þ.e. skatta- og efnahagsbrot og
 um rannsóknaraðstoð.

21


Slide 22

 Sérhæfing rannsóknardeilda getur verið mismunandi.
 Þar sem hægt er að byggja upp sérþekkingu og aðstöðu til að sinna
rannsóknum og tryggt að viðfangsefnin séu nægjanleg til að viðhalda
færni og þekkingu starfsmanna.
 Sá lögreglustjóri, sem rannsóknardeild á undir, fer með forræði á rannsókn
máls sem til rannsóknar er hjá sérstakri rannsóknardeild.
 Er þetta sérstaklega tekið fram til að taka af öll tvímæli um það hvaða
lögreglustjóri skuli taka ákvarðanir í sambandi við rannsóknir mála, þar
á meðal leita úrskurðar dómstóls um þvingunarráðstafanir o.s.frv.
 Í þessu fellst einnig að á þeim lögreglustjóra, sem stýrir rannsóknardeild, hvílir frumkvæðisskylda til að hefja rannsókn á sínu rannsóknarsvæði telji hann ástæðu til.

22


Slide 23

D.

Handhafar lögregluvalds og veiting starfa í lögreglu




Handhöfum lögregluvalds fjölgar. Þeir verða samkvæmt 9. gr.
lögreglulaga:
 Ríkislögreglustjóri
 Aðstoðarríkislögreglustjórar
 Lögreglustjórar
 Aðstoðarlögreglustjórar á höfuðborgarsvæðinu og á
Suðurnesjum
 Skólastjóri Lögregluskóla ríkisins
 Löglærðir fulltrúar lögreglustjóra
 Lögreglumenn.

Heiti „varalögreglustjóra“ breytist í „aðstoðarlögreglustjóra“ og
jafnframt gefinn kostur á að fleiri en einn aðstoðarlögreglustjóri starfi hjá
stærstu lögregluembættunum. Sambærileg breyting verður gerð á heiti
„vararíkislögreglustjóra“.

23


Slide 24

 Almenn hæfisskilyrði til skipunar í stöðu ríkislögreglustjóra og stöður
aðstoðarríkislögreglustjóra og lögreglustjóra eru óbreytt; þeir skulu fullnægja sömu almennu hæfisskilyrðum og sýslumenn til skipunar í embætti.
 Ríkislögreglustjóra til aðstoðar eru aðstoðarríkislögreglustjórar. Einn þeirra
skal vera staðgengill ríkislögreglustjóra samkvæmt ákvörðun hans.
 Samkvæmt ákvæði laga um framkvæmdarvald ríkisins í héraði skal sá sem
gegnir stöðu staðgengils sýslumanns fullnægja hæfisskilyrðum til skipunar í
sýslumannsembætti. Í samræmi við það skal sá aðstoðarlögreglustjóri,
sem gegna skal hlutverki staðgengils lögreglustjóra, fullnægja hæfisskilyrðum til skipunar í embætti lögreglustjóra eins og segir í athugasemdum
frumvarpsins.

24


Slide 25

 Aðstoðarlögreglustjórar
skulu
fullnægja
sömu
skilyrðum
og
lögreglustjórar til skipunar í embætti, en eftirtalin skilyrði gilda um
menntun og starfs- reynslu aðstoðarlögreglustjóra:
 hefur lokið fullnaðarprófi í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi,
eða háskólaprófi í þeirri grein sem metið verður jafngilt, eða lokið námi
frá Lögregluskóla ríkisins svo og stjórnunarnámi eða öðru sambærilegu
námi;
 hefur í þrjú ár gegnt lögfræðistörfum að aðalstarfi eða verið stjórnandi
innan lögreglunnar, en leggja má saman starfstíma í þessum greinum.

