Ritgerðasmíð Eiríkur Rögnvaldsson Efni og heimildir © Eiríkur Rögnvaldsson, október 2009 Tilgangur ritgerðar • Hverjum er ritgerðin ætluð? – kennaranum? • Hver er tilgangurinn? – hafa áhrif.

Download Report

Transcript Ritgerðasmíð Eiríkur Rögnvaldsson Efni og heimildir © Eiríkur Rögnvaldsson, október 2009 Tilgangur ritgerðar • Hverjum er ritgerðin ætluð? – kennaranum? • Hver er tilgangurinn? – hafa áhrif.

Ritgerðasmíð
Eiríkur Rögnvaldsson
2010
Efni og heimildir
© Eiríkur Rögnvaldsson,
október 2009
Tilgangur ritgerðar
• Hverjum er ritgerðin ætluð?
– kennaranum?
• Hver er tilgangurinn?
– hafa áhrif á lesandann
– fá hann til að skipta um skoðun
– fá hann til að hugsa eitthvað upp á nýtt
– vekja áhuga hans á tilteknu efni
• Því þarf framsetning að vera áhugavekjandi
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
3
Markhópur
• Markhópur ritgerðar hefur áhrif á
– efnisval
– efnistök
– málsnið
– vettvang
• Huga þarf vel að forþekkingu lesenda
– hvað á að skýra?
– er betra að skýra of mikið eða of lítið?
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
4
Munur á bókum og greinum
• Bækur og langar ritgerðir:
– gerð grein fyrir fræðilegum forsendum
– rannsóknasaga viðfangsefnisins rakin
• Greinar í fræðiritum:
– það sem höfundur hefur frumlegt að segja
– oft gert ráð fyrir mikilli forþekkingu lesenda
• Þess vegna eru tímaritsgreinar oft erfiðari
aflestrar fyrir óinnvígða en heilar bækur
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
5
Efnisval
• Við efnisval verður að hafa hliðsjón af
– eðli og lengd ritgerðar
– kunnáttu og hæfileikum höfundar
– hversu auðvelt er að nálgast heimildir
• Í námsritgerðum ber kennari ábyrgð á vali
– svo að nemandi reisi sér ekki hurðarás um öxl
• Ábyrgð nemanda eykst þegar líður á námið
– og hann fer inn á minna kannaðar slóðir
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
6
Tengsl efnis og lengdar
• Tengsl eru milli lengdar ritgerðar og efnis
– efni í námskeiðsritgerð og BA-ritgerð eru ólík
– þó er hægt að skrifa mislangt mál um sama efni
– með því að afmarka það á mismunandi hátt
– fara mislangt út í smáatriði
• Stundum er ritgerð stytt eða lengd eftir þörfum
– þá verður að breyta byggingu og afmörkun
– að öðrum kosti myndar verkið ekki heild
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
7
Hvernig er að afla heimilda?
• Er hægt að afla sæmilegra heimilda
– án þess að það sé of tímafrekt miðað við verkið?
• Þar skiptir máli hvers eðlis ritgerðin er
– námskeiðsritgerðir eru yfirleitt ekki frumlegar
– þær sýna hvort nemandi hefur kynnt sér efnið
– og hvort hann getur unnið skilmerkilega úr því
• Öðru máli gegnir um MA- og doktorsritgerðir
– þær eiga að birta nýja þekkingu eða túlkun
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
8
Fáar eða vandmeðfarnar heimildir
• Málbreytingar í íslensku á 15. öld
– er hægt að skrifa BA-ritgerð um það efni?
– sennilega ekki – heimildir of fáskrúðugar
– BA-ritgerð yrði hvorki fugl né fiskur
• Áhrif herstöðvarinnar á íslenskt mál
– er hægt að skrifa BA-ritgerð um það efni?
– sennilega ekki – heimildir kannski nægar
– en mjög erfitt að festa hendur á þeim
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
9
Of þröng eða víð efnisafmörkun
• Efnið reynist oft of vítt eða of þröngt
– oftast frekar of vítt
• Hvernig á að bregðast við því?
– fella brott efnisþætti eða bæta við
• Rétt að byrja á þáttum sem hljóta að vera með
– en hafa í huga hverju mætti bæta við eða sleppa
• Meginatriðið er að efnisafmörkun sé rökleg
– ekki tilviljanakennt hvað er með og hverju sleppt
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
10
Hvers vegna breytist efnisafmörkun?
• Efnisafmörkun getur breyst af ýmsum sökum
– einhver efnisþáttur reynist mjög áhugaverður
– og verður kannski að meginatriði ritgerðarinnar
– eins geta heimildir um einhvern þátt reynst rýrar
– þannig að hann getur ekki borið ritgerðina uppi
• Breytt efnisafmörkun er eðlileg og sjálfsögð
– en krefst þess að efnið í heild sé hugsað upp á nýtt
– upphaflegt efnisyfirlit má ekki stjórna byggingunni
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
11
Spennandi viðfangsefni?
• Þarf viðfangsefnið að vera spennandi?
– það vilja auðvitað flestir
• Efni eru sjaldnast spennandi í sjálfu sér
– málið snýst fremur um efnistök og sjónarhorn
• Það þarf að sökkva sér ofan í efnið
– finna rétt sjónarhorn og vinna vel úr heimildum
• Þá verður verkið oftast spennandi á endanum
– en öll verk verða einhvern tíma leiðigjörn
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
12
Rannsóknarspurning
• Rannsóknarspurning er þungamiðja ritgerðar
– stýrir vinnu höfundar
– því skiptir meginmáli hver og hvernig hún er
• Hvernig á rannsóknarspurning þá að vera?
– verður að skipta máli
– höfundur verður að hafa áhuga á að svara henni
– lesendur verða að hafa áhuga á að vita svarið
• Spurningin er oft mikilvægari en svarið
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
13
Nauðsyn rannsóknarspurningar
• Ævi og verk Steins Steinarr
– hverfist ekki um eina spurningu
– hætt við að verði útleitin
• Hvaða áhrif höfðu sósíalískar skoðanir Steins
Steinarr á kveðskap hans?
– hnitmiðaðri ritgerð
– ekkert tekið með sem ekki varðar efnið
• Heiti ritgerðar þarf ekki að vera spurning
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
14
Spurning og svar
• Lagt upp með svar við rannsóknarspurningu
– er það ekki að fara aftan að hlutunum?
– getur höfundur þá litið hlutlaust á efnið?
• Grunur um svar gerir spurningu áhugaverða
– það þarf hins vegar að finna rök fyrir svarinu
• Snjöll hugmynd er kveikja að góðri ritgerð
– hugmyndin er þá svar við rannsóknarspurningu
– en það þarf að setja spurninguna rétt fram
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
15
Heimildaöflun
• Hvernig á að hefja heimildaöflun?
– kanna handbækur og ritaskrár
– athuga hvort til er yfirlitsgrein um efnið
• Heimilda má leita víða
– í skrám bókasafna (t.d. Gegni)
– í heimilda- og atriðisorðaskrám rita um efnið
– í ritaskrám, efnisskrám tímarita o.þ.h.
– í rafrænum gagnasöfnum af ýmsu tagi
– á netinu (t.d. með Google og Google Scholar)
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
16
Leit á bókasöfnum og í bókaskrám
• Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn
– mikilvægt að þekkja bókakost safnsins vel
– kynna sér Dewey-flokkunarkerfið
• Gegnir tekur til íslenskra rannsóknarbókasafna
– hægt að leita eftir ýmsum atriðum:
•
•
•
•
höfundum
titlum
efnisorðum (í titlum og orð sem ritum eru gefin)
flokkstölum (til að leita að ritum um sérhæfð efni)
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
17
Nokkur mikilvæg gagnasöfn
• Hvar.is
– mjög fjölbreytt gagnasöfn
• Tímarit.is
– flest íslensk blöð og tímarit frá upphafi
• Skemman
– námsritgerðir frá Háskóla Íslands
• Google Books
– sívaxandi fjöldi bóka frá ýmsum löndum og tímum
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
18
Leit á netinu
• Leitarvélar eru mikil þarfaþing
– Google langþekktust, en ýmsar fleiri til
– Google Scholar er gerð fyrir fræðilega leit
• Leitarvélar eru takmarkaðar
– ná ekki til nema hluta af því sem er á netinu
• Nauðsynlegt er að kynna sér leitarmöguleika
– til að drukkna ekki í upplýsingum
• Einnig er hægt að fara á ákveðnar síður
– t.d. háskóla, stofnana, einstaklinga
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
19
Frumheimildir og eftirheimildir
• Frumheimildir eru upphafleg gögn um mál
– þegar ekki verður lengra rakið
– ekki bara rit, heldur fornleifar, öskulög o.fl.
