a) Alkýlerandi efni

Download Report

Transcript a) Alkýlerandi efni

III. Krabbameinslyf
LHF 403
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
1
III. Krabbameinslyf og lyf
notuð í krabbameinsmeðferð
1. Æxlishemjandi lyf (L 01)
2. Innkirtlalyf (L 02)
3. Ónæmisörvandi lyf (L 03)
4. Ónæmisbælandi lyf (L 04)
5. Uppsöluhemjandi lyf (A 04)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
2
Almennt um krabbamein
o Krabbamein hefur sennilega fylgt lífríki jarðar
frá upphafi mannsins
o Fyrstu heimildir um krabbamein í mönnum
fengust við rannsóknir á meira en 5000 ára
gömlum egypskum múmíum
o
Yngri heimildir eru frá því um 500 f.Kr. frá Inkum í
Perú
o Grikkir gáfu fyrstir þessum sjúkdómi nafn
og kenndu við skeldýrið krabba, þ.e. karkinos
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
3
Almennt um krabbamein
o Krabbamein er samheiti yfir marga sjúkdóma sem einkennast af stjórnlausum og skaðlegum vexti fruma
o Þessar frumur hafa glatað þeim eðlilega eiginleika að vinna
sitt verk af hendi og deyja síðan
o Krabbameinsfrumur fara að vaxa inn í aðra vefi og hafa
einnig ríka tilhneigingu til að sá sér til annarra líffæra og
vaxa þar
o
Þær geta því bæði skaðað það upphaflega líffæri sem þær uxu í, sem
og önnur líffæri sem þær sá sér til
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
4
Almennt um krabbmein
o Talað er um góðkynja krabbamein og illkynja
o
Þegar um góðkynja krabbamein er að ræða, er vöxtur
krabbameinsins mjög hægur eða þá hann stöðvast
o
Illkynja krabbamein vex hins vegar stjórnlaust inn í
önnur líffæri eða vefi
o
Illkynja krabbamein getur þó verið staðbundið eða dreift sér
um líkamann sem meinvörp (ífarandi sjúkdómur)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
5
Almennt um krabbmein
o Margir þættir koma við sögu í meingerð krabbameina
o Eðlilegar frumur hafa í sér svokölluð „krabbameinsgen“,
þ.e. erfðavísa sem valda stjórnlausum vexti
o Hinsvegar er venjulega „slökkt“ á þessum erfðavísum
o Ekki er vitað hvers vegna „kveikt“ er á þessum erfðavísum í sumum frumum sem geta þannig breyst í
krabbameinsfrumur
o Líklega koma margir þættir við sögu, bæði erfða- og
umhverfisþættir
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
6
Almennt um krabbmein
o Víða um heim er unnið ötullega að þróun nýrra aðferða í
baráttunni við krabbamein
o Hundruð nýrra efnasambanda sem unnin hafa verið úr
náttúrunni eða smíðuð á rannsóknastofum munu á næstu
árum verða reynd á mönnum
o Mörg þessara nýju lyfja munu ekki gagnast mönnum, en
á meðal þeirra leynast krabbameinslyf framtíðarinnar
o Bjartsýnustu menn áætla að þegar erfðarannsóknir og
líftæknin fara að skila árangri, verði hægt að hafa stjórn á
um 90% krabbameina
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
7
Tíðni krabbameina
o Nýjar rannsóknir á tíðni krabbameina benda til þess að allt
að 21,3 milljónir manna greinist með krabbamein árið 2030
(WHO) og þar af deyi 13,3 milljónir manna úr sjúkdómnum
o Árið 2008 létust 7,6 milljónir manna úr krabbameini
o Það ár var lungnakrabbamein algengasta krabbameinið, en
þar á eftir kom brjóstakrabbamein og ristilkrabbamein
o Algengi hérlendis (2007-2011):
o
Blöðruhálskirtilskrabbamein: ca. 30%
o
Brjóstakrabbamein: ca. 29,5%
o
Lungnakrabbamein: ca. 22%
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
8
Tíðni krabbameina
o Frá 2007-2011 greindust að meðaltali árlega 739 karlar og
685 konur með krabbamein (Krabbameinsfélagið)
o
Þessi tala var um 1000 manns fyrir 10 árum
o Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein einhvern tímann á
lífsleiðinni
o
Fjórðungur Íslendinga mun deyja af völdum krabbameins
o Um helmingur krabbameinssjúklinga læknast
o
o
Í heildina er lítill munur á körlum og konum, en á aldrinum 15-54 ára
greinast mun fleiri konur en karlar
Frá 55-69 ára er nýgengi krabbameins hjá kynjunum nokkuð jafnt, en
á efri árum greinist krabbamein hjá helmingi fleiri körlum en konum
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
9
Tíðni krabbameina
o Á síðastliðnum 40 árum hefur nýgengi krabbameina í heild
aukist en dánartíðni lækkað
o Mestu breytingarnar felast í fækkun á nýgengi maga- og
leghálskrabbameins en aukningu á nýgengi krabbameins í
lungum, brjóstum, blöðruhálskirtli og sortuæxla í húð
o
Um 10% kvenna á Íslandi geta búist við því að fá brjóstakrabba
o Frá 1977-1996 jókst nýgengi krabbameins hjá körlum um
10,2% og hjá konum um 11%
o Spáð er ennþá meiri aukningu í nýgengi krabbameina á
næstu árum… (allt að 30% næstu 10 árin)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
10
Einkenni krabbameina
o Fyrstu einkenni krabbameins eru yfirleitt staðbundin
o
Óvenjulegir hnútar eða bólga (æxli), blæðing, sársauki
eða sáramyndun
o
t.d. blóð í þvagi (ef nýrnakrabbamein)
o Þegar krabbameinið hefur hins vegar dreift sér,
koma almenn einkenni í ljós; lystarleysi, þyngdartap, þreyta, hiti, sviti, blóðleysi og húðkláði
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
11
Einkenni krabbameina
o Átta einkenni sem geta verið merki um krabbamein hjá
körlum (og konum að einhverju leyti):
o
Langvarandi óþægindi í munni og koki eða breyting á rödd (hæsi)
o
Þrálátur hósti (e.t.v. lungnakrabbamein)
o
Óþægindi frá maga eða ristli (e.t.v. krabbamein í meltingarvegi)
o
Blóð í þvagi (e.t.v. krabbamein í þvagblöðru)
o
Erfiðleikar við þvaglát (e.t.v. blöðruhálskirtilskrabbamein)
o
Hnútur í eista / pung (e.t.v. krabbamein í eistum)
o
Einkennileg varta eða breyting á fæðingarbletti á líkamanum
o
Hnútar eða þykkildi á líkamanum (e.t.v. eitilfrumukrabbamein)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
12
Einkenni krabbameina
o Algengustu krabbamein hjá konum eru í
brjóstum, lungum, ristli og eggjastokkum
o Einkenni brjóstakrabbameins;
o
o
o
Hnútar í brjósti / holhönd
Breyting á stærð eða lögun brjósts
Breyting á húðlit og áferð og útferð úr geirvörtu
o Einkenni ristilkrabbameins;
o
o
o
o
Breyting á hægðavenjum
Hægðatregða og/eða niðurgangur
Blóðugar eða svartar hægðir
Blóðleysi, þyngdartap, verkir í kvið og við endaþarm
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
13
Einkenni krabbameina
o Einkenni eggjastokkakrabbameins;
o
Þaninn kviður eða verkir
o
Óútskýrð, óljós einkenni frá meltingarvegi, eins og
ógleði, uppköst, lystarleysi, þyngdartap
o Einkenni leghálskrabbameins;
o
Óeðlileg blæðing eða blettablæðing, sérstaklega eftir
samfarir
o
Langvarandi útferð
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
14
Áhættuþættir krabbameina
o Áhættuþáttum er yfirleitt skipt í tvennt;
o
Þættir sem við höfum enn ekki stjórn á, s.s. aldur og erfðir (5%)
o
Þættir sem tengjast lífsstíl og umhverfi og eru meginorsakir allra
krabbameina
o Áætlað er að 80-90% krabbameina orsakist af umhverfisþáttum og lífsstíl!
o Áætlað er að um 2/3 dauðsfalla af völdum krabbameina
megi rekja til reykinga, mataræðis og hreyfingarleysis
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
15
Áhættuþættir krabbameina
o Mataræði (30-50%)
o Reykingar (20-30%)
o Reykingar + áfengi/asbest (6-10%)
o Atvinnuumhverfi (1-5%)
o Lyf og geislar (1%)
o Annað (10-15%)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
16
Forvarnir krabbameina
o Hefðbundnum krabbameinsforvörnum er skipt í þrennt;
fyrsta og annars stigs forvörnum og þriðja stigs sem eiga
við þá sem eru með krabbamein
o Fyrsta stigs forvarnir (primary):
o
Eru taldar geta fækkað krabbameinum um 20-30%
o
Taka mið af því að minnka hættu á krabbameini hjá almenningi
o
o
Eiga að koma í veg fyrir sjúkdóminn áður en merki hans koma í ljós
Um er að ræða að fjarlægja áhættuþætti og orsakir krabbameina,
breyta lífsstíl eða nota verndandi efni
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
17
Fyrsta stigs forvarnir
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
Reykjum ekki
Notum áfengi í hófi
Virðum öryggisreglur á vinnustað
Forðumst geisla
Notum estrógen einungis ef nauðsyn krefur
Stundum hófleg sólböð, notum sólarvarnir
Borðum trefjaríkt fæði
Borðum fjölbreytta fæðu, ávexti og grænmeti daglega.
Stundum hreyfingu / líkamsrækt reglulega
Höfum stjórn á streitunni
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
18
Annars stigs forvarnir
o Snúa að áhættuhópum og þeim sem eru með
forstigseinkenni krabbameins
o Felast í því að greina krabbamein á forstigi, að
stöðva framgang sjúkdómsins og skilgreina
einstaklinga sem eru í hættu
o Dæmi: Fræðsla og kembileit (krabbameinsleit)
o
Talið er að um 6% af heildarkrabbameinsdauðsföllum
á Norðurlöndum megi fyrirbyggja með leit (2% hjá kk
og 9,7% hjá kvk)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
19
Krabbameinsmeðferð
o
o
o
o
Skurðaðgerðir
Geislameðferð
Lyfjameðferð
Nýrri aðferðir; ónæmis- og erfðalækningar
o Venjulega er byrjað á skurðaðgerð, síðan er
lyfjameðferð beitt (ef þau eru notuð) og síðan
endað á geislameðferð
o
Stundum eru geislar og lyf notað saman
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
20
Krabbameinsmeðferð
o Gjarnan er notuð „combinations therapy“
o
Eða samsett meðferð
o Þá eru notuð lyf við meininu + hjálparlyf
o
Verkjalyf, ógleðilyf, uppsöluhemjandi lyf o.fl.
o
Ópíóíðar (morfín) eru mikilvægastir í þessu sambandi
o Einnig eru notuð lyf við angist og kvíða o.s.frv.