25


Slide 26

D. Almenn skilyrði, sem lögreglumannsefni skulu fullnægja
 Lögreglumannsefni skulu fullnægja eftirtöldum almennum skilyrðum:
 vera íslenskir ríkisborgarar, 20-40 ára,
 hafa ekki gerst brotleg við refsilög; þetta gildir þó ekki ef brot er
smávægilegt eða langt um liðið frá því að það var framið,
 vera andlega og líkamlega heilbrigð og standast læknisskoðun
trúnaðarlæknis samkvæmt fyrirliggjandi kröfum,
 hafa lokið a.m.k. tveggja ára almennu framhaldsnámi eða öðru
sambærilegu námi með fullnægjandi árangri eða starfsþjálfun sem
jafna má til slíks náms, hafa gott vald á íslensku og ensku, hafa
almenn ökuréttindi til bifreiðaaksturs og vera synd,
 standast inntökupröf samkvæmt kröfum valnefndar með áherslu á
íslensku og þrek.

26


Slide 27

2.

Helstu breytingar á lögum um framkvæmdarvald ríkisins í héraði

Landið skiptist í 25 stjórnsýsluumdæmi auk

Reykjavíkurumdæmis, sem nær yfir
Reykjavíkurborg, Seltjarnarneskaupstað,
Mosfellsbæ og Kjósarhrepp.


Aðsetur sýslumanna eru sem hér segir:
 1. Reykjavík,
 2. Akranes,
 3. Borgarnes,
 4. Stykkishólmur,
 5. Búðardalur,
 6. Patreksfjörður,
 7. Bolungarvík,
 8. Ísafjörður,
 9. Hólmavík,
 10. Blönduós,
 11. Sauðárkrókur,
 12. Siglufjörður,
 13. Ólafsfjörður,
 14. Akureyri,














15. Húsavík,
16. Seyðisfjörður,
17. Eskifjörður,
18. Höfn,
19. Vík,
20. Hvolsvöllur,
21. Vestmannaeyjar,
22. Selfoss,
23. Reykjanesbær,
24. Keflavíkurflugvöllur,
25. Hafnarfjörður,
26. Kópavogur.



Umdæmi sýslumanna skulu ákveðin með
reglugerð að fenginni umsögn viðkomandi
sýslumanna og sveitarstjórna.



Eigi má fækka stjórnsýsluumdæmum eða
taka upp ný nema með lögum.

27


Slide 28



Með þau verkefni, sem sýslumönnum eru falin í öðrum umdæmum, fara
lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, tollstjórinn í Reykjavík og sýslumennirnir í Hafnarfirði, Keflavíkurflugvelli, Kópavogi, Reykjanesbæ og Reykjavík sem hér segir:



Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og lögreglustjórinn á Suðurnesjum
fara með lögreglustjórn, þar á meðal útlendingaeftirlit, ásamt þeim störfum
sem þeim eða lögreglustjórum eru almennt falin með fyrirmælum einstakra
laga, hvor í sínu umdæmi.



Tollstjórinn í Reykjavík fer með tollstjórn, innheimtu tekna ríkissjóðs, að því
leyti sem hún er ekki sérstaklega falin öðrum, og lögskráningu skipshafna,
auk starfa samkvæmt fyrirmælum einstakra laga.



Með önnur störf en þau, sem falla innan marka 1. og 2. tölul., fer sýslumaðurinn í Reykjavík í sínu umdæmi. Með önnur störf en þau sem falla
innan marka 1. tölul., fara sýslumennirnir í Hafnarfirði, Keflavíkurflugvelli,
Kópavogi og Reykjanesbæ, hver í sínu umdæmi.

28


Slide 29

 Um lögreglustjórn í umdæmum sýslumannanna í Búðardal, Patreksfirði,
Bolungarvík, Hólmavík, Siglufirði, Ólafsfirði, Höfn og Vík fer samkvæmt lögreglulögum.
 Dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra setja sér sameiginlegar
leiðbeinandi reglur um meðferð og úrlausn mála sem varða verksvið
lögreglustjórans á Suðurnesjum og sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli. Skulu reglur þessar birtar.
 Dómsmálaráðherra sker að öðru leyti úr um hvaða verkefni heyri undir einstök embætti skv. 1. mgr.

29


Slide 30

I.

