Transcript Glærur 1

Lyfjatæknabraut
LHF 303
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
1
LHF 303
I. Verkjalyf
II. Tauga- og geðlyf
III. Lyf við hrörnunarsjúkdómum
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
2
I. Verkjalyf
1. Sterk verkjalyf (N02 A)
2. Önnur verkjalyf og hitalækkandi lyf (N02 B)
3. Mígrenilyf (N02 C)
4. Geðlyf til verkjastillingar
5. Bólgueyðandi lyf og gigtarlyf (M)
6. Staðdeyfilyf (N01 B)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
3
II. Tauga- og geðlyf
1. Taugakerfið
2. Geðsjúkdómar - geðvernd
3. Svæfingalyf (N01 A)
4. Flogaveikilyf (N03 A)
5. Geðlyf (psycholeptica) (N05 A)
6. Geðlyf (psychoanaleptica) (N06 A)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
4
III. Lyf við hrörnunarsjúkdómum
1. Lyf við Alzheimer sjúkdómi (N06 D)
2. Lyf við Parkinsons sjúkdómi (N04 A)
3. Lyf við MS sjúkdómi (L03 A)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
5
I. Verkjalyf (analgetica)
o Hvað er verkur?
o
Verkur er óþægileg skynjun og tilfinningaleg upplifun sem
orsakast af raunverulegum eða hugsanlegum skaða í vef eða
eitthvað sem sjúklingur túlkar sem slíkt
o Markmið verkjameðferðar:
o
Minnka verki, minnka inntöku verkjalyfja, bæta atferli daglegs lífs,
minnka ásókn í heilbrigðiskerfið, afturhvarf til starfa…
o Bæklingur um verki og verkjameðferð (Sjá í Moodle)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
6
Verkir...
o Verkir – sársauki:
o
o
o
Algengustu kvartanir fólks í nútíma samfélagi...
Þjóna ákveðnum tilgangi!
Tengjast vefjaskemmdum
eða mögulegum vefjaskaða
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
7
Sársauki
o Taugaboð um sársauka berast frá sérstökum sársaukanemum sem
eru staðsettir í;
o
o
o
o
o
o
o
húð og slímhimnum
þörmum
þvagleiðurum og gallvegum
lungnasekk
heilahimnu
beinhimnum
og meðfram æðum
o Sársaukaboðin fara frá sársaukanemunum eftir taugunum og upp í
heila þar sem þau eru túlkuð
o Ýmis líffæri eins og heili, lifur, nýru, brjósk og bein hafa ekki þessa
sársaukanema en himnur þeirra hafa slíka nema
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
8
Sársauki
o Ef líkamsvefur skaddast
=> myndast s.k. prostaglandín, leukótríenar, bradykínín o.fl.
=> næmni sársaukanemanna eykst
o Prostaglandín hafa m.a. áhrif á;
o
o
o
o
temprun líkamshita
storknunarhæfni blóðsins
bólgumyndun
gangsetningu fæðingar
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
9
Sársaukaskynjun
o Tilfinningar hafa mikið með upplifun verkja að gera –
kvíði, ótti og depurð geta aukið á verki...
o Eftir því sem sjúklingurinn heldur að undirliggjandi ástand
sé alvarlegra því sárari verður sársaukinn
o Ef bráðir verkir => taugaboð berast hratt upp eftir mænu í
stúku heilans, t.d. hjartaöng
o
Þeim fylgir oft kvíði og ótti, en verkirnir eru oftast skammvinnir og
fyrirsjáanlegt hvenær þeir hætta
o Ef langvarandi verkir => taugaboð hæg
o
Þeim fylgir oft þunglyndi eða depurð, óvissa um hvort eða hvenær
þeim linnir
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
10
Verkjadeyfing
o Með verkjadeyfingu er átt við minnkaða skynjun
sársauka með eða án minni viðbragða við
sársauka
o Verkjalyf eru lyf, sem valda tímabundnu tapi á
sársaukaskynjun án meðvitundarleysis og án taps
viðkomuskynjunar
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
11
Tveir aðalflokkar verkjalyfja
o Almennt er verkjalyfjum skipt í:
o Úttaugaverkandi verkjalyf (væg verkjalyf)
o
o
Hafa áhrif utan heila og mænu, þ.e. perifert – t.d.
ASA, paracetamól
Aðalverkun þeirra (NSAID) er að hemja myndun
prostaglandína m.þ.a. hindra verkun ensímsins cýklóoxýgenasa
o Miðtaugaverkandi verkjalyf (sterk verkjalyf)
o
Verka í MTK, þ.e. centralt – t.d. ópíóíðar og blöndur
af þeim
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
12
Þrep verkjameðferðar
o 1. Ekki ópíóíðar (þ.e. væg verkjalyf)
o
Acetýlsalicýlsýra (ASA) og paracetamól
o 2. Ópíóíðar í blöndu og NSAID
o
Kódein, tramadól, díklófenak, íbúprófen + hjálparlyf
o 3. Sterk verkjalyf (sterkir ópíóíðar)
o
Morfín og skyld lyf + hjálparlyf
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
13
Val á verkjalyfjum
o Vægir verkir:
o
o
Acetýlsalicýlsýra, paracetamól, íbúprófen...
Ekki ópíóíðar
o Meðalslæmir verkir:
o
NSAID með vægum ópíóíða (kódeini), tramadól (Nobligan Retard®)
o Slæmir verkir:
o
o
Sterkir ópíóíðar; morfín, petidín, fentanýl (Durogesic®), cetóbemídón
(Ketogan®) o.fl.
Allt eftirritunarskyld lyf (X-lyf)
o Óbærilegir verkir:
o
Sterkir ópíóíðar og róandi lyf eða geðrofslyf (sefandi lyf)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
14
Val á verkjalyfjum
o Hvaða lyf á að velja?
o
Þegar verkjalyf eru valin verður að hafa í huga að
sársaukaþröskuldur fólks og skynjun þess á sársauka er mjög
einstaklingsbundin
o
Paracetamól er val númer eitt, tvö og þrjú
o
Paracetamól er góður kostur fyrir einstaklinga sem ekki mega taka
inn NSAID lyf
o
Paracetamól hentar vel eldra fólki, börnum undir 12 ára aldri,
ófrískar konur mega taka það inn, sem og sjúklingar sem þjást af
astma eða hafa sögu um magabólgur og magasár
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
15
Val á verkjalyfjum
o Acetýlsalicýlsýra, íbúprófen og paracetamól virka
öll vel á væga og meðalsára verki
o
o
Þau tvö fyrrnefndu ættu þó að verka betur á verki þar
sem bólga er undirrót verksins, en þau hafa mun fleiri
aukaverkanir en paracetamól
Acetýlsalicýlsýra og íbúprófen hafa mjög svipaðar
ábendingar, en talið er að íbúprófen sé virkara gegn
ýmsum verkjun eins og t.d. tíðaverkjum og að auki
hefur það færri aukaverkanir
o
Vorönn 2015
Því er frekar bent á íbúprófen eða naproxen heldur en ASA
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
16
Val á verkjalyfjum
o Önnur lyfjaform en töflur geta hentað ákveðnum
einstaklingum betur
o
Til dæmis virka uppleyst lyfjaform, eins og freyðitöflur, fyrr en venjulegar töflur og henta þá vel fyrir
fólk sem er með slæmt höfuðverkjakast eða mjög sáran
verk
o Samsett verkjalyf, t.d. með kódeini, geta verkað
betur ef væga verkjalyfið eitt sér dugir ekki
o
Kódeinlyfin eru ekki seld lengur í lausasölu...