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
21
Markmið lyfjameðferðar
o Læknandi meðferð (curative therapy)
o Líknandi meðferð (palliative therapy)
o Viðbótarmeðferð eftir eða fyrir skurðaðgerð
(adjuvant therapy)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
22
Líknandi meðferð
o Sjúklingur með alvarlegan ólæknandi sjúkdóm, t.d.
krabbamein, taugasjúkdóm eða hjarta- og lungnasjúkdóm
o Tíðni einkenna:
Verkir 50-70%
Þreyta / slappleiki 40-50%
Svefnleysi 30-60%
Þunglyndi 20-30%
Mæði / andnauð 20-50%
Þyngdartap 45-70%
Lystarstol 40-75%
Hægðatregða 25-50%
Ógleði og uppköst 15-45%
Kvíði 10%
o Einnig: orkuleysi, munnþurrkur, eirðarleysi o.fl.
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
23
Krabbameinslyfjameðferð
„kímó“
o Dregið af orðinu „chemotherapy“
o Krabbamein meðhöndlað með lyfjum
o Stundum beitt fyrir skurðaðgerð
o
Til að minnka krabbameinsæxli
o Oftar beitt eftir skurðaðgerð
o
Til að eyða krabbameinsfrumum sem kunna að
hafa sáð sér í önnur líffæri eða líkamshluta
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
24
Krabbameinslyfjameðferð
o Heilbrigðar frumur vaxa og skipta sér eftir
ákveðnum reglum
o Krabbameinsfrumur fara ekki eftir settum
reglum um frumusamskipti
o
o
o
Þær vaxa og skipta sér stjórnlaust
Krabbameinslyfin virka best á frumur sem
fjölga sér oft – eins og krabbameinsfrumur
Eftir skurðaðgerð er rétti tíminn...
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
25
Krabbameinslyfjameðferð
o Um er að ræða lyfjagjöf sem oft er gefin á
göngudeild – talað um lyfjahringi
o
Hvert skipti sem komið er og dagarnir þar til
komið er aftur, telst einn lyfjahringur
o Þessi lyfjahringir geta verið 4-8
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
26
Marksækin meðferð
„Targeted Therapy“
o Stundum er talað um mótefnalyf (einstofna mótefni)
o
Þá er gjarnan talað um ónæmismeðferðir
o Einnig er talað um beinskeytt lyf eða gáfuð lyf...
o Um er að ræða lyfjameðferð við krabbameini sem
beint er að ákveðnum eiginleikum krabbameinsfrumna, s.s. próteini, ensími eða nýmyndun æða
Þessi lyf skaða almennt ekki heilbrigðar frumur
o Dæmi um lyf: Herceptin® (trastzumab), Tyverb®
(lapatinib) og Avastin® (bevacizumab)
o
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
27
Meðferð cytostatica
o Árið 1940 komu cytostatica á markað (orðið þýðir að
stöðva frumur, og er þá átt við frumuvöxtinn)
o Þetta eru frumueyðandi efni (hindra nýmyndun og starfsemi
DNA og RNA) eða frumubælandi lyf
o Meðferð þessara lyfja er bundin við sjúkrahús og heilsugæslustöðvar úti á landi
o
Umgangast þarf þessi efni með mikilli varúð
o Þetta eru gjarnan stungulyfsstofnar, sem leystir eru upp rétt
fyrir notkun (mjög hvarfgjörn efni)
o Þessi lyf geta valdið krabbameini (verið carcinogen sjálf)
o
Lyfin verka einnig á heilbrigðar frumur
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
28
Verkunarmáti krabbameinslyfja
o Sum krabbameinslyf hindra frumuvöxt m.þ.a. hindra myndun
fólínsýru, sem er nauðsynleg fyrir kjarnsýruframleiðslu
o
Þessi lyf kallast fólínsýru-antagónistar (eða fólínsýruhliðstæður)
Dæmi: Methótrexat
o Sum hindra frumuskiptingu, t.d. vínkristín,
sem er mítósu-hemill
o Önnur skaða frumulitninga, t.d. cýklófosfamíð
o Þá eru sum krabbameinslyf andhormónar;
o
And-estrógen eru notuð við brjóstakrabbameini (t.d. tamoxífen)
o
And-andrógen við blöðruhálskirtilskrabbameini (t.d. Zoladex®)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
29
Skammtar krabbameinslyfja
o Skammtar þessara lyfja eru oft miðaðir við líkamsyfirborð
í fermetrum, til eru töflur (m2) sem miða við hæð og þyngd
o Fyrir hvern kúr þarf að meta;
o
Ástand sjúklings
o
Ástand beinmergs (blóðhagur)
o
Starfsemi lifrar og nýrna (bílirúbín,
kreatín)
o Aldraðir fá stundum léttari kúra, þola þó
lyfin oft vel
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
30
Aukaverkanir krabbameinslyfja
o Krabbameinslyf hafa oft þröngan lækningalegan stuðul
o Líffræðilegur munur á heilbrigðum og sýktum frumum er
mjög lítill
o Þess vegna er mjög erfitt að ná fram verkun einungis á
sýktu frumurnar
o Þetta veldur mörgum og slæmum aukaverkunum, sérstaklega í líffærum þar sem frumuskipting er tíð
o
Hárfrumur, frumur í meltingarvegi og frumur í beinmerg
o Sum krabbamein framleiða efnasambönd sem valda lystarleysi og auka bruna líkamans
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
31
Aukaverkanir krabbameinslyfja
1. Hárlos (Alopecia)
2. Meltingartruflanir
3. Ógleði - uppköst
4. Blóðleysi
5. Tilhneiging til smitunar eykst
6. Ófrjósemi - Sæðisfrumum og eggfrumum fækkar
7. Hindrun á umbroti DNA - Þetta leiðir til krabbameinsmyndunar, fósturskemmda og stökkbreytinga
8. Hyperurikemia - Frumurnar sundrast – cytolysa
o
Vorönn 2015
Þvagsýra fer út í blóðið (e.t.v. þvagsýrugigt og nýrnakvillar)
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
32
1. Hárlos
o Frumur í hárbeði skemmast
o
Svo og allt líkamshár
o Ekki hættulegt, en sálrænt
o Byrjar venjulega 2-4 vikum eftir
fyrstu lyfjagjöf
o Hár vex aftur þegar meðferð lýkur
o
Hár sem vex aftur getur hafa breyst; slétthærðir fá liðað
hár, ljóshærðir dökkt o.s.frv.
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
33
2. Meltingartruflanir
o Sérstaklega niðurgangur
o Frumur í meltingarvegi eru
í mjög hraðri skiptingu, lifa
í ca. 2 daga
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
34
3. Ógleði - uppköst
o Mikið vandamál!
o Óþægilegasta aukaverkun lyfja- og geislameðferðar
o Gjarnan notuð ógleðilyf og uppsöluhemjandi lyf
í krabbameinsmeðferðinni
o T.d. Afipran® (metóklópramíð) og
Zofran® (ondansetron)
o
Sjá aftar…
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
35
4. Blóðleysi
o Blóðleysið getur stafað af krabbameininu sjálfu, eða
lyfjameðferðinni
o Blóðleysi er yfirleitt meðhöndlað með blóðgjöf, ef sjúklingurinn hefur einkenni s.s. þreytu og mæði
o Sum krabbameinslyf minnka framleiðslu rauðra blóðkorna
í mergnum
o
Hægt er að nota erýtrópóetín við þessu (NeoRecormon®)
o Ef blóðleysið er af völdum járnskorts þá verður að bæta
það upp með járngjöf
o Ef blóðleysið er af völdum fólínsýruskorts, þarf að gefa
fólínsýru
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
36
5. Tilhneiging til smitunar
eykst
o Fækkun verður á B- og T- eitilfrumum og átfrumum í blóði vegna ónæmisbælingar
o Mesta áhyggjuefni krabbameinsmeðferðar!
o Sýkingar eru einmitt algengasta dánarmein krabbameinssjúklinga
o
Fylgjast þarf með fjölda hvítra blóðkorna í blóði!
o Hægt er að gefa vaxtarþætti sem hvetja myndun
hvítra blóðkorna... (stundum gert)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
37
Aðrar aukaverkanir
krabbameinslyfja
o Fyrir utan þessar átta aukaverkanir sem teknar
eru fyrir hér að framan, má nefna:
o
Þreyta – algengasta kvörtun krabbameinssjúklinga
o
o
o
90% sjúklinga kvarta yfir þessu… Oft afleiðing blóðleysis
Þunglyndi og kvíði
o
Um helmingur sjúklinga þjáist af þessu
o
Oft fara þunglyndi og kvíði saman
Verkir (algengur fylgikvilli krabbameina)
o
Vorönn 2015
Talið er að rúmlega helmingur sjúklinga hafi verki
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
38
Aukaverkanir krabbameinslyfja
o Krabbameinslyf sem gefin eru í æð geta lent utan
æðaveggs
o
Þetta getur leitt til dreps í vefjum
o Einnig hægt að tala um síðbúnar aukaverkanir:
o
Ófrjósemi
o
Síðkomnir illkynja sjúkdómar
o
Vaxtar- og þroskatruflanir hjá börnum
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
39
Óhefðbundnar meðferðir við
krabbameini
o Eða heildrænar meðferðir...
o
hafa áhrif á manneskjuna sem heild; líkamlega,
tilfinningalega, andlega og félagslega
o Eru ekki hluti af hefðbundinni læknisfræði
o Eru notaðar til viðbótar við hefðbundnar meðferðir
o Sem dæmi má nefna nálastungur, náttúruefni, nudd,
stuðningshópa og jóga
o Ekki er mælt með að skipta út viðtekinni meðferð
fyrir óhefðbundna...
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
40
Notkun náttúruefna meðal
krabbameinssjúklinga
o Íslenskir krabbameinssjúklingar nota náttúruefni
meira en sjúklingar í öðrum löndum
o
Algengasta náttúruefnið er innlent og fékkst gefins;
lúpínuseyðið!
o Konur nota náttúruefni meira en karlar, 75%
kvenna en 61% karla
o Meiri menntun sjúklinga virðist einnig ýta undir
notkun náttúruefna
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
41
Fimm flokkar náttúruefna
(krabbameinsmeðferð)
 1. Náttúruefni sem koma í veg fyrir nýmyndun
æða
o
Meðal náttúruefna sem gera þetta, má nefna hákarlabrjósk og hákarlalýsi
 2. Náttúruefni með fyrirbyggjandi verkun
o
Efni sem eiga að koma í veg fyrir krabbamein, t.d. mjólkurþistill og hvítlaukur
 3. Sindurvarar (andoxandi efni)
o
T.d. háskammta C-vít., E-vít., selen og ólífulauf
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
42
Fimm flokkar náttúruefna
(krabbameinsmeðferð)
 4. Efni sem hvetja ónæmiskerfið
o
Hvetja varnarkerfi líkamans – auka styrk og mótstöðuafl




a) Meðal þessara efna eru Noni, en það er ávaxtasafi úr plöntu…
b) MGN-3, efni unnið úr hrísgrjónaklíði…
c) Lúpínuseyði
d) Angelica - þetta efni er extrakt úr fræjum ætihvannar
 5. Birkiaska
o
Birkiaska er framleidd í Finnlandi
o
o
Vorönn 2015
Sögð vera kraftaverkalyf; virka á allt, frá kvefi til krabbameins
Hugsanlegt er að hún geti dregið úr virkni krabbameinslyfja og
annarra lyfja sem gefin eru um munn
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
43
Nokkrar tegundir
krabbameina
o Carcinoma; illkynja æxli í þekjufrumum (húð/slímhúð
innri líffæra..
o
T.d. brjóstakrabbamein, lungnakrabbamein,
krabbamein og ristilkrabbamein
blöðruhálskirtils-
o Sarcoma; illkynja æxli í stoðvef (bein/vöðvum - sarkmein)
o
o
o
o
o
Er myndað úr bandvef og frumum er líkjast hvítum blóðkornum
Myeloma; illkynja æxli í mergfrumum
Neurogen tumor; illkynja æxli í taugakerfinu
Hemoblastosur; illkynja vöxtur í blóði
Lymphomur; illkynja vöxtur í sogæðakerfinu
o
Eitilfrumukrabbamein
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
44
Gerðir krabbameina
o
o
o
o
o
o
o
o
o
o
Krabbamein í brjóstum
Krabbamein í leghálsi
Krabbamein í blöðruhálskirtli
Krabbamein í lungum
Krabbamein í skjaldkirtli
Húðkrabbamein – sortuæxli
Eitilfrumukrabbamein
Hvítblæði
Krabbamein í börnum
O.fl.