Verkefnisstjóri nýskipunar lögreglunnar
1.

Meginhlutverk verkefnisstjóra


Meginhlutverk verkefnisstjórans er að stýra þeim breytingum,
sem fyrir dyrum standa á skipan lögreglumála, í samræmi við
frumvarp dómsmálaráðherra og aðrar tillögur í skýrslu
verkefnisstjórnar um nýskipan lögreglumála.


Verkið vinnur verkefnisstjórinn í samvinnu við dómsmálaráðuneytið og í umboði þess, ríkislögreglustjórann, lögreglustjóra og aðra þá sem tengjast því í hverju tilviki.

30


Slide 31

2.

Helstu verkefni verkefnisstjórans.

A.

Flutningur og skipting fjárveitinga


Kostnaður embættis vegna löggæslu:
a. Laun
• Lögreglumenn
• Skrifstofufólk
• Löglærðir fulltrúar
• Sýslumenn
b. Húsnæði
c. Bifreiðar
d. Annar rekstrarkostnaður



Miðað við raunkostnað ársins 2005 en árin 2002, 2003 og 2004
skoðuð til samanburðar.

31


Slide 32



Það sem telst vera kostnaður vegna löggæslu verður flutt til viðtöku
embættisins.



Bókari á vegum verkefnisstjóra vinnur greiningu kostnaðar vegna löggæslu

Þau embætti, sem löggæsla fer frá, og þau, sem taka við henni, fá
stuttan frest til umsagnar.

Tengiliður Fjársýslunnar.



Þessu verki þarf að ljúka í maí/júní vegna fjárlagagerðar fyrir árið 2007.

32


Slide 33

B.

Lög, reglugerðir og reglur.
a.

Reglugerð um umdæmi lögreglustjóra, sbr. 3. tl. 1. mgr. 2. gr. frv.

b.

Reglur um samvinnu og vaktskipulag, sbr. 3. mgr. 2. gr. frv., og
almenna löggæslu í lögregluumdæmum og til hvaða umdæma
hún skuli ná.

c.

Reglur um samstarf lögreglu og björgunarsveita, sbr. 4. mgr. 2.
gr. frv. Gildandi reglugerð nr. 289/2003.

d.

Reglugerð um umdæmi sýslumanna. Gildandi reglugerð 57/1992
um stjórnsýsluumdæmi sýslumanna.

33


Slide 34

e.

Reglur um rannsókn brota hjá rannsóknardeildum lögreglu og
rannsóknaraðstoð, sbr. 2. mgr. 3. gr. frv. Dómsmálaráðherra setur
nánari reglur samkvæmt tillögu ríkissaksóknara um hvaða brot skuli
rannsaka hjá sérstökum rannsóknardeildum lögreglustjóraembætta.
Jafnframt setur dómsmálaráðherra reglur um hvernig stjórn
rannsóknar skuli háttað, hvenær brot skuli rannsakað undir stjórn
ríkislögreglustjóra skv. a-lið 2. mgr. 5. gr. og um rannsóknaraðstoð.

Reglugerð nr. 396/1997 um stjórn lögreglurannsókna og samvinnu lögreglustjóra við rannsókn opinberra mála.

Reglugerð nr. 406/1997 um rannsókn og saksókn efnahagsbrota

f.

Ráðherra verður heimilt, skv. 4. mgr. 3. gr. frv. að ákveða að við
einstök embætti lögreglustjóra starfi, undir eftirliti ríkislögreglustjóra,
greiningardeildir til að leggja mat á áhættu vegna hryðjuverka og
skipulagðrar glæpastarfsemi.

34


Slide 35

g.

Reglur tæknideildar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sbr.
5. mgr. 3. gr. frv. Ríkislögreglustjóri setur nánari reglur um starfrækslu
tæknideildar við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.
Gildandi reglur ríkislögreglustjórans frá 7. febrúar 2005.

h.

Reglugerð um starfsstig innan lögreglunnar, sbr. 4. mgr. 5. gr. frv.
Gildandi reglugerð nr. 49/2002 um starfsstig innan lögreglu.

i.