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
17
Verkjalyf
o Dæmi um sterk verkjalyf sem þá fást eingöngu gegn
ávísun lyfseðils, eru t.d. morfín og ýmsar afleiður þess,
t.d. kódein og petidín
o Væg verkjalyf, þau sem fást í lausasölu, hafa fyrst og
fremst áhrif á sársaukaskynjun í bandvef (vöðvum,
sinum og þess háttar)
o
Þau er hægt að nota við ýmsum verkjum, t.d. höfuðverk,
tannpínu, tíðaverkjum, vöðva- og gigtarverkjum
o
Flest þessara lyfja hafa einnig hitalækkandi verkun
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
18
Flokkar verkjalyfja
1. Sterk verkjalyf
2. Önnur verkjalyf og hitalækkandi lyf
3. Mígrenilyf
4. Geðlyf til verkjastillingar
5. Bólgueyðandi lyf og gigtarlyf
6. Staðdeyfilyf
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
19
1. Sterk verkjalyf (ópíóíðar)
o Ópíum hefur verið notað síðan í fornöld
o Ópíum er unnið úr ópíumvalmúa (Papaver somniferum)
o
Mörg lyf hafa síðan verið unnin beint úr ópíum eða með það
sem fyrirmynd
o Morfín er virkasta efnið í ópíumvalmúanum og var það
fyrst einangrað 1806
o Morfín (og skyld lyf) er helsta efnið sem notað er til
verkjastillingar á miklum verkjum, s.s. krabbameinsverkjum, verkjum eftir aðgerðir o.fl.
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
20
Ópíóíðar (ópíöt)
o Eru lyf sem hafa svipuð áhrif og morfín
o Eru náttúruleg (morfín) eða samtengd (flest)
o Verka með því að tengjast (örva) ópíóíðviðtökum
o
o
Við bindinguna eru nemarnir hvattir til að hemja verkjaboð
Um er að ræða nokkra mismunandi viðtaka;
o
μ, κ, δ, σ
o Geta örvað sumar tegundir viðtaka og heft aðrar
o Hafa mislangan verkunartíma
o Geta verið agónistar eða antagónistar
o
Naloxón er t.d. ópíóíð antagónisti
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
21
Ópíóíð peptíð
o Ópíóíð peptíð (uppgötvuð 1975);
o
eru boðefni (peptíð) sem tengjast ópíóíðviðtökum,
s.s. endorfín, enkefalín og dýnorfín
o
myndast í líkamanum og dempa sársauka
o
má örva með t.d. nálastungum eða rafertingu á húð
o Endorfín er stytting á endogenous
morphine – innrænt morfín
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
22
Ópíóíð viðtakar
o Virkjun μ -viðtaka miðlar;
o
o
o
o
o
verkjastillingu
öndunarbælingu
samdrætti sjáaldra
hægðatregðu
sælutilfinningu
o Virkjun κ-viðtaka miðlar;
o
o
o
o
verkjastillingu (ekki krossþol við lyf sem hafa mest áhrif á
μ–viðtaka)
minni samdrætti sjáaldra en μ -viðtakar
minni öndunarbælingu
vanlíðan, skynvillur
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
23
Ópíóíð viðtakar
Áhrif viðtaka
Mænudeyfing
Deyfing utan mænu og heila
Öndunarslæving
Sjáaldursþrenging
Minnkaðar þarmahreyfingar
Víma
Ávani
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
μ
x
x
x
x
x
x
x
δ κ
x x
x
x
x
x x
x
24
Verkun morfíns
o Morfín hefur bæði örvandi og bælandi áhrif á MTK
o Bælandi áhrif:
o
Verkjastilling, öndunarbæling, bæling hóstaviðbragðs, svefn
o Örvandi áhrif:
o
Uppköst, samdráttur sjáaldra, ofvirkni sumra mænuviðbragða,
krampar
o Morfín veldur vellíðan eða vanlíðan
o Fyrir utan verkjastillingu, hefur morfín kvíðastillandi og
róandi verkun
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
25
Morfín utan MTK
o Veldur:
o
Minnkuðum þarmahreyfingum (krömpum)
o
o
o
o
hægðatregðu
Heftri gallrás (þvagtregða)
Berkjusamdrætti
Almennri æðavíkkun
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
26
Morfín - aukaverkanir
o Aðallega er um að ræða;
o
ógleði, uppköst og hægðatregðu
o
Hægt er að gefa lyf við ógleði með morfíni
o
Ef nota þarf lyfið til langs tíma þarf að gefa hægðalyf með
o Einnig: Vöðvakippir (ósjálfráðar hreyfingar),
slævandi áhrif, öndunarslæving...
o Töluverð ávanahætta (og þolmyndun)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
27
Morfín - frábendingar
o Öndunarbilun/astmi
o
vegna bælingar hóstaviðbragðs og öndunar, og samdráttar
berkjuvöðva
o Aukinn innankúpuþrýstingur
o
o
Ópíóíðar hafa ekki bein áhrif á blóðflæði um heila
Aukið magn CO2 í blóði veldur víkkun heilaæða, auknu
blóðflæði til heila, og þar með auknum þrýstingi
o Krampar – aukin hætta
o Þungun – hefur áhrif á fóstur/nýfætt barn
o
o
T.d. öndunarbæling
Dregur líka úr hríðum og seinkar fæðingu
o Lost – lækkar blóðþrýsting
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
28
Morfín - þolmyndun
o Mikill ávani og fíkn myndast í morfín
o Þol myndast gegn bælandi áhrifum morfíns, þ.e. verkjastillingu og öndunarbælingu
o
Banvænn skammtur hækkar
o Ekkert þol myndast gegn hægðatregðu og samdrætti
sjáaldra
o Krossþol á sér stað milli mismunandi ópíóíða
o Ekkert þol myndast gegn áhrifum naloxóns
o Fráhvarfseinkenni morfíns eru mjög mikil
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
29
Ofskömmtun morfíns
o Banvænn skammtur fyrir mann sem ekki hefur
myndað þol er 100-200 mg
o
Morfín (Contalgin) er til í 200 mg töflum…
o Einkenni:
o
Drungi  meðvitundarleysi…
o
Öndunarlömun
o
Blámi (cyanosis) og veikur púls, dá (coma)
o Mótefni: Naloxón (Naloxon B. Braun iv)
o
Um er að ræða ópíóíðantagónista
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
30
Sterk verkjalyf (flokkar)
Ópíóíðar
o a) Náttúrulegir ópíumalkalóíðar
o b) Fenýlpíperídínafleiður
o c) Orípavínafleiður
o d) Ópíóíðar og krampalosandi lyf í blöndum
o e) Aðrir ópíóíðar
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
31
Ópíóíðar
o a) Náttúrulegir ópíumalkalóíðar
o
Morfín (Contalgin®, Contalgin Uno®, Morphine Sulphate BP®)
o
Hýdrómorphón (Palladon®, forðahylki o.fl.)