• Eftirheimildir byggjast á frumheimildum
– eru úrval úr þeim og túlkun á þeim
– valið og túlkunin er huglægt, háð mati
– fer eftir áhugasviði, þekkingu, skoðunum
– og auk þess þjóðfélagi og tíma
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
20
Hvers konar heimildir á að nota?
• Nauðsynlegt er að gera mun á þessu tvennu
– átta sig á því hvenær þarf að nota frumheimildir
• Námskeiðsritgerðir styðjast við eftirheimildir
– í veigameiri ritgerðum þarf að nota frumheimildir
• Algeng mistök eru að gera ekki upp á milli
– ef heimild finnst um efnið er hún notuð
– en ekki lagt mat á gildi hennar
– eru Aldirnar helstu sagnfræðirit okkar?
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
21
Heimildir þarf að meta
• Aldrei má nota heimildir gagnrýnislaust
– það verður að leggja sjálfstætt mat á þær
• Athugið vinnubrögð höfundar heimildar
– vitnar hann sjálfur í heimildir?
– er auðvelt að sjá hvað hann hefur eftir öðrum?
– notar hann heimildir sínar á heiðarlegan hátt?
• sjást dæmi um að hann rangtúlki eitthvað?
• virðist hann stinga einhverju undir stól?
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
22
Heimildir þarf að bera saman
• Samanburður við aðrar heimildir
– hafa aðrir komist að sömu niðurstöðu?
• Samhljóða niðurstaða þarf ekki að vera traust
– oft étur hver upp eftir öðrum athugasemdalaust
– án þess að gera sjálfstæða rannsókn á efninu
• Hvað merkir það ef höfundur er einn á báti
– er hann sérvitringur sem enginn tekur mark á?
– eða frumlegri og hugmyndaríkari en aðrir?
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
23
Athuga þarf markmið og vettvang
• Hvert er markmið höfundar heimildar
– að fræða á hlutlausan hátt?
– að reka pólitískan áróður eða auglýsa vöru?
– að höfða til tilfinninga?
• Á hvaða vettvangi birtist heimildin
– í virtu fræðiriti?
– í dagblaði?
– í auglýsingabæklingi?
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
24
Eðli heimilda á netinu
• Vægi heimilda á netinu fer ört vaxandi
– þar má finna efni um flest milli himins og jarðar
• Eðlilegt og sjálfsagt er að nýta þær heimildir
– þær eru aðgengilegar í tölvu hvers og eins
– oft nýrri og ferskari en bækur og tímarit á söfnum
• Netið er óritskoðað
– hver sem er getur sett inn hvaða efni sem er
– því verður að meta heimildirnar vandlega
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
25
Mat heimilda á neti
• Hver á síðuna
– rannsóknarstofnun eða einstaklingur?
• Ef einstaklingur á síðuna, hver er hann þá
– fræðimaður á viðkomandi sviði eða leikmaður?
• Er síðan uppfærð reglulega
– kemur fram hvenær henni var síðast breytt?
• Á hverju byggjast upplýsingar á síðunni
– rannsóknargögnum eða prentuðum heimildum?
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
26
Sannreynanlegar heimildir
• Heimildir verða að vera sannreynanlegar
– hægt að rekja þær til upphafs síns
• Þetta er grundvallarkrafa í fræðilegri umræðu
– heimild sem ekki er sannreynanleg er ónothæf
• Lesandi þarf að geta metið gildi fullyrðingar
– því verður höfundur að vísa í heimildir sínar
– eða í eigin frumrannsóknir
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
27
Ábyrgð höfundar
• Höfundur ber ábyrgð á eigin fullyrðingum
– og kannar gildi þess sem hann hefur eftir öðrum
– að öðrum kosti ber hann ábyrgð á því líka
• Hér þarf því að gæta vel að orðalagi
– stundum gerir höfundur sig samábyrgan:
• „X hefur sýnt fram á ...“ „í grein X kemur í ljós ...“
– í öðrum tilvikum tekur hann ekki afstöðu:
• „X hefur haldið því fram ...“ „X fullyrðir að ...“
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
28
Skriflegar og munnlegar heimildir
• Skrifleg heimild er talin traustari en munnleg
– tekin fram yfir nema sérstök ástæða sé til annars
• Skriflegar heimildir eru sannreynanlegar
– lesandinn getur flett upp í þeim sjálfur
• Munnleg heimild er sjaldnast sannreynanleg
– heldur verður að treysta frásögn höfundar
• Munnleg heimild er háð minni heimildarmanns
– og það er brigðult eins og dæmin sanna
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
29
Aldur heimilda
• Huga þarf vel að aldri heimilda
– til að unnt sé að meta þær á heiðarlegan hátt
– Islandsk Grammatik er frá 1922
• getur hún talist heimild um íslenskt nútímamál?
– Íslenzkar nútímabókmenntir er frá 1948
• getur hún talist heimild um samtímabókmenntir?
– Altnordische Grammatik kom síðast út 1923
• hún fjallar að vísu um miklu eldra málstig
• en nýrri rannsóknir hafa gert ýmislegt í henni úrelt
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
30
Heimildir og samtími
• Hver höfundur og hvert rit er barn síns tíma
– tekur mið af þeirri þekkingu sem þykir traustust
– og þeim fræðikenningum sem þykja bestar
– en hvort tveggja breytist ört
• Því þarf að skoða ritunar- og útgáfutíma
– hverja heimild þarf að meta á eigin forsendum
– auk þeirra forsendna sem við höfum nú
– miðað við núverandi þekkingu og kenningar
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
31
Vandkvæði við mat á aldri
• Gætið ykkar vel við mat á aldri heimilda
– einkum í sambandi við endurútgáfur
– síðasta útgáfa Altnordische Grammatik er frá 1970
• en er óbreytt endurprentun útgáfu frá 1923
• 1. útgáfa kom 1884, og stofninn því meira en aldargamall
• Nú er oft mjög erfitt að meta aldur heimilda
– rit ganga oft í ljósritum fyrir formlega útgáfu
– eða eru sett á netið í nýjum og nýjum gerðum
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
32
Frumútgáfa og endurútgáfa
• Í fræðilegri umræðu er frumútgáfa notuð
– ef þess er kostur
– öðru máli getur gegnt ef ný útgáfa er endurskoðuð
• Gera þarf mun á útgáfu og prentun
– ný útgáfa er oft breytt – nýtt ártal á titilblaði
– ný prentun er oftast óbreytt – stundum nýtt ártal
– þó er þessi munur ekki alltaf gerður
• Ljóst þarf að vera í hvaða gerð rits er vitnað
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
33
Breytingar í endurútgáfu
• Margir rithöfundar breyta verkum sínum
– án þess að þess sé sérstaklega getið
– hvaða útgáfu á þá að nota?
