Transcript Kafli 2
Sögueyjan – 1. hefti
Kafli 2
Ísland byggist fólki, bls.13-25
Ísland byggist fólki
Af hverju byggðist
Ísland seinna en
önnur lönd?
Ísland tengist
mikið sögu annarra
landa
Siglingar víkinga
skipta þar mestu
máli
Landnám Íslands - 1
Fornar heimildir segja
Ingólf Arnarson og konu
hans, Hallveigu
Fróðadóttur, fyrstu
landnámsmenn Íslands
Talið er að þau hafi sest
að á Íslandi um 870
Landnámabók segir frá
hvernig vildi til að þau
völdu sér búsetu í
Reykjavík
Landnám Íslands - 2
Landnám hefst á
víkingaöld sem er talin
hefjast 793 og lýkur 1050
Landnámsöld er innan
víkingaaldar, frá 870 til
930
Ísland var numið á
víkingaöld þegar norrænir
menn sigldu um Evrópu
Til eru frásagnir af
mönnum sem komu á
undan Ingólfi og Hallveigu
Landnám Íslands - 3
Elsta frásögnin sem gæti átt við Ísland er frá
4.öld fyrir Krist þegar Pýþeas sigldi frá
Miðjarðarhafi til þess að kanna hversu langt
heimurinn næði í norður!
Hann nefndi eyjuna sem hann kom að Thule
og það nafn var oft notað yfir Ísland í
landfræðiritum á fyrri öldum
Landnám Íslands - 4
• Nokkuð víst er að írskir munkar, sem
kölluðustu papar, komu hingað um 100 árum
fyrir landnám
• Paparnir vildu vera í
einrúmi. Þess vegna
forðuðu þeir sér
þegar norrænir menn
hófu hér landnám
Landnám Íslands - 5
Þekking manna á
heiminum var ekki mikil
í þá daga
Fyrstu
landnámsmennirnir
höfðu engin kort og því
var afrek þeirra mikið er
þeir náðu landi á nýjum
slóðum
Víkingaöld
Norrænir menn tóku að
sigla víða um lönd og
höfðu þær ferðir mikil
áhrif á sögu Evrópu
Norrænu víkingarnir
hjuggu strandhögg,
rændu og myrtu,
stunduðu verslun og
námu lönd
Upphaf víkingatímans
miðast við árás
víkinga á klaustrið
Lindisfarne á Englandi
árið 793
Víkingaöld lýkur síðan
1050 en þá hafði
dregið mikið úr
ferðum norrænna
manna
Víkingaöld - 2
Víkingarnir áttu auðvelt
með að koma fólki á
óvart, því þeir voru
snillingar í skipasmíði og
siglingum.
Íbúar þeirra landa sem
víkingarnir herjuðu á
voru mjög óttaslegnir
vegna grimmdar þeirra.
Víkingarnir komu frá
þrem löndum: Noregi,
Danmörku og Svíþjóð.
Norðmenn sigldu til
Englands, Færeyja og
Íslands.
Siglt til Íslands
Þrír norrænir menn komu til
Íslands fyrir landnám.
1. Naddoddur, sem
rak hingað á leið
sinni frá Noregi til
Færeyja og kallaði
landið Snæland
2. Garðar
Svavarsson, sænskur
maður sem sigldi
fyrstur umhverfis landið,
eftir það var landið kallað
Garðarshólmi
3. Hrafna-Flóki, settist að í
Vatnsfirði og hafði vetradvöl á
landinu og kallaði það Ísland.
Ísland varð albyggt 870 – 930
samkvæmt Íslendingabók Ara
fróða
Ferðaleiðir Naddodds, Garðars og
Hrafna-Flóka
Siglt til Íslands - 2
Ísland var síðasta land Evrópu sem
byggðist fólki.
Landnámsfólkið kom frá Evrópu, sem
bar með sér siði, menningu og venjur
að heiman.
Landnámsmenn höfðu keltneska
þræla með sér frá Norður - Bretlandi.
Íslendingar eru fyrst og fremst
afkomendur Norðmanna og Kelta.
Siglt til Íslands - 3
Fornleifar gefa til kynna
að landnámsmenn hafi
verið sæmilega stæðir
bændur.
Landnemarnir notuðust
við sólina og stjörnurnar Skip landnemanna
kölluðust
knerrir
og
um
til þess að sigla í rétta
borð var bústofninn,
átt.
verkfæri ofl. Siglingin
gat tekið nokkra daga
upp í margar vikur eftir
veðri.
Landnám Íslands
Landnámsfólkið byrjaði að koma sér upp
öruggu skjóli. Fólkið var fyrst og fremst
bændur og leitaði því eftir landi sem var
hentugt fyrir landbúnað.
Lífið einkenndist af sjálfþurftarbúskap, sem
þýddi að fólk framleiddi
sjálft það sem það þurfti
á að halda: mat, klæðnað
og áhöld.
Landnám Íslands 2
Gróið land hefur minnkað
um helming frá
landnámsöld, vegna
ofbeitar búfjár og
náttúruhamfara.
Fólkið í landinu ber mikla
ábyrgð á því hvernig
landgæði hefur breyst.
Það er mikilvægt að bera
virðingu fyrir umhverfinu.
Lífshættir
Ræktun lands er erfið
þar sem loftslag er svalt,
landið hrjóstrugt og
tíðar náttúruhamfarir.
Korn var mest ræktað
sunnan- og vestanlands
og bústofn bænda voru
nautgripir, sauðfé, svín,
geitur og hænur.
Lífshættir
• Sauðfé hafði mest áhrif á
líf þjóðarinnar sem gaf af
sér kjöt, mjólk og ull
• Hesturinn var ,,þarfasti
þjónninn”, aðal
samgöngutækið og
vinnuþjarkurinn.
Lífshættir 2
Sumir bændur komu sér
upp selum, en þar sátu
konur og börn yfir fénu
sem var á beit á sumrin.
Túnin við bæina voru
síðan slegin síðsumars til
þess að hafa hey fyrir
skepnurnar á veturna.
Sjósókn var lítil á fyrstu
öldunum, bara stunduð
sem auka búgrein og
hlunnindi fyrir bændur
Hlunnindi voru öll gæðin
sem náttúran gaf af sér,
s.s. fiskur, fugl, egg, dúnn,
rekaviður auk
hefðbundinn
landbúnaður
Lífshættir
Hús landnámsmanna voru einföld úr timbri,
grjóti og torfi
Rekaviður var mikilvægt byggingarefni í hús og
áhöld, því íslensk tré voru of smágerð
Flestir landnámsmenn komu með timbur frá
Noregi til húsbygginga