o
Oxýcódón (OxyContin®, OxyNorm®, OxyNorm Dispersa® o.fl.)
o
Oxýcódón í bl. (Targin®, forðatafla) – Nýlegt!
o
Kódein í blöndum (Parkódín forte®, Pinex Comp Forte®)
o b) Fenýlpíperídínafleiður
o
Petidín (Pethidine BP®)
o
Fentanýl (Durogesic®, Fentanyl Actavis®, Instanyl®, nefúði o.fl.)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
32
Ópíóíðar
o c) Orípavínafleiður
o
Búprenorfín (Norspan®, forðaplástur)
o d) Ópíóíðar og krampalosandi lyf í blöndum
o
Cetóbemídón og krampalosandi lyf (Ketogan®)
o e) Aðrir ópíóíðar
o
Tramadól (Nobligan Retard®, Tradolan®, Tramól-L®,
Zytram® o.fl.)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
33
Morfín (Contalgin®, Contalgin Uno®)
o Contalgin® inniheldur morfínsúlfat 5-200 mg og
Contalgin Uno® 30-200 mg
o Um er að ræða morfín í forðatöflum
o Morfín verkar örvandi á ópíóíðviðtaka
í MTK, sérstaklega μ-viðtaka
o Mikil ávanahætta
o Ekki er mælt með þessu lyfi fyrstu 24 klst. eftir
skurðaðgerð né fyrr en þarmastarfsemi er orðin eðlileg
o Morfín er mest notaði ópíóíðinn fyrir utan kódein og
tramadól
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
34
Morfín (Contalgin®, Contalgin Uno®)
o Ábendingar:
o
Miklir verkir, einkum hjá sjúklingum með krabbamein
o Skammtar:
o
Byrjunarskammtur er 5-10 mg 2svar á dag
o
Þegar skipt er frá stungulyfi yfir í þetta lyfjaform getur þurft að gefa
allt að 6 sinnum stærri skammta vegna lélegs aðgengis eftir inntöku
o
Contalgin Uno® er bara tekið inn einu sinni á dag
o Frábendingar:
o
Öndunarbilun, þarmalömun, aukinn innankúpuþrýstingur, krampar,
þungun, lost
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
35
Morfín (Contalgin®, Contalgin Uno®)
o Milliverkanir:
o
Áhrif morfíns aukast mjög við samtíma notkun áfengis og annarra
lyfja sem slæva MTK
o
MAO-hemlar milliverka við morfín og geta valdið örvun eða
slævingu MTK með há- eða lágþrýstingsköstum
o Aukaverkanir:
o
Ógleði, uppköst, hægða- og þvagtregða, öndunarlömun, slæving,
hósti, blóðþrýstingslækkun, syfja, svimi, víma...
o Ofskömmtun og/eða eituráhrif:
o
Banvænn skammtur er 10-20 sinnum stærri en einstakur skammtur
lyfsins eða um 120 mg hjá fullorðnum
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
36
®
Durogesic (fentanýl)
o
o
o
o
o
Lyfið er til í fimm styrkleikum, 12-100 μg
Plásturinn dugar í 3 sólarhringa
Aðalverkanir lyfsins eru verkjastilling og slæving
Fentanýl er mikið notað sem forðaplástur
Ábendingar:
o
Langvinnir verkir sem eru næmir fyrir morfínlyfjum
o Aukaverkanir:
o
Þetta vanalega... (Ekki eins mikil hægðatregða og af töflum)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
37
®
Ketogan (cetóbemídón í bl.)
o Lyfið inniheldur blöndu af cetóbemídóni (ópíóíði) og lyfi
með krampaleysandi eiginleika
o
Krampaleysandi þátturinn getur aukið á og lengt verkjastillinguna
o Ketogan er lítið notað...
o
...helst ef um er að ræða óþol fyrir morfíni
o Ábendingar:
o
Slæmir verkir, t.d. krabbamein, gallsteinar, nýrnasteinar, beinbrot,
kransæðastífla, fæðing og eftir aðgerðir
o Aukaverkanir:
o
Hægur hjartsláttur, blóðþrýstingsfall, svimi, vellíðan, slæving á
öndun, munnþurrkur, ógleði og uppköst
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
38
®
Nobligan Retard (tramadól) o.fl.
o Ópíóíð verkjastillandi lyf sem hefur áhrif á MTK
o Lyfið er ósértækur μ-, δ-, κ-viðtaka örvi
o
o
o
o
o
o
Aðrir verkunarhættir; hömlun á endurupptöku NA og örvun á losun
serótóníns
Hóstastillandi áhrif, en engin öndunarbælandi áhrif
Tramadól veldur sjaldan hægðatregðu
Áhrif á hjarta- og æðakerfi eru óveruleg
Lyfið er nýlega orðið X-merkt og það er Δ
Tramadól er mikið notað og það er vægt vanabindandi
o
Þol, andlegur og líkamlegur ávani getur myndast
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
39
®
Nobligan Retard (tramadól) o.fl.
o Ábendingar:
o
Miklir eða meðalsvæsnir verkir
o Skammtar:
o
Venjulegur skammtur er 1 tafla 2svar á dag
o Milliverkanir:
o
o
o
o
MAO-hemlar
Samhliða gjöf lyfsins og annarra lyfja sem verka á MTK, getur
aukið áhrif á MTK
Við samhliða gjöf SSRI, þríhringlaga geðdeyfðarlyfja, geðlyfja og
krampastillandi lyfja getur tramadól valdið eða aukið hættu á
krömpum
O.fl.
