Transcript Ábendingar
II. Tauga- og geðlyf LHF 303 Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 1 II. Tauga- og geðlyf 1. Taugakerfið 2. Geðsjúkdómar - geðvernd 3. Svæfingarlyf (glærur 25-37) 4. Flogaveikilyf (glærur 38-70) 5. Geðlyf (psycholeptica) (glærur 71-134) 6. Geðlyf (psychoanaleptica) (glærur 135-161) Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 2 1. Taugakerfið Skipting taugakerfisins Taugakerfið skiptist í miðtauga- og úttaugakerfi Miðtaugakerfið (MTK) samanstendur af heila og mænu Úttaugakerfið tengir líffæri við miðtaugakerfið Taugakerfið er afar flókið: Fjöldi taugafrumna er ca. 1011 (í heila) Hver taugafruma tengist 1000 til 5000 öðrum Vissar frumur í litla heila tengjast 200.000 öðrum taugafrumum Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 3 1. Taugakerfið Úttaugakerfið skiptist í sjálfvirka (ósjálfráða) og viljastýrða taugakerfið Sjálfvirka taugakerfið skiptist í sympatíska og parasympatíska taugakerfið Sympatíska taugakerfið (drifkerfi, semjukerfi) er semjuhlutinn (brjósthols- og lendahluti) Starfsemin tengist eyðslu orku úr líkamanum Boðefni: Noradrenalín (NA) – hömlun í heila Para-sympatíska taugakerfið (sefkerfi) er heila- og spjaldtaugahlutinn Starfsemin tengist aukningu á orkuforða líkamans Boðefni: Acetýlkólín (ACh) – örvun í heila Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 4 Samskipti tauga Taugafrumur (neurons) eru frumur í taugakerfinu sem flytja taugaboð Taugaboðefni losna frá taugaenda við taugamót og setjast á viðtaka á taugagriplum annarrar taugar Þegar boðefni sest á viðtaka veldur það breytingum á starfsemi viðkomandi frumu Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 5 Rafboð Spenna yfir frumu taugahimna er –70mV Spennunni er stjórnað með jónagöngum (magni Na+ og K+ innan frumunnar er stjórnað) Ef himnan afskautast nógu mikið sendir fruman frá sér boð Rafboð berast eftir taugasíma og valda losun á taugaboðefni frá taugaendum Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 6 2. Geðsjúkdómar - geðvernd Að skilgreina hugtakið andlegt heilbrigði er ekki einfalt Andlegt heilbrigði er e.t.v. fólgið í; vellíðan að vera normal aðlögunarhæfni sjálfstæði, sköpunarhæfileika “Það er ekki normalt að vera við fullkomna andlega heilsu” Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 7 Mælikvarði á andlegt heilbrigði Sjálfsmyndin Raunveruleikaskynið Sköpunarþörf Heilsteyptur persónuleiki Heilbrigð samskipti við umhverfið Að vera sjálfum sér nógur Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 8 Geðvernd Skipta má geðverndarstarfi í þrjú stig: 1. Aðgerðir til að fyrirbyggja geðsjúkdóma og skapa skilyrði fyrir heill og hamingju einstaklingsins 2. Lækningar á geðsjúkum 3. Endurhæfing geðsjúkra Skipta má forvörnum á sviði geðverndar í: Rannsóknir Foreldrauppeldi Skólinn Starfið Almenningsfræðsla Persónuleg heilsurækt Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 9 Geðrænir kvillar Geðsjúkdómar eru sjúkdómar sem einkennast af truflunum á geðhöfn einstaklings sem ýmist er tímabundin eða varanleg Orsakir má rekja til fjölmargra þátta s.s. erfða, alvarlegra veikinda, áfalla og mótun persónuleikans í bernsku Hugtakið geðveiki á oftast við um geðklofa og geðhvarfasýki Einkenni geðveiki eru alvarlegar andlegar truflanir, svo sem ranghugmyndir eða ofskynjanir og skert raunveruleikaskyn Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 10 Sagan Hippókrates (460-377 f. Kr.) hélt því fram að geðveiki ætti sér eðlilegar orsakir og bæri að meðhöndla eins og hvern annan sjúkdóm Hann afneitaði djöflatrú Á miðöldum voru kenningar um djöfla og illa anda endurvaktar Litlar endurbætur áttu sér stað fyrr en á seinni hluta 18. aldar Í byrjun 20.aldar urðu framfarir í læknis- og sálfræði Árið 1905 var sannað að geðtruflun sem er fylgikvilli sárasóttar átti sér líkamlegar orsakir Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 11 Helstu flokkar geðsjúkdóma A. Persónuleikatruflanir B. Kvíðaraskanir C. Lyndissjúkdómar D. Geðklofi Til eru aðrar flokkanir... Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 12 A. Persónuleikatruflanir Oftast er hér um að ræða einkenni sem eru til staðar í einhverjum mæli hjá flestu fólki Stundum eru þau þó svo yfirdrifin að þau valda viðkomandi erfiðleikum, s.s. áráttu-þráhyggju, ofskynjunarhugmyndum, andfélagslegri hegðun o.fl. Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 13 B. Kvíðaraskanir Dæmi: víðáttubrjálæði, ofsakvíðaköst, fælni o.fl. Fælni (fóbía) Einkenni: Stöðugur og óraunhæfur ótti við ákveðinn hlut, ákveðnar gerðir eða aðstæður Að lokum fer fælnin að stjórna lífi hins fælna Líkamleg einkenni (felmturskast): Sviti, hitakóf eða hrollkuldi, einkenni frá hjarta, andnauð, andþrengsli, yfirliðstilfinning og almenn vanlíðan Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 14 Helstu tegundir fælni (fóbía) Einföld fælni (afmörkuð fælni): Tengist ákveðnum aðstæðum eða hlutum Dæmi: Fælni tengd hundum, sprautum, vatni, lyftum... Félagsfælni: Fælni við að tala opinberlega, að vera innan um fólk... Víðáttufælni: Hræðslan við að vera einn og erfiðleikar sem tengjast því að fara að heiman Oft hræðsla við innilokun Óttinn við að vera innan um fólk, kaupa inn í stórum verslunum, bíða í biðröðum... Þetta er alvarlegasta tegund fælni Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 15 Fælni (fóbía) Algengi: Íslensk rannsókn: 18.500 Íslendingar eru haldnir fælni Konur (8,8%) en karlar (5,3%) Fælni er næst algengust sálrænna vandkvæðna (næst á eftir ofdrykkju) Orsök: (Ýmsar tilgátur...) Skilyrðing – Maður sem lokast inn í lyftu... (60% fælinna) Herminám – T.d. ef móðir fælist hunda... (Um 17%) Fælni lærist – Maður horfir t.d. á sjónvarp, bíó o.s.frv. Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 16 Fælni (fóbía) Meðferð: Mestu skiptir að vita hvað viðkomandi óttast, við hvaða aðstæður fælnin kemur fram og hvaða afleiðingar hún hefur Þegar fælni er meðhöndluð eru kennd viðbrögð sem hjálpa fólki að bregðast við á réttan hátt þegar það verður hrætt Nauðsynlegt er að horfast í augu við það sem fælnin beinist að, ekki einungis þangað til fælnin hverfur, heldur þarf að halda áfram að horfast í augu við aðstæður sem áður vöktu hana Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 17 C. Lyndissjúkdómar i) Alvarlegt þunglyndi (major depression) (sjá glærur 136-157) ii) Geðhvarfa sjúkdómur (manic depressive psycosis eða oflætis-þunglyndissjúkdómur) Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 18 i) Alvarlegt þunglyndi Þunglyndi felur í sér dapra lund, ásamt breytingar á hugsun, hegðun og líkamsheilsu Þunglyndi eykur líkur á vinnutapi, erfiðleikum í samböndum og skipbroti í námi eða vinnu Það gerir horfur þeirra sem eiga við líkamleg veikindi að etja verri og ýtir oft undir ofneyslu áfengis og annarra vímugjafa Hætta á ofnotkun verkjalyfja, svefnlyfja og róandi lyfja eykst einnig Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 19 ii) Geðhvarfa sjúkdómur Geðhvörf einkennast ýmist af geðhæðar- eða geðlægðartímabilum (oflæti og þunglyndi) Sjúkdómurinn hamlar getu til eðlilegra athafna í daglegu lífi, truflar dómgreind eða leiðir til ranghugmynda Sjúkdómurinn er algengur meðal þeirra sem búa yfir frjóu og kraftmiklu ímyndunarafli, t.d. meðal framkvæmda- og listafólks Sjálfsvígshlutfall einstaklinga með geðhvörf er hátt, eða um 18% Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 20 Flokkar geðhvarfa Geðhvörf I: Gríðarlegar oflætissveiflur sem oft standa lengi yfir, en þunglyndissveiflurnar eru ekki mjög djúpar Geðhvörf II: Meira og langvarandi þunglyndi en I. Inn á milli upplifa þessir einstaklingar stutt og oft væg oflætistímabil Geðhvörf III: Fólk sem er oft þunglynt og er á þunglyndislyfjum eða í rafmeðferð sem kemur því í oflætisástand Hverfilyndi: Vægar og örar geðsveiflur. Þessir einstaklingar eru oft ranglega greindir með persónuleikatruflanir Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 21 Geðhvörf Orsök: Flókið samspil erfða og umhverfis Talið er að ójafnvægið sem veldur geðhvörfum stafi fyrst og fremst af ójafnvægi í rafeindaflutningum yfir frumuhimnur í heila Ekki er óalgengt að atburðir sem valda mikilli streitu komi sveiflum af stað, eða hjálpi til með að framkalla þær Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 22 Geðhvörf Meðferð: Markmið meðferðar er að kyrra geð og halda sjúkdómseinkennum niðri Þegar sjúklingurinn hefur náð jafnvægi er leitast við að fyrirbyggja með lyfjum og félagslegum úrbótum að sjúkdómurinn taki sig upp aftur Fyrirbyggjandi meðferð: Geðrofslyf (t.d. litíum) Flogaveikilyf (t.d. karbamazepín) Raflost Þríhringlaga geðdeyfðarlyf (TCA) Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 23 D. Geðklofi (Sjá glærur 72-106) Er alvarlegasti geðsjúkdómurinn Þetta er langvinnur og hamlandi sjúkdómur í heila sem hrjáir um einn af hverjum hundrað manns einhvern tíma á ævinni Sum fíknilyf og lyf orsaka svipuð einkenni og geðklofi (t.d. hass og LSD) Þessi sjúkdómur greinist yfirleitt snemma og er álíka algengur hjá konum og körlum Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 24 3. Svæfingarlyf (anaesthetica) Margar aðferðir voru reyndar til að auðvelda skurðaðgerðir hér áður fyrr; áfengi, ópíum, kannabis, rothögg o.fl. Svæfing Nauðsynlegt að geta kallað fram (afturkræft) meðvitundarleysi og vöðvaslökun til að framkvæma aðgerðir Fyrstu virku svæfingarlyfin sem komu fram voru hláturgas, eter og klóróform Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 25 Svæfing Þegar svæfing er framkvæmd með einu lyfi þarf að nota frekar stóra skammta... Nú eru notuð fleiri en eitt lyf til að undirbúa sjúkling, framkvæma svæfinguna og stjórna dýpt hennar og ná fram vöðvaslökun Svæfingarlyf eru öll ýmist innöndunar- eða stungulyf, en á þann hátt er auðvelt að stjórna skömmtum hjá meðvitundarlausum sjúklingum Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 26 Verkunarmáti svæfingarlyfja Verkunarmáti svæfingarlyfja er ekki á hreinu Reiknað með að lyfin raski lögun frumuhimnunnar og hindri flutning jóna yfir hana =>boðspenna getur ekki myndast Svæfingarlyfin hafa enga sameiginlega eiginleika Gera má ráð fyrir að þau virki á fleiri en einn hátt Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 27 Svæfingarlyf (anaesthetica) a) Halógeneruð kolvetni b) Barbitúrsýrur c) Ópíóíðar til svæfingar d) Önnur svæfingarlyf Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 28 a) Halógeneruð kolvetni Desflúran (Suprane innöndunargufa) Sevóflúran (Sevorane innöndunargufa o.fl.) Þetta eru allt innöndunarlyf, notuð við innleiðingu og viðhald svæfingar... Mikið notuð Þessi lyf geta valdið lifrarskemmdum – meiri hætta eftir því sem lyfin eru notuð oftar Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 29 Sevorane (sevóflúran) Ábendingar: Innleiðsla og viðhald svæfingar hjá fullorðnum og börnum Lyfið svæfir á innan við 2 mín. Sjúklingar vakna fljótlega eftir svæfingu Aukaverkanir: Ógleði, uppköst og lágþrýstingur Einnig: Hiti, skjálfti, höfuðverkur, svimi, hósti, æsingur, öndunarerfiðleikar Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 30 b) Barbitúrsýrur Tíópentalnatríum (Pentocur® stungulyfsstofn) Lyfið verkar mjög fljótt! Ábendingar: Notað til svæfingar – lyfjagjöf í bláæð Aukaverkanir: Lágþrýstingur, hjartsláttartruflanir, öndunarbæling, berkju- krampi, raddbandakrampi, hrollur o.fl. Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 31 c) Ópíóíðar til svæfingar Fentanýl (Leptanal stungulyf) Súfentaníl (Sufenta stungulyf) Remifentaníl (Remifentanil Actavis stungulyfsstofn) - Nýlegt! Ópíóíðar til svæfingar eru stungulyf Þessi lyf eru sterkt verkjastillandi og eru notuð til verkjadeyfingar og til innleiðslu svæfingar Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 32 Sufenta (súfentaníl) Um er að ræða kröftugt verkjadeyfandi lyf, skylt fentanýli Það er notað við svæfingar og sem verkjadeyfandi lyf Verkanir súfentaníls eru mjög líkar verkunum morfíns en um 100 sinnum kröftugri koma fyrr og standa skemur Lyfið er mjög fituleysanlegt og dreifist hratt um allan líkamann (einnig MTK) Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 33 Sufenta (súfentaníl) Ábendingar: Til meðferðar eftir aðgerðir, við verkjum í tengslum við almennar skurðaðgerðir, brjósthols- og bæklunarskurðaðgerðir, sem og við keisaraskurð Til verkjastillingar ásamt búpívakaíni, í fæðingarhríðum og við fæðingu (epidural) Aukaverkanir: Algengastar: Slæving (19,5%), kláði (15,2%), ógleði (9,8%) og uppköst (5,7%) Einnig: Höfuðverkur, svimi, blóðþrýstingsfall, hægur hjartsláttur, öndunarslæving o.fl. (mjög sjaldgæfar; hjartastopp) Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 34 Sufenta (súfentaníl) Ofskömmtun og eiturverkanir: Skert meðvitund, öndunarlömun, blámi, veikur púls og dá Meðferð; gjörgæsla - Andefni er naloxón… Milliverkanir: Barbitúrsýrur, alkóhól, benzódíazepín, geðrofslyf, halógeneruð svæfingalyf og önnur slævandi lyf geta aukið öndunarslævandi verkun lyfsins Varúð: Ávanahætta Sjúklingar með höfuðáverka og þeir sem eru undir áhrifum alkóhóls eða svefnlyfja Minnkuð lifrar-, nýrna- eða lungnastarfsemi, astmi Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 35 d) Önnur svæfingarlyf Própófól (Propolipid 10 mg/ml st.lyf o.fl.) Tvínituroxíð – „hláturgas” (Niontix lyfjagas) Esketamín (S-Ketamin Pfizer stungulyf) Tvínituroxíð bl. (Livopan lyfjagas) - Nýlegt! Própófól er notað til innleiðingar og viðhalds svæfingar Virkar mjög fljótt, lítil hætta á ógleði Hláturgas eða glaðloft er verkjastillandi og svæfandi Esketamín er verkjadeyfandi og svæfandi, notað eitt eða með öðrum svæfingarlyfjum Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 36 Propolipid 10 mg/ml (própófól) Er búið að vera á markaði hérlendis í tæp 30 ár Líklega mest notaða svæfingarlyfið Verkunarmáti er flókinn Aukaverkanir: Lágþrýstingur og öndunarbæling Óeðlileg vellíðan (euphoria) og kynferðislegt hömluleysi (þegar sj. vaknar eftir svæfingu) Höfuðverkur, ógleði og uppköst Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 37 4. Flogaveikilyf (anti-epileptica) Flogaveiki er algengur sjúkdómur Talið er að um 1% mannkyns þjáist af flogaveiki Ætla má að um 2500 Íslendingar séu með flogaveiki Ætla má að 1500-2000 Íslendingar taki inn lyf að staðaldri við flogaveiki Oftast er um tiltölulega vægan sjúkdóm að ræða, þar sem lyf halda einkennum í skefjum Venjan er að greina ekki flogaveiki fyrr en viðkomandi hefur fengið a.m.k. 2 flog Heilarit er gagnlegasta rannsóknin við greiningu á flogaveiki Mikilvægt er að útiloka sjúkdóma í miðtaugakerfinu Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 38 Flogaveiki Skilgreining: Flogaveiki er skilgreind sem aukin tilhneiging til þess að fá endurtekin flog af mismunandi tegundum með eða án truflaðrar meðvitundar Ekki er endilega um eiginlegan sjúkdóm að ræða, heldur einkenni sem geta haft margar orsakir Flogaköst einkennast af röskun á hreyfingum, skynjunum, atferli, tilfinningum eða meðvitund Landssamtök áhugafólks um flogaveiki Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 39 Orsakir flogaveiki Orsakir eru margvíslegar, en í allt að helmingi tilfella finnst engin orsök Stundum er orsökunum skipt í tvennt: Sjálfvakin flogaveiki Þá eru engir undirliggjandi sjúkdómar, né heilaskemmdir Erfðir koma líklega við sögu Sjúkdómsvakin flogaveiki (ör eða skemmdir í heilaberki) Þá er hægt að finna orsakir og geta þær tengst höfuðáverkunum (t.d. áverkar við fæðingu), heilablóðfalli, sýkingum í heila (t.d. heilahimnubólgu), meðfæddum galla í heila, heilaæxli o.fl. Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 40 Orsakir flogaveiki Flog stafa af því að hópar taugafruma fara að senda boð samtímis með hærri tíðni en eðlilega Um er að ræða tímabundnar, kröftugar og óeðlilegar rafboðstruflanir í heila, eða heilaberki Margt getur komið flogum af stað, t.d.; flöktandi ljós, diskóljós, mynstur (t.d. taflborð, köflóttur dúkur), þegar leysa á erfið verkefni o.fl. Í flestum tilvikum er þó ekki vitað hvað kemur flogakasti af stað Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 41 Orsakir krampa Flogaveiki er bara ein af mörgum mögulegum orsökum krampa Aðrar algengar orsakir krampa; höfuðáverkar heilablæðingar heilaæxli hitakrampar í börnum sýkingar o.fl. Um 2% einstaklinga fá krampakast einhvern tíma ævinnar Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 42 Tegundir flogakasta Einkenni flogaveiki fara eftir því hvar í heilaberkinum flogin verða, og því hlutverki sem sá hluti heilabarkarins gegnir Einkennin geta verið allt frá doða til krampakasta Flogum er skipt í tvo meginflokka; Hlutaflog, staðflog (focal eða partial seizures, petit mal) Flog sem verða á afmörkuðu svæði í heilaberkinum Alflog (primary generalised seizures, grand mal) Flog sem ná yfir allan heilabörkinn; enginn ákveðinn staður Eru um 40% flogatilfella Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 43 Tegundir flogakasta (undirflokkar) Flogaveiki nær yfir meira en 20 teg. floga. Sem dæmi má nefna: Krampaflog - flogafár Störuflog Ráðvilluflog Hreyfiflog Skynflog (krampaflog, störuflog og ráðvilluflog