Bein Jónasar - 123skoli.is

Download Report

Transcript Bein Jónasar - 123skoli.is

Jónas
Hallgrímsson
Textaskáldið Jónas
• Jónas Hallgrímsson fæddist árið
1807 að Hrauni í Öxnadal.
• Hann var íslenskt skáld og
náttúrufræðingur.
• Hann var afkastamikill rithöfundur, ljóðskáld,
nýyrðasmiður og þýðandi auk þess að vera
einn af stofnendum tímaritsins Fjölnis.
• Hann dó í Kaupmannahöfn árið 1845 vegna
blóðeitrunar sem var afleiðing af fótbroti er
hann hlaut við að detta niður stiga.
Bein Jónasar
• Jónas var jarðsettur í Kaupmannahöfn.
• Um 100 árum síðar voru bein hans flutt
til Íslands.
• Fyrir því stóð íslenskur auðjöfur,
Sigurjón Pétursson.
• Hann vildi að bein Jónasar yrðu grafin í
Öxnadal.
• Ríkisstjórn Íslands taldi bein Jónasar
vera þjóðareign og þau ætti að grafa á
Þingvöllum.
Bein Jónasar
• Árið 1946 voru bein Jónasar flutt
til Íslands með skipinu Brúarfossi.
• Þegar skipið lagðist að bryggju voru
alþingismenn ekki mættir. Þeir voru að
setja lög um Keflavíkurflugvöll.
• Sigurjón Pétursson var hins vegar mættur
á bryggjuna. Hann notaði tækifærið og
keyrði með líkamsleifarnar norður í
Öxnadal.
• Jónas er hins vegar ekki grafinn þar því
prestar neituðu að jarðsyngja hann.
Bein Jónasar
• Svo fór að lokum að
jarðneskar leifar
Jónasar Hallgrímssonar voru
jarðsettar í þjóðargrafreitnum
á Þingvöllum, 16. nóvember
1946.
• Það er einmitt
afmælisdagur skáldsins og
Dagur íslenskrar tungu.
Tíuþúsundkallinn Jónas
Fæðingardagur Jónasar
• Dagur íslenskrar tungu var fyrst
haldinn hátíðlegur árið 1996.
• Dagurinn er helgaður íslenskri tungu og rækt við
hana.
• Þennan dag eru veitt Verðlaun Jónasar
Hallgrímssonar og sérstakar viðurkenningar
fyrir störf í þágu íslenskunnar.
• Stóra upplestrarkeppnin hefst þennan dag.
Jónas á 21. öld