3 lexíur lærðar um stjórnun  Þú munt finna muninn.  Hér á eftir fara 3 dæmi sem hjálpa þér að komast í.

Download Report

Transcript 3 lexíur lærðar um stjórnun  Þú munt finna muninn.  Hér á eftir fara 3 dæmi sem hjálpa þér að komast í.

3 lexíur lærðar um stjórnun

Þú munt finna muninn.

Hér á eftir fara 3 dæmi sem hjálpa þér að komast í gegnum breytingar …

Stjórnun: Lexía 1

Krummi sat ekki í klettagjá, heldur uppi í tré í Öskjuhlíð og gerði ekki neitt allan liðlangan daginn.

Kanína sá krumma og spurði hann: „Get ég líka setið aðgerðalaus allan daginn?“ Krummi svaraði: „ Já, því ekki?“ Svo að kanínan settist aðgerðalaus undir tréð.

Allt í einu birtist refur, stökk á kanínuna og át hana.

Stjórnun: Lexía 1

Lexían er: Til að sitja og gera ekki neitt þarftu að vera kominn hátt upp.

Stjórnun: Lexía 2

Kalkúnn sat og spjallaði við naut.

„Ég vildi að ég kæmist upp í þetta tré,“ dæsti hann, „en mig skortir orkuna til þess.“ „Hvers vegna færðu þér ekki bita af dellunni úr mér?“ svaraði nautið. „Hún er hlaðin orku.“ Kalkúnninn tók að kroppa í kúadelluna og fann að það gaf honum kraft til að komast upp á neðstu greinarnar. Daginn eftir át hann aðeins meiri dellu og náði upp á næstu grein. Hálfum mánuði síðar náði hann stoltur á trjátoppinn.

Fljótlega kom bóndinn auga á hann þar, sótti byssu og skaut hann.

Stjórnun: Lexía 2

Lexían er: Þú getur náð á toppinn með einhverri dellu en það endist ekki.

Stjórnun: Lexía 3

Lítill fugl flaug suður á bóginn, eins og vera ber.

En það var svo kalt á leiðinni að hann fraus í hel og féll til jarðar á mitt tún.

Þar sem hann lá þar kom belja aðvífandi og skeit yfir hann svo að ekki sást í hann.

Þar sem fuglinn lá frosinn undir kúadellunni fann hann hitann flæða í sig. Kúadellan var að þýða hann.

Þarna lá hann heitur og sæll og fór að syngja af gleði.

Köttur átti leið hjá og veitti þessu athygli.

Hann gekk á hljóðið, fann fuglinn, gróf hann upp og át!

Stjórnun: Lexía 3

Lexían er:

1) Þeir sem hreyta í þig skít eru ekki allir óvinir þínir.

2) Þeir sem bjarga þér úr skítnum eru ekki allir vinir þínir.

3) Þegar þú ert í djúpum skít er best að hafa hljótt um sig.