• Val útgáfu fer þá eftir eðli máls hverju sinni
– Barn náttúrunnar er æskuverk Halldórs Laxness
– Kvæðabók er æskuverk Hannesar Péturssonar
• í umfjöllun um þau sem slík notar maður frumútgáfur
• ekki endurskoðaðar útgáfur nokkrum áratugum yngri
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
34
Aðgengileiki útgáfna
• Krafa um notkun frumútgáfu er ekki gerð
– í öðrum ritum en fræðiritum
– og væri stundum óheppileg og óeðlileg
• Oft er frumútgáfa illfáanleg
– munurinn skiptir í fæstum tilvikum máli
– sé ekki um fræðilega notkun að ræða
• Þá er rétt að nota aðgengilegustu útgáfuna
– það er sjálfsögð kurteisi við lesendur
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
35
Handrit sem heimild
• Ýmis vandamál koma upp í eldri textum
– sumir þeirra eru aðeins til í handriti
• Handrit frá síðari öldum eru á pappír
– flest varðveitt í handritadeild Landsbókasafns
• Handrit frá því fyrir siðaskipti eru á skinni
– flest varðveitt í Stofnun Árna Magnússonar
• Að auki eru ýmis opinber gögn
– sem flest eru varðveitt í Þjóðskjalasafni Íslands
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
36
Vandkvæði við notkun handrita
• Nauðsynlegt er að geta lesið handskrift
– sem hefur tekið miklum breytingum
– skrift 13. aldar er gerólík skrift 18. aldar
– og hvort tveggja er gerólíkt nútímaskrift
• Einnig þarf að þekkja sögu stafsetningar
– til að átta sig á ýmsum orðum og orðmyndum
• ‘wm’ = um, ‘bwner’ = búnir, ‘jakafa’ = í ákafa
• ‘bioda’ = bjóða, ‘stauckr’ = stekkur, ‘sier’ = sér
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
37
Útgáfur handrita
• Sum handrit hafa verið gefin út stafrétt
– textinn prentaður nákvæmlega eins og í handriti
• Oftast er þó ritháttur samræmdur
– stundum miðað við ritunartíma textans
– stundum miðað við nútímastafsetningu
• Þetta skiptir máli við fræðilega notkun
– í sumum tilvikum verður útgáfa að vera stafrétt
– í öðrum tilvikum getur samræmd útgáfa dugað
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
38
Misgóðar handritaútgáfur
• Fleiri þættir en stafsetning skipta máli
– þegar fræðilegt notagildi útgáfu er metið
• Oft eru mörg handrit til af sama texta
– þá skiptir máli hvert þeirra er notað við útgáfu
– oft er eitt grunnhandrit gefið út með lesbrigðum
– en stundum er handritum blandað saman
• Útgefendur eru líka misvandvirkir
– því hafa útgáfur misjafnt orð á sér
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
39
Leit í heimildarritum
• Hvernig á að lesa heimildarrit?
– skoða efnisyfirlit, nafnaskrá, atriðisorðaskrá
• Oft er of tímafrekt að lesa heimild vandlega
– nauðsynlegt að tileinka sér tækni við leitarlestur
– geta rennt augum yfir síðu án þess að lesa hana
– taka samt eftir tilteknum orðum og efnisatriðum
• Fljótlegt er að leita í rafrænum heimildum
– en því fylgir hætta á að slíta hluti úr samhengi
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
40
Nauðsyn frjáls lestrar
• Grundvallarrit verður að lesa frá orði til orðs
• Æskilegt er að kynna sér sem flestar heimildir
– þótt þær virðist í fljótu bragði ekki varða efnið
• Nýjar hugmyndir og ný þekking skapast oft
– við óvæntar tengingar atriða
– þá sést oft samspil, andstæður, hliðstæður
– með atriðum sem fyrirfram virtust ótengd
• Þess vegna er frjáls lestur mjög mikilvægur
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
41
Bygging, úrvinnsla og framsetning
© Eiríkur Rögnvaldsson,
október 2009
Efnisyfirlit og efnisgrind
• Efnisyfirlit
– hluti ritgerðarinnar í endanlegri mynd
• Efnisgrind
– lýsing á ritgerðinni, t.d. ágrip af hverjum kafla
• Ritgerðir skiptast í þrjá hluta:
– inngangur – ein eða örfáar síður
– meginmál – oft tugir eða jafnvel hundruð síðna
– niðurstöður eða lokaorð – ein eða örfáar síður
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
43
Röð kafla
• Í hvaða röð á að skrifa kaflana?
– inngang fyrst, síðan meginmál, loks lokaorð?
• Oft er gott að skrifa inngang fyrst
– þá þarf að leggja efnið niður fyrir sér
– forma rannsóknarspurningu
– gera áætlun um það hvernig henni skuli svarað
• Inngang þarf þó ætíð að endurskoða í lokin
– ótrúlegt er að allt hafi farið eins og áætlað var
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
44
Formáli er annað en inngangur
• Formáli
– ekki hluti ritgerðar
– frásögn af tilurð, þakkir, hugleiðingar
– stundum eftir annan en höfund
• Inngangur
– hluti verksins
– efnið kynnt og reifað
– yfirlit um efnisskipan
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
45
Hlutverk inngangs
• Inngangur verður að vekja forvitni lesenda
– og áhuga þeirra á að lesa ritgerðina
• Byrjað á almennri kynningu eða sviðsetningu
– efnið tengt við þekkingu/reynslu/áhugasvið lesenda
• Síðan þrengt niður í rannsóknarspurningu
– tekin dæmi sem sýna viðfangsefnið í hnotskurn
– til að lesendur átti sig betur á efni ritgerðarinnar
• Einnig er efni hvers kafla rakið stuttlega
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
46
Niðurstöður í inngangi
• Á að segja frá meginniðurstöðum í inngangi?
– um það eru skiptar skoðanir
– mörgum finnst þær eiga að koma á óvart
• En niðurstöðurnar hafa ekki gildi í sjálfu sér
– aðeins í samhengi við rök höfundarins
• Lesandi verður gagnrýnni á rök höfundar
– ef hann veit hvert höfundur vill leiða hann
• Fræðiritgerð er ekki sakamálasaga!
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
47
Kaflaskipting ritgerða
• Ritgerð skiptist í a.m.k. þrjá meginkafla
– meginkaflar í undirkafla
– undirkaflar stundum aftur í undirkafla o.s.frv.
– slík „lög“ eru mismörg, en oftast eru þrjú nóg
• Kaflaskipting gegnir tvenns konar hlutverki:
– við samningu:
• þvingar höfund til hnitmiðaðrar framsetningar
– við lestur:
• auðveldar lesandanum að fá yfirsýn yfir efnið
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
48
Einföld kaflaskipting
•
Ritgerð
• 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11
• Hér eru allir kaflar á sömu hæð (sama plani)
– því er erfitt að átta sig á tengslum efnisþátta
• Líklegt er að sumir tengist nánar en aðrir
– þá er heppilegra að hafa lagskiptingu
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
49
Lög í kaflaskiptingu
•
Ritgerð
1.
2.
2.1
2.2
3.
3.1
3.2
4.
3.3
3.1.1 3.1.2 3.2.1 3.2.2 3.2.3
3.2.2.1 3.2.2.2
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
50
Lengd og fjöldi kafla
• Hvað eiga kaflar að vera margir?
– aðalkaflar oft 3-5, en líka oft fleiri
– oft betra að fjölga lögum en aðalköflum
• Hvað eiga kaflar að vera langir?
– lengd aðalkafla ótakmörkuð
– undirkafli í neðsta lagi lýtur ákveðnum reglum
– gjarna á bilinu 1-4 síður
– þetta er þó aðeins viðmiðun
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
51
Kaflaheiti
• Öllum köflum þarf að gefa lýsandi nafn
– það auðveldar höfundi samninguna
– og lesanda að fá yfirsýn yfir verkið
– nöfnum og númerum má þó henda út í lokagerð
• Stundum gengur höfundi illa að finna nafn
– þá fjallar kaflinn kannski ekki um neitt eitt efni
– eða hann er bara málalengingar um ekki neitt
– í báðum tilvikum þarfnast eitthvað endurskoðunar
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
52
Bygging einstakra efnisþátta
• Meginmálskaflar
– skiptast í undirkafla nema í stystu ritgerðum
– hafa oft sérstakan inngangs- og niðurstöðukafla
• þetta er þó matsatriði og fer eftir lengd
• Hver kafli er hugsaður eins og verkið í heild
– með inngang, meginmál og niðurlag
– sú hugsun á að stýra allri efnisskipan verksins
• niður í smæstu efniseindir, efnisgreinarnar
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
53
Frá heimild til ritgerðar
• Ekki er nóg að finna heimildirnar
– það þarf líka að kunna að vinna úr þeim
• Á að byrja á að lesa allar heimildirnar
– setjast svo niður og skrifa ritgerðina í einni lotu?