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
40
®
Nobligan Retard (tramadól) o.fl.
o Meðganga og brjóstagjöf:
o
Ekki notað
o Aukaverkanir:
o
o
o
Ógleði og svimi koma oft fyrir (yfir 10%)
Algengar (1-10%): Uppköst, hægðatregða, aukin
svitamyndun, munnþurrkur, höfuðverkur og syfja
Sjaldgæfar (<1%): Áhrif á hjarta- og æðakerfi (hjartsláttarónot, hraðtaktur...) o.fl.
o Ef ofskömmtun; móteitur er naloxón
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
41
®
Subutex (búprenorfín)
o Flokkast sem lyf við fíkn - Er hætt!
o Eru tungurótartöflur
o Er ópíóíði sem hefur bæði örvandi
og blokkandi áhrif á μ- og κ-viðtaka
í heila
o Verkun þess í ópíóíð viðhaldsmeðferð
er vegna hægra afturkræfra áhrifa á μ-viðtaka, sem yfir
lengri tíma, draga úr fíkn fíkniefnasjúklinga
o Ábendingar:
o
Vorönn 2015
Viðhaldsmeðferð á alvarlegri ópíóíð lyfjafíkn
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
42
®
Subutex (búprenorfín)
o Skammtar:
o
Meðferð er ætluð einstaklingum eldri en 15 ára sem hafa
samþykkt að gangast undir meðferð
o
Lyfið getur orsakað fráhvarf í ópíóíðháðum sjúklingum
o
Lyfið er til í 2 mg og 8 mg (var til í 0,4 mg)
o
Byrjunarskammtur er: 0,8-4 mg, gefið einu sinni
o
Skammtur skal að hámarki vera 32 mg einu sinni á dag
o
Þegar sjúklingur hefur náð stöðugu ástandi, má minnka
skammta smám saman
o
Hætta má meðferð hjá sumum sjúklingum þegar það er talið
viðeigandi
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
43
®
Suboxone (búprenorfín í bl.)
o
o
o
o
Flokkast sem lyf við fíkn
Inniheldur naloxón, sem er ópíóíðantagónisti
Eru tungurótartöflur
Ábendingar:
o
Uppbótarmeðferð við ópíatfíkn
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
44
Metadon
o
o
o
o
®
Abcur (metadón)
Flokkast sem lyf við fíkn
Er ópíóíði á töfluformi
Var undanþágulyf…
Ábendingar:
o
o
Viðhaldsmeðferð ópíóíðháðra
sjúklinga
Meðferð við langvinnum verkjum sem aðeins er hægt að hafa
viðunandi stjórn á með ópíóíðverkjalyfjum
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
45
2. Önnur verkjalyf og
hitalækkandi lyf
a) Acetýlsalicýlsýra: ASA-ratiopharm, Aspirin
Actavis, Treo
b) Paracetamól: Panodil, Paratabs, Panodil Brus,
Panodil Hot, Panodil Junior, Paracet®,
Panodil Zapp, Paratabs Retard, Pinex, Pinex
Junior, Pinex Smelt o.fl., Parkódín
c) Önnur lyf: Prialt og Sativex, munnholsúði
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
46
a) Acetýlsalicýlsýra
o Hindrar myndun prostaglandína
o
m.þ.a. hindra ensímið cýklóoxýgenasa (COX), sem hvatar
myndun prostaglandína
o Tilheyrir s.k. NSAID lyfjum, sem fjallað er nánar um
síðar (gigtarlyf – bólgueyðandi verkjalyf)
o Verkun:
o
o
o
o
Verkjastillandi
Bólgueyðandi (verkar á gigt)
Hitalækkandi
Blóðþynnandi (hindrar segamyndun)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
47
Acetýlsalicýlsýra
o Er notuð gegn minniháttar eða meðalsárum verkjum, s.s.
tannpínu, vöðvaverkjum, liðverkjum, höfuðverk og
tíðaverkjum
o
o
Sumir gigtarsjúklingar taka reglulega stóra skammta af acetýlsalicýlsýru, til að draga úr einkennum sjúkdómsins
Betra fyrir þá að nota magasýruþolnar töflur eða forðatöflur
o Er töluvert notuð af sjúklingum sem eru í áhættuhóp
hvað varðar blóðtappa, eða hafa fengið blóðtappa (þ.e.
Hjartamagnýl)
o
ca. 75-150 mg á dag hafa góða verkun gegn blóðtappa
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
48
Acetýlsalicýlsýra
o Lyf:
o
ASA-ratiopharm og Aspirin Actavis töflur
o Skammtastærðir:
o
Venjulegir skammtar; 0,5 - 1 g, 3 - 4 sinnum
á dag (Aspirin Actavis: 0,3-0,6 g)
o
Verkunin kemur fram eftir u.þ.b. 30 mín. og nær
hámarki eftir 1-2 klst.
o
Hámaksskammtur á sólarhring er 3600 mg
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
49
Acetýlsalicýlsýra
o Aukaverkanir:
o
Magaerting, hætta á magasári við langvarandi notkun
o
Ofnæmisáhrif (astmi, útbrot o.fl.)
o
Blæðingarhætta…
o
Eitranir, sérstaklega hjá börnum (Reye´s syndrome)…
o Milliverkanir:
o
Acetýlsalicýlsýra milliverkar við ýmis lyf, t.d. blóðþynningarlyf (Kóvar® o.fl.), áfengi og barkstera (aukin áhrif á maga)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
50
Sjúklingahópar sem ættu að
forðast acetýlsalicýlsýru
o
o
o
o
o
Fólk með meltingarfærasjúkdóma
Sjúklingar með skerta lifrar- og nýrnastarfsemi
Sjúklingar sem hafa hjartasjúkdóma
Sjúklingar með astma og ofnæmi
Sjúklingar með verki eftir aðgerð
o
vegna blóðþynnandi áhrifa (eykur líkur á blæðingum)
o Konur sem komnar eru á síðasta þriðjung meðgöngu
o
ASA getur seinkað hríðum og haft áhrif á þroska fóstursins
o Börn yngri en 8 ára (eða 16 ára??)
o
Getur valdið Reye's syndrome – getur verið lífshættulegt!
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
51

Treo
o Treo eru freyðitöflur sem innihalda acetýlsalicýlsýru
og koffein, eru samsett verkjalyf
o
Freyðitöflur eru ekki eins ertandi fyrir magaslímhúðina þar
sem þær innihalda natríumhýdrógenkarbónat
o
Hins vegar innihalda þær mikið af natríum og geta því valdið
hækkun á blóðþrýstingi
o Helstu ábendingar og frábendingar eru þær sömu og hjá
acetýlsalicýlsýru
o
En þar sem Treo innihalda að auki koffein, þá eru þær
sérlega ætlaðar gegn höfuðverk
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
52
b) Paracetamól
o Hefur á síðustu árum orðið vinsælla en acetýlsalicýlsýra
við verkjum
o
Paracetamól hefur færri aukaverkanir en acetýlsalicýlsýra
o Er mjög öruggt lyf í venjulegum skömmtum og er það lyf
sem ráðleggja á fólki, spurji það um verkjalyf
o Verkar á svipaðan hátt og acetýlsalicýlsýra, en einnig er
talið að það hafi viss áhrif á MTK (verkunarmátinn ekki
alveg þekktur…)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
53
Paracetamól
o Verkun:
o
o
o
verkjastillandi
hitalækkandi
bólgueyðandi?
o Paracetamól hentar vel fyrir flestalla verki,
þar sem bólga er ekki undirrót þeirra, t.d.