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
45
Krabbamein í brjóstum
o Algengasta krabbameinið hjá íslenskum konum
o
Um þriðjungur allra krabbameina í konum er brjóstakrabbamein
o Árlega greinast um 200 með brjóstakrabbamein (´07-´11)
o Ætla má að 10% kvenna fái brjóstakrabbamein
o Fimm ára lífshorfur kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein eru nú um 90%
o Er helsta dánarorsök kvenna innan við fimmtugt
o Brjóstakrabbamein uppgötvast oft seint, en því fyrr sem
það greinist, því betri eru horfurnar
o Góð heimasíða: http://www.brjostakrabbamein.is/
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
46
Orsakir brjóstakrabbameins
o Orsakir brjóstakrabbameins eru ekki þekktar
o Margir áhættuþættir hafa þó verið greindir
o Hins vegar má einungis rekja innan við
40% tilfella til aðaláhættuþáttanna...
o
Þ.e.a.s. meiri hluti kvenna með sjúkdóminn hafa
enga þekkta áhættuþætti
o Talið er að áhrif hormóna skipti máli, svo og erfðir
o Langt frjósemistímabil, barnleysi, seinkun barneigna og
notkun hormóna (t.d. p-pillan) eru talin auka líkur á
brjóstakrabbameini
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
47
Orsakir brjóstakrabbameins
o Um 5-10% brjóstakrabbameina eru ættlæg
o Af þessum 5-10% er líklegt að 6-10% beri áhættugen (arfgengt krabbamein)
o
Tvö brjóstakrabbameinsgen, BRCA1 og BRCA2 tengjast
stórum hluta brjóstakrabbameina sem erfast
o
Konur sem hafa stökkbreytingu í BRCA1 hafa 55-85%
líkur á að fá brjóstakrabbamein
o
Hætta kvenna, sem bera BRCA2, á að fá brjóstakrabbamein er ca. 37%
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
48
Orsakir brjóstakrabbameins
o Í sumum rannsóknum hefur fundist fylgni á milli
fituneyslu og áhættu á brjóstakrabbameini og
jafnvel tengsl við neyslu áfengis
o Margar rannsóknir hafa gefið til kynna að aukin
grænmetisneysla geti minnkað hættuna á brjóstakrabbameini um allt að 20%
o Niðurstöður norskrar rannsóknar leiddu í ljós að
konur sem stunduðu reglulega líkamsrækt, voru í
37% minni hættu á að fá brjóstakrabbamein en þær
sem ekki stunduðu líkamsrækt
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
49
Einkenni brjóstakrabbameins
o Hnútar í brjósti / holhönd (oftast góðkynja)
o Útferð úr geirvörtu
o Breyting á stærð eða lögun brjósts
o
Herpingur eða inndráttur í geirvörtu eða á húð
o Breyting á húðlit og áferð
o Hvers kyns sár á brjóstum sem ekki gróa
o Hafa ber í huga að brjóstakrabbamein er „lúmskur“ sjúkdómur og geta konur gengið með slík æxli um langa hríð
án þess að finna til sjúkdómseinkenna
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
50
Rannsóknaraðferðir
- greining o Læknisskoðun – læknir þreifar brjóstin
o
Finnist eitthvað athugavert eru gerðar frekari rannsóknir
o Röntgenmyndataka brjósta – á að greina minnstu
breytingar á brjóstum
o Frumuskoðun – stungið er á grunsamlegan hnút í
brjósti og frumur sogaðar út; skoðað í smásjá
o Skoðun vefjasýna – skorið er inn á hnúta eða þeir
jafnvel fjarlægðir; „Sent í ræktun“
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
51
Sjálfsskoðun brjósta
o Ameríska krabbameinsfélagið mælir með mánaðarlegri sjálfsskoðun brjósta frá tvítugu
o Á 10 ára tímabili (´89-´98) framkvæmdu einungis
35% kvenna á aldrinum 40-69 ára reglulega
sjálfskoðun
o Æskilegt er að sjálfskoðun brjósta sé framkvæmd
7-10 dögum eftir að blæðingar hefjast og konur,
sem eru þungaðar eða hættar á blæðingum, hafi
ákveðinn dag mánaðarlega
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
52
Brjóstamyndataka
o Er álitin áreiðanlegasta greiningaraðferðin og er talin geta
greint æxli 1-2 árum áður en þau verða þreifanleg
o Sum þreifanleg æxli (10%) sjást þó ekki í brjóstamyndatöku
o Regluleg myndataka hefur reynst áreiðanlegust fyrir
konur 50-69 ára og dregið úr dánartíðni um 25-30%
o Með kembileit greina menn forstigsbreytingar brjóstakrabbameins sem eru algengar
o
Forstigsbreyting er ekki sama og krabbamein…
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
53
Flokkun brjóstakrabbameins
o Brjóstakrabbameini er gjarnan skipt í fjóra flokka eða stig:
1. stig: Minni háttar æxlisvöxtur er í brjósti og engin
einkenni um dreifingu - Langflestir fá bata...
2. stig: Æxlið hefur dreifst til eitla í holhönd
3. stig: Æxlið hefur vaxið inn í vöðvann sem liggur
undir brjóstinu og dreifst til eitla ofan við viðbeinið
4. stig: Æxlið hefur dreifst til annarra líffæra, svo sem
lungna, lifrar eða beina. Illlæknanlegt…
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
54
Meðferð brjóstakrabbameins
o Skurðaðgerð – til greina kemur að fjarlægja;
o
æxlið eingöngu (fleygskurður)
o
allt brjóstið
o
brjóstið ásamt holhandareitlum
o
brjóstið ásamt undirliggjandi vöðva og holhandareitlum
o Geislameðferð – mjög oft beitt eftir skurðaðgerð
o Lyfjameðferð – Oftast frumueyðandi meðferð,
andhormónameðferð eða marksækin meðferð
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
55
Hormónaviðtakar í æxlum
o Hluti krabbameina í brjóstum, sérstaklega hjá
konum sem komnar eru yfir tíðahvörf, er háður
kvenhormóninu estrógeni hvað varðar vöxt æxlisins
o
Hægt er að mæla þegar tekið er sýni úr æxlinu til
greiningar, svonefnda estrógen- og prógesterón viðtaka
o U.þ.b. 75% brjóstakrabbameina eru með estrógenviðtaka (ER-jákvæð)
o
Þá er krabbameinið hormónajákvætt
o Þá eru yfirleitt notuð lyf sem eru andhormón
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
56
Lyfjameðferðir í boði
o Andhormónameðferð (móthormónameðferð)
o
SERM-lyf, t.d. Tamoxifen Mylan®
o
ERD-lyf, t.d. Faslodex®
o
Arómatasahemlar, t.d. Arimidex®
o Krabbameinslyfjameðferð (cytostatica)
o Marksækin lyf – ónæmismeðferð
o Lyf sem hindra æðamyndun
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
57
Andhormónameðferð
o Eins og fram kemur á glæru 56, er hluti krabbameina í brjóstum háður kvenhormóninu estrógeni
hvað varðar vöxt æxlisins
o Svo kölluð SERM lyf eru mikið notuð við brjóstakrabbameini
o
o
SERM = Selective Estrogen Receptor Modulator
Lyfið tamoxífen er and-estrógen og keppir við estrógenið
um bindingu á estrógenviðtaka og dregur það úr vexti
æxlisins
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
58
Andhormónameðferð
o ERD-lyf (Estrogen Receptor Downregulators) loka á
eða eyðileggja estrógenviðtaka á frumum
o Lyfin stöðva þannig eða draga úr vexti krabbameinsfrumna með hormónaviðtökum
o
Dæmi: Faslodex®
o Arómatasahemlar draga úr magni estrógens hjá
konum komnum yfir tíðahvörf
o
o
Taldir gagnast betur en tamoxifen hjá konum sem eru
komnar úr barneign (ekki gefin konum í barneign)
Dæmi: Arimidex® og Femar®
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
59
Krabbameinslyfjameðferð
o Hefðbundin krabbameinslyfjameðferð hefur verið
fjöllyfjameðferðin CMF (cýklófosfamíð, metótrexat og flúóróúracíl)
o Lyfin eru gefin í æð á þriggja vikna fresti, oftast í
6-9 skipti
o Antracýklín eins og doxórúbicin eða epírúbicín
hafa einnig sannað gildi sitt og eru í vaxandi mæli
gefin með cýklófosfamíði eða cýklófosfamíði og
flúóróúracíl (FEC), sérstaklega í útbreiddum
sjúkdómi
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
60
Ef útbreiddur sjúkdómur...
o Við útbreiddum sjúkdómi eru notuð s.k. taxön
(Taxotere®), en þetta er mjög virkt lyf við brjóstakrabbameini
o Ókosturinn við lyfin var sá að það
þurfti 20 tonn af trjáberki til að búa
til 1 g af lyfi
o
Þetta hindraði framleiðslu þeirra um árabil, en nú er farið
að búa þau til í verksmiðju
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
61
Marksækin lyf
o Eru tiltölulega nýleg lyf
o Dæmi: Herceptin® (trastuzumab) og Tyverb® (lapatinib)
o
Herceptin® sest á ákveðinn viðtaka sem er í u.þ.b. 20% brjóstakrabbameinsæxla (HER2-viðtaka) og drepur frumurnar
o
Er m.a. notað við útbreiddu brjóstakrabbameini
o Þessi lyf teljast til ónæmismeðferða, eru einstofna mótefni
o Þessi lyf valda ekki (eða síður) hefðbundnum aukaverkunum – eins og cytostatica
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
62
Brjóstakrabbamein og
hormónagjöf
o Yfirleitt er konum sem hafa fengið brjóstakrabbamein ráðlagt að taka ekki hormón
o Ástæðan fyrir þessu:
o
o
o
Hættan á að fá nýtt krabbamein
Áhættan að endurvekja krabbameinsfrumur í líkamanum séu þær með hormónaviðtaka í sér
Eftirlitið getur orðið flóknara með brjóstamyndatöku
o Spurning hvort í lagi sé að nota hormóna sem eiga
að verka staðbundið í legi/leghálsi…
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
63
Krabbamein í leghálsi
o Orsökin er óþekkt
o
En hana má rekja til röskunar á jafnvægi í nýmyndun og
eyðingu fruma í slímhúð leghálsins
o Vitað er að 90% kvenna sem fá sjúkdóminn lifa
samlífi
o Áhættan eykst eftir því sem konan er yngri þegar
hún byrjar að hafa samfarir og hafi hún samfarir við
marga eykst hættan enn frekar
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
64
Tengsl leghálskrabbameins
og HPV
o HPV er Human Papilloma Virus, eða vörtuveira
o Rannsóknir hafa sýnt að HPV-veira finnst í yfir
90% kvenna með frumubreytingar í leghálsi, eða
leggöngum og einnig í nálægt 100% leghálskrabbameina
o
Auk þess finnst veiran í öðrum tegundum
krabbameina hjá báðum kynjum
o Til eru um 100 stofnar en aðeins hluti af þeim (35
stofnar) tengjast kynfærunum og berast á milli
manna við kynmök
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
65
Tengsl leghálskrabbameins
og HPV
o Hérlendis hefur verið þróað bóluefni við veirunni
og má þannig hugsanlega útrýma leghálskrabbameini
o
Vandamálið virðist þó vera fjöldi stofna veirunnar...