– slíkt er varla hugsanlegt nema í stystu ritgerðum
• Því þarf millistig milli heimilda og ritgerðar
– minnisatriði tekin eru upp úr heimildum við lestur
– slegin inn í ritvinnsluskjal eða gagnagrunn
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
54
Tekið upp úr rafrænum heimildum
• Einfalt er að taka punkta úr rafrænum heimildum
– afrita textabúta og líma inn í skjal eða gagnagrunn
– í stað þess að slá textann inn
• Þessu fylgja þó tvær hættur sem þarf að varast
– hætta á að of mikið sé tekið upp úr heimildinni
• og úrvinnslu þar með frestað þar til ritgerðin er skrifuð
– hætta á að orðréttir kaflar úr heimild séu notaðir
• í stað þess að höfundur orði textann sjálfur frá grunni
• það ber vott um ósjálfstæði og getur verið ritstuldur
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
55
Nýting minnispunkta
• Gott er að renna yfir minnispunkta í heild
– skoða þá í samhengi við efnisyfirlit/efnisgrind
– þá sést hvort upphaflegar hugmyndir hafa breyst
– hvort heimildir hafa fundist um alla efnisþætti
– oft er þá tilefni til að endurskoða efnisyfirlit
• Síðan má byrja að skrifa einhvern kafla
– ef maður er orðinn handgenginn efni hans
– og búinn að gera sér góða mynd af byggingu hans
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
56
Skrifað upp úr sér
• Ekki er gott að raða heimildum í kringum sig
– og ætla að skrifa ritgerðina beint upp úr þeim
– slíkur texti verður alltaf stirður og óaðlaðandi
• Best er að geta skrifað kaflann upp úr sér
– án þess að fletta upp í heimildum að ráði á meðan
• Svo þarf að fara aftur yfir kaflann
– endurskoða byggingu og málfar
– athuga heimildir og bæta inn heimildavísunum
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
57
Skrifað út frá efnisyfirliti
• Gott er að skrifa út frá efnisyfirliti
– fylla inn í það smátt og smátt
– ekki endilega skrifa kaflana í réttri röð
• Einnig er hægt að skrifa í belg og biðu
– bera textann síðan að efnisyfirliti
– setja inn kaflaskil á eðlilegum stöðum
– færa til efnisgreinar og kafla
• Efnisyfirlit er svo endurskoðað eftir þörfum
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
58
Að skrifa sig að niðurstöðu
• Oftast verður kaflinn öðruvísi en ætlað var
– önnur efnisskipan
– önnur greining
– önnur lausn
• Maður skrifar sig að niðurstöðunni
– sem getur orðið allt önnur en virtist í upphafi
• Oft getur þá verið rétt að breyta efnisskipan
– önnur leið að niðurstöðu getur hentað lesandanum
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
59
Efnisskipan meginmáls
• Ritgerðir eru mjög ólíkar
– því er útilokað að gefa reglur um efnisskipan
• Oft er eðlilegt að rekja rannsóknasögu efnisins
– yfirlit um það helsta sem hefur verið skrifað áður
• Þetta fer oft vel næst á eftir inngangi
– en einnig má flétta það saman við framlag höfundar
• Þessi þáttur má þó ekki verða of stór
– verður að takmarkast við það sem skiptir máli
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
60
Fræðilegur grundvöllur
• Stundum er byggt á flóknu kenningakerfi
– sem líklegt er að lesendur þekki lítið til
– þá þarf að eyða verulegu rými í kynningu þess
• Stundum er byggt á vel þekktu kenningakerfi
– sem ekki þarf að kynna sérstaklega fyrir lesendum
• Hægt er að leggja grundvöllinn í sérstökum kafla
– en einnig flétta saman við rannsókn höfundar
– oft er hvorttveggja gert í sama verki
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
61
Ólíkar tegundir fræðilegra ritgerða
• Fræðilegar ritgerðir eru mjög margvíslegar
– hér má nefna tvær megingerðir:
• Ritgerðir unnar upp úr heimildum
– allt frá endursögn til háfræðilegrar úrvinnslu
• Ritgerðir byggðar á grunnrannsóknum höfunda
– en styðjast vitanlega einnig við aðrar heimildir
• Mikilvægt er að skoða ólíkar ritgerðir vandlega
– átta sig á vinnubrögðum höfunda og leggja mat á þau
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
62
Niðurlag ritgerðar
• Í lokakafla er umfjöllun rifjuð upp í stuttu máli
– og helstu niðurstöður dregnar saman
• Þetta getur verið misítarlegt
– frá 1-2 efnisgreinum upp í nokkrar blaðsíður
• Setja þarf niðurstöður skýrt fram
– sýna að rannsóknarspurningu hafi verið svarað
• Oft fer vel á því að leggja út af niðurstöðum
– gildi þeirra, afleiðingum, framhaldsrannsóknum
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
63
Eðli og lengd efnisgreina
• Efnisgrein er minnsta sjálfstæð eining texta
– á að hverfast um eitt efnisatriði, eina hugsun
• og mynda þannig ákveðna heild
• Þetta ákvarðar eðlilega lengd efnisgreina
– of stutt efnisgrein rúmar vart heila hugsun
– of löng efnisgrein verður þvælin og óskýr
• Eðlileg lengd efnisgreina er 5-15 línur
– minna en 2 línur og meira en hálf síða er ótækt
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
64
Tengsl efnisgreina
• Efnisgreinar þarf að tengja saman
– textinn þarf að renna eðlilega, eitt leiða af öðru
• Til þess eru nokkrar aðferðir
– hefja efnisgrein með orði úr efnisgrein á undan
• eða fornafni sem vísar til þess
– nota tengiorð sem vísa til undanfarandi texta
• þess vegna, þar af leiðir, þó, þrátt fyrir þetta, því
– breyta um sjónarhorn og nota orð sem sýna það
• á hinn bóginn, eigi að síður, í öðru lagi, hins vegar
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
65
Efnisgrein og málsgrein
• Efnisgrein er merkingarlegt hugtak
– skilgreint út frá efni textans og efnistökum
– afmarkast formlega af greinaskilum
• Málsgrein er formlegt hugtak
– skilgreint út frá setningafræðilegum þáttum
– afmarkast venjulega af punkti
• en einnig af upphrópunarmerki og spurningarmerki
• Þessi hugtök tilheyra því mismunandi sviðum
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
66
Vondar málsgreinar
• Oft eru málsgreinaskil sett á röngum stað:
– runur: langar, illa hugsaðar og klaufalega
myndaðar málsgreinar
– druslur: málsgreinar sem hafa ekki eðlilega
framvindu miðað við upphafið
– kommusplæsing: tvær ólíkar málsgreinar settar
saman með kommu þar sem eðlilegra væri að setja
punkt og hefja nýja málsgrein eða nota tengingu
• Flestir hafa þó tilfinningu fyrir þessu
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
67
Runur
• Áttunda atriðið á listanum yfir það sem skoðað verður sem
munur á undirbúnum og óundirbúnum textum á netinu veltur á
hvort mikið eða ekkert sé um broskalla og lýsingar á hreyfingum
í textanum, en sá liður segir sig líklega að mestu sjálfur.
• Helstu undantekningar á þessu eru t.d. gagnrýni og pistlar frá
einstaklingum þar sem höfundur talar út frá sjálfum sér en þar
er þó yfirleitt reynt að stilla fornöfnum í hóf auk þess sem aldrei
ætti að tala til 1. eða 2. persónu þar sem gagnrýni felur í sér að
um sé að ræða skoðun gagnrýnanda, og ætti því ekki að þurfa
að nota 1. persónu nema í undantekningartilvikum, og gagnrýnandi á einnig að tala almennt um myndina en ekki til lesanda
sem einstaklings.
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
68
Druslur
• Hlutföllin milli hans og hinna fjórðunganna eru jafnvel orðin
stærri því nafnið tapar meiri tíðni í öðrum fjórðungum.