höfuðverk
o Paracetamól má nota af sjúklingum eftir aðgerðir; það er
ekki blóðþynnandi og ertir ekki magaslímhúð
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
54
Paracetamól
o Lyf og lyfjaform:
o
Töflur (Paratabs, Panodil, Panodil Zapp o.fl.)
o
Freyðitöflur (Panodil Brus)
o
Stílar (Paracet, Panodil Junior, Pinex, Pinex Junior)
o
Mixtúrur (Panodil Junior, Pinex)
o
Forðatöflur (Paratabs Retard)
o
Mixtúruduft (Panodil Hot)
o
Munndreifitöflur (Pinex Smelt)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
55
Paracetamól
o Hámark sem selja má í lausasölu:
o
30 stk af töflum
o
30 stílar
o Skammtastærðir:
o
0,5 - 1 g (1-2 töflur) 3 - 4 sinnum á dag
o
Nota má paracetamól fyrir lítil börn (t.d. sem mixtúra eða stílar)
o
Tekið er fram utan á umbúðum hvaða skammtastærðir henta
börnum, en almenna reglan er þó sú að miðað er við 10-15 mg/kg,
mest 4 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
56
Paracetamól
o Aukaverkanir:
o
Paracetamól þolist oftast mjög vel. Það hefur fáar
aukaverkanir í venjulegum skömmtum
o
Langvarandi stöðug notkun, getur þó valdið nýrnaskemmdum og hugsanlega
lifrarbólgu
o
Ofnæmi hefur komið fyrir
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
57
Paracetamól
o Eitrun:
o
Ef notaðir eru stórir skammtar af paracetamóli er hætta á
lifrareitrun, þá er verið að tala um meira en 20 töflur (12 - 15 g)
o
Þessi alvarlegi lifrarskaði sem af hlýst, getur í versta tilfelli
valdið dauða
o
Paracetamól brotnar niður í lifrinni í mjög eitrað efni
o
Í venjulegum skömmtum hefur lifrin nóg af ensímum sem breyta
þessu efni áfram yfir í skaðlaust efni sem líkaminn skilur svo út
o Mótefni við paracetamóleitrun: Acetýlcystein
o
ef gefið nógu tímanlega => minni hætta á lifrarskaða
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
58

Parkódín
o Er samsett verkjalyf, en hugmyndin á bak við samsett lyf
er sú, að blandan sé virkari en hvort lyfið fyrir sig og að
jafnvel sé mögulegt að minnka magnið af hvoru lyfi og
þannig minnka hættuna á aukaverkunum
o Inniheldur 10 mg af kódeini (ásamt paracetamóli)
o Kódein er unnið úr ópíum eins og morfín, en kódein er
ekki nærri eins kröftugt verkjalyf
o Kódein hefur fyrst og fremst áhrif á flutning sársaukaboða innan miðtaugakerfisins
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
59

Parkódín
o Það getur valdið slævingu og einnig getur það verið
vanabindandi, þó einkum við stærri skammta og hjá
fólki sem notar það í lengri tíma
o Kódein hefur að auki nokkra hóstastillandi verkun
o Aukaverkanir:
o
Helstu aukaverkanir kódeins eru þreyta,
ógleði og hægðatregða
o
Í stórum skömmtum getur kódein haft
áhrif á öndunarstöðvar
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
60
®
Prialt (zícónótíð)
o
o
o
o
Nýlegt verkjalyf!
Flokkast sem „Önnur verkjalyf og hitalækkandi lyf“
Er í raun sterkt verkjalyf, en ekki ópíóíði
Notað við alvarlegum, langvinnum verkjum hjá sjúklingum
sem þurfa verkjastillandi lyf í mænuvökva
o Er Z-merkt
o Mjög dýrt lyf (1 ml = 80 þús.)
o Zícónótíð er samtengd hliðstæða ω-cónópeptíðs, sem er að finna í eitri Conus magus sjávarsnigils
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
61
®
Sativex (nabiximól)
o
o
o
o
Nýtt verkjalyf!
Flokkast sem „Önnur verkjalyf og hitalækkandi lyf“
Inniheldur extraxt úr hampi (kannabis)
Er ætlað til meðferðar við einkennum hjá sjúklingum með
meðalsvæsna til alvarlega síspennu vegna MS
o Er Z-merkt og X-merkt lyf
o Aukaverkanir: Svimi er algengasta aukaverkunin
o
Aðrar: Lystarleysi, aukin matarlyst, þunglyndi, víma, minnisleysi,
jafnvægisleysi, hægðatregða, munnþurrkur, niðurgangur o.fl.
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
62
3. Mígrenilyf
o Mígreni:
o
Einkennist af dreifðum verki, oft öðru megin í höfði, með
æðaslætti, versnar við áreynslu og oft fylgir ógleði, uppköst,
hljóð- og ljósnæmni
o
Varir í 4-72 klst.
o
Erfist og hrjáir oftar konur en karla
o
Byrjar yfirleitt á unga aldri
o
Mjög misjafnt hversu mörg köstin eru
o
Orsök mígrenis eru óþekkt en tengjast blóðflæði í heilaæðum
o
Vorönn 2015
Við kast þenjast æðarnar út
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
63
Mígreni
o Skiptist í mígreni með fyrirboðum (10% sjúklinga)
og án fyrirboða
o Fyrirboðinn stendur vanalega í ½ klst og lýsir sér
sem breyting á sjón, heyrn, lyktar- eða bragðskyni
o Ýmsir áhættuþættir…
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
64
Höfuðverkur
o Fyrir utan mígreni er talað um almennan (tilfallandi)
höfuðverk og spennuhöfuðverk
Spennuhöfuðverkur:
o Stafar fyrst og fremst af spennu, bólgu eða samdrætti í
vöðvum, en getur einnig verið einkenni frá sjúkdómum í
öðrum líffærum
o Orsök er lífeðlisfræðileg (frá vöðvum) eða geðlæg (álag,
spenna, hræðsla)
o Meðferð:
o
Verkjalyf, vöðvaslakandi lyf o.fl.
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
65
Horton´s höfuðverkur
o Einnig kallaður Cluster höfuðverkur
o Líkist mígreni
o Mikill verkur sem kemur fram í hluta andlits, kringum
annað augað eða á annarri hlið höfuðsins
o Þessu fylgja ekki uppköst og ógleði
o Orsök er ákveðin taugalömun
o Meðferð:
o
Imigran®, ergótamín o.fl.
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
66
Flokkar mígrenilyfja
o Lyfjameðferð:
o
Algengast er að meðhöndla einstök köst, stundum
með ógleðilyfjum, svefnlyfjum o.fl.