o HPV-16 og HPV-18 eru langalgengastar meðal
hááhættuveiranna og gefa til kynna að konurnar séu
í áhættu að þróa frumubreytingar, svokallaðar forstigsbreytingar, í leghálsi og með tímanum leghálskrabbamein
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
66
Einkenni leghálskrabbameins
o Fyrstu einkennin eru oftast blæðingar,
t.d. við áreynslu eða samfarir
o Einnig milliblæðingar
o Hjá eldri konum getur fyrsta einkennið verið brún
eða mikil hvítleit útferð
o Við langt genginn sjúkdóm breytast einkennin í
óþægilegan þrýsting á blöðru og endaþarm, verk
sem leggur niður í aftanverð læri, eða bjúg á fótum
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
67
Flokkun leghálskrabbameins
o Sjúkdómnum er skipt í stig eftir útbreiðslu:
1. stig: Sjúkdómurinn er takmarkaður við
leghálsinn – Miklar batahorfur
2. stig: Æxlið vex út í aðliggjandi bandvef, en nær
ekki að grindarveggnum
3. stig: Æxlisvöxturinn nær að grindarveggnum
4. stig: Æxlisvöxturinn nær inn í blöðru eða
endaþarm eða æxlið vex út fyrir grind
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
68
Meðferð leghálskrabbameins
o Meðferðin fer eftir á hvaða stigi sjúkdómurinn er
o Ef sjúkdómurinn er á byrjunarstigi (1.stig án
einkenna) => Eftirlit eða keiluskurður
o Ef einkenni => innri geislameðferð, skurðaðgerð
þar sem leg, legháls, efst hluti legganga og eggjakerfi eru fjarlægð með skurðaðgerð
o
E.t.v. ytri geislun
o Ef sjúkdómurinn er á 2.-4.stigi er ekki gerð skurðaðgerð, heldur eingöngu innri og ytri geislun
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
69
Krabbamein í blöðruhálskirti
o Þessi tegund krabbameins er einn algengasti illkynja
sjúkdómurinn hjá karlmönnum á Vesturlöndum
o Svertingjar eru tvöfalt líklegri til að fá sjúkdóminn en hvítir
o
Erfðir skipta einnig máli
o Blöðruhálskirtillinn liggur neðan við þvagblöðrubotninn og
umlykur blöðruhálsinn og aftasta og efsta hluta þvagrásarinnar
o
Stækkun blöðruhálskirtils hefur oftast þau áhrif að þvagrásin
þrengist og erfiðleikar við þvaglát koma fram – fyrstu einkennin
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
70
Flokkun
blöðruhálskirtilskrabbameins
o Talað er um fjögur stig stjúkdómsins:
1. stig: Ekkert finnst við þreifingu á
blöðruhálskirtlinum
2. stig: Lítill greinanlegur hnútur
finnst í blöðruhálskirtlinum
3. stig: Allur kirtillinn er ummyndaður í æxlisvef
4. stig: Sjúkdómurinn er kominn út fyrir kirtilinn
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
71
Einkenni
blöðruhálskirtilskrabbameins
o Þvagtregða – lin þvagbuna
o Tíð þvaglát;
o
o
o
Aukin þvaglátaþörf, einkum að næturlagi
Erfiðleikar við að hefja þvaglát
Erfiðleikar við að tæma blöðruna – þvagleki
o Þvagfærasýkingar
o Sjúkdómur á hærra stigi;
o
o
Slappleiki, slen og þreyta
Verkir í baki, mjöðmum og brjóstkassa
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
72
Greining
blöðruhálskirtilskrabbameins
o Nokkuð örugg greining fæst með því að þreifa á
kirtlinum með fingri í gegnum endaþarm
o Greiningin er síðan staðfest með því að taka sýni
frá kirtlinum með grannri nál
o Einnig:
o
o
o
Blóðrannsóknir (mælt er s.k. PSA –
Prostate Specific Antigen)
Röntgenrannsóknir
Beinaskann
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
73
Meðferð
blöðruhálskirtilskrabbameins
o Fer eftir eðli sjúkdómsins, hversu útbreiddur hann
er og hvort hann er illkynja
o
Ástand sjúklings skiptir einnig máli. Oft nægir eftirlit...
o Helstu meðferðarmöguleikar:
o
o
o
o
o
Minnka karlhormón með því að fjarlægja eistu
Gefa kvenhormón í sprautu- eða töfluformi
Veita geislameðferð, ýmist á kirtilinn sjálfan eða meinvörp
Nema kirtilinn brott með skurðaðgerð
Gefa krabbameinslyf
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
74
Meðferð
blöðruhálskirtilskrabbameins
o Vöxtur þessa krabbameins er háður karlhormóninu
testósteróni
o
Hægt er að má út áhrif testósteróns með lyfjum
o Lyfið góserelín (Zoladex) hefur GnRH áhrif
o Það hefur fyrst og fremst áhrif á myndun testósteróns,
o Skiptar skoðanir er á því hvort þessi meðferð sé áhrifameiri en brottnám eistna
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
75
Meðferð
blöðruhálskirtilskrabbameins
o Helstu eftirköst (aukaverkanir) meðferðar:
o
Minnkuð kyngeta, kyndeyfð
o
Stækkun og eymsli í brjóstum
o
Aukin tíðni kransæða- og hjartasjúkdóma
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
76
Krabbamein í lungum
o Lungnakrabbamein er nú þriðja
algengasta krabbameinið hérlendis
o Flestir deyja úr lungnakrabbameini
hérlendis árlega
o Reykingar eru stærsti áhættuþáttur
lungnakrabbameins og eru reykingar taldar orsök
um 30% dauðsfalla af völdum krabbameins
o Reykingamenn eru í þrettánfalt meiri hættu á að fá
lungnakrabbamein heldur en þeir sem ekki reykja
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
77
Greining á
lungnakrabbameini
o Erfitt er að greina lungnakrabbamein á byrjunarstigi, hlustun getur verið eðlileg
o Röntgenmyndataka er besta hjálpin við greiningu
o Einnig:
o
Lungnaspeglun
o
Rannsóknir á hráka
o
Ástunga er gerð ef kominn er vökvi í
brjóstholið
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
78
Einkenni lungnakrabbameins
o Hósti – langalgengasta einkennið
o
o
o
Í byrjun þurr og harður hósti
Síðar fylgir hóstanum uppgangur, oftast slímkenndur eða
graftarkenndur
Á síðari stigum: Blóðhósti
o Verkur – þyngsli fyrir brjósti
o
Mjög sár verkur bendir til frekari útbreiðslu sjúkdóms
o Mæði – algengt einkenni
o Hiti – algengur
o Annað – Mikill slappleiki, blóðleysi, þreyta og megrun
=> æxlið er líklega orðið stórt eða meinvörp komin…
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
79
Meðferð lungnakrabbameins
o Skurðaðgerð – eina sem veitt getur bata...
o Stundum þarf að fjarlægja allt lungað
o Geislar
o Lyfjameðferð
o Batahorfur eru frekar slæmar
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
80
Krabbamein í skjaldkirtli
o Nýgengi þessa sjúkdóms hérlendis er hærra en í
nágrannalöndum okkar og með því hæsta sem gerist
í heiminum
o Hérlendis greinast ca. 21 konur og 8 karlar á ári
o
o
Meðalaldur við greining er 53-66 ár
Um tíundi hver sj. er þó innan við 30 ára við greiningu
o Til eru nokkrar undirgerðir krabbameina
(totumein, skjaldbúsmein o.fl.)
o
Totumein er algengast (ca. 75%)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
81
Orsakir
skjaldkirtilskrabbameins
o Lítið vitað um
o Samband er talið vera á milli skjaldkirtilskrabbameins og geislunar
o
Aukning á tíðni sjúkdómsins í kjölfar kjarnorkuslysa...
o Eins er talið vera samband á
milli joðmagns í fæðu og skjaldkirtilskrabbameins
o Eins geta erfðir skipt máli
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
82
Einkenni
skjaldkirtilskrabbameins
o Hnútar í skjaldkirtli (flestir eru þó góðkynja...)
o
Oft eina einkennið
o Önnur einkenni; hæsi, kyngingarörðugleikar eða
verkir í hálsi (koma helst fram ef æxlið hefur
vaxið nægilega lengi)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
83
Greining
skjaldkirtilskrabbameins
o Meta þarf hvort hnútur sem finnst er góðkynja eða
illkynja...
o Ómskoðun
o Tölvusneiðmyndir
o Skönnun kirtils með geislavirkum ísótópum
o Fínnálarsýni úr hnútum
o Skurðaðgerð og vefjarannsókn
o Blóðrannsókn (mælt er thyreoglobulin, sem getur
aukist ef illkynja vöxtur...)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
84
Meðferð
skjaldkirtilskrabbameins
o Skurðaðgerð – oftast fyrsta meðferðin
o
Stundum er hluti kirtilsins fjarlægður, stundum er
hann allur tekinn
o Meðferð með geislavirkum samsætum
o
Til að eyða þeim vef sem ekki hefur náðst með
skurðaðgerð
o Lyfjameðferð
o
Skjaldkirtilshormón í töfluformi (levótýroxínnatríum;
Levaxin®, Euthyrox® töflur)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
85
Horfur sjúklinga með
skjaldkirtilskrabbamein
o Lífslíkur eru góðar
o
80-90% eru á lífi 5 árum eftir greiningu...