Reglugerð nr. 528/1997 um einkennisbúninga, merki og búnað lögreglunnar.

j.

Verklagsreglur valnefndar Lögregluskóla ríkisins, sbr. b. lið 6. gr. frv.
Valnefnd Lögregluskóla ríkisins er heimilt að setja sér verklagsreglur
þar sem fram koma þau viðmið sem stuðst er við þegar meta á skilyrði
samkvæmt b- og c-lið 2. mgr. og um val á nemum í lögregluskólann.

35


Slide 36

Starfsmenn lögreglunnar

Verkefni lögreglunnar

36


Slide 37

Skipulag
starfsmanna
lögreglunnar

Verkefni lögreglunnar

37


Slide 38

Skipulag
starfsmanna
lögreglunnar

Verkefni lögreglunnar

38


Slide 39

k.

Reglur um meðferð og úrlausn mála sem varða verksvið lögreglustjórans á Suðurnesjum og sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, sbr. 3.
mgr. 8. gr. frv.

l.

Reglugerð nr. 490/1997 um Lögregluskóla ríkisins.

m.

Reglugerð nr. 282/1997 um lögregluskilríki og notkun þeirra.

n.

Ýmis ákvæði laga og reglugerða þar sem kveðið er á um að lögreglustjóri afgreiði mál í ljósi þess,

að ekki verða allir sýslumenn lögreglustjórar og

að ekki er gert ráð fyrir að þjónusta þeirra sýslumanna skerðist.

39


Slide 40

C.

Rannsókn sakamála einfölduð og skilvirkni aukin. Skipulag rannsókna og rannsóknardeilda.


" ... að mati verkefnisstjórnarinnar [ er ] nauðsynlegt að hugað verði
sérstaklega að
 skipulagi rannsókna opinberra mála, með það að markmiði að
 einfalda rannsóknarferli, auka skilvirkni,
 koma málum fyrr til meðferðar fyrir dómi,
 minnka tvíverknað innan lögreglu og
 milli lögreglu annars vegar og dómstóla hins vegar."



Það er tvíverknaður innan lögreglu þegar þeir, sem rannsaka mál,
og þeir, sem undirbúa saksókn, vinna ekki saman.



Vegna reglunnar um milliliðalausra sönnunarfærslu fyrir dómi er
það tvíverknaður þegar lögreglan "ofrannsakar" mál - mál þarf að
vera nægjanlega rannsakað til að ákæru megi gefa út
40


Slide 41

 Á að auka skilvirkni í meðferð opinberra mála með því að heimila
lögreglu að ljúka fleiri málum, t.d. með sáttameðferð eða sektargerðum ?
 " ... huga að verkaskiptingu milli almennra lögreglumanna og rannsóknarlögreglumanna, samvinnu lögreglu og ákæruvalds á rannsóknarstigi
og fleiri atriðum."
 Eru rannsóknardeildir að fást við mál, sem almenn löggæsla á að fást
við ?

41


Slide 42

D.

Árangusstjórnunarsamningar


Skýrsla verkefnisstjórnar um nýskipan lögreglumála

a.

Ríkislögreglustjórinn



"Hvað löggæsluna varðar sérstaklega telur verkefnisstjórnin æskilegt
að dómsmálaráðuneytið geri sérstakan árangursstjórnunarsamning við embætti ríkislögreglustjóra, þar sem skilgreind yrðu
helstu stefnumál og markmið til lengri tíma. Ríkislögreglustjóri
hefði það hlutverk í samvinnu við lögreglustjóra að ná þeim markmiðum sem að yrði stefnt, og fengi um leið öll tiltæk úrræði í því
skyni, sbr. m.a. það sem áður er rakið um aukna samvinnu og samstarf lögregluliða. Með þessu móti yrði verkaskipting milli ráðuneytis og lögreglu mun skýrari, þar sem hlutverk ráðuneytisins
væri að móta á grunni gildandi laga ákveðna heildarstefnu, sem ríkislögreglustjóra í samvinnu við lögreglustjóra yrði falið að framkvæma
og útfæra nánar."
42