Ný meðferð…
o
a) Væg verkjalyf (ekki flokkur)
o
b) Sérhæfð serótónínvirk lyf
o
c) Önnur mígrenilyf
o
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
67
a) Væg verkjalyf
o ASA, önnur NSAID, paracetamól
o NSAID hafa áhrif á prostaglandín en þau
tengjast bólgumyndun
o ASA+koffein getur hentað því koffein dregur
saman æðar, t.d. Treo
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
68
b) Sérhæfð serótónínvirk lyf
o Súmatriptan: Imigran nefúði, stungulyf (s.c.),
Imigran Radis töflur, Sumacta töflur o.fl.
o Zolmítriptan: Zomig Nasal nefúði, Zomig Rapimelt
munndreifitöflur
o Rizatriptan: Maxalt smelt frostþurrkaðar töflur o.fl.
o Almótriptan: Almogran töflur
o Eletriptan: Relpax töflur
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
69
b) Sérhæfð serótónínvirk lyf
o Verkun:
o
o
Virkja sérhæft serótónínviðtaka af undirflokki 5-HT1 í
heilaæðum
Lyfin valda þannig samdrætti í heilaæðum
o Lyfin á að gefa við fyrstu merki um kast en geta verkað
vel þó þau séu tekin síðar
o Ef einkenni koma aftur fram má endurtaka skammt
o Oft látin líða 2 klst milli skammta (max. 2 sk. á dag)
o Ekki ætlað sem fyrirbyggjandi meðferð
o Stundum notað á Horton´s höfuðverk
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
70
c) Önnur mígrenilyf
o Pízótífen: Sandomigrin töflur, teknar 1x3 á dag sem
fyrirbyggjandi við mígreni (og Hortons)
o Klónidín: Catapresan töflur, 1-3x2 sem fyrirbyggjandi
o
Lyfið dregur úr áhrifum sympatíska hluta ósjálfráða tauga-
kerfisins => mótstaða í blóðrás minnkar
o Própranólól: Pranolol
o
Beta-blokki
o
Fyrirbyggjandi
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
71
4. Geðlyf til verkjastillingar
o Geðlyf, þunglyndislyf og krampalyf eru stundum notuð
við verkjum, þá með verkjastillandi lyfjum
o Krampalyf:
o
Karbamazepín: Tegretol®
o
Klónazepam: Rivotril®
o
Fenytóín: Fenantoin Recip® o.fl
o
Verkun m.t.t. verkjar ekki vel þekkt…
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
72
Geðlyf til verkjastillingar
o Geðlyf (geðrofslyf)
o
Verkun ekki vel þekkt m.t.t. verkjastillingar
o
Halóperídól: Haldol®
o
Perfenazín: Peratsin® (nýtt nafn, hét áður Trilafon®)
o.fl
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
73
Geðlyf til verkjastillingar
o Þunglyndislyf:
o
Hindra endurupptöku NA og serótóníns í taugaendum, auka
magn boðefnanna á taugamótum og hressa þannig við
þunglyndan sjúkling
o
Sumar serótónínvirkar taugar geta hamið sársaukaflytjandi taugar
þ.a. lyf sem eykur magn serótóníns í taugamótum hemur flutning
á sársauka upp í heila
o
TCA (þríhringlaga geðdeyfðarlyf)
o
SSRI (sérhæfðir serótónín endurupptöku hemlar)
o
SNRI
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
74
Þunglyndislyf, frh.
o TCA (þríhringlaga lyf, róandi og kvíðastillandi):
o
o
Amitriptýlín: Amitriptyline® o.fl. 10-25 mg 1-2 klst fyrir
svefn, auka um 10-25 mg á 3-5 daga fresti þar til tilætlaður
árangur sést eða aukaverkanir byrja
Doxepín: Sinquan®
o SSRI (sérhæfðir serótónín endurupptöku hemlar):
o
Flúoxetín: Fontex® o.fl.
o
Sertralín: Sertral®, Zoloft®
o SNRI
o
Venlafaxín: Efexor Depot®
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
75
5. Bólgueyðandi lyf og
gigtarlyf
a) NSAID, ráðast á bólguvaka
b) Gigtarlyf til útvortis notkunar, ráðast á bólguvaka
c) Sykurvirkir sterar (barksterar), ráðast á bólguvaka
d) Vöðvaslakandi lyf, verkjastillandi og sum hver einnig bólgueyðandi
e) Ónæmisbælandi lyf, hamla eða hefta starfsemi ónæmiskerfis
f) Síðvirk bólgueyðandi lyf, hemja m.a. myndun mótefna en teljast
samt ekki til ónæmisbælandi lyfja
g) Líftæknilyf, sjá tímaritsgrein
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
76
Bólgueyðandi lyf og gigtarlyf
o Almennt um gigt – sjá bls. 50-55
o Bólgusvar – bls. 47-48 Meðfætt, ekki áunnið:
o
Áreiti (hiti, kuldi, þrýstingur, efni t.d. sýklar og mótefni) =>
o
bólgusvar (svar frumunnar) =>
o
ýmis efni (boðefni) losna =>
o
breytingar á blóðflæði =>
o
æðar víkka út og blóðflæði eykst =>
o
æðaveggur gisnar =>
o
varnarfrumur í blóði komast í gegn um æðar og setjast að í
nálægum vef =>
o
þroti, roði, hiti, sársauki og stundum erfiðleikar um hreyfingar
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
77
Bólgueyðandi lyf og gigtarlyf
o Bólguvakar:
o
Prostaglandín, leukótríenar, histamín, bradykínin o.fl.
o Prostaglandín myndast fyrir tilstilli cýklóoxýgenasa;
COX 1 og 2 eru þekkt
o
o
COX-1 er til staðar í vefjum, þ.á.m. maga, þörmum, nýrum og
blóðflögum
COX-2 er til staðar í færri vefjum, s.s. heila, nýrum og æxlunarfærum
o Sérhæfðir COX-2 hemlar hamla ekki prostaglandínmyndun í maga og hafa ekki áhrif á starfsemi blóðflagna
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
78
Bólgueyðandi lyf og gigtarlyf
o Slitgigt (arthrosis):
o
o
Einkenni eru verkir frá liðum, þá helst burðarliðum.
Verkir sveiflukenndir, tengjast áreynslu, oft á
kvöldin og um nætur
Orsök oftast óþekkt, stundum vegna áverka,
meðfædda galla í stoðkerfi o.fl. bls….