o
Því yngri sem sjúklingar eru sem greinast með
krabbameinið, því betri eru horfurnar
o
Eins skiptir auðvitað máli hvort krabbameinið
greinist snemma, þ.e. að það sé staðbundið
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
86
Húðkrabbamein
o Sortuæxli og frumubreytingar í blettum…
o 80% sjúklinga eru lifandi að 5 árum liðnum
o Fjöldi þeirra sem greinist með sjúkdóminn hefur
aukist verulega
o
o
Árin 1959-1963 greindust að meðaltali 2,4 á ári með
ífarandi sortuæxli, en 1998 greindust 30
Árið 1998 greindust 42 með staðbundið sortuæxli
o Staðbundin sortuæxli eru almennt
talin læknanleg að fullu
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
87
Húðkrabbamein
o Ljósabekkir og sólböð skýra aukningu á sortuæxlum að miklu leyti
o
Þetta gildir fyrst og fremst um þá einstaklinga sem eru
ljósir á hörund, ljóshærðir, frekknóttir, hafa marga
fæðingarbletti, hafa brunnið í sólinni fyrir tvítugt eða
eiga ættingja sem hafa fengið sortuæxli
o Nokkur fylki í Bandaríkjunum hafa bannað sólbekkjanotkun hjá öllum undir lögaldri, nema gegn
framvísun skriflegs samþykkis forráðamanns
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
88
Eitilfrumukrabbamein
o Árlega greinast um 40 manns á Íslandi með
þennan sjúkdóm („lymfom“)
o Orsakir þessa sjúkdóms eru að mestu óþekktar
o
Sennilegast er um einhvers konar samspil erfða og
umhverfis að ræða
o Lækningalíkur ráðast af undirgerð sjúkdómsins og eru í sumum
tilfellum ekki nema um 40%
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
89
Eitilfrumukrabbamein
o Í eitlakerfinu á sér stað framleiðsla, sérhæfing og
geymsla eitilfrumna (tegund hvítra blóðkorna)
o
Eitlakerfið er mikilvægur þáttur í vörnum líkamans
gegn árásum sýkla
o Umbreyttar eitilfrumur mynda í fyrstu staðbundin
æxli en dreifa sér síðar um eitlakerfið
o Það eru til margar mismunandi gerðir eitilfrumukrabbameins en þeim er gróft skipt í tvo hópa;
o
Hodgkins sjúkdóm og Non-Hodgkins sjúkdóm
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
90
Hodgkins og Non-Hodgkins
o Eitilfrumukrabbamein er tvöfalt algengara í
körlum en konum
o Non-Hodgkins gerð eru 5-6 sinnum algengara en
Hodgkins sjúkdómur
o Líkurnar á að fá á að fá Non-Hodgkins aukast með
aldri (helmingur læknast)
o Hodgkins sjúkdómur er aftur á móti
algengastur í ungu fólki (hæsta tíðnin
frá 20-40 ára)
o
Mjög læknanlegt (80-90% tilvika)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
91
Einkenni
eitilfrumukrabbameins
o Einkennin eru yfirleitt lítil og kemur sjúkdómurinn
oftast fram sem eymslalaus eitlastækkun (á hálsi, í
holhönd, í nárum…)
o Einkennin eru annars aðallega almenns eðlis;
o
o
o
o
o
o
Þreyta
Slappleiki
Hitavella
Megrun
Lystarleysi
Nætursviti
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
92
Meðferð
eitilfrumukrabbameins
o Meðferð í dag er fyrst og fremst samsett krabbameinslyfjameðferð, þó stundum sé geislað
o Frumueyðandi lyf (ABVD); gefin með reglulegu
tveggja vikna millibili í 4-6 mánuði
o
o
Þetta er samblandsmeðferð lyfja sem verka á mismunandi hátt, en með því er komið í veg fyrir lyfjaónæmi
æxlisins
ABVD samanstendur af Adriamycin® (doxórúbicín),
Bleomycin Baxter® (bleómýcín), vínblastín og
dacarbazín (carboxamide)?
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
93
Meðferð
eitilfrumukrabbameins
o Ein þeirra lyfjasamsetninga sem notuð er í NonHodgkins sjúkdómnum kallast CHOP og hefur
verið beitt í 30-40 ár án nokkurra breytinga
o CHOP stendur fyrir Cýklófosfamíð (Sendoxan®),
Hýdroxýdaunórúbicín eða doxórúbicín (Adriamycin®), Oncovin eða vínkristín (Vincristine
Hospira®) og Prednisón/prednisólón
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
94
Meðferð
eitilfrumukrabbameins
o Stofnfrumumeðferð eftir háskammta lyfjagjöf,
eða beinmergsskipti – önnur úrræði!
o Stofnfrumumeðferð:
o
o
o
Stofnfrumur eru teknar úr sjúklingnum og þær frystar
og geymdar til síðari tíma
Sjúklingnum eru gefnir stórir skammtar af krabbameinslyfjum sem þá drepa vonandi allar krabbameinsfrumur í líkamanum
Sjúklingnum eru gefnar aftur stofnfrumurnar
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
95
Meðferð
eitilfrumukrabbameins
o Beinmergsskipti:
o
o
o
o
Allt öðruvísi og erfiðari meðferð
Beinmergur úr nánum ættingja sem er með
eins litninga er fluttur í þann sjúka
Þetta er gríðarlega erfið meðferð
og allt að 20-30% einstaklinga
deyr í kjölfar hennar
Er þessi meðferð sjaldan notuð
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
96
Nýjungar í meðferð
eitilfrumukrabbameins
o Lyf sem mestar vonir eru bundnar við eru svokölluð
einstofna mótefni (monoclonal antibody)
o Mótefnin tengjast ákveðnum sameindum sem tjáðar
eru á yfirborði krabbameinsfrumanna
o Við þessa tengingu virkjast síðan ónæmiskerfið til
eyðingar þessara frumna
Þetta er því eins konar „magic bullet“ meðferð
o Dæmi: Rítúximab (MabThera®) – nýlegt!
o
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
97
Hvítblæði
o Hvítblæði er fjölbreyttur flokkur sjúkdóma
o Hvítblæði er flokkað eftir hraða sjúkdómsins
(langvinnt eða bráða hvítblæði) og eftir því hvaða
frumutegund fjölgar sér óeðlilega (mergfrumueða eitilfrumuhvítblæði)
o Fjórir aðalflokkar:
o
o
o
o
Vorönn 2015
Bráða mergfrumuhvítblæði (acute myeloid leukemia)
Bráða eitilfrumuhvítblæði (acute lymphoid leukemia)
Langvinnt mergfrumuhvítblæði (chronic myeloid leukemia)
Langvinnt eitilfrumuhvítblæði (chronic lymphoid leukemia)
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
98
Orsakir hvítblæðis
o Orsakir hvítblæðis eru margvíslegar og enn að stórum
hluta óþekktar
o
Þáttur erfða er tiltölulega lítill…
o Algengasta hvítblæðið í eldra fólki
er langvinnt eitilfrumuhvítblæði (CLL)
o
Þetta getur verið mjög vægur sjúkdómur
o Algengasta alvarlega hvítblæðið í fullorðnum er bráða
mergfrumuhvítblæði (AML)
o Í börnum er bráða eitilfrumuhvítblæði (ALL) algengast
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
99
Greining á hvítblæði
o Greining á hvítblæði er tiltölulega einföld
o Fyrstu merki um hvítblæði er blóðleysi (einföld
blóðtaka), fækkun hvítra blóðkorna eða blóðflögufæð
o
Eða mikla hækkun á ákveðnum tegundum af hvítum
kornum í blóðinu sem eru krabbameinsfrumur
o Til nákvæmari greiningar þarf að taka beinmergssýni þar sem útlit frumnanna er skoðað undir
smásjá
o Einnig: Litningarannsóknir
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
100
Tegundir hvítblæðis
o Bráðahvítblæði einkennist af óþroskuðum frumum
sem geta ekki sinnt því hlutverki sem þeim er ætlað
og sjúkdómsgangurinn er einnig mjög hraður
o Langvinnt hvítblæði einkennist hins vegar af því að
frumurnar eru betur þroskaðar og geta því sinnt
hlutverki sínu að hluta og einnig er sjúkdómsgangurinn hægur
o Aðgreining á milli eitilfrumukrabbameina og hvítblæðis getur verið óljós
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
101
Meðferð hvítblæðis
o Tvær aðalmeðferðarleiðir
o Annars vegar er það krabbameinslyfjameðferð –
frumudrepandi lyf
o Hins vegar er beinmergsígræðslu sem eru tvenns
konar; stofnfrumuígræðsla og beinmergsskipti
o
Beinmergsskipti hefur reynst mjög öflug meðferð við
mörgum tegundum hvítblæðis og er nú almennt notuð
þegar klassísk krabbameinslyfjameðferð dugir ekki ein
og sér
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
102
Nýjungar í meðferð
hvítblæðis
o Marksækin meðferð (targeted therapy); ráðist er
á þær grundvallarsameindir í krabbameininu sem
aðgreinir krabbameinið frá öðrum vefjum
o
o
o
Slökkt er á ákveðnum krabbameinsgenum sem stuðla
að skiptingu krabbameinsvefjarins
Eitt besta dæmið um vel heppnaða meðferð af þessu
tagi, er við langvinnu mergfrumuhvítblæði (CML)
Dæmi: Týrósín kínasa hemlar (próteinkínasahemill)
o
Vorönn 2015
T.d. lyfið Glivec® (imatinib)
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
103
Krabbamein í börnum
o Krabbamein hjá börnum eru fátíðir sjúkdómar en
samt sem áður eru þeir algengasta dánarorsök
barna á Vesturlöndum ef frá eru talin slys (1/4 deyr)
o Illkynja sjúkdómar hjá börnum eru mjög margvíslegir og eru einnig um margt ólíkir krabbameinum
hjá fullorðnum
o Algengustu krabbamein hjá börnum eru hvítblæði
og heilaæxli
o
Þessar krabbamein ná yfir rúmlega helming allra
krabbameinstilfella hjá börnum
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
104
Orsakir og tíðni krabbameina
í börnum
o Um orsakir krabbameina hjá börnum er afar lítið
vitað
o
Þó er álitið að umhverfisþættir geti haft þýðingu og í
sumum tilvikum geta erfðir skipt máli
o Árlega greinast 10-12 börn undir 18 ára aldri með
krabbamein hér á landi og er það svipað hlutfall
og það sem er í öðrum Vesturlöndum
o
Tíðnin hefur lítið breyst undanfarna áratugi
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
105
Einkenni krabbameina í
börnum
o Einkenni krabbameina og hegðun eru mismunandi.
o Hvoru tveggja fer eftir aldri sjúklingsins og tegund
krabbameinsins
o Einkenni hvítblæðis:
o
T.d. fölvi, marblettir, lystarleysi
og slen, langvinn þreyta, hitavella,
beinverkir og eitlastækkanir
o Helstu einkenni heilaæxlis:
o
Höfuðverkur, uppköst, krampar og skyntruflanir
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
106
Krabbameinslyf - Sérlyfjaskrá
1. Æxlishemjandi lyf – frumubælandi lyf
2. Lyf með verkun á innkirtla
3. Ónæmisörvandi lyf
4. Lyf til ónæmisbælingar
5. Uppsöluhemjandi lyf (A-flokkur)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
107
1. Æxlishemjandi lyf
(antineoplastic agents)
o a) Alkýlerandi efni
o b) Andmetabólítar
o c) Jurtaalkalóíðar og önnur náttúruefni
o d) Frumuskemmandi sýklalyf og skyld efni
o e) Önnur æxlishemjandi lyf
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
108
a) Alkýlerandi efni
o Með alkýlerandi lyfjum er átt við krabbameinslyf
sem geta bundið alkýlhópa á núkleótíð í DNA eða
RNA (Lyfin hindra eftirmyndun DNA)
o Frumur í blóðmerg og eitilvef eru að jafnaði mjög
næmar gegn alkýlerandi lyfjum
o Aðalábendingar: Eitlilfrumuhvítblæði og aðrir illkynja sjúkdómar í eitlum, ekki síst Hodgkins sjúkdómur og illkynja mergfrumu hvítblæði
o
Lyfin eru nær undantekningarlaust notuð með öðrum
krabbameinslyfjum
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
109
a) Alkýlerandi efni
o Helstu aukaverkanir þessara lyfja eru frá blóðmerg
og eitlum (m.a. minnkuð mótstaða gegn sýkingum
og blæðingar) og þekjuvef (m.a. niðurgangur)
o Sum alkýlerandi lyf bæla mjög frumur í hársekkjum
og valda gjarnan skalla (alopecia)
o Flest þessara lyfja geta valdið ógleði og uppköstum
o Þol myndast gegn verkun alkýlerandi lyfja, eins og
gegn flestum eða öllum frumubælandi lyfjum
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
110
a) Alkýlerandi efni
i) Hliðstæður af köfnunarefnissinnepsgasi
o
o
o
o
o
Cýklófosfamíð (Sendoxan® tafla, stungulyfsstofn)
Klórambúcíl (Leukeran® tafla)
Melphalan (Alkeran® tafla)
Ífosfamíð (Holoxan® innrennslisstofn)
Bendamústín (Levact® innrennslisþykkni) – Nýlegt!