• Persónulegt mál og mikil notkun 1. og 2. persónu felur í sér
nálægð höfundar við textann sem ritaður er og hvort hann er
persónuleg skilaboð frá honum til lesanda.
• Mikilvægt er að hafa í huga að skýr vilji hefur komið fram af
hálfu atvinnulífsins til þess að axla þessa skattbyrði með öðrum
hætti, m.a. tillögum um hækkun á atvinnutryggingagjaldi til
þess að standa undir kostnaði við Atvinnuleysistryggingasjóð
og eftir atvikum aðra skattheimtu þannig að heildarskatttekjur
ríkissjóðs og sveitarfélaga raskist ekki.
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
69
Kommusplæsing
• Austfirðingafjórðungur er enn ólíkur hinum fjórðungunum þar
er engin Ragnhildur lengur en nýtt sérnafn komið þ.e.
Guðlaug, nöfnin Guðný og Þórunn, sem eru nú á hans töflu en
ekki hinna, eru einnig algeng nöfn í hinum fjórðungunum.
• Ég get ekki séð að verkföll skili neinu í núverandi ástandi, það
eru ekki til verðmæti til að greiða hærri laun, því stendur valið
milli þess að prenta peninga eða auka atvinnuleysi ef verkfall
nær fram óraunhæfum kjarasamningum.
• Þetta er bara orðið þroskaheft hvað allt er orðið dýrt, og það
er eins og það sé allt að hækka í verði í hverri viku, þeir geta
ekki hætt græðginni, var ekki lagður skattur á sykur og
eldsneyti um daginn?
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
70
Lengd málsgreina
• Margra lína málsgreinar eru varasamar
– oft torskildar og hætta á villum eykst
• Oft er eðlilegt að skipta þeim niður
– með punkti, en semíkomma kemur til greina
• Hvor/hver hluti þarf að geta staðið sjálfstæður
– í hverri málsgrein þarf að vera aðalsetning
– aukasetning getur ekki borið uppi málsgrein
• Brot á þessum reglum stafa oft af hroðvirkni
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
71
Tilbrigði í máli
• Er íslenskan ein?
– eða eru til mörg mál í landinu?
• Yfirbragð málsins getur verið margvíslegt
– orðaval og merking
– orðaröð og setningagerð
– beygingar og orðmyndir
– framburður og framsögn
– og sitthvað fleira
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
72
Nokkur tilbrigði í máli
• Hvað merkir dingla?
– ‘sveiflast’ eða ‘hringja bjöllu’
• Hvar standa atviksorð?
– ég auðvitað veit ekki eða ég veit auðvitað ekki
• Hvernig eru gagnverkandi fornöfn notuð?
– þeir litu hvor á annan eða þeir litu á hvorn annan
• Hvernig er klósettið borið fram?
– klósettið eða klóstið
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
73
Málsnið
• Slík tilbrigði eru oft nefnd mállýskur
– ef þau tengjast ákveðnum landshlutum
– eða ákveðnum þjóðfélagshópum
• Margvísleg tilbrigði eru þó af öðrum toga
– tengjast hvorki landshlutum né þjóðfélagshópum
– fremur ytri aðstæðum og miðli
• Þessi tilbrigði eru nefnd málsnið
– búningur málsins, mótaður af aðstæðum
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
74
Hvað ræður málsniði?
• Málsnið mótast af
– miðli málsins
• ritmál eða talmál; mál í talmiðlum
– vettvangi
• t.d. einkasamtal, fyrirlestur á ráðstefnu, blaðagrein
– mælanda
• t.d. kyni, aldri, menntun og þjóðfélagsstöðu
– viðmælanda
• t.d. kyni, aldri, menntun og þjóðfélagsstöðu
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
75
Málsnið og stíll
• Málsnið og stíll eru skyld hugtök
– skarast oft, en merkja þó ekki það sama
• Málsnið mótast af aðstæðum og tilgangi
– og einnig af miðli og vettvangi
• formlegt/óformlegt; talmál/ritmál
• Stíll getur verið einstaklingsbundinn
– eða bundinn bókmenntategundum
• stíll Halldórs Laxness; Íslendingasagnastíll
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
76
Formlegt og óformlegt málsnið
• Formlegt málsnið
• Óformlegt málsnið
– orðaval hnitmiðað
• orð einkum úr ritmáli
• nýyrði í stað slettna
– óbein orðaröð algeng
• sögn á undan frumlagi
• lh.þt. á undan sögn
– framsögn skýr
– orðaval kæruleysislegt
• ýmis talmálsorð
• slangur og slettur
– bein orðaröð venjuleg
• frumlag á undan sögn
• lh.þt. á eftir sögn
– framsögn oft óskýr
• lítil brottföll og samlaganir
• hægt og settlegt tal
• brottföll og samlaganir
• hratt og kæruleysislegt tal
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
77
Vandað og óvandað málsnið
• Vandað málsnið
• Óvandað málsnið
– orðaval
– orðaval
• íslensk orð
• þjál nýyrði
• slangur og slettur
• rangt eða illa gerð nýyrði
– beygingar
– beygingar
• „réttar“ beygingar
– setningagerð
• „rangar“ beygingar
– setningagerð
• einfaldar málsgreinar
– merking
• klúðurslegar málsgreinar
– merking
• hefðbundin merking virt
• orð notuð í nýrri merkingu
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
78
Talmál og ritmál
• Ritmál
–
–
–
–
–
–
–
–
• Talmál
engin hikorð
sjaldan endurtekningar
setningar oftast fullgerðar
sjaldan misritanir
orðaval fremur formlegt
lítið um slangur og slettur
það fremur sjaldgæft
„villur“ fremur sjaldgæfar
–
–
–
–
–
–
–
–
hikorð mjög algeng
endurtekningar tíðar
ófullkomnar setningar
mismæli algeng
óformlegt orðaval
slangur og slettur algengt
það í upphafi setninga
hvers kyns „villur“ tíðar
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
79
Málsnið ritmáls
• Ritmál á sér mörg málsnið
– fræðigreinar eru t.d. ópersónulegar og formlegar
– blaðafréttir oft persónulegri og óformlegri
– einkabréf persónulegust og óformlegust
• Mál í talmiðlum er nokkuð sér á báti
– það er oft samið sem ritmál en flutt sem talmál
• Í tölvupósti og netspjalli er alveg nýtt málsnið
– einhvers staðar milli talmáls og ritmáls
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
80
Málstefna og málfar
© Eiríkur Rögnvaldsson,
nóvember 2009
Nefnd menntamálaráðuneytis, 1986
• Íslendingar hafa sett sér það mark að varðveita
tungu sína og efla hana.
– Með varðveislu íslenskrar tungu er átt við
• að halda órofnu samhengi í máli frá kynslóð til kynslóðar,
einkum að gæta þess að ekki fari forgörðum þau tengsl
sem verið hafa og eru enn milli lifandi máls og
bókmennta allt frá upphafi ritaldar.
– Með eflingu tungunnar er einkum átt við
• að auðga orðaforðann svo að ávallt verði unnt að tala og
skrifa á íslensku um hvað sem er, enn fremur að treysta
kunnáttu í meðferð tungunnar og styrkja trú á gildi
hennar.
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
82
Íslensk málstefna
• Alþingi ályktar að samþykkja tillögur Íslenskrar
málnefndar að íslenskri málstefnu sem opinbera stefnu í málefnum íslenskrar tungu.
• Alþingi lýsir yfir stuðningi við það meginmarkmið tillagna Íslenskrar málnefndar að íslenska
verði notuð á öllum sviðum íslensks samfélags.
– Ályktun Alþingis, samþykkt 12. mars 2009
• Tillögurnar hafa verið gefnar út
– í bæklingnum Íslenska til alls
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
83
Málbreytingar
• Öll mál breytast með tímanum
– en er hugsanlegt að hægja á breytingunum?
– og þá að hvaða marki, og hversu lengi?
– og er einhver ástæða til þess?