o Vefjagigt bls. 50
o Iktsýki bls. 50
o Þvagsýrugigt bls. 53
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
79
a) NSAID
o Bólgueyðandi lyfjum er skipt í s.k. NSAID flokk og svo
stera
o NSAID (Non - Steroid - Anti - Inflammatory Drugs)
o
Þessi flokkur lyfja, var upphaflega settur á markað sem gigtarlyf,
en er nú mikið notaður við verkjum
o
Sum þessara lyfja má selja í lausasölu í takmörkuðu magni
o
Þessi lyf verka á sama hátt og acetýlsalicýlsýra, þ.e. hemja
prostaglandínmyndun og hafa sömu verkun, áhrif þeirra á blóðið
er samt mismunandi (minni en hjá ASA)
o
NSAID hafa verkjastillandi, hitalækkandi og bólgueyðandi áhrif
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
80
NSAID
o Ábendingar:
o
o
o
o
Gigtarsjúkdómar og aðrir bólgusjúkdómar
Tíðaþrautir
Höfuðverkur (mígreni)
Verkir (tannpína, eftir tanndrátt)
o Aukaverkanir:
o
o
o
Höfuðverkur, svimi, óþægindi í meltingarvegi
Blæðingar í maga
Jafnvel þótt NSAID hafa viss segavarnandi áhrif, má samt nota þau
við verkjum eftir minniháttar aðgerðir (t.d. notuð eftir tannaðgerðir;
þegar fjarlægja þarf endajaxla, rótarfylling o.s.frv.)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
81
NSAID
o Íbúprófen:
o
o
Hefur sams konar verkjastillandi áhrif og acetýlsalicýlsýra, en
þó er það talið virkara gegn tannpínu og tíðaverkjum
Er töluvert notað gegn gigtarsjúkdómum eins og liðagigt og
slitgigt, en þá oft í stærri skömmtum heldur en sem venjulegt
verkjalyf
o Naproxen:
o
o
o
o
Hefur svipaðar ábendingar og frábendingar og íbúprófen
Er gefið við höfuðverk, jafnvel mígrenishöfuðverk
Er einnig gefið gegn tíðaverkjum og gigtarverkjum
Hefur lengri verkunartíma en íbúprófen
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
82
NSAID
o Lyf:
o
Íbúprófen: Íbúfen, Ibuxin, Burana, Íbúprófen Portfarma o.fl.
o
Naproxen: Naproxen Mylan töflur, Naproxen-E Mylan
o
Ketóprófen: Orudis forðahylki
o
Indómetacín: Confortid (stílar), Indometacin Actavis (hylki)
o
Díklófenak: Diclomex, Diklofenak Mylan (magasýruþ.töflur),
Klófen-L (forðah.), Voltaren (magasýruþ.t.), Voltaren
Rapid töflur, Modifenac (hylki), Voltaren Dolo
töflur, Vóstar-S (töflur), Arthrotec og Arthrotec
Forte (blöndur)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
83
NSAID
o Lyf:
o
Ketórólak: Toradol im/iv
o
Tenoxíkam: Tilcotil töflur
o
Celekoxíb: Celebra hylki o.fl. (slitgigt)
o
Etoríkoxíb: Arcoxia töflur
o
Parekoxíb: Dynastat stungulyfsstofn
o
Nabúmetón: Relifex töflur, lausnartöflur
o
Glúkósamín: Glucomed töflur, Glucosamin Pharma Nord hylki
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
84
NSAID
o Í lausasölu er hægt að fá 200 mg eða 400 mg af íbúprófeni,
en gegn lyfseðli er það einnig til í 600 mg töflum
o Af naproxen er hægt að fá 250 mg í lausasölu en 500 mg
gegn lyfseðli
o
Naproxen-E eru magasýruþolnar töflur og henta þær vel fyrir fólk
með viðkvæman maga
o Hámark sem selja má í lausasölu:
o
Íbúprófen: 50 stk af 200 mg, eða 50 stk af 400 mg
o
Naproxen: 20 stk
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
85
NSAID
o Skammtastærðir:
o
o
Venjulegir skammtar (misjafnt eftir einstökum lyfjum), t.d.:
Íbúprófen: 0,4 g (= 400 mg), 3 svar-4 sinnum á dag...
o
o
Börn: 20 mg/kg á dag í 3-4 jöfnum skömmtum
Naproxen: 250-500 mg, mest 3svar á dag
o
Lyfið er ekki ætlað börnum
o Aukaverkanir:
o
Íbúprófen hefur svipaðar aukaverkanir og
acetýlsalicýlsýra, en oftast vægari
o
Vorönn 2015
Ekki eins ertandi áhrif á magann
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
86
NSAID
o Aukaverkanir, frh.:
o
o
o
Ertandi áhrif á magaslímhúð
Ofnæmi, höfuðverkur, svimi...
Naproxen hefur svipaðar aukaverkanir og íbúprófen, en að auki
getur fólk þjáðst af svefnleysi og þreytu
o Svipuð varnaðarorð eru fyrir íbúprófen og acetýlsalicýlsýru;
o
Fólk með magabólgur og meltingarsjúkdóma, fólk með skerta
lifrar- og nýrnastarfsemi, konur komnar á síðasta þriðjung
meðgöngu, fólk með astma…
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
87
b) Gigtarlyf til útvortis
notkunar
o Hérlendis eru skráð 3 lyf sem útvortis
gigtarlyf; Felden gel®, Deep Relief®
og Voltaren®
o Þessi lyf geta einnig hentað vel ef um
er að ræða verki eins og t.d.
vöðvaverki og tognanir
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
88
Felden

gel
o Felden hlaupið inniheldur píroxíkam sem líkt og
íbúprófen er bólgueyðandi og verkjastillandi
o Hlaupið hefur staðbundna bólgueyðandi og verkjastillandi verkun
o
Það tekur tíma fyrir verkun að koma fram, en hámarksverkun
næst eftir u.þ.b. sólarhring
o Ábendingar:
o
o
Staðbundnir bólgusjúkdómar eða meiðsl á vöðvum og sinum
Verkir vegna slitgigtar
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
89
Felden

gel
o Kostur þess að nota hlaup í staðinn fyrir töflur;
o
Komið er í veg fyrir mögulegar aukaverkanir vegna inntöku á
bólgueyðandi lyfjum
o
Þó geta aukaverkanir komið fram ef mikið magn af hlaupinu er
notað
o
Það er mjög ólíklegt að hlaupið milliverki við önnur lyf
o Almennt þolist Felden gel® hlaupið vel
o
Möguleiki er á útbrotum á því svæði sem hlaupið er notað en
það er sjaldgæft og hverfur þegar meðferð er hætt
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
90
Felden

gel
o Varúð:
o
o
o
Þetta hlaup má ekki nota á húð sem er sködduð, né heldur á varir
eða nálægt augum
Það á ekki að nota umbúðir með því
Fólk með ofnæmi fyrir acetýlsalicýlsýru eða öðrum svipuðum
lyfjum, á ekki að nota gelið
o Skammtar:
o
2-5 cm af hlaupinu á viðkomandi húðsvæði, allt að 4 sinnum á dag
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
91

Deep Relief
o Gelið inniheldur íbúprófen og mentól
o Bólgueyðandi og verkjastillandi til skjótrar verkunar
gegn sársauka eða stífleika í vöðvum og liðamótum
o Gigtarverkir, vöðvaverkir, sársauki og bólga eftir
tognanir og íþróttameiðsl
o Er NSAID; hemur prostaglandín myndun
o Mentól veldur roða og vægri ertingu sem hefur linandi
áhrif á staðbundna verki í vöðvum, sinum og liðamótum
o
Virkni mentóls fellst í ertingu á taugaendum í húð sem veldur
hitahækkun í húð og undirliggjandi vöðvavef
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
92
c) Sykurvirkir barksterar
o Barksterar eru sterahormón er myndast í nýrnahettum
o
Kynhormón eru líka sterahormón er myndast aðalllega í kynkirtlum
o Sterahormón eru mynduð úr kólesteróli
o Barksterar eru notaðir í erfiðari tilfellum, þegar NSAID
duga ekki
o
Sykursterum er hægt að sprauta í liðina eða sinarnar beint
o Barksterar hafa bólgueyðandi, ónæmisbælandi og ofnæmishemjandi verkun
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
93
Sykurvirkir barksterar
o Lyf:
o
Betametasón – Diprospan im, intraartikulert, intradermalt
o
Dexametasón – Dexametason Abcur, töflur Nýlegt!