ii) Alkýlsúlfónöt
o
Búsúlfan (Myleran® tafla)
iii) Önnur alkýlerandi efni
o
Temózólómíð (Temomedac® hylki)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
111
®
Sendoxan (cýklófosfamíð)
o Er afbrigði af köfnunarefnissinnepsgasi
o Notað í fjölmörgum illkynja sjúkdómum; brjóstakrabbameini, leghálskrabbameini, eggjastokkakrabbameini eða
við illkynja æxlum í bandvef (sarkmeinum) og þá í
blöndum með öðrum krabbameinslyfjum
o Lyfið hefur einnig verið notað gegn alvarlegum bólgusjúkdómum og við líffæraígræðslur
o Almennar aukaverkanir: Skalli, ógleði og uppköst
o Sérstök aukaverkun – blæðandi blöðrubólga
o
Vorönn 2015
Vökvagjöf og mesna hindra þá aukaverkun
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
112
b) Andmetabólítar
i) Fólínsýruhliðstæður (analogues)
o
Metótrexat (Methotrexate Pfizer® stungulyf o.fl.)
o
Raltítrexed (Tomudex® innrennslisstofn)
o
Pemetrexed (Alimta® innrennslisþykkni) – nýlegt!
ii) Púrínhliðstæður (analogues)
o
Merkaptópúrín (Puri-nethol® tafla)
o
Flúdarabín (Fludara® tafla o.fl.)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
113
b) Andmetabólítar
iii) Pýrímídínhliðstæður
o
Cýtarabín (Arabine®, Cytarabine Pfizer®, stungulyf o.fl.)
o
Flúóróúracíl (Flurablastin® stungulyf)
o
Gemcitabín (Gemzar® innrennslisstofn)
o
Capecitabín (Xeloda® tafla)
o
Azacitidín (Vidaza® stungulyfsstofn) – Nýlegt!
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
114
®
Methotrexate Pfizer (metótrexat)
o Er fólínsýruhliðstæða, stungulyf
o Metótrexat hindrar díhýdrófólat redúktasa og hindrar
þannig myndun thymidíns (og myndun DNA og frumuskiptingu) – er andmetabólíti eða fólat „antagónisti“
o Notað við fjölmörgum illkynja sjúkdómum sem og
bólgusjúkdómum (iktsýki, psoriasis) – á töfluformi!
o Háir skammtar geta valdið nýrnaskemmdum vegna
útfellinga í nýrnapíplum
o
Ekki má nota ASA í meðferð með metótrexati, því aukaverkanir
geta orðið verri (útskilnaður metótrexats getur orðið hægari)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
115
®
Puri-nethol (merkaptópúrín)
o Er púrínhliðstæða, á töfluformi
o Er meðal elstu krabbameinslyfja sem þekkist (hefur verið
notað í ca. 50 ár)
o Lyfið kemur að haldi við bráðu hvítblæði af báðum
megingerðum, einkum í börnum
o
Það verkar hins vegar ekki á langvarandi eitilfrumuhvítblæði
o Aðal aukaverkanir lyfsins eru skemmdir á beinmerg
Aðrar: lystarleysi, ógleði og uppköst, lifrarskemmdir
(einkum í fullorðnum)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
116

Fludara (flúdarabín)
o Er púrínhliðstæður, stungulyfsstofn og töflur
o Þetta lyf er m.a. notuð við langvinnu eitilfrumuhvítblæði og við langvinnu eitilfrumukrabbameini
o Aukaverkanir þessa lyfs eru frekar litlar
o
Fólk missir t.d. ekki hárið, og finnur lítið
fyrir ógleði og uppköstum
o Aðal aukaverkunin er ónæmisbæling
o
þá er fólk útsettara fyrir óvenjulegum sýkingum
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
117

Flurablastin (flúóróúracíl)
o Er pýrimídínhliðstæða, stungulyf
o Notað við fjölmörgum tegundum krabbameina;
m.a. krabbameini í maga, ristli, brjóstum, lifur,
eggjastokkum, legi, blöðruhálskirtli, munni og
hálsi, ekki síst ef um meinvörp er að ræða
o Flúróróúracíl er gjarnan notað með cýklófosfamíði
eða metótrexati
o Aukaverkanir:
o
Ógleði og uppköst, niðurgangur, fækkun hvítra blóðkorna, blóðflögufæð, fækkun rauðra blóðkorna o.fl.
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
118
c) Jurtaalkalóíðar og önnur
náttúruefni
i) Vinca alkalóíðar og hliðstæður
o
o
o
Vínkristín (Vincristine Hospira® stungulyf)
Vínorelbín (Navelbine® hylki, innrennslisþykkni o.fl.)
Vínflúnín (Javlor® innrennslisþykkni)
ii) Taxön (taxanes)
o
o
o
Paklítaxel (Paclitaxel Actavis® innrennslisþykkni o.fl.)
Docetaxel (Taxotere® innrennslisþykkni o.fl.)
Cibazitaxel (Jevtana® innrennslisþykkni) – Nýlegt!
iii) Aðrir jurtaalkalóíðar og náttúruefni
o
Trabecetedín (Yondelis® innrennslisþykkni) – Nýlegt!
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
119
Vincristine
®
Hospira (vínkristín)
o Er alkalóíði úr plöntunni Vinca rosea (inniheldur a.m.k. fjóra
virka alkalóíða, m.a. vínblastín og vínkristín)
o Vínkristín virkar í mítósunni (hindrar frumuskiptingu)
o Vínkristín hefur verið notað við meðferð á Hodgkins
sjúkdómi, einnig við eitilfrumuhvítblæði og mörgum öðrum
illkynja sjúkdómum, í blöndum með öðrum lyfjum, einkum
cýklófosfamíði, doxórúbícíni, bleómýcíni og prednisólóni
o Hefur litlar almennar aukaverkanir
o
Sérstakar aukaverkanir á úttaugar
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
120

Paclitaxel Actavis
(paklítaxel)

Taxotere (docetaxel)
o Þessi lyf eru unnin úr svo kölluðum íviði, Taxus
Brevifolia, tré sem vex í hitabeltisskógum í S-Ameríku
o Virka í mítósu (hindra frumuskiptingu)
o Þetta eru mjög virk lyf við brjóstakrabbameini og krabbameini í eggjastokkum og hafa breytt batahorfum
o Almennar aukaverkanir:
o
Ofnæmisviðbrögð, úttaugaskemmdir
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
121
®
Yondelis (trabecetedín)
o Nýlegt lyf! – Z-lyf, innrennslisþykkni
o Dýrt lyf - 1 ml hettuglas kostar tæpar 400 þús.!
o Notað við langt gengnu sarkmeini í mjúkvef, eftir að
meðferð með antracýklínum og ífosfamíði hefur brugðist eða
hentar ekki...
o Aukaverkanir:
o
U.þ.b. 91% sjúklinga fá misalvarlegar aukaverkanir og þar af 40%
alvarlegar
o
Algengastar: Velgja, þreyta, uppköst, lystarleysi, daufkyrningafæð...
o
Banvænar aukaverkanir hafa komið fram hjá 1,9% sjúklinga
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
122
d) Frumuskemmandi sýklalyf
(cytotoxic antibiotics) og skyld efni
i) Antracýklín og skyld efni
o
Doxórúbicín (Adriamycin®, Caelyx® o.fl. stungulyf)
o
Epírúbicín (Epirubicin Actavis® stungulyf)
o
Idarúbicín (Zavedos® stungulyfsstofn)
ii) Önnur frumuskemmandi sýklalyf
o
Bleómýcín (Bleomycin Baxter® stungulyfsstofn)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
123
®
Adriamycin (doxórúbicín)
o Antracýklín og skyld efni; frumuskemmandi sýklalyf
o Einangrað úr Streptomyces tegund árið 1968
o Notað við fjölmörgum illkynja sjúkdómum; bráðu hvítblæði, brjóstakrabbameini, skjaldkirtilskrabbameini og
ýmsum illkynja æxlum í bandvef (sarkmeinum)
o
Það er gjarnan notað með cýklófosfamíði og vínkristíni
o
Mjög virkt lyf
o Lyfið hefur sértæka aukaverkun á hjartavöðva
o Lyfið er gefið í æð og má alls ekki fara út fyrir æðavegg
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
124

Bleomycin Baxter (bleómýcín)
o Önnur frumuskemmandi sýklalyf, stungulyfsstofn
o Var einangrað úr Streptomyces verticillus árið 1965
o Verkar vel á flöguþekjukrabbamein á höfði, hálsi, vélinda,
þvagfærum og kynfærum og kemur einnig að haldi við
meðferð á Hodgkins sjúkdómi
o Kjörábending þess er krabbamein í eistum, ásamt
cisplatíni og vínblastíni (ekki skráð)
o Lyfið er ekki notað gegn lungnakrabbameini, en alvarlegustu aukaverkanir þess eru frá lungum (lungnabólga og
lungnabandvefsmyndun)
o
Aðrar aukaverkanir; einkenni frá húð og lyfjahiti
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
125
e) Önnur æxlishemjandi lyf
i) Platínusambönd
ii) Einstofna mótefni (mónóklónal mótefni)
iii) Lyf til næmingar í ljóshrifa-/geislameðferð
iv) Próteinkínasahemill
v) Önnur æxlishemjandi lyf
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
126
i) Platínusambönd
o Cisplatín (Cisplatin Strides® innrennslisþykkni)
o Karbóplatín (Carboplatin Hospira® innrennslisþykkni)
o Oxalíplatín (Oxaliplatin Hospira® innrennslisþykkni)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
127
®
Cisplatin Strides (cisplatín)
o Er platínusamband, innrennslisþykkni
o Er m.a. notað við krabbameini í eggjastokkum, eistum,
þvagblöðru, lungum og leghálsi eða meinvörpum þeirra
o Aukaverkanir:
o
Hvítkornafæð, blóðflögufæð, blóðleysi (>10%)
o
Lystarleysi, ógleði, uppköst og niðurgangur (>10%)
o
Eituráhrif á heyrnataug; eyrnasuð eða heyrnartap (> 10%)
o
Nýrnaskemmdir og nýrnabilun (>10%)
o
Taugakvillar, e.t.v. óafturkræfir, m.a. náladofi og viðbragðsleysi
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
128
®
Carboplatin Hospira (karbóplatín)
o Er platínusamband, innrennslisþykkni
o Einkum notað við krabbameini í eggjastokkum með
meinvörpum
o Aukaverkanir:
o
Mergbæling – hvítkornafæð, blóðflögufæð, blóðleysi (mjög algengt)
o
Ógleði og uppköst (53%)
o
Nýrnaskemmdir; passa vökvagjöf og fylgjast með kreatíníni
o
Heyrnaskemmdir þekktar
o
Sjóntruflanir, truflanir á bragðskyni o.fl.