Slide 43

 Ríkislögreglustjóri gegni lykilhlutverki á sviði árangursstjórnunarsamninga.
Það sem vinnst með því:

 Færir ríkislögreglustjóra betri yfirsýn yfir getu og möguleika einstakra lögregluliða og lögreglunnar í heild sinni en áður.
 Auðveldar ríkislögreglustjóra að meta hvar þurfi á hverjum tíma helst að
efla og styrkja lögregluna, í samræmi við gildandi stefnu og áhersluatriði á hverjum tíma.
 Gerir kleift að koma á því verklagi við undirbúning fjárlagagerðar hverju
sinni að fela ríkislögreglustjóra að safna saman og leggja mat á hugmyndir einstakra lögreglustjóra um breytingar, t.d. eflingu og styrkingu í
sínum umdæmum, og gera í samvinnu við þá heildartillögu til dómsmálaráðuneytis þar sem verkefnum yrði raðað í forgangsröð og settar fram tillögur að lausnum miðað við mismunandi forsendur.
• Þetta verklag skapar betri forsendur en áður til þess að nýta vel þá
fjármuni sem varið er til löggæslu á fjárlögum hverju sinni og hvetja
um leið til þess að hagkvæmasta leiðin yrði fyrir valinu þegar fleiri
en eitt úrræði koma til greina.
43


Slide 44

 Fyrirhugaðar breytingar á lögreglulögum og árangursstjórnunarsamningur við ríkislögreglustjórann mun breyta áherslum í störfum hans á
eftirfarandi hátt:
 Meiri áhersla og þungi verður á að ríkislögreglustjórinn beiti sér fyrir
aukinni samvinnu og enn frekari samhæfingu lögregluliðanna í
landinu.
 Hlutverk ríkislögreglustjórans verður enn veigameira á sviði stefnumótunar og fjármálaumsýslu.
 Aukin áhersla á upplýsingamiðaða lögreglustjórnun kallar á meiri úrvinnslu og greiningu á tölfræðiupplýsingum og öðrum upplýsingum
sem berast lögregluyfirvöldum.

44


Slide 45

b.

E.

Lögreglustjórar


"Að mati verkefnisstjórnarinnar á það að vera fortakslaus skylda að
hvert og eitt lögregluembætti móti sér, á grundvelli fyrirliggjandi
heildarstefnu, skýra og aðgengilega stefnu sem starfsmenn og
íbúar í viðkomandi umdæmi þekkja vel og hafa tekið þátt í að móta."



Fyrirliggjandi heildarstefna.

Samskipti við lögreglustjóra og sýslumenn og lögreglumenn

45


Slide 46

F.

Samskipti við sveitarstjórnir



Almenn samskipti við sveitarstjórnir.



Verkefnisstjóri mun standa fyrir fundum sveitarstjórnarmanna í hverju
sveitarfélagi og nýjum lögreglustjóra umdæmisins.
 Lögreglustjórar geri sveitarstjórnarmönnum grein fyrir fyrirætlunum sínum um löggæslu í sveitarfélaginu.



Þar sem vaktskipulag og almenn löggæsla verður samhæfð og samræmd mun verkefnisstjóri standa fyrir fundum lögreglustjóra og sveitarstjórnarmanna um löggæsluna.

46


Slide 47

G.

Einstök verkefni og sjónarmið.



Unnið með nefnd, sem dómsmálaráðherra er ætlað að skipa, til að
vera til ráðgjafar við stofnun nýs embættis á höfuðborgarsvæðinu og
flutning starfsmanna til þess.



Aðstoð við uppsetningu vaktkerfa, samræmingu og samhæfingu
þeirra.



Hvernig á að skipa mannafla lögreglunnar til verka ?
 Reglugerð um starfsstig.
 Skipulag lögreglu.

47


Slide 48

Skipulag
starfsmanna
lögreglunnar

Verkefni lögreglunnar

48