o
Metýlprednisólón – Depo-Medrol im, Solu-Medrol st.stofn
o
Prednisólón – Decortin H, Prednisolone Actavis töflur
o
Prednisón – Deltison töflur
o
Tríamcinólón – Lederspan stungulyf
o
Hýdrókortisón – Plenadren töflur, Solu Cortef st.stofn
o Með staðb. notkun er dregið úr líkum á aukaverkunum
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
94
Sykurvirkir barksterar
Prednisólón:
o Ábendingar:
o
Ýmsir bandvefs- og gigtarsjúkdómar, s.s. iktsýki, rauðir úlfar og
æðabólgur
o
Astmi, alvarleg ofnæmistilfelli, ýmsir húðsjúkdómar, hluti af
ónæmisbælandi meðferð (við illkynja sjúkdóma og líffæraflutn.)
o Aukaverkanir:
o
Bjúgsöfnun, háþrýstingur, áhrif á efnaskipti, Cushing heilkenni,
vöðvarýrnun o.m.fl.
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
95
d) Vöðvaslakandi lyf
o Lyf:
o
o
Orfenadrín í bl. – Norgesic 35 mg/450 mg töflur
Baklófen – Baklofen Mylan töflur,
Lioresal töflur, stungulyf
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
96
Norgesic 35

mg/450 mg
(orfenadrín í bl.)
o Innihaldsefni: Orfenadrín og paracetamól
o Verkun: Orfenadrín hefur miðlæga vöðvaslakandi verkun
með áhrif á krampa í beinagrindarvöðvum
Paracetamól er verkjastillandi og hitalækkandi
o Ábendingar: Verkir af völdum vöðvastreitu sem stafar af
álagi, slysum eða bólgum
o Aukaverkanir: Um 15% sj. finnur fyrir aukaverkunum
o
Þreyta og svimi, ógleði, þokusýn, munnþurrkur
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
97

Baklofen Mylan (baklófen)
o Verkun: Baklófen er vöðvaslakandi og verkjastillandi lyf,
sem dregur úr sársaukafullum beygjukrömpum og
ósjálfráðum krampakippum og auðveldar þannig hreyfanleika sjúklinga
o Ábendingar: MS sjúklingar, sjúklingar með annars konar
mænuskemmdir, afleiðingar heilablóðfalls, meðfædd heilalömun o.fl.
o Aukaverkanir: Koma aðallega fram í byrjun meðferðar
o
Slæving og syfja, ógleði, munnþurrkur o.fl.
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
98
e) Ónæmisbælandi lyf
o Methotrexate Pfizer töflur við iktsýki (liðagigt)
o
Er fólínsýrublokki með frumudrepandi og ónæmisbælandi verkun
o
Notað í erfiðari tilfellum, með eða án stera og bólgueyðandi gigtarlyfjum
o
Beri meðferð með Methotrexate árangur má draga úr
sterameðferð smám saman
o
Byrjað með 3 töflum einu sinni í viku
o
Vorönn 2015
Áhrif koma fram innan 6 vikna, ef ekki þá auka skammt
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
99
f) Síðvirk bólgueyðandi lyf
o Súlfasalazín – Salazopyrin EN-tabs magasýruþ. töflur
o
Notað við iktsýki, er bólgueyðandi og ónæmisbælandi
o
Lyfið er samtengt úr súlfapýridín og 5-amínósalicýlsýra (skylt
ASA)
o
Það af lyfinu sem ekki frásogast klofnar fyrir tilstilli þarmabaktería
í ristli
o
Safnast fyrir í bandvef
o
Hugsanlegt er að sýklahemjandi (súlfapýridín) verkun lyfsins hafi
eitthvað að segja
o
Óhúðaðar töflur eru notaðar við ristilertingu (bólgu í ristli)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
100
6. Staðdeyfilyf
o Eru aðallega notuð til að koma í veg fyrir verk eða sársauka í
sambandi við læknisfræðilega aðgerð
o
Einnig til að stöðva eða deyfa verk sem einstaklingur finnur
o Blokka leiðnigetu/boðflutning tauga í úttaugakerfinu m.þ.a.
koma í veg fyrir innflæði natríumjóna gegnum taugahimnur
o Eru mikilvæg fyrir minni háttar aðgerðir (t.d. á tönnum)
o Lyfjaform: Gel, krem, stungulyf (stundum með adrenalíni) o.fl.
o
Adrenalín dregur saman æðar, minnkar blóðflæði og getur lengt
verkunartíma staðdeyfilyfsins
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
101
Staðdeyfilyf
o Kókaín var fyrsta staðdeyfilyfið, fyrst notað árið 1884
fyrir augnaðgerð
o Verkun staðdeyfilyfja:
o
o
o
o
o
Staðdeyfilyf hindra að boð berist frá taugum
Skyntaugar eru viðkvæmari fyrir áhrifum staðdeyfilyfja, en
hreyfitaugar og taugar miðtaugakerfisins
Sársaukaboð berast ekki frá þeim vef sem er deyfður
Deyfingin varir svo lengi sem lyfið er til staðar
Hægt að lengja deyfingartímann með æðaþrengjandi lyfjum
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
102
Staðdeyfilyf (local anaesthetica)
o a) Amíð
o
Búpívakaín (Marcain, Marcain spinal, Marcain spinal tung st.lyf)
o
Lídókaín (Xylocain hlaup, stungulyf, húðúði o.fl.)
o
Mepívakaín (Carbocain, Carbocain dental stungulyf)
o
Rópívakain (Naropin stungulyf)
o
Blöndur (Emla, krem, lyfjaplástur – innih. lídókaín, Oraqix t.hlaup)
o
Búpívakaín í blöndum (Marcain adrenalin)
o
Mepívakaín í blöndum (Carbocain adrenalin)
o
Lídókaín í blöndum (Xylocain adrenalin, Xylocain Dental adrenalin)
o b) Önnur staðdeyfilyf
o
Capsaicin (Capsina, krem, Qutenza, húðplástur)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
103
Staðdeyfilyf
o Xylocain hlaup (R) er notað til staðdeyfingar á
slímhúðir við deyfingar, t.d.:
o
á þvagrás karla og kvenna
o
í nef og nefkok við magaspeglanir
o
o.fl.
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
104