• Íslensk málstefna felst í varðveislu og nýsköpun
– barist gegn málbreytingum og tökuorðum
– hlúð að nýsköpun í orðaforða á sem flestum sviðum
• En við hvaða málbreytingum á að sporna?
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
84
Viðmið í vali milli afbrigða
• Við hvað er miðað í vali milli afbrigða
– þegar eitthvert málfarsatriði er á reiki?
• Oft er miðað við aldur
– það talið réttast sem er elst
• Einnig er miðað við málhefð
– það talið rétt sem hefð er fyrir í málinu
• Oft er skírskotað til ótiltekinna smekkmanna
– „Betra þykir …“, „Sumir segja fremur…“
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
85
Miðað við fornmál
• Hugsum okkur að telja það réttast sem er elst
– og miða við elstu íslenska texta, en ekki forsöguna
– engin málfræðileg rök eru þó fyrir þessu viðmiði
– það eru ytri aðstæður sem valda þessu vali
– þetta er málið á gullaldarbókmenntum Íslendinga
• Það er þó oft útilokað að nota þetta viðmið
– þekking okkar á 13. aldar máli er ekki ótakmörkuð
– við höfum t.d. litlar heimildir um talmálið
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
86
Vandkvæði á að miða við fornmál
• Fornir textar birta ekki einlitt og fullkomið mál
– þar má finna sitthvað sem nú er kallað „málvillur“
• Stokkhólms-hómilíubók er handrit frá um 1200
• „óvíða flóa lindir íslenzks máls tærari en þar, og er sá
íslenzkur rithöfundur sem ekki hefur þaullesið hana, litlu
betur undir starf sitt búinn en sá prestur sem enn á
ólesna fjallræðuna“
– Jón Helgason, Handritaspjall
– þar stendur víða ég langa, við löngum
– er mig langar þá rangt – jafnrangt og mér langar?
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
87
Viðurkenndar breytingar og aðrar
• Eru „gamlar“ breytingar viðurkenndar
– en „nýjum“ hafnað? Og við hvaða aldur er miðað?
• þf.et. læknir, nf.ft. læknirar er ævagamalt
• ef. föðurs er í handriti Njálu frá um 1300
• en þgf.et. af lykill var lukli að fornu, ekki lykli
• Ýmsar hljóðbreytingar eru viðurkenndar
– enda ekki jafnaugljósar í rituðu máli
• Breytingar á beygingu og orðaforða sjást vel
– enda hefur baráttan einkum beinst gegn þeim
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
88
Ranghugmyndir um fornmálið
• Hvaðan koma hugmyndir okkar um fornmál?
– ekki úr handritunum eða stafréttum útgáfum
– heldur úr útgáfum með samræmdri stafsetningu
– annaðhvort fornri eða nútímastafsetningu
• Útgáfurnar eru oft frábrugðnar handritunum
– „samræmd stafsetning“ var ekki til að fornu
– útgefendur textanna „leiðrétta“ oft málfar textanna
– þannig að málbreytingar virðast minni en þær eru
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
89
Breytingar útgefenda
• Útgáfa Fornritafélagsins á Egils sögu er vönduð
– en þar leiðréttir útgefandi „bersýnilegar pennavillur
og smáúrfellingar nauðsynlegra orða“
• Í Reykjabók Njálu frá um 1300 stendur föðurs
– þessu er breytt athugasemdalaust í föður í útgáfum
• Slíkar breytingar virðast e.t.v. eðlilegar
– en þær valda því að forníslenska virðist hafa verið
„betra“ eða „hreinna“ mál en hún var í raun
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
90
Mat á nýjungum í máli
• Eðlilegt er að nota fornmálið sem fyrirmynd
– en einblína ekki á það eða hengja sig í smáatriði
• Fjölmargar breytingar hafa orðið á málinu
– sem nú eru algerlega viðurkenndar sem rétt mál
• Vandinn er nýjungar sem eru að koma upp
– eða eru komnar upp en hafa ekki að fullu sigrað
• Á að berjast gegn þeim öllum – eða sumum?
– og með hvaða rökum á að skilja þar á milli?
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
91
Ástæður fyrir baráttu gegn breytingu
• Ekki er rétt að berjast gegn öllum breytingum
– heldur verður að vega það og meta hverju sinni
• Þrjár ástæður fyrir baráttu gegn breytingu:
– að hún torveldi okkur að skilja eldri texta
– að hún minnki fjölbreytni málsins
– að hún raski grundvallarþáttum málkerfisins
• Fyrstnefnda ástæðan er e.t.v. mikilvægust
– ath. þó að málkunnáttan er að talsverðu leyti óvirk
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
92
Er þágufallssýki óæskileg?
• Hvað með t.d. þágufallssýkina?
– Torveldar hún skilning á eldri textum?
• varla
– Minnkar hún fjölbreytni málsins?
• það er skilgreiningaratriði
– Raskar hún grundvallarþáttum málkerfisins?
• sennilega ekki
• Er þá kannski rétt að láta hana í friði?
– margir yrðu ósáttir við það
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
93
Málvenja
• Nauðsynlegt er að taka tillit til málvenju
– getur verið að meirihluti landsmanna tali rangt mál?
• Hvernig á að gera upp á milli málvenja?
– Það verður ekki gert á málfræðilegum forsendum
• Aðeins er til ein málfræðileg skilgreining
– á réttu máli og röngu
• Það sem er málvenja einhvers hóps er rétt mál
– það sem er ekki málvenja neins manns er rangt mál
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
94
Álit nefndar menntamálaráðuneytisins
• Nauðsynlegt er að átta sig á því að rétt mál er
það sem er í samræmi við málvenju, rangt er
það sem brýtur í bága við málvenju.
– Þótt algengast sé að allir hafi sömu málvenju, eru
stundum uppi tvær venjur eða fleiri um sama
atriðið og er mikilvægt að gera sér grein fyrir því.
Þetta eru þá oft að nokkru leyti staðbundin
máleinkenni eða mállýskur. Samkvæmt því sem nú
var sagt um rétt mál og rangt er það rétt mál sem er
í samræmi við þessar málvenjur eða mállýskur, þ.e.
oft er um fleiri en einn réttan kost að velja.
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
95
Hvað er málvenja?
• En hvernig á að skilgreina málvenju?
– […] með málvenju er ekki átt við einstaklingsbundin
tilbrigði í máli. Tiltekið atriði getur ekki orðið rétt mál
við það eitt að einn maður temji sér það.
– […] í samræmi við meginstefnuna í málvernd að reyna
að sporna gegn nýjum málsiðum með því að benda á
að þeir séu ekki í samræmi við gildandi málvenjur.
• Skv. þessu er þágufallssýki ekki „rangt mál“
– en hefur lengi verið fordæmd og barist gegn henni
– og hæfir því ekki formlegu málsniði
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
96
Notið handbækur!
• Hugið að beygingu, setningagerð, orðavali:
– Íslensk orðabók
– Stafsetningarorðabók
– Beygingarlýsing íslensks nútímamáls (á netinu)
– Málfarsbanki Íslenskrar málstöðvar (á netinu)
– Stóra orðabókin um íslenska málnotkun
– Mergur málsins
– Íslensk samheitaorðabók
– Handbók um málfræði
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
97
Stofnanamál
• Nafnorðastíll
– gera könnun; fólksfjöldi eykst
• Eignarfallssambönd
– breytt fyrirkomulag innheimtu virðisaukaskatts
• Langar og flóknar málsgreinar
– þrjár rækjuvinnslur í samvinnu við sveitarfélög á
Norðurlandi vestra standa að rekstrinum
• Óíslensk setningagerð
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
98
Sérfræðilegt orðafar
• Oft er deilt á málfar ýmissa „fræðinga“
– þeir sagðir tala vont og illskiljanlegt mál
– nota erlend orð og óskiljanleg nýyrði
• Slík gagnrýni er þó stundum óréttmæt
– oft er lítil hefð fyrir fræðigreininni á Íslandi
– orðaforði hennar verður þá alltaf framandi
• Oft er viðfangsefnið líka flókið
– og málfari þá kennt um ef fólk skilur það ekki
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
99
Málfar og setningagerð
• Forðist langar málsgreinar:
– þær torvelda skilning og auka hættu á villum
• Hugið að orðavali:
– mjög sérfræðilegt orðafar torveldar skilning
– og er oft óþarft
• Hugsið á íslensku:
– gætið ykkar vel ef stuðst er við erlendan texta
– þá skín setningagerð frumtextans oft í gegn
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
100
Orðafar í ritmáli og talmáli
• Ýmiss konar orð fara illa í rituðum texta
– sum hafa of óvirðulegan blæ eða eru gildishlaðin
• belja, rolla í stað kýr, ær
– önnur eru oft of hversdagsleg eða talmálsleg
• pabbi, mamma; allt heila klabbið; ýmis -ó-orð
– ýmis tökuorð og slettur þykja óæskileg
• vídeó, gæd; ókei; - og svo mætti lengi telja
– einnig íslensk orð í breyttri merkingu
• dingla (= ‘hringja’), allavega (= ‘að minnsta kosti’)
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
101
maður og það
• maður er oft notað sem óákveðið fornafn
• ef maður gerir þetta; maður heldur stundum að ...