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
129
ii) Einstofna mótefni
(mónóklónal antibody)
o Rítúxímab (MabThera® innrennslisþykkni) – Nýlegt!
o Trastuzumab (Herceptin® stofn fyrir innrennslisþykkni)
o Cetúxímab (Erbitux® innrennslislyf) – Nýlegt!
o Bevacizúmab (Avastin® innrennslisþykkni) – Nýlegt!
o Panitúmúmab (Vectibix® innrennslisþykkni) – Nýlegt!
o Ofatumumab (Arzerra® innrennslisþykkni) – Nýlegt!
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
130
Einstofna mótefni
(mónóklónal antibody)
o Ipilimumab (Yervoy® stungulyfsþykkni) – Nýlegt!
o Pertuzumab (Perjeta® innrennslisþykkni) – Nýlegt!
o Trastuzúmab emtansín (Kadcyla® innrennslisþ.) – NÝTT!
o Obinutuzumab (Gazyvaro® innrennslisþykkni) – NÝTT!
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
131
®
MabThera (rítúxímab)
o Er einstofna mótefni, innrennslisþykkni (marksækið lyf)
o Er notað við eitilfrumukrabbamein (á 3. eða 4.stigi) sem er
ekki af Hodgkins gerð
o
Er notað eitt og sér, eða með CHOP krabbameinslyfjakúr (cýklófosfamíð, doxórúbisín, vínkristín, prednisólón)
o Hefur einnig verið notað við iktsýki (ásamt metótrexati)
o Aukaverkanir:
o
Ef lyfið er notað eitt sér, þá koma aðallega fram aukaverkanir sem
tengjast innrennsli (flensuheilkenni o.fl.)
o
Einnig aukin tilhneiging til sýkinga o.fl.
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
132
®
Herceptin (trastuzumab)
o Er einstofna mótefni, innrennslisþykkni (marksækið lyf)
o Lyfið er m.a. notað við brjóstakrabbameini, ef þau eru
HER2-viðtaka jákvæð (1/5) – yfirleitt illskeyttari krabbamein
o Lyfið bindst sértækt mótefnavaka sem kallast HER2
o
HER2 finnst í miklu magni á yfirborði ákveðinna krabbameinsfrumna
þar sem það örvar vöxt þeirra
o
Lyfið bindst HER2 og stöðvar vöxt frumnanna
o Lyfið veldur ekki hármissi né ógleði
o Helst flensueinkenni, niðurgangur, fækkun blóðkorna
o
Lyfið getur haft áhrif á hjarta og valdið hjartabilun (ca. 5%)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
133
®
Gazyvaro (obinutuzumab)
o Er einstofna mótefni, innrennslisþykkni (marksækið lyf)
o Lyfið er notað ásamt klórambúcíli við langvinnu eitilfrumuhvítblæði með fylgikvillum
o Lyfið er gefið 4 sinnum á mán. í 6 mán. (660.000 kr.)
o Lyfið er gefið með barksterum, ofnæmislyfjum og verkjalyfjum
o Lyfið veldur helst innrennslistengdum viðbrögðum, daufkyrningafæð (41%) og blóðflagnafæð (16%)
o
Sjaldgæfari, en alvarlegar: Æxlislýsuheilkenni, hjartakvillar og PML
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
134
iii) Lyf til næmingar í ljóshrifa-/geislameðferð
o Metýlamínólevúlínat (Metvix® krem) – Nýlegt!
Metvix® (metýlamínólevúlínat)
o Notað sem meðferð við hornhúðarbreytingum af völdum
sólarljóss (geislunarhyrning, actinic keratosis) í andliti og
hársverði
o Notað við flöguþekjukrabbameini in situ þegar skurðaðgerð til að fjarlægja húðskemmdina þykir síður við hæfi
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
135
iv) Próteinkínasahemill
o Imatinib (Glivec® tafla o.fl.)
o Gefitinib (Iressa® tafla) – Nýlegt!
o Erlótiníb (Tarceva® tafla) – Nýlegt!
o Sunitíníb (Sutent® hylki) – Nýlegt!
o Sorafeníb (Nexavar® tafla) – Nýlegt!
o Dasatíníb (Sprycel® tafla) – Nýlegt!
o Labatíníb (Tyverb® tafla) – Nýlegt
o Nilotiníb (Tasigna® hylki) – Nýlegt!
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
136
iv) Próteinkínasahemill, frh.
o Temsirolímus (Torisel® innrennslisþykkni) – Nýlegt!
o Everolimus (Afinitor® tafla) – Nýlegt!
o Pazopanib (Votrient® tafla) – Nýlegt!
o Vandetanib (Caprelsa® tafla) – Nýlegt!
o Bosutinib (Bosulif® tafla) – NÝTT!
o Vemurafenib (Zelboraf ® tafla) – Nýlegt!
o Crizotinib (Xalkori® hylki) – Nýlegt!
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
137
iv) Próteinkínasahemill, frh.
o Axitinib (Inlyta® tafla) – Nýlegt!
o Ruxolitinib (Jakavi® tafla) – Nýlegt!
o Regorafenib (Stivarga® tafla) – NÝTT!
o Dabrafenib (Tafinlar® hylki) – Nýlegt!
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
138
®
Glivec (imatinib)
o Er próteinkínasahemill, Z-lyf á töfluformi
o 30 töflur kosta rúmlega 400 þús.
o Notað við ýmsum gerðum af hvítblæði og fleiri tegundum af
krabbameinum (langt gengnum og illkynja)
o Notað fyrir börn og fullorðna
o Aukaverkanir:
o Algengastar (≥ 10%): Væg ógleði, uppköst, niðurgangur, kviðverkir,
þreyta, vöðvaþrautir, vöðvakrampar og útbrot
o Einnig: Þyngdaraukning (bjúgmyndun), þyngdartap (lystarleysi), áhrif
á blóð, svefnleysi o.m.fl.
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
139
®
Xalkori (crizotinib)
o Er próteinkínasahemill, Z-lyf á hylkjaformi
o Mánaðarskammtur kostar tæplega 1 milljón
o Er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum við áður meðhöndluðu,
langt gengnu lungnakrabbameini
o Aukaverkanir:
o Algengastar (>20%): Sjóntruflanir, ógleði, niðurgangur, uppköst,
bjúgur, hægðatregða og þreyta
o Einnig: Daufkyrningafæð, sundl, bragðtruflanir, sjónkvillar, lungnabólga o.fl.
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
140
®
Tafinlar (dabrafenib)
o Er próteinkínasahemill, Z-lyf á hylkjaformi
o Mánaðarskammtur kostar tæplega 1 og ½ milljón
o Notað sem einlyfjameðferð við sortuæxli, óskurðtæku eða
með meinvörpum
o Aukaverkanir:
o Algengastar (≥ 15%): Siggmein, höfuðverkur, hiti,
liðverkir, þreyta, ógleði, hárlos, útbrot, totuvarta
og uppköst
o Einnig: Flöguþekjukrabbamein í húð, flensulík
veikindi, minnkuð matarlyst, þróttleysi o.m.fl.
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
141
v) Önnur æxlishemjandi lyf
o Estramústín (Estracyt® hylki)
o Tópótecan (Hycamtin® hylki, innrennslisþykkni)
o Írinótekan (Irinotecan Actavis® innrennslisþykkni o.fl.)
o Bortezomíb (Velcade® stungulyfsstofn) – Nýlegt!
o Anagrelin (Xagrid® hylki) – Nýlegt!
o Eribulín (Halaven® stungulyf) – Nýlegt!
o Vismodegib (Erivedge® hylki) – NÝTT!
o Aflibercept (Zaltrap® innrennslisþykkni) – NÝTT!
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
142
®
Estracyt (estramústín)
o
o
o
o
Flokkast sem „Önnur æxlishemjandi lyf“
Lyfið umbrotnar í estradíól sem minnkar testósterónmagnið
Annað umbrotsefni er síðan æxlishemjandi
Ábendingar:
o Ákveðnar tegundir illkynja sjúkdóma, einkum krabbamein í blöðruhálskirtli
o Aukaverkanir:
o
o
Algengastar: Brjóstastækkun hjá karlmönnum, getuleysi, ógleði og
uppköst og vökvasöfnun (bjúgur)
Alvarlegastar: Blóðsegarek, blóðþurrðarsjúkdómur í hjarta, langvinn
vinstri hjartabilun og í mjög sjaldgæfum tilfellum ofsabjúgur
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
143
®
Erivedge (vismódegib)
o Flokkast sem „Önnur æxlishemjandi lyf“
o Dýrt lyf – 1 glas kostar 1,2 milljónir
o Ábendingar:
o Grunnfrumukrabbamein með einkennum og meinvörpum
o Aukaverkanir:
o Algengastar: Vöðvakrampar (74,6%), hárlos (65,2%), bragðtruflanir
(57,2%), þyngdartap (48,6%), þreyta (44,9%) og ógleði (34,8%)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
144
2. Innkirtlalyf
(endocrine therapy)
o a) Hormón og skyld lyf
o b) Andhormón og skyld lyf
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
145
Innkirtlalyf
o Þau hormón sem hér um ræðir, eru yfirleitt
kynhormón (estrógen, andrógen, gestagen) og
andhormón þeirra
o
Með andhormónum er í víðustu merkingu átt við lyf eða
efni sem draga úr virkni eða hamla myndun hormóna
með einum eða öðrum hætti
o Kynhormón og andhormón þeirra hafa afmarkað
notagildi við krabbameinslækningar
o Af öðrum hormónum hafa sykursterar einkum
verið notaðir við krabbameinslækningar
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
146
Innkirtlalyf
o Samanburður við frumubælandi lyf:
o
Minni áhrif á heilbrigðar frumur
o
Ekki beinmergsbælandi
o
Mildari meðferð, minni aukaverkanir
o
Verka hægar
o
Ákveðin hormón tengd ákveðnum sjúkdómum
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
147
a) Hormón og skyld lyf
i) Hliðstæður við gónadótrópínleysandi hormón
o
Búserelín (Suprecur® nefúði)
o
Leuprórelín (Eligard® stungulyfsstofn)
o
Góserelín (Zoladex® vefjalyf o.fl.)
o
Triptórelín (Decapeptyl depot®
stungulyfsstofn)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
148
®
Zoladex (góserelín)
o Er gónadótrópín RH-líkt efni
o Lyf í vef, vefjatafla gefin undir húð
o Lyf sem stöðvar myndun testósteróns
o Er notað við blöðruhálskirtilskrabbameini og hefur í fyrstu
GnRH áhrif; hvetur myndun FSH og LH og testósteróns
o
o
Ef stöðug notkun => heiladingull afnæmist og myndun FSH og LH
hættir
Byrjað er áður með and-andrógen lyf, t.d. Bicalutamid Actavis®
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
149
b) Andhormón og skyld lyf
i) And-estrógen
o
Tamoxífen (Tamoxifen Mylan® tafla)
o
Fulvestrant (Faslodex® stungulyf) – Nýlegt!
ii) And-andrógen
o
Bíkalútamíð (Bicalutamid Actavis® töflur o.fl.)
iii) Arómatasahemlar (enzyme inhibitors)
o
Anastrózól (Arimidex® töflur o.fl.)
o
Letrózól (Femar® töflur o.fl.)
o
Exemestan (Aromasin® töflur o.fl.)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
150
b) Andhormón og skyld lyf
iv) Önnur andhormón og skyld lyf
o
Degarelix (Firmagon® stungulyfsstofn) – Nýlegt!
o
Abiraterón (Zytiga® tafla) – Nýlegt!