eru algengust) Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 44 Krampaflog Er algengasta tegund floga Er alflog – rafboð í öllum heilanum raskast Viðkomandi verður skyndilega stífur, missir meðvitund og fellur til jarðar Öndun skerðist, blár húðlitur, slef og korr Viðkomandi getur misst þvag, en sjaldan saur Eftir að samdráttur stöðvast, taka við taktfastir krampakippir í útlimum og búk í allt að 2 mín. Þá tekur við meðvitundarleysi í um 5 mín. Sjúklingur getur verið ruglaður eftir kastið Oftast fylgir höfuðverkur og þreyta og þörf á hvíld Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 45 Flogafár (status epilepticus) Endurtekin krampaflog án þess að sjúklingur komist til meðvitundar Getur staðið yfir í 30 mín. Mjög alvarlegt ástand Talið er að 5% fullorðinna sjúklinga með flogaveiki fái flogafár einhvern tíma á lífsleiðinni Flogafár getur orsakað súrefnisskort, hjartsláttartruflanir, efnaskiptatruflanir og blóðþrýstingslækkun => e.t.v. heilasköddun eða dauði Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 46 Störuflog (absence seizures) Eru algengust hjá börnum á skólaaldri Standa mjög stutt, eða 5-15 sek. Barnið verður skyndilega fjarrænt og starir fram fyrir sig án þess að detta Eftir flogið tekur barnið aftur við fyrri iðju eins og ekkert hafi í skorist Geta verið mjög tíð, jafnvel 100 flog á dag Eldast oft af börnum Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 47 Hreyfiflog og skynflog Hreyfiflog: Fyrstu merki geta verið kiprur við munnvik Ef rafboðin dreifast ná þau til vöðvanna kringum augun og áfram að hönd og fæti Yfirleitt er ekki röskun á meðvitund Skynflog: Líkamleg skynflog byrja eins og hreyfiflog, oftast í þumalfingri eða munnviki á gagnstæðri hlið og geta svo dreifst Þau lýsa sér oftast sem náladofi eða tilfinningaleysi og þeim geta fylgt hreyfingar Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 48 Ráðvilluflog Röskun verður á meðvitund á meðan flogið varir eða rétt á eftir Sjúklingur hefur stjórn á líkama og vöðvum og framkvæmir einfaldar eða flóknar hreyfingar án þess að gera sér grein fyrir því hvað er að gerast Standa oftast stutt, oftast innan við 5 mín. og ekki lengur en 1 klst. Öll þessi flog, þ.e. hreyfiflog, skynflog og ráðvilluflog, geta endað í krampaflogi Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 49 Lyfjameðferð við flogaveiki Flogaveikilyf eru oft talin vera undirflokkur róandi lyfja og svefnlyfja Flogaveikilyf hafa sérhæfða krampastillandi verkun, þ.e.a.s. þau halda krömpunum niðri án þess að valda óhóflegri syfju Æskilegt er að nota bara eitt lyf til að koma í veg fyrir flog => einfaldari meðferð og minni hætta á aukaverkunum Stundum þarf þó að nota fleiri en eitt lyf saman Hægt er að nota róandi lyf (BZD) í flogaköstum Önnur úrræði... Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 50 Lyfjameðferð við flogaveiki Lyfið fenóbarbital við flogaveiki kom á markað 1912 Öflugt lyf, ennþá eitthvað notað Lyfið fenýtóín kom á markað 1938 Á sjötta áratug síðustu aldar kom karbamazepín fram og er það ennþá mikið notað Undanfarin ár hafa mörg ný lyf verið skráð við flogaveiki Þau hafa sérhæfðari verkun og eru minna slævandi... Meðferð við flogaveiki er ekki endilega ævilöng Allt að 80% barna sem þarfnast meðferðar geta hætt lyfjatöku eftir tvö ár ef vel gengur... Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 51 Lyfjameðferð við flogaveiki Flogaveikilyf valda ekki ávana og fíkn Þol myndast ekki gegn krampastillandi verkun flogaveikilyfja Fráhvarfseinkenni þekkjast þó og þar á meðal geta verið flogafár Sum flogaveikilyf eru merkt ∆ Öll flogaveikilyf geta valdið fóstur- skemmdum Megináhyggjuefnið er klofinn hryggur Hættan eykst ef notuð eru fleiri en 1 lyf Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 52 Verkunarmáti flogaveikilyfja 1. Aukin GABA verkun a) Bein áhrif á GABA stýrð Cl- jónagöng (barbitúrsýrur og benzódíazepínsambönd) b) Áhrif á myndun, umbrot og endurupptöku GABA (vígabatrín, valpróínsýra, tíagabín) 2. Áhrif á spennustýrð Na+ jónagöng (fenýtóín, karbamazepín, lamótrigín, valpróínsýra) * GABA (GASS) = gamma-amínósmjörsýra - aðal hamlandi taugaboðefnið í heila Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 53 1. Aukin GABA verkun Ef aukin GABA virkni => róun, svefn, krampastilling... Mörg lyf sem hafa áhrif á flogaveiki auka áhrif GABA minnka niðurbrot, auka myndun, örva losun... Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 54 2. Áhrif á spennustýrð Na+ jónagöng Lyfin hefta boðflutning í taugafrumum með því að hamla flæði á natríumjónum inn í frumur Lyf sem verka á þennan hátt koma í veg fyrir að taugafrumur geti sent frá sér boð á hárri tíðni Hafa ekki áhrif á boð sem eru send á lægri tíðni Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 55 Aukaverkanir flogaveikilyfja Flogaveikilyf hafa nokkuð miklar aukaverkanir Aukaverkanirnar eru misalvarlegar... Öll flogaveikilyf valda slævingu sem kemur fram sem þreyta, úthalds- og einbeitingarleysi og mikil svefnþörf (flest eru þríhyrningsmerkt) Mismunandi mikil eftir lyfjum og einstaklingsbundin Aukaverkanirnar eru oft skammtaháðar Aðrar algengar aukaverkanir; ógleði, höfuðverkur, niðurgangur, uppköst, lystarleysi, hægðatregða, svimi, skjálfti, tvísýni o.fl. Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 56 Aukaverkanir flogaveikilyfja Langtímaaukaverkanir flogaveikilyfja: Fósturlát, minnkuð frjósemi, fæðingargallar Truflun á lifrar- og nýrnastarfsemi (nær öll) Truflun á blóðframleiðslu (t.d. valpróínsýra) Truflun á hreyfingum (í raun öll...) Truflun á sjón (t.d. vígabatrín) Algengt er að flogaveikilyf örvi lifrarstarfsemi (eru enzyme inducers) og þar með eigið niðurbrot sem og niðurbrot annarra lyfja Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 57 Flogaveikilyf Eldri lyf: Fenóbarbital, klónazepam fenýtóín, karbamazepín, valpróínsýra og Nýrri lyf: Vígabatrín, oxkarbazepín, lamótrigín, tópíramat, gabapentín, pregabalín Hvaða lyf eru fyrsta val? Karbamazepín, valpróínsýra oxkarbazepín, fenýtóín (?), lamótrigín, Hvaða lyf eru annað val? Vígabatrín, tópíramat, gabapentín, klónazepam, fenóbarbital, önnur lyf o.fl. Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 58 Flogaveikilyf - skráð a) Barbitúrsýrusambönd og afleiður b) Hýdantóínafleiður c) Benzódíazepínafleiður d) Karboxamíðafleiður e) Fitusýruafleiður f) Önnur flogaveikilyf - Sjá ATC-flokkun lyfjanna! (N 03) Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 59 a) Barbitúrsýruafleiður Fenóbarbital (Fenemal Recip töflur) Var á undanþágu, var skráð fyrir nokkrum árum T ½ = 2-6 dagar.... Ábendingar: Alflog og kippaflog (ekki virkt gegn störuflogum) Kemur í veg fyrir flog og styttir flogaköst sem koma fram... Milliverkanir (eru margvíslegar...): Lyfið minnkar áhrif p-pillunnar, beta-blokka, MAO-hemla o.fl. Lyfið minnkar áhrif sumra flogaveikislyfja, s.s. karbamazepíns Aukaverkanir: Syfja, einbeitingarskortur, húðútbrot, ósamhæfing vöðvahreyfinga og ósjálfráðar augnhreyfingar Skapstyggð hjá börnum og rugl hjá öldruðum, o.fl. Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 60 b) Hýdantóínafleiður Fenýtóín (Fenantoin Recip® töflur) Fosfenýtóín (Pro-Epanutin® innrennslisþykkni) ∆ Fenýtóín er leitt af fenemali Fenýtóín er, ásamt karbamazepíni, aðallyfið gegn hlutaflogum Minna notað á seinni árum... Erfitt að stilla skammta Ábendingar: Alflog og staðflog Aukaverkanir: Slappleiki, ógleði, truflaðar hreyfingar, höfuðverkur, skjálfti.... Langtímaaukaverkanir: Truflanir á starfsemi litla heila og ofholdgun á tannholdi, aukinn hárvöxtur, truflun á kölkun beina og storknun blóðs, o.fl. Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 61 c) Benzódíazepínafleiður Klónazepam (Rivotril töflur) ∆ Er notað við hlutaflogum - viðbótarlyf Notað í fyrirbyggjandi meðferð og bráðameðferð Kvíðastillandi og ávanabindandi Verkunarháttur: Eykur verkun GABA Ábendingar: Allar gerðir floga Þegar hætt er á lyfinu er tilhneiging til fráhvarfsfloga Skammtastærðir: Gefið í 2-3 skömmtum, heildarskammtur 1-6 mg Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 62 d) Karboxamíðafleiður Karbamazepín (Tegretol® töflur o.fl.) ∆ Oxkarbazepín (Trileptal® töflur, mixtúra) ∆ Rúfínamíð (Inovelon® töflur, mixtúra) – Nýlegt! Z-lyf Eslicarbazepín (Zebinix® töflur) – Nýlegt! Trileptal (oxkarbazepín) Er skylt karbamazepíni og virkar svipað Er þríhyrningsmerkt og getur valdið þreytu og sljóleika Hefur mun færri auka- og milliverkanir Aukaverkanir: Þreyta, höfuðverkur, svimi, óstyrkar hreyfingar... Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 63 Tegretol (karbamazepín) Er eitt mest notaða flogaveikilyfið Ábendingar: Alflog og hlutaflog Einnig: Þvaghlaup (diabetes insipidus), fráhvarfseinkenni drykkjusýki, taugaskemmdir vegna sykursýki, manía, fyrirbyggjandi meðferð við geðhvarfasýki Skammtar: Einstaklingsbundnir Skammta skal lyfið með varúð hjá öldruðum Aukaverkanir: Lyfið þolist vel og hefur tiltölulega sjaldan aukaverkanir Aukaverkanir frá MTK: Svimi, höfuðverkur, ósamræming vöðvahreyfinga, syfja, þreyta, tvísýni (algengari hjá öldruðum) Truflanir frá meltingarvegi (ógleði, uppköst) og ofnæmisviðbrögð á húð (útbrot) Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 64 e) Fitusýruafleiður Valpróínsýra (Orfiril® mixtúra, magasýruþolnar töflur, Orfiril Retard® forðatöflur) Vígabatrín (Sabrilex® töflur) ∆ Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 65 Orfiril (valpróínsýra) Ábendingar: Er notuð við öllum tegundum floga, en þó sérstaklega á alflog Aukaverkanir: Skjálfti, fækkun blóðflaga, hárlos, breyttur hárlitur, þreyta, niðurgangur, uppköst, lystarleysi, þyngdaraukning – þyngdartap o.fl. Lifrarskemmdir, stundum lífshættulegar (obs. börn < 3ja) Skammtar: Stundum er skammtað samkvæmt blóðmælingum Annars er stuðst við klíníska svörun Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 66 f) Önnur flogaveikilyf Lamótrigín (Lamictal® tuggu-/dreifitöflur o.fl.) Tópíramat (Topimax® töflur o.fl.) ∆ Gabapentín (Neurontin® hylki o.fl.) ∆ Levetíracetam (Keppra® tafla, mixtúra o.fl.) Zonisamíð (Zonegran® hylki) – Nýlegt! Pregabalín (Lyrica® hylki) Lacosamíð (Vimpat® töflur) – Nýlegt! Perampanel (Fycompa® töflur) – Nýtt! Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 67 Lamictal (lamótrigín) Er flogaveikilyf sem hefur reynst ágætlega Notað eitt sér eða sem viðbótarlyf Ekki þríhyrningsmerkt Ábendingar: Hlutaflog og alflog Einnig notað til að fyrirbyggja geðsveiflur hjá þeim sem eru með geðhvarfasjúkdóm (og við mígreni, taugaverkjum…) Skammtar: Einstaklingsbundnir Aukaverkanir: Húðútbrot (Stevens-Johnson syndrome), pirringur, höfuðverkur, svimi, þreyta, syfja, svefnleysi, óstyrkur, tvísýni, ógleði, uppköst, niðurgangur, hegðunartruflanir o.fl. Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 68 Lyrica (pregabalín) Ábendingar: Útlægir taugaverkir hjá fullorðnum, t.d. sykursýkistaugakvilli Flogaveiki hjá fullorðnum – sem viðbótarlyf Almenn kvíðaröskun Aukaverkanir: Sundl og svefnhöfgi, aukin matarlyst Víma, rugl, minnkuð kynhvöt, getuleysi, skapstyggð Ósamhæfing hreyfinga, einbeitingarskortur, minnisleysi o.fl. Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 69 Zonegran (zonisamíð) Ábendingar: Hlutaflog hjá fullorðnum – viðbótarlyf Ekki mælt með lyfinu fyrir börn né aldraða Varnaðarorð: Alvarleg útbrot geta komið fram, m.a. Stevens-Johnsonheilkenni Aukaverkanir: Algengastar: Svefnhöfgi, svimi og lystarleysi, sundl og aukin matarlyst Annað: Sótthiti, þyngdartap, kviðverkir, ógleði, útbrot o.fl. Lyfið er ekki þríhyrningsmerkt Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 70 5. Geðlyf (psycholeptica) Geðlyfjum í sérlyfjaskrá er skipt í tvo aðalflokka; Geðlyf (psycholeptica) Psycholeptic = hugslakandi lyf; geðrofslyf (sefandi lyf), róandi lyf Geðlyf (psychoanaleptica) Psychoanaleptic = geðhvetjandi lyf; geðdeyfðarlyf, geðörvunarlyf Psycholeptica skiptast í; a) Geðrofslyf (sefandi lyf) b) Róandi og kvíðastillandi lyf c) Svefnlyf og róandi lyf Psychoanaleptica skiptast í; a) Þunglyndislyf (geðdeyfðarlyf) b) Örvandi lyf c) Lyf við heilabilun – Alzheimer o.fl. Ekki tekin í þessum hluta Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 71 a) Geðrofslyf (sefandi lyf) Sagan Árið 1845 stakk Monreau upp á því að hægt væri að nota hass til að líkja eftir áhrifum geðklofa 1940 amfetamín: Fyrsta samtengda lyfið sem getur valdið geðklofalíkum einkennum 1943 var LSD samtengt af Hoffman 1950 var klórprómazín samtengt í Frakklandi fyrsta nothæfa geðrofslyfið (var tekið af skrá fyrir stuttu) 1957 klórdíazepoxíð – fyrsta benzódíazepínlyfið 1958 imipramín við þunglyndi og halóperidól, fyrsta lágskammta geðrofslyfið (Lyfin eru ekki þríhyrningsmerkt...) Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 72 Notkun geðrofslyfja (ábendingar) Geðklofi Oflæti (manía) og geðhvörf Óráð eftir aðgerðir Amfetamíneitranir Fráhvarfsmeðferðir vímuefna Ofsóknaræði, sturlun Geðrænar truflanir tengdar heilabilun Alvarlegt þunglyndi (ekki langtímanotkun) Mikill kvíði eða óróa (ekki langtímanotkun) Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 73 Geðklofi Ekkert augljóst samband er á milli ofbeldishneigðar og geðklofa Geðklofi er ekki klofinn persónuleiki Nikótínfíkn er 3svar sinnum algengari meðal geðklofasjúklinga Flókið samband er milli reykinga og geðklofa Reykingar draga úr áhrifum lyfjanna Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 74 Geðklofi Orsakir: Líklega er um flókið samspil erfða, umhverfis, atferlis og annarra þátta að ræða Rannsóknir benda til þess að áföll á meðgöngu, t.d. næringarskortur fósturs, veirusýkingar, erfiðleikar við fæðingu og ýmiss konar annað álag, auki líkur á geðklofa hjá barninu síðar meir Talið er að geðklofi tengist afbrigðileika á magni og virkni boðefna eða viðtaka í heila Heilabygging geðklofasjúklinga er ekki eðlileg Samsetning og dreifing glútamat viðtaka í heila geðklofasjúklinga er frábrugðin því sem gerist Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 75 Geðklofi Einkenni: Fyrstu einkenni geðklofa eru breytingar á hegðun sem kemur fram í kvíða og þunglyndi - bráðafasinn byrjar þegar geðrofseinkenni* koma skyndilega fram Sjúkdómurinn getur haft í för með sér rofin tengsl við veruleikann (brenglað raunveruleikaskyn) Hugsun er órökrétt; ranghugmyndir og ofskynjanir koma fyrir Sjúklingar eru flatir og mynda léleg tengsl við náungann *Geðrof (psychosis) er ástand sem einkennist af ofskynjunum og/eða ranghugmyndum og stafar af skertum raunveruleikatengslum Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 76 Geðklofi Horfur: Ef geðklofi er greindur snemma tekst oft að halda einkennum niðri, en ef köstin endurtaka sig oft þá verður sjúkdómurinn gjarnan langvinnur og leiðir til varanlegrar fötlunar Þó meðferð dragi úr einkennum bera flestir sjúklingar einhver einkenni sjúkdómsins alla ævi… Þó er talið að einn af hverjum fimm geti náð fullum bata Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 77 Verkun geðrofslyfja 1. Ósérhæfð, róandi, svæfandi, sefandi verkun Þessi ósérhæfða róandi verkun kemur fram fljótlega eftir að byrjað er að gefa lyfið, en fer síðan dofnandi - Oft litið á sem aukaverkun 2. Sérhæfð, sefandi, róandi verkun Hún kemur fram í minnkaðri virkni, hemlun á viðbrögðum og skeytingarleysi gagnvart áreiti Andlegur og líkamlegur óróleiki dempast, svo og æsingur, innri spenna og árásarhneigð Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 78 Verkun geðrofslyfja 3. Sérhæfð verkun gegn sturlun Mikilvægasti verkunarþátturinn - Verið er að dempa eða fjarlægja meiri háttar geðtruflanir, s.s. ofskynjanir, hugvillur og hugsanatruflanir sem fylgja geðklofa Þessi verkun kemur ekki strax fram 4. Örvandi verkun Hjá sjúklingum með meiri háttar geðbilun sem einkennist af sinnuleysi, innhverfu, óvirkni og almennu framtaksleysi 5. Verkun gegn þunglyndi Þessi verkun er yfirleitt lítið áberandi Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 79 Lyfhrif geðrofslyfja Verkun geðrofslyfja á geðklofa tengist hömlun á viðtökum boðefnisins dópamíns Aðallega dópamín D2-viðtaka Sum þeirra hafa einnig áhrif á aðra viðtaka, í meira eða minna mæli T.d. D1, 5-HT2, α1-viðtaka og fleiri... Lyfin hafa einnig uppsöluhemjandi og andhistamínáhrif Lyfin bæla lært atferli og flókna hegðun Lyfin minnka áhuga á umhverfi, draga úr tilfinningum og geðhrifum Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 80 Aukaverkanir geðrofslyfja Fara eftir því hvar í heilanum lyfin verka… Hvort lyfin blokka dópamín viðtaka, alfa-adrenerga viðtaka, múskarín viðtaka o.s.frv. (sjá ljósrit) Róandi áhrif (syfja og slen) Oftast myndast þol gegn þessari aukaverkun Áhrif á blóðrásarkerfið Blóðþrýstingsfall í uppréttri stöðu, hraðsláttur o.fl. Algengari hjá öldruðum Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 81 Aukaverkanir geðrofslyfja, frh. Áhrif á innkirtlastarfsemi Þyngdaraukning, glúkósaóþol, breytingar á líkamshita, tíðatruflanir o.fl. Aukaverkanir frá MTK, s.s. Parkinsonseinkenni Um er að ræða hreyfitruflanir (extrapýramídal) Síðkomnar hreyfitruflanir geta verið óafturkræfar Aðrar aukaverkanir: Ljósnæmni, hægðatregða, aukin myndun litarefnis í húð, blóðbreytingar o.fl. Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 82 Meðferð við geðklofa Miðar að því að draga úr einkennum og halda sjúkdómnum í skefjum Lyfjameðferð er áhrifaríkust Geðlyf sem halda geðrofseinkennum niðri hafa verið fáanleg síðan á miðjum sjötta áratugnum Lyfin lækna ekki sjúkdóminn né viðkomandi fái ekki fleiri geðrofaköst tryggja að Einstaklingsbundin meðferð Velja þar skammtastærðir af mikilli kostgæfni Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 83 Meðferð við geðklofa Fyrst og fremst eru notuð geðrofslyf... Nýleg geðrofslyf (atypical antipsychotics) Hið fyrsta þeirra var klózapín (Leponex®) Það hefur reynst áhrifaríkara en önnur geðlyf, en getur því miður haft í för með sér afar alvarlegar aukaverkanir Nýrri lyf, s.s. risperídón (Risperdal®), olanzapín (Zyprexa®) og quetíapín (Seroquel Prolong®), eru öruggari og þeim fylgja færri aukaverkanir Áhrif lyfjanna koma venjulega fram eftir 2-3 vikur Hámarksáhrif nást eftir 6 vikur-6 mánuði Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 84 Meðferð við geðklofa Geðlyf við geðklofa valda ekki vímu og eru ekki ávanabindandi Fráhvarfseinkenni: E.t.v. svefntruflanir og slappleiki Geðlyfin eru ekki eins konar „spennitreyja á hugann” eða „heilaþvottaefni” Geðlyf geta haft róandi áhrif, en verið er að sækjast eftir áhrifum gegn ofskynjunum, kvíða, ringulreið og ranghugmyndum sem fylgja geðrofsköstum Ef sjúklingar hætta á lyfjunum, aukast líkurnar á því að sjúkdómurinn taki sig upp aftur Léleg meðferðarfylgni er vandamál hvað lyfjatöku varðar Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 85 Meðferð við geðklofa Geðlyfjum fylgja oft óþægilegar aukaverkanir, einkum í byrjun meðferðar Má þar nefna syfju, eirðarleysi, vöðvakippi, skjálfta, munnþurrk eða sjóntruflanir Einnig getur verið um langvarandi aukaverkanir að ræða, s.s. síðkomnar hreyfitruflanir, sem einkennast af ósjálfráðum hreyfingum (extrapýramídal áhrif, Parkinsonseinkenni – vegna þess að lyfin minnka dópamín í heila...) Önnur meðferðarúræði: Endurhæfing, einstaklingsmeðferðir, sjálfshjálparhópar... Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir fjölskyldufræðsla, 86 Há- og lágskammtalyf Geðrofslyfjum er stundum skipt í tvo flokka; háskammta- og lágskammtalyf Háskammta geðrofslyf: Meiri róandi áhrif (syfja og slen) Lágskammta geðrofslyf: Minni áhrif á blóðrásarkerfið og innkirtlastarfsemi Meiri aukaverkanir frá MTK, s.s. hreyfitruflanir Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 87 Há- og lágskammta lyf Háskammta geðrofslyf (stórir skammtar): Levómeprómazín Klórprótixen (Melperón, zúklópentixól) Lágskammta geðrofslyf (litlir skammtar) Perfenazín, próklórperazín Halóperidól Flúpentixól Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 88 Nýrri geðrofslyf (óhefðbundin) Klózapín, olansapín, quetíapín, risperídón „Atypical antipsychotics” Að mestu laus við hreyfitruflanir... (Parkinsonseinkenni, extrapýramídal áhrif) Minni tíðni bakslags Mun dýrari lyf Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 89 a) Geðrofslyf (neuroleptica, antipsychotica) – sefandi lyf i) Fentíazín með alifatíska hliðarkeðju ii) Fentíazín með píperazínhring í hliðarkeðju iii) Bútýrófenónafleiður iv) Indólafleiður – nýlegt! v) Tíóxantenafleiður vi) Díazepín, oxazepín, tíazepín og oxepín vii) Benzamíð – nýlegt! viii) Litíum ix) Önnur geðrofslyf Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 90 i) Fentíazín með alifatíska hliðarkeðju Levómeprómazín (Nozinan® töflur) Nozinan® (levómeprómazín) Ábendingar: Geðrofsástand (psychosis), nema þegar um þunglyndi er að ræða Skammtímameðferð við miklum verkjum Aukaverkanir: Blóðþrýstingsfall (og orthostatismi), þreyta, svimi, síðkomnar hreyfitruflanir, munnþurrkur, hvíldaróþol, ljósnæmi, þyngdaraukning, vansæla, hræðsla, hraðtaktur, ristruflanir o.m.fl. Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 91 ii) Fentíazín með píperazínhring í hliðarkeðju Perfenazín (Peratsin® töflur, Trilafon Dekanoat® st.lyf) Próklórperazín (Stemetil® töflur) Peratsin® (perfenazín) – Nýlegt nafn! Lágskammta geðrofslyf Verkar á katekólamínviðtaka í heila, sérstaklega dópamínviðtaka Hefur sterka andadrenerga verkun og væga andkólínerga verkun Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 92 Peratsin (perfenazín) Ábendingar: Geðklofi og aðrar psykósur, elliórói, manía Skammtar: Mjög einstaklingsbundnir, á bilinu 4-64 mg á sólarhring Trilafon dekanoat® er gefið á 3-4 vikna fresti í vöðva Aukaverkanir: Extrapýramídal einkenni, einkum við stóra skammta o.fl. Meðganga og brjóstagjöf: Ekki skal gefa lyfið á síðustu 3 mán. meðgöngu... Hætta á áhrifum lyfsins á barn á brjósti er talin vera lítil Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 93 Stemetil (próklórperazín) Lágskammta geðrofslyf Hefur sterk áhrif gegn ógleði og uppköstum og einnig andpsýkótíska og geðhemjandi verkun, en væga róandi og svæfandi verkun Ábendingar: Ógleði, uppköst, svimi (Meniere´s sjúkdómur) Mígreni, geðklofi, fráhvarfseinkenni eftir áfengi og eiturlyf Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 94 iii) Bútýrófenónafleiður Halóperídól (Haldol® stungulyf, töflur, Haldol Depot® stungulyf) Melperón (Buronil® töflur) Haldól® (halóperidól) Lágskammta geðrofslyf með sérhæfð áhrif á dópamínerga viðtaka í heila Öflug verkun gegn sturlunareinkennum, veik (ósérhæfð) róandi og svæfandi verkun Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 95 iv) Indólafleiður Sertindól (Serdolect® töflur) Zíprasídon (Zeldox® hylki, stungulyfsstofn o.fl.) Serdolect® (sertindólum) Z-merkt lyf Ábendingar: Lyfið er ætlað til meðhöndlunar á geðklofa, ekki fyrsta val... Frábendingar: Ekki skal nota lyfið hjá sjúklingum sem hafa sögu um virka hjarta- og æðasjúkdóma, hjartabilun, stækkað hjarta o.fl. Aukaverkanir: Nefslímubólga/nefstífla, andþrengsli, bjúgsöfnun, svimi, náladofi, munnþurrkur, þyngdaraukning o.fl. Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 96 v) Tíóxantenafleiður Flúpentixól (Fluanxol Mite® töflur, Fluanxol Depot® stunglyf) Klórprótixen (Truxal® töflur) Zúklópentixól (Cisordinol® töflur, Cisordinol Depot® stungulyf, Cisordinol-Acutard® stungulyf) Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 97 vi) Díazepín, oxazepín, tíazepín og oxepín Klózapín (Leponex® töflur o.fl.) Olanzapín (Zyprexa® töflur, st.lyf, Kozylex®, munndreifitöflur, Zalasta® munndreifitöflur o.fl.) Quetíapín (Quetiapin Actavis®, Seroquel Prolong® o.fl.) Asenapín (Sycrest® tungur.töflur – NÝTT (geðhvörf)) Leponex® (klózapín) Er fyrsta lyfið í flokki „atypical antipsychotics”, nýrri geðrofslyfja Nýrri lyf, svo sem risperídón, olanzapín og quetíapín eru öruggari og þeim fylgja færri aukaverkanir... Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 98 Leponex (klózapín) Hamlar adrenvirka, kólínvirka og histamínvirka viðtaka, væg áhrif á dópamínvirka og serótónínvirka viðtaka Veldur síður hreyfitruflunum en eldri lyfin Ábendingar: Geðklofi, sem ekki hefur svarað hefðbundinni meðferð með a.m.k. tveimur öðrum lyfjum (ekki fyrsta val!) Aukaverkanir: Alvarlegust; fækkun á hvítum blóðkornum og þar með minnkuð mótstaða gegn sjúkdómum Margar aðrar aukaverkanir, s.s. hjartavöðvabólga Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 99 Zyprexa (olanzapín) Hefur meiri áhrif á 5-HT2 viðtaka en D2 viðtaka Dregur úr kvíða Ábendingar: Geðklofi, geðhvörf og geðhæðarlotur Aukaverkanir: Þyngdaraukning og syfja eru algengastar (> 10%) Aðrar algengar (1-10%); svimi, aukin matarlyst, bjúgur á útlimum, réttstöðu blóðþrýstingslækkun og tímabundin mild andkólínvirk áhrif Getur valdið extrapýramídal aukaverkunum Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 100 Seroquel Prolong (quetíapín) Hefur mesta sækni í 5-HT2, D1 og D2 viðtaka – talið eiga þátt í sefandi eiginleikum lyfsins og lítilli tilhneigingu til að valda hreyfitruflunum Hefur einnig mikla sækni í histamín og 1-viðtaka Aukaverkanir: Svefnhöfgi, blóðþrýstingsfall, andkólinergar aukaverkanir, agranulocytosis Getur valdið extrapýramídal aukaverkunum Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 101 vii) Benzamíðsambönd Solian® (amísúlpríð) töflur Ábendingar: Geðklofi Milliverkanir: Lyf við hjartsláttartruflunum o.fl. Aukaverkanir: Svefnleysi, svefnhöfgi, ótti, óróleiki Meltingartruflanir Þyngdaraukning getur komið fyrir Hreyfitruflanir geta komið fyrir (aðallega í tungu og/eða andliti) Lágþrýstingur og hægsláttur O.fl. Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 102 viii) Litarex (litíum) Litíumsölt eru aðallega notuð við geðhvarfasýki (manio-depressiv sjúkdómi), einnig við maníum Flokkast samt sem geðrofslyf... Verkunarmáti lyfsins er óþekktur Þröngur lækningalegur stuðull Skömmtun einstaklingsbundin Aukaverkanir: Ógleði, niðurgangur, handriða, vöðvaslappleiki, þorsti, tíð þvaglát, þyngdaraukning o.fl. Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 103 ix) Önnur geðrofslyf Risperídón (Risperdal® mixtúra, töflur, Risperdal Consta® stungulyfsstofn, Ríson® töflur o.fl.) Aripíprazól (ABILIFY® munndreifitöflur, mixtúra, töflur..) Paliperídón (Invega® forðatafla o.fl.) – Nýlegt! Risperdal®, Rísón® (risperídón) Blokkar ýmsar mónóamínur (5-HT, dópamín...) Hömlun 5-HT og dópamíns er talin hafa áhrif á einkenni eins og ofskynjanir, hugsanabrengl, tortryggni og ranghugmyndir Risperídón er talið hafa minni tilhneigingu til að valda extrapýramídal einkennum en eldri sterk geðlyf Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 104 ® Risperdal (risperidón) Ábendingar: Geðklofi Geðhæðarlotur sem tengjast geðhvarfasýki Þrálát árásargirni hjá Alzheimer sjúklingum og börnum með hegðunarröskun (skammtímameðferð) Aukaverkanir: Slæving, syfja, Parkinsons heilkenni, höfuðverkur, svefnleysi Þyngdaraukning, aukin matarlyst, minnkuð matarlyst O.m.fl. Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 105 ABILIFY (aripíprazól) Ábendingar: Geðklofi og geðhvarfasýki (oflæti) Aukaverkanir: Ringlun, svefnleysi, eirðarleysi, svefnhöfgi... Þokusýn Hraðtaktur, meltingaróþægindi o.fl. Extrapýramídal einkenni – frekar lítil Veldur lítilli þyngdaraukningu! Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 106 b) Róandi lyf og kvíðastillandi lyf c) Svefnlyf og róandi lyf Þessi lyf valda róun í litlum skömmtum, en svefni í stærri skömmtum Róun; viðkomandi hreyfir sig minna en ella, hefur minni drift til athafna og vökuvitund slævist Róun er forstig svefns, viðkomandi er þó vakandi og skynjar umhverfi sitt Svefn; missir vökuvitundar að því marki að menn vakna við hæfilegt áreiti Öll þessi lyf hafa krampastillandi áhrif í stórum skömmtum og eru sum notuð sem flogaveikilyf Þessi lyf eru öll merkt aðvörunarþríhyrningi (∆) Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 107 Svefnleysi - svefnlyf 10-15% fólks telur sig þjást af svefnleysi í einhverri mynd 7-8% fólks notar svefnlyf einhvern tímann á árinu Tíðni svefnörðugleika var minnst á aldrinum 25-39 ára en mest meðal þeirra sem voru 60 ára og eldri Svefntruflanir eru algengari hjá konum en körlum Um það bil 15% allra lyfseðla eru ávísanir á róandi lyf og svefnlyf Allt að 20% vaktavinnufólks kvartar um slæman svefn Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 108 Svefnleysi - svefnlyf Ekkert svefnlyf veldur eðlilegum svefni og fráhvarfseinkenni eftir töku þeirra allra geta m.a. lýst sér í svefntruflunum Svefnlyf ætti að nota eins sparlega og auðið er og í eins litlum skömmtum og frekast er unnt Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 109 Svefnleysi - svefnlyf Öll höfum við í okkur s.k. líkamsklukku sem stýrir því hvenær menn sofa og vaka Þegar einstaklingur er látinn sofa á þeim tíma þegar hans eigin líkamsklukka segir að hann ætti að vaka, verður svefn- inn léttari, lausari og verri Melatónín hefur verið notað til að leiðrétta líkamsklukku fólks... Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 110 Tegundir svefnleysis Helstu orsakir svefnleysis: Síðvaka - að eiga erfitt með að sofna á kvöldin Óværð - að vakna oft upp á nóttinni Árvaka - að vakna snemma að morgni Helstu tegundir svefnleysis: Brátt starfrænt svefnleysi Langvinnt starfrænt svefnleysi (15-30%) Svefnleysi sem tengist geðsjúkdómum Svefnstol Svefnleysi sem byrjar oftast á barnsaldri og varir ævilangt Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 111 Tegundir svefnleysis Helstu tegundir svefnleysis, frh.: Svefnsjúkdómar sem greinast með svefnheilariti Svefnleysi sem tengist líkamlegum sjúkdómum Gigt, hjarta- og taugasjúkdómar o.fl. Svefnleysi sem tengist sjúklegum svefnháttum (12%) Svefnleysi sem tengist neyslu óæskilegra efna Kaffi, tóbak, áfengi, örvandi lyf og ofnotkun svefnlyfja o.fl. Svefnleysi af völdum svefntímatruflunar Vaktavinna og flug yfir marga lengdarbauga Huglægt svefnleysi Finnast ekki nein merki um óeðlilegan svefn (33%) Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 112 Ýmis ráð til að bæta svefn Líkamleg áreynsla, helst að degi til Heitt bað, gufubað Fæða Hæfilegt hitastig í svefnherbergi - Best 15-18°C Reglusemi í svefnháttum Sálfræðileg meðferð; slökun o.fl. Lyf: Fyrst og fremst benzódíazepín sambönd Brátt starfrænt svefnleysi, ef svefnreglur og slökun koma ekki að gagni Fráhvarf áfengis og „lært” svefnleysi Virka ekki á langvinnt starfrænt svefnleysi... Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 113 Sagan Um miðja 19. öld var brómíð notað sem róandi lyf, svefnlyf og við flogaveiki Síðar var reynt að finna sérhæfðari lyf, barbital, fyrsta barbitúrsýran 1903, fenóbarbital (Fenemal, 1912), klórdíazepoxíð, fyrsta benzódíazepínið 1961 Áhrif lyfjanna koma smám saman fram þegar skammtar eru auknir: Róandi, slævandi, meðvitundarleysi, svæfing, dá og að lokum dauði vegna bælingar öndunarstöðvar Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 114 Benzódíazepín (BZD) Stærsti flokkur róandi lyfja og svefnlyfja Geta í stórum skömmtum valdið dái, en ekki svæfingu, og nær útilokað að geti bælt öndun ein sér Vegna öryggis þessara lyfja hafa þau nú tekið við af öðrum róandi lyfjum sem áður voru notuð, s.s. barbitúrötum Oft á tíðum er meiri sjálfsmorðshætta hjá þeim sjúklingum sem þurfa á þessum lyfjum að halda en öðrum, og því skiptir öryggi þeirra meira máli en ella Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 115 Verkun benzódíazepína Öll benzódíazepín sem eru í notkun hafa áhrif á virkni GABA GABA er algengasta slævandi taugaboðefnið í MTK Til eru nokkrar undirtegundir GABA viðtaka Benzódíazepín bindast benzódíazepínviðtökum en við það aukast áhrif GABA sem hefur letjandi áhrif á ýmis boðefni, s.s. NA, serótónín, dópamín og acetýlkólín Benzódíazepín hafa ekki almenn bælandi áhrif, heldur eru þau að vissu leyti sérhæfð Svefnlyfið zolpidem (Stilnoct®) hefur áhrif á ákveðna undirtegund GABA viðtaka Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 116 Áhrif benzódíazepína Aðallega er um að ræða MTK áhrif; róandi, auðvelda svefn, vöðvaslakandi, kvíðastillandi og krampalosandi Útlæg áhrif; víkkun kransæða og blokkun taugavöðvamóta - geta sést eftir gjöf í æð eða í mjög stórum skömmtum Áhrif BZD á svefn: Stytta tímann sem það tekur að sofna, fækka andvökum og lengja svefntíma Stytta tímabil í REM svefni, en REM tímabilum fjölgar, sérstaklega á seinni hluta svefntíma Minnka hreyfingar í svefni Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 117 Helmingunartími svefnlyfja Verkun svefnlyfs ætti að koma fljótt fram, vara yfir nóttina og hverfa um morguninn Út frá þessu mætti ætla að svefnlyf með skamman T½ henti betur en þau sem hafa lengri Morgunsvefnleysi kemur oft fyrir þegar lyf með skamman T½ eru notuð, og meiri hætta virðist vera á afturkasti þegar notkun er hætt BZD sem eru notuð við flogaveiki ættu að hafa langan helmingunartíma Æskilegt að lyf notuð við kvíða hafi langan T½ Svefnlyf ættu helst að hafa stuttan helmingunartíma... Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 118 Eftirköst benzódíazepína Lengri viðbragðstími, heft rökhugsun og vöðvasamhæfing, rugl, minnisglöp Æskilegt að þessi áhrif vari ekki lengur en rétt yfir nóttina, eftirköst eru skammtaháð og viðkomandi gerir sér yfirleitt ekki grein fyrir hversu mikil þau eru Tíðni og alvarleiki eftirkasta eru meiri hjá eldra fólki Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 119 Þolmyndun, ávani og fíkn... Þolmyndun á sér stað gegn svefnframkallandi áhrifum benzódíazepína og seinna gegn róandi verkun þeirra Ávani og fíkn getur myndast í þessi efni, þó að minna leyti í nýrri lyfin... Fráhvarfseinkenni geta verið mjög alvarleg, jafnvel krampar Fráhvarfseinkennin eru að jafnaði öfug við lyfhrifin (órói, kvíði, svefntruflanir...) Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 120 Aukaverkanir benzódíazepína Slappleiki, höfuðverkur, þokusýn, svimi, ógleði og uppköst, meltingartruflanir og hægðatregða Verkir í liðamótum eða brjóski og þvagleki geta komið fyrir Hegðunarbreytingar geta komið fram – æsingur, árásarhneigð o.fl. Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 121 Skráð benzódíazepín og skyld lyf Flogaveikilyf: Klónazepam Róandi og kvíðastillandi: Díazepam, klórdíazepoxíð, oxazepam, brómazepam, alprazólam Svefnlyf og róandi lyf: Flúrazepam, nítrazepam, flúnítrazepam, tríazólam, mídazólam Benzódíazepín skyld lyf (cýklópyrrólon): Zópíklón, zolpidem Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 122 b) Róandi og kvíðastillandi lyf c) Svefnlyf og róandi lyf b) Róandi og kvíðastillandi lyf (anxiolytica) i) Benzódíazepínafleiður ii) Dífenýlmetanafleiður iii) Azaspíródekandíónafbrigði c) Svefnlyf og róandi lyf (hypnotica og sedativa) i) Benzódíazepínafleiður ii) Benzódíazepín og skyld lyf iii) Melatónín viðtakaörvar – nýlegur flokkur! iv) Önnur svefnlyf og róandi lyf Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 123 b) Róandi og kvíðastillandi lyf i) Benzódíazepínafleiður Díazepam (Stesolid® stílar, klysma, töflur, st.lyf o.fl.) Klórdíazepoxíð (Risolid® töflur) Oxazepam (Sobril® töflur) Brómazepam (Lexotan® töflur) Alprazólam (Tafil®, Tafil Retard® o.fl.) ii) Dífenýlmetanafleiður Hýdroxýzín (Atarax® mixtúra, töflur) iii) Azaspíródekandíónafbrigði Búspírón (Buspiron Mylan® töflur) Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 124 Tafil (alprazólam) Er BZD með svipaðar verkanir og díazepam Talið vera minna sljóvgandi en díazepam Hefur helmingunartímann 10-12 klst. Ábendingar: Kvíði, hræðsla og hugarvíl af nevrótískum toga Skammtastærðir: Í upphafi; 0,25-0,5 mg 3svar á dag Varúð: Ávanahætta => nota lyfið í stuttan tíma í senn Fíkn Fráhvarfseinkenni: Kvíði, skjálfti, rugl, svefntruflanir, krampaflog, þunglyndi Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 125 Tafil (alprazólam) Frábendingar: Ofnæmi fyrir BZD Vöðvaslensfár, þrönghornsgláka, meðganga og brjóstagjöf Varúð hjá öldruðum og sj. með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi Aukaverkanir: Ávanahætta, þreyta og syfja, ósamhæfðar hreyfingar, svimi, sjóntruflanir, meltingartruflanir og munnþurrkur Milliverkanir: Lyfið eykur áhrif áfengis, svefnlyfja og annarra róandi lyfja Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 126 Buspiron Mylan (buspírón) Er G-merkt (greiðsluþátttaka) Stillir kvíða, án slævandi og vöðvaslakandi áhrifa Skerðir ekki andlega hæfni, milliverkar ekki við áfengi Veldur ekki þolmyndun, né fráhvarfseinkennum Ábendingar: Langtímameðferð við langvinnum kvíðasjúkdómum, þegar tafarlaus verkun gegn einkennum er ekki nauðsynleg Aukaverkanir: Algengastar (ca. 10%): Svimi, höfuðverkur, sljóleiki og ógleði Milliverkanir: Lyfið milliverkar ekki við BZD, en milliverkar við MÖRG lyf… Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 127 c) Svefnlyf og róandi lyf i) Benzódíazepínafleiður Flúrazepam (Dalmadorm medium® hylki) Nítrazepam (Mogadon® töflur) Flúnítrazepam (Flunitrazepam Mylan® töflur) Tríazólam (Halcion® töflur) Mídazólam (Dormicum® stungulyf) ii) Benzódíazepín og skyld lyf Zópíklón (Imovane®, Zopiklon Mylan® töflur o.fl.) Zolpidem (Stilnoct®, Zolpidem Mylan® töflur) Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 128 c) Svefnlyf og róandi lyf iii) Melatónín viðtakaörvar Melatónín (Circadin® forðatöflur) iv) Önnur svefnlyf og róandi lyf Clómetíazól (Heminevrin® hylki) Dexmedetomidín (Dexdor® innrennslisþykkni) – Nýlegt! Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 129 Halcion (tríazólam) Er stuttverkandi BZD, T1/2 = 2,3 klst. Verkar róandi og svæfandi, en er þar að auki kvíðastillandi, vöðvaslakandi og krampastillandi Ábendingar: Tímabundið svefnleysi - Hámarksmeðferð: 2 vikur… Skammtastærðir: Venjulegur skammtur: 0,125-0,25 mg fyrir svefn Aldraðir: 0,125 mg fyrir svefn Aukaverkanir: Sljóleiki yfir daginn, þreyta, höfuðverkur, svimi o.fl. Geðrænar aukaverkanir; eirðarleysi, pirringur, æsingur, martraðir, ranghugmyndir, minnisleysi o.fl. Algengari hjá öldruðum Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 130 Imovane (zópíklón) Er svefnlyf, sem er efnafræðilega óskylt öðrum svefnlyfjum Eykur virkni boðefnisins GABA í MTK Verkar fljótt (innan 30 mín.) og lengir svefntíma og fækkar andvökum REM-svefn og djúpur svefn helst við venjulega skammta Helmingunartími í blóði er 4-6 tímar Ekki hefur verið sýnt fram á þolmyndun varðandi áhrif lyfsins á svefn Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 131 Imovane (zópíklón) Ábendingar: Tímabundið svefnleysi Hjálparmeðferð við langvarandi svefnerfiðleika Aukaverkanir: U.þ.b. 10% sjúklinga fá einhverjar aukaverkanir, algengast er biturt bragð í munni (4%) Einnig: munnþurrkur og syfja Sjaldgæfar: Höfuðverkur, svimi, órói, ógleði, hræðslutilfinning, ofskynjanir, rugl, einbeitingarleysi, minnis- truflanir Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 132 Circadin (melatónín) Melatónín er hormón sem framleitt er af heilaköngli og er skylt serótóníni Framleiðsla þess eykst eftir að dimmir, nær hámarki kl. 2-4 eftir miðnætti og minnkar síðari helming nætur Melatónín hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð Ábendingar: Svefnleysi hjá þeim sem eru 55 ára eða eldri Milliverkanir: Áfengi og önnur slævandi lyf... Aukaverkanir: Helst: Höfuðverkur, kokbólga, bakverkur og þróttleysi Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 133 Önnur lyf Önnur lyf sem svefnlyf Sum þunglyndislyf hafa róandi verkun og geta þannig bætt svefn, t.d. amitriptýlín (Amitriptyline®) og mirtazapín (Remeron®) Sum geðrofslyf geta einnig komið að gagni, t.d. levómeprómazín (Nozinan®) Sérstaklega ef sjúklingur hefur myndað þol gegn áhrifum BZD Önnur lyf við kvíða SSRI þunglyndislyf hafa gefist vel við kvíða og ofsakvíða (felmtursröskun) Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 134 6. Geðlyf (psychoanaleptica) Psycholeptic = hugslakandi (sefun, róun, svefn) Psychoanaleptic = geðhvati (þunglyndislyf) Skiptast í; a) Þunglyndislyf (geðdeyfðarlyf) b) Örvandi lyf c) Lyf við heilabilun – Alzheimer o.fl. Ekki farið í hér... Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 135 Þunglyndi Algengi: Þunglyndi er einn algengasti geðsjúkdómurinn sem hrjáir fólk Um 25% kvenna og 10% karla fá einkenni þunglyndis einhvern tíma um ævina Þunglyndi er algengast hjá öldruðum Einnig er þunglyndi algengara hjá sjúklingum sem hafa fengið krans- æðastíflu, vanstarfsemi skjaldkirtils, krabbamein... Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 136 Þunglyndi Undirflokkar: Djúp geðlægð (major depression) Óyndi (dysthymia) Geðhvörf (bipolar disorder eða manic depressive illness) Einkenni: Breytt atferli (kvartanir, óvirkni, hótanir o.fl.) Breytt tilfinningaviðbrögð (tómleiki, depurð, þreyta, kvíði, leiði, áhugaleysi, aukin sektarkennd, vantraust á eigin getu o.fl.) Breytt viðhorf (minna sjálfstraust, neikvæð sjálfsmynd, svartsýni, vonleysi, sjálfsásakanir, sjálfsgagnrýni o.fl.) Líkamleg einkenni (erfiðleikar með svefn, minnkuð kynhvöt, breytt matarlyst o.fl.) Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 137 Þunglyndi Meðferð: Langflestir ná töluverðum bata eftir meðferð Oft getur verið heppilegt að sameina t.d. lyfjameðferð og viðtalsmeðferð Öll hreyfing og hollir lífshættir auka líkurnar á bata Þunglyndislyf: Auka boðefnin serótónín, dópamín og/eða NA í heila Dæmi: Serótónín-endurupptökuhemlar (SSRI) Þríhringlaga geðdeyfðarlyf (TCA) Náttúrulyfið Modigen® (Jóhannesarjurt) – hætt! Lithíum (þegar einstaklingar sveiflast í lund) Raflækningar Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 138 a) Þunglyndislyf (antidepressiva) Algengur verkunarmáti þunglyndislyfja Að hamla endurupptöku boðefna; noradrenalíns (NA), serótóníns (5-HT), og dópamíns (DA) við taugamót Lyfin hamla niðurbroti ofangreindra boðefna t.d. með því að blokka mónóamín oxidasa (MAO)... Þessi hömlun leiðir þess að magn þessara boðefna í heila eykst! Hömlun endurupptöku taugaboðefna; DA: Örvandi áhrif, en lítil áhrif á þunglyndiseinkenni NA: Virðist hafa mest áhrif á þunglyndiseinkenni 5-HT: Hefur í mörgum tilfellum áhrif á þunglyndiseinkenni Einstaklingsbundið....! Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 139 Áhrif þunglyndislyfja Þunglyndislyf hafa almennt ekki örvandi áhrif á heilbrigða einstaklinga Undantekningar t.d. MAO-hemlar Sum hafa róandi áhrif og því gagnleg gegn svefnleysi, sérstaklega ef það tengist þunglyndi Áhrif lyfjanna á þunglyndi koma að jafnaði ekki fram fyrr en eftir nokkurra vikna notkun Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 140 Aukaverkanir og eituráhrif Aukaverkanir eru almennt mjög algengar Mörg TCA hafa andkólínerg áhrif (munnþurrkur, hægðatregða, þvagtregða, sjónstillingartruflanir...) Lyf sem blokka α-viðtaka geta valdið stöðubundnu blóðþrýstingsfalli og hröðum hjartslætti Banvænn skammtur af TCA er ekki mjög hár Geta valdið oförvun á hjarta (lengja leiðnitíma í hjartavöðva) SSRI hafa mun minni áhrif á hjartað SSRI valda aftur á móti ógleði, uppköstum, höfuðverk, minnkaðri kynhvöt (eða kyngetu) og truflunum á sáðláti karla Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 141 Þol og fráhvarf Þol myndast gegn flestum aukaverkunum þunglyndislyfja, bæði TCA og SSRI lyf Þol myndast þó sjaldan gegn æskilegum áhrifum lyfjanna Óþægindi geta komið fram þegar meðferð er hætt skyndilega, en hægt að koma í veg fyrir þau með því að draga smám saman úr skömmtum áður en meðferð er hætt Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 142 Önnur not fyrir þunglyndislyf Enuresis (miga) í börnum og eldra fólki (TCA – t.d. amitriptýlín) Ofvirkni þegar örvandi lyf gagnast ekki (TCA - amitriptýlín, nortriptýlín) Kvíði, panic (SSRI) Bulimia (SSRI) Langvarandi verkir, mígreni, kæfisvefn (TCA) Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 143 a) Skráð þunglyndislyf i) Ósérhæfðir mónóamín endurupptöku hemlar (TCA) ii) Sérhæfðir serótónín endurupptöku hemlar (SSRI) iii) MAO-hemlar, tegund A iv) Önnur þunglyndislyf Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 144 i) Ósérhæfðir mónóamín endurupptöku hemlar (TCA) Klómípramín (Anafranil® o.fl.) Trímípramín (Surmontil®) Amitriptýlín (Amitriptyline® o.fl.) Nortriptýlín (Noritren®) Doxepín (Sinquan®) Maprotilín (Ludiomil®) Öll þessi lyf eru p.o. lyf, þ.e. töflur eða hylki Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 145 Þríhringlaga lyf (TCA) Eru elsti flokkur þunglyndislyfja Heitið kemur til af efnafræðilegri byggingu lyfjanna (TCA – tricyclic amines) Hindra endurupptöku NA og 5-HT við taugamót – eru ósérhæfðir mónóamín endurupptöku hemlar Hafa oft áhrif á fleiri boðefni, s.s. asetýlkólín (andkólínergar aukaverkanir) og histamín (róandi áhrif) Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 146 Milliverkanir TCA eru flest brotin niður í óvirk efni í lifur, og geta geðrofslyf og sterar (þ.m.t. getnaðarvarnir) hægt á niðurbrotinu Flogaveikilyf og reykingar geta örvað niðurbrot TCA SSRI lyfin geta hindrað niðurbrot vissra lyfja í lifur Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 147 Amitriptyline (amitriptýlín) TCA með kvíðastillandi og róandi verkun Ábendingar: Einkenni þunglyndis (einkum þegar slævingar er þörf) Næturvæta hjá börnum Skammtar: Viðhaldsskammtur; 50-100 mg daglega í minnst 3 mánuði Aukaverkanir: Hjartsláttarónot, svimi, höfgi, höfuðverkur, munnþurrkur o.fl. Milliverkanir: Notist ekki með MAO-hemlum o.fl. Frábendingar: Meðganga og brjóstagjöf, gláka, hjartabilun... Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 148 ii) Sérhæfðir serótónín endurupptöku hemlar (SSRI) Flúoxetín (Flúoxetín Actavis®, Fontex®, Seromex®) Cítalópram (Cipramil®, Oropram® o.fl.) Paroxetín (Paxetín®, Seroxat®) Sertralín (Sertral®, Zoloft® o.fl.) Escítalópram (Cipralex®, Esopram® o.fl.) Ýmsar töflugerðir (sjá ATC-flokkun) Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 149 Sérhæfðir serótónín endurupptöku hemlar (SSRI) SSRI - selective serotonin reuptake inhibitors „Nýrri” lyf – fyrsta lyfið kom á markað 1987 Hindra endurupptöku serótóníns í mun meiri mæli en endurupptöku noradrenalíns Paroxetín hefur 10 sinnum meiri áhrif á endurupptöku 5-HT en endurupptöku NA Hafa lítil áhrif á önnur boðefni, aukaverkanir fátíðari en hjá þríhringlaga lyfjunum Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 150 Fontex (flúoxetín) Verkar sértækt með því að hamla endurupptöku serótóníns (5-HT) Lítil hamlandi áhrif á endurupptöku dópamíns og NA Verkar svipað og TCA, en minni slævandi áhrif, andkólínvirk áhrif og blóðþrýstingslækkandi áhrif Veldur ekki þyngdaraukningu Ábendingar: Alvarleg þunglyndisköst Áráttu-þráhyggjuröskun (OCD) Lotugræðgi (Alvarleg fyrirtíðaheilkenni – PMS) Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 151 Fontex (flúoxetín) Skammtar: Mismunandi – fer eftir ábendingum Aukaverkanir: Algengastar: Höfuðverkur, ógleði, svefnleysi, þreyta og niðurgangur Einnig: Minnkuð matarlyst, kvíði, órói, minnkuð kynhvöt, svefntruflanir, munnþurrkur o.fl. Milliverkanir: MAO-hemlar => E.t.v. serótónín heilkenni (ofurhiti, uppnám, rugl, vöðvakippir, skjálfti, krampar, breytingar á bþ o.fl.) TCA, litíum, geðrofslyf Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 152 iii) MAO-hemlar, tegund A Móklóbemíð (Aurorix® o.fl.) Þunglyndislyf sem hefur áhrif á mónóamínvirkt kerfi taugaboðefna í heila með afturkræfri hömlun á mónóamínoxídasa, einkum tegund A Við þetta minnkar umbrot noradrenalíns, dópamíns og serótóníns og það leiðir til aukinnar utanfrumuþéttni þessara taugaboðefna Ekki hafa komið fram eituráhrif á hjarta Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 153 Sérhæfðir MAO-hemlar Til eru tvær megingerðir mónóamín oxidasa, MAO-A og MAO-B MAO-A hefur meiri sækni í serótónín, meðan MAO-B hefur meiri sækni í dópamín og fenýletýlamín MAO-B notaðir eitthvað við Parkinsons sjúkdómi, sbr. selegilín (Selegilin Mylan®) MAO-A hemlar hafa notagildi gegn þunglyndi MAO-hemlar notaðir í dag virka afturkræft (þ.e. hætta að virka þegar notkun þeirra er hætt) Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 154 iv) Önnur þunglyndislyf Míanserín (Mianserin Mylan®) Mirtazapín (Míron®, Míron Smelt®, Remeron® o.fl.) Búprópíón (Wellbutrin Retard®) – Nýlegt! Venlafaxín (Efexor Depot®, Venlafaxin Actavis® o.fl.) Reboxetín (Edronax®) Duloxetín (Cymbalta®, Yentreve®) Agómelatín (Valdoxan®) – Nýlegt! Vortioxetín (Brintellix®) - NÝTT Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 155 Efexor Depot (venlafaxín) Blokkar fyrst og fremst endurupptöku serótóníns og NA í MTK (minna dópamín) Áhrif koma fljótt í ljós, jafnvel eftir 1 viku Hindrar ekki MAO og hefur enga sækni í kólínvirk-, histamín- eða alfa-adrenvirk viðtaka Ábendingar: Þunglyndi, þar með talið kvíðatengt þunglyndi Skammtar: Byrjunarskammtur er 75 mg á sólarhring, með mat Aukaverkanir: Ógleði og uppköst, þróttleysi, lystarleysi, höfuðverkur, magaverkur, þyngdarbreytingar, sviti, svimi, höfgi o.fl. Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 156 ® Valdoxan (agómelatín) Nýlegt þunglyndislyf Örvar melatónínviðtaka, hindrar 5-HT, eykur NA og dópamín Ábendingar: Alvarleg þunglyndistímabil hjá fullorðnum Skammtar: Byrjunarskammtur er 25-50 mg á sólarhring (vesp) Aukaverkanir: Algengastar: Ógleði og svimi (einkum fyrstu tvær vikurnar) Einnig: Syfja, þreyta, svefnleysi, mígreni, ógleði, niðurgangur, hægðatregða, bakverkir Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 157 b) Örvandi lyf (psychostimulantia) Hafa óbein örvandi áhrif á katekólamínviðtaka Hafa örvandi áhrif á MTK og geta valdið ávanahættu Í þessum flokki eru lyf notuð við ofvirkni með athyglisbresti (ADHD*) og lyf sem efla heilastarfsemi (nootropics) i) Adrenvirk lyf sem verka á miðtaugakerfið Metýlfenídat (Ritalin® , Ritalin Uno®, Concerta® o.fl.) Módafíníl (Modiodal® o.fl.) Atomoxetín (Strattera®) * ADHD = Attention Deficit Hyperactivity Disorder Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 158 Ritalin (metýlfenídat) Fyrsta lyf (ásamt Concerta®) við ofvirkni Lyfhrif svipuð amfetamíni, en mildara og áhrif þess meira bundin við MTK (minni áhrif á hreyfingar) Minni hætta á aukaverkunum frá hjarta og eitrunum en með amfetamín Í sumum tilfellum gefið fullorðnum með ofvirkni Ábendingar: Narcolepsi, ofvirkni barna með væga heilasköddun Aukaverkanir: Taugaveiklun og svefnleysi, minnkuð matarlyst Aðrar: höfuðverkur, þreyta, svimi, hreyfitregða o.fl. Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 159 Concerta (metýlfenídat) Þetta lyf er ætlað sem hluti af heildarmeðferðaráætlun við athygliröskun með ofvirkni (ADHD) hjá börnum (eldri en 6 ára) og unglingum þegar aðrar stuðningsaðgerðir einar eru ófullnægjandi Til þess að greina sjúkdóminn nægilega þarf læknisfræðileg og sérstök sálfræðileg, uppeldisfræðileg og félagsleg úrræði Námshæfni getur verið skert, en þarf ekki að vera það Ekki er víst að lyfjameðferð sé nauðsynleg hjá öllum börnum með þetta heilkenni Lyfið er gefið einu sinni á dag (að morgni) Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 160 Modiodal (módafíníl) Módafíníl eykur árvekni og hreyfigetu Áhrifin virðast að hluta til tengd sértækri örvun á α1 adrenvirkni í heila Ekki hefur verið sýnt fram á útlæg adrenvirk áhrif á hjarta og æðakerfi, nýru eða meltingarfæri Ábendingar: Svefnflog (narcolepsi), með eða án máttleysiskasta Vorönn 2015 © Bryndís Þóra Þórsdóttir 161