– við því var áður amast, en varla lengur
– hins vegar á ekki að nota þú á þennan hátt
• það er oft notað í upphafi setninga
– án þess að vísa til nokkurs
• það komu margir í veisluna; það rignir mikið núna
– þetta er óformlegt, en gengur vel í ritmáli
• þó verður að varast ofnotkun
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
102
Orðaröð talmáls og ritmáls
• Ýmis munur er á orðaröð ritmáls og talmáls
– atviksorð standa oft á öðrum stöðum í talmáli
• ég eiginlega held …; þú auðvitað veist þetta ekki
– sögnin stendur oft fremst í ritmáli
• ríða þeir nú af stað; kemur hann þar síðla dags
– þetta er algengt í frásagnar- og rökfærslutextum
– en kemur vart fyrir í talmáli
• Lítið er þó vitað um þennan mun í smáatriðum
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
103
Persónuleg og tilfinningaleg orð
• Á að skrifa ritgerð eða frétt í fyrstu persónu?
– mörgum þykir það fara illa
– oft er hægt að nota ópersónulega framsetningu
• ekki verður séð að … í stað ég sé ekki að …
• Forðist tilfinningaleg orð í fræðiritgerðum
– segið aldrei mér finnst!
– niðurstöður eru byggðar á persónulegu mati
– ekki veikja tiltrú lesenda á þeim að óþörfu!
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
104
Eignarfall
• Eignarfall eintölu af ýmsum karlkynsorðum:
– í upphafi þessa áratugar – ekki áratugs
– bók prófessors Ágústs – ekki Ágústar
– notkun vefjarins hefur aukist – eða vefsins?
• Ef. et. af kvenkynsorðum sem enda á -ing:
– leiddi til mikillar aukningar – ekki aukningu
– höfnun þessarar kenningar – ekki kenningu
– vegna nýlegrar tilkynningar – ekki tilkynningu
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
105
Föll með ópersónulegum sögnum
• Þágufall í stað þolfalls eða nefnifalls:
– mig langar/vantar, ekki mér langar/vantar
– ég hlakka til/kvíði fyrir, ekki mér hlakkar/kvíðir
• Oft eru persónufornöfn í þf. en annað í þgf.:
– vantar þig og þínu fólki eitthvað
• Nefnifall í stað þolfalls:
– báturinn rak að landi í stað bátinn rak að landi
– reykurinn leggur upp í stað reykinn leggur upp
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
106
Samræmi í kyni og tölu
• Gætið að samræmi í kyni og tölu:
– krakkarnir eru hérna allir – ekki öll
– foreldrar mínir eru skildir (??)
– hún varð vör við þetta – ekki var
– hér verður gerð grein fyrir vandanum – ekki gert
– fjöldi fólks kom á fundinn – ekki komu
– meirihluti stjórnarmanna samþykkti tillöguna –
ekki samþykktu
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
107
Samræmi í löngum málsgreinum
• Athugið samræmi í löngum málsgreinum
– ef langt er milli orða sem eiga að samræmast:
• Áður frestuðum hverfafundi með íbúum Túna, Holta,
Norðurmýrar og Hlíða verður haldinn á Kjarvalsstöðum
• Þau 600 tonn af síld sem hingað til hefur verið landað í
Vestmannaeyjum hefur verið dælt gegnum þessa sugu
• Tillagan sem ríkissáttasemjari bar fram í gær var hafnað
í atkvæðagreiðslu
• Þeir sem kynnu að hafa tillögur um slík verkefni er bent
á að rita stjórn sjóðsins
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
108
Fornöfn
– Hún vinnur við eitthvað verkefni
Hún vinnur við eitthvert verkefni
– Þeir töluðu við hvorn annan
Þeir töluðu hvor við annan
– Þau eiga sitthvorn bílinn
Þau eiga sinn bílinn hvort
– Bæði samtökin styðja tillöguna
Hvortveggja samtökin styðja tillöguna
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
109
Myndir sagna
– Verslunin opnar klukkan 10
Verslunin verður opnuð klukkan 10
– Frásögnin byggir á traustum heimildum
Frásögnin byggist á traustum heimildum
Bíllinn stöðvaði fyrir framan aðalinnganginn
Bíllinn stöðvaðist fyrir framan aðalinnganginn
– eða Bíllinn var stöðvaður fyrir framan
aðalinnganginn
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
110
Orðalag - 1
– Þetta er sagt að gefnu tilefni/af þessu tilefni
– Hagnaður fyrirtækisins er 25 miljónir í ár miðað
við 17 miljónir í fyrra
Hagnaður fyrirtækisins er 25 miljónir í ár en var
17 miljónir í fyrra
– Útgerðin gekk vel í fyrra á meðan vinnslan tapaði
Útgerðin gekk vel í fyrra en vinnslan tapaði
– Þeir keyptu hugmyndina umsvifalaust
Þeir féllust umsvifalaust á hugmyndina
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
111
Orðalag - 2
– Gæði vörunnar eru mjög góð
Gæði vörunnar eru mjög mikil; varan er mjög góð
– Fyrirtækið gerði könnun á viðhorfum kjósenda
Fyrirtækið kannaði viðhorf kjósenda
– Fyrsti bruni ársins leit dagsins ljós á mánudagskvöld
Fyrsti bruni ársins varð á mánudagskvöld
– Tíðni glæpa fer ört vaxandi
Glæpum fjölgar ört
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
112
Orðalag - 3
– Velta fyrirtækisins á ársgrundvelli er 200 miljónir
Velta fyrirtækisins er 200 miljónir á ári
– eða Árleg velta fyrirtækisins er 200 miljónir
– Störfum í ferðamannaiðnaði hefur fjölgað
Störfum í ferðaþjónustu hefur fjölgað
– Rekstraraðili fyrirtækisins
Eigandi/umsjónarmaður/stjórnandi fyrirtækisins
– eða Sá/sú sem rekur fyrirtækið
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
113
Orðalag - 4
– Þetta er ásættanlegt/óásættanlegt
Þetta er viðunandi/óviðunandi
– Fyrirtækið er staðsett á Ártúnshöfða
Fyrirtækið er á Ártúnshöfða
– Kaupmátturinn hefur hækkað
Kaupmátturinn hefur aukist/vaxið
– Ég var að versla (inn) nýjar vörur
Ég var að kaupa nýjar vörur
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
114
Orðalag - 5
– Hann er farinn erlendis
Hann er farinn til útlanda
– Óvíst er að samkomulagið haldi
Óvíst er að samkomulagið standist
– eða Óvíst er að samkomulagið verði haldið
– eða Óvíst er að staðið verði við samkomulagið
– Þetta eru einhverjar 20 milljónir
Þetta eru um það bil 20 milljónir
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
115
Einyrtar líkingar
• Einyrtar líkingar eru mjög algengar
– að nota orð í óeiginlegri eða afleiddri merkingu
• fjallsöxl, þröskuldur ‘hindrun’, þorskur ‘heimskingi’
• Þær eru mjög vandmeðfarnar í þýðingu
– af því að hvert málsamfélag hefur sínar venjur
• På tærskelen til det nye år  Á þröskuldi nýja ársins (?)