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
151
®
Tamoxifen Mylan (tamoxífen)
o Er á töfluformi og hefur and-estrógen áhrif á brjóstvef en
verkar eins og estrógen á bein, legslímhúð og blóðfitur
o Blokkar estrógenviðtaka (er SERM-lyf)
o Ábendingar:
o
Læknandi, líknandi og viðbótarmeðferð á brjóstakrabbameini,
sérstaklega þegar hormónaviðtakar eru í æxlisvefnum
o
Oftar gagn hjá konum við tíðahvörf
o
Fyrirbyggjandi meðferð hjá konum sem eru með áhættugen fyrir
brjóstakrabbameini
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
152
®
Bicalutamid Actavis
(bíkalútamíð)
o Er and-andrógen lyf á töfluformi
o Kemur í veg fyrir áhrif testósteróns í vefjum (blöðruhálskirtli)
o Notað við útbreiddu blöðruhálskirtilskrabbameini
o Oft notað með Zoladex® (góserelín)
o Aukaverkanir:
o
Algengustu aukaverkanirnar eru brjóstastækkun og eða spenna í
brjóstum, stundum fylgir þeim mjólkurflæði
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
153
®
Femar (letrózól)
o Er arómatasahemill
o Hemur virkni ensímsins arómatasa sem umbreytir
andrógenum yfir í estrógen (í nýrum)
o Dregur úr myndun estrógena í vefjum
o Er næsta stig hormónameðferðar við brjóstakrabbameini
á eftir tamoxífeni
o Aukaverkanir:
o
Algengastar: Hitakóf, liðverkir, ógleði og þreyta
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
154
3. Ónæmisörvandi lyf
(immunostimulants)
a) Ónæmisörvar
i) Þættir til örvunar
ii) Interferón
iii) Interleukín
iv) Önnur ónæmisörvandi lyf
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
155
i) Þættir til örvunar
o
Fílgrastím (Zarzio® stungulyf)
o
Pegfilgrastím (Neulasta® stungulyf) – Nýlegt!
Neulasta® (pegfilgrastím)
o Er hvítkornavaxtarþáttur (G-CSF), sem hvetur myndun
hvítra blóðkorna
o Notað ef hvítum blóðkornum fækkar of mikið
o 0,6 mL kosta um 200 þús.
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
156
ii) Interferón
o
o
Interferón alfa (Multiferon® stungulyf) – Nýlegt!
Interferón alfa-2b (IntronA (Alfatronol)® stungulyfsstofn)
o
Peginterferón alfa 2b (Pegintron® stungulyfsst.)
o
Peginterferón alfa 2a (Pegasys® stungulyf)
o
Vorönn 2015
Eru notuð við lifrarbólgu B og C
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
157
®
Multiferon (interferon alfa)
o Notað við illkynja sortuæxli o.fl.
o Algengustu aukaverkanir:
o
o
Hiti, kuldahrollur, sviti, þreyta, liðverkir, vöðvaverkir,
höfuðverkur, lystarleysi, ógleði
Til að minnka aukaverkanir – gefa paracetamól samtímis
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
158
iii) Interleukín
o
Aldesleukín (Proleukin® stungulyf) – Nýlegt
Proleukin® (aldesleukín)
o
Er notað við nýrnafrumukrabbameini með meinvörpum
Algengar aukaverkanir: Sýkingar í öndunarvegi, blóðleysi,
blóðflagnafæð, hvítfrumnafæð, lystarleysi, kvíði, svefnleysi,
höfuðverkur, svimi, lágþrýstingur o.m.fl.
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
159
iv) Önnur ónæmisörvandi lyf
o
Plerixafor (Mozobil® stungulyf) – Nýlegt!
Mozobil® (plerixafor)
o
Er notað ásamt hvítkornavaxtarþætti (G-CSF) til að auka
losun á blóðmyndandi stofnfrumum,
sem síðan er safnað saman og notaðar
hjá sjúklingum með eitilfrumukrabba
o
1,2 ml > 1 milljón
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
160
4. Ónæmisbælandi lyf
o i) Sértæk ónæmisbælandi lyf
o ii) Interleukín hemlar
o iii) Kalcíneurín hemlar
o iv) Önnur ónæmisbælandi lyf
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
161
i) Sértæk ónæmisbælandi lyf
o Mýcófenólsýra (CellCept® hylki, tafla o.fl.)
o Sirolimus (Rapamune® tafla, mixtúra) – Nýlegt!
o Everolimus (Certican® tafla) – Nýlegt!
o Öll þessi lyf eru notuð til að fyrirbyggja líffærahöfnun
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
162
®
CellCept (mýcófenólsýra)
Ábendingar:
o Lyfið er notað samhliða cíklósporíni og barksterum fyrirbyggjandi gegn bráðri höfnun á ígræðslu hjá sjúklingum sem
fá ósamgena nýrna-, hjarta- eða lifrarígræðslu
Varúð:
o Sjúklingum er hættara við að fá eitilæxli og aðra illkynja
sjúkdóma, einkum í húð
o Næmi eykst fyrir sýkingum, þar með töldum tækifærissýkingum, lífshættulegum sýkingum og blóðsýkingu
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
163
ii) Interleukínhemlar
o Bailiximab (Simulect® stungulyfsst.) – Nýlegt!
Simulect® (bailiximab)
o
Er notað til að fyrirbyggja bráða líffærahöfnun eftir
ósamgena nýrnaígræðslu (með
ciclospóríni og barksterum)
o
Gigtarlyfjum er sleppt...
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
164
iii) Kalcíneurínhemlar
o Ciklospórín (Sandimmun® innrennslisþykkni,
Sandimmun Neoral® hylki, mixtúra)
o Tacrolimus (Advagraf® hylki o.fl.) – Nýlegt!
o Lyf notuð til að fyrirbyggja líffærahöfnun
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
165
iv) Önnur ónæmisbælandi lyf
o Thalidómíð (Thalidomide Celgene® hylki) – Nýlegt!
o Methótrexat (Methotrexater Pfizer® töflur)
o Lenalidómíð (Revlimid® hylki) – Nýlegt!
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
166
®
Thalidomide Celgene
(thalidómíð)
o Þetta lyf er mjög teratogen!
o
Thalidomide-slysið (í kringum 1960); þúsundir barna
fæddust með fæðingargalla („selshreifa“)
Ábendingar:
o Lyfið er notað samhliða melphalan (Alkeran®) og
prednisón sem fyrsta meðferð sjúklinga ≥ 65 ára að aldri,
með ómeðhöndlað mergæxli
Aukaverkanir (thalidómíð + barksteri + melphalan):
o Daufkyrningafæð, hvítfrumnafæð, hægðatregða, syfja,
náladofi, úttaugakvillar, blóðleysi, skjálfti, bjúgur í
útlimum o.fl.
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
167
Önnur úrræði
o Nýrnahettubarksterar eru oft notaðir í krabbameinslyfjameðferð
o Sterar hafa frumueyðandi áhrif á eitilfrumur
o Notaðir í hvítblæði af eitilfrumugerð og eitlakrabbameini
o Einnig við:
o
Bjúgur vegna æxlis eða meinvarpa
o
Verkir, sérstaklega í beinum eða vegna þrýstings á taugar
o
Kalkblæði (hypercalcemia)
o
Ógleði vegna krabbameinslyfja
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
168
Vaxtarþættir (CSF)
o CSF = Colony Stimulating Factors
o Samheiti yfir efni í sermi sem eru nauðsynleg til vaxtar og
þroska blóðmyndandi frumna
o Eru próteinsykrungar (glýkóprótein) þar sem próteinið er
virki þátturinn
o Sem lyf framleidd með genatækni í bakteríum (sjá glærur
156 og 160)
o Verkun vaxtarþátta
o
o
Virka á framleiðslu blóðfrumna
Verka á sérhæfða viðtaka sem eru á yfirborði frumnanna
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
169
5. Uppsöluhemjandi lyf
Lyf við uppköstum og lyf við ógleði (antinausea)
a) Serótónín 5-HT3-viðtaka blokkar
o
Ondansetrón (Zofran® stungulyf, töflur, mixtúra o.fl.)
o
Palonósetrón (Aloxi stungulyf) – NÝTT!
b) Önnur lyf við uppköstum
o
Skópólamín (Scopoderm® forðaplástur)
o
Aprepitant (Emend® hylki)
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
170
®
Zofran (ondansetrón)
o Lyfið er öflugur, mjög sértækur 5HT3 viðtaka-blokki
o Krabbameinslyfjameðferð og geislameðferð geta valdið losun 5HT í
smágirni, en það örvar viðbragð sem veldur uppköstum
o
Lyfið hindrar örvun þessa viðbragðs...
Ábendingar:
o Lyfið er ætlað til meðferðar á ógleði og uppköstum af völdum frumudrepandi krabbameinslyfja og geislameðferðar
o Lyfið er einnig ætlað til varnar ógleði og uppköstum eftir skurðaðgerðir
Aukaverkanir:
o Höfuðverkur, hitatilfinning í höfði og hiksti, hægðatregða
o Sjaldgæfar: Ofnæmisviðbrögð, extrapýramídal viðbrögð, krampar o.fl.
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
171
®
Aloxi (palonósetrón)
o Þetta lyf er náskylt ondansetrón og hefur svipaða verkun
Ábendingar:
o Lyfið er ætlað að koma í veg fyrir bráða ógleði og uppköst í tengslum
við krabbameinslyfjameðferð sem veldur miklum uppköstum
Aukaverkanir:
o Algengastar: Höfuðverkur (9%) og hægðatregða (5%)
o Aðrar: Svimi, niðurgangur, hiksti o.m.fl.
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
172
®
Emend (aprepitant)
Ábendingar:
o Hindrun á bráðri og síðbúinni ógleði og uppköstum er fylgja meðferð
með krabbameinslyfjum af cisplatín stofni, sem valda afar mikilli ógleði,
hjá fullorðnum
o Fyrirbygging ógleði og uppkasta vegna krabbameinslyfja
Skammtar og lyfjagjöf:
o Lyfið er gefið í 3 daga sem hluti meðferðar sem felur í sér barkstera og
5-HT3 viðtakablokka
o Ráðlagður skammtur er 125 mg p.o. á 1. degi og 80 mg á 2. og 3. degi
Vorönn 2015
© Bryndís Þóra Þórsdóttir
173