• Das Haus stand am Fuß des Berges  við fót fjallsins (?)
• John is a chicken so he won’t come  Jón er kjúklingur (?)
– hér missir orðrétt þýðing algerlega marks
• eða hvað?
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
116
Orðtök
• Orðtök hafa ákveðna merkingu í heild sinni
– hún verður ekki ráðin af merkingu einstakra orða
• Jón hefur ýmislegt til brunns að bera
• Því má ekki þýða þau orð fyrir orð
– það leiðir til rangrar merkingar eða merkingarleysu
• He let the cat out of the bag ‘ljóstraði upp leyndarmáli’
• Jag ger mig katten på det ‘ég er viss um það’
– æskilegast er að finna samsvarandi íslenskt orðtak
• þótt orðin kunni að vera allt önnur
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
117
Málshættir
• Málshættir eru fullkomnar setningar
– en merking einstakra orða sjaldnast bókstafleg
– og því má yfirleitt ekki þýða þá orðrétt
– heldur verður að finna staðgengla
• Out of sight, out of mind  Gleymt er þá gleypt er
• Margir málshættir eru fjölþjóðlegir
– en þá þarf að gæta að mismunandi orðalagi
• Æblet falder ikke langt fra stammen
 Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
118
Fleiryrtar líkingar
• Líkingar eru mjög oft fleiryrtar
– og mjög oft bundnar ákveðnu málsamfélagi
• That argument has holes in it
• Your argument won’t hold water
• Slíkar líkingar flytjast oft milli mála
– og þá er stundum amast við þeim í nýja málinu
• Ég er í djúpum skít með þetta
• broken hearts  brotin hjörtu? brostin hjörtu?
• broken promises  brotin loforð? svikin loforð?
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
119
Orðaröð og setningagerð
• Reglur um orðaröð eru mismunandi í málum
– skyld mál geta haft áhrif á íslensku
• When he opened the door, Mr. Smith saw Santa Claus
• Han kunne ikke finde sine sko
• Sumar setningagerðir eru ekki til í íslensku
– notkun lýsingarháttar nútíðar eins og í ensku
• Looking for something to eat, he found a piece of cheese
– tilvísunarfornafn í eignarfalli eins og í þýsku
• Der Mann, dessen Frau gestern gestorben ist
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
120
Ópersónuleg notkun fornafna
• Fornafnið you er oft notað ópersónulega
– og þá fer betur á að nota maður í þýðingu
• School is boring. When you wake up in the morning you
feel like staying in bed all day. But you drag yourself out
from under the warm sheets and ...
• Maður samsvarar stundum one í ensku
– oft er þó betra að nota frumlagslausar setningar
• When one reaches the top of Belgjarfjall, one has a
beautiful view over Lake Myvatn
• Þegar komið er á tind Belgjarfjalls opnast fagurt útsýni
yfir Mývatn Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
121
Stórir stafir og greinarmerki
• Reglur um notkun stórra stafa eru ólíkar
– í ensku eru þeir t.d. meira notaðir en í íslensku
• Foreign Minister, West Bank, July, Saturday
• Reglur um eitt orð og tvö eru mismunandi
– í ensku eru oft tvö orð þar sem er eitt í íslensku
• trash can, spring semester, university library
• Greinarmerkjasetning er með ýmsu móti
– en þar ber að fylgja reglum heimamálsins
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
122
Heimildatilvitnanir og heimildaskrá
© Eiríkur Rögnvaldsson,
nóvember 2009
Vitnað í heimildir
• Höfuðskylda fræðimanns er að vísa í heimild
– fullyrðingar verða að vera sannreynanlegar
• Hugmyndir og greiningar eru hugverk
– sem ekki er siðferðilega leyfilegt að nýta
– án þess að gera grein fyrir hvaðan þær koma
• Sé ekki vitnað í heimild er það ritstuldur
– sem er alvarlegasta yfirsjón fræðimanns
– og sviptir hann fræðimannsheiðri sínum
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
124
Höfundaréttur – höfundalög
• 1. gr. Höfundur að bókmenntaverki eða
listaverki á eignarrétt á því […].
• 3. gr. Höfundur hefur einkarétt til að gera
eintök af verki sínu og til að birta það […]
• 4. gr. Skylt er […] að geta nafns höfundar bæði
á eintökum verks og þegar það er birt.
– Óheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það
með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti
höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni.
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
125
Heimilar tilvitnanir
• Höfundalög, 14. gr. (l. nr. 73/1972)
– Heimil er tilvitnun í birt bókmenntaverk […] ef hún er
gerð í sambandi við gagnrýni, vísindi, almenna kynningu eða í öðrum viðurkenndum tilgangi, enda sé hún
gerð innan hæfilegra marka og rétt með efni farið.
• Bernarsáttmálinn, 10. gr. (l. nr. 80/1972)
– Heimilt er að nota tilvitnanir úr verkum, sem þegar
hafa verið löglega birt almenningi, enda sé notkunin í
samræmi við þær venjur, sem teljast mega sanngjarnar, og gangi ekki lengra en tilgangurinn réttlætir;
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
126
Tvenns konar höfundaréttur
• Höfundaréttur tekur til texta, ekki hugmynda
– 5. gr. Nú hefur verk verið notað sem fyrirmynd
eða með öðrum hætti við gerð annars verks, sem
telja má nýtt og sjálfstætt, og er þá hið nýja verk
óháð höfundarétti að hinu eldra.
• En í vísindum er einnig siðferðilegur réttur
– á hugmyndum, kenningum, aðferðum, rannsóknaniðurstöðum o.fl.
• Á þessu hvílir allt fræða- og vísindastarf
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
127
Líkindi við orðalag heimildar
• Stundum er orðalagi heimildar fylgt náið
– án þess að textinn sé merktur sem tilvitnun
• […] engin skýr og afdráttarlaus skilgreining verður gefin
á því hvar mörkin liggja milli þess sem talist getur annars
vegar heimil nýting á efnisatriðum eða staðreyndum úr
höfundaréttarvernduðum texta og þess hins vegar að
nýting textans sé með þeim hætti að hún varði lögvernduð höfundaréttindi […] (Hæstaréttarmál 221/2007)
• Hér er rétt að fara mjög varlega
– vísa alltaf í heimild þótt texti sé talsvert umorðaður
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
128
Texta heimildar fylgt of nákvæmlega
• Hannes H. Gissurarson: Halldór • Halldór Laxness: Í túninu heima
• Vorið 1905, þegar Dóri litli var • Einusinni kom venjulegur maður með
þriggja ára, kom maður með hatt
hatt, í svörtum frakka, og var boðið til
og í svörtum frakka heim til forstofu. Hann sat leingi á tali við föður
eldra hans á Laugaveginn. Hann
minn. Hatturinn og frakkinn héngu á
settist á tal við föður hans, en
snaganum í fordyrinu. Skrýtið að ég
hatturinn og frakkinn héngu á
skuli enn muna að þessi maður sem ég
snaga í fordyri. Þetta var Sighvatsá bara frakkann hans og hattinn hét
ur Bjarnason, bankastjóri ÍslandsSighvatur Bjarnason bánkastjóri. Erindi
banka. Erindi hans var að greiða
hans var að kaupa af okkur þetta nýa
fyrir því, að Guðjón seldi húsið á
og fallega hús þar sem var svo gaman,
Laugaveginum og fengi þess í
og hafa milligaungu fyrir Íslandsbánka í
stað jörðina Laxnes í Mosfellsþví að faðir minn skyldi í staðinn fá
sveit, sem frægur hrossakaupjörð uppí sveit af Páli nokkrum Vídalín,
maður, Páll Vídalín, hafði setið.
frægum hrossakaupmanni.
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
129
Reglur og viðurlög í Háskóla Íslands
• Reglur Háskóla Íslands 569/2009, 54. gr.:
– Stúdentum er algerlega óheimilt að nýta sér
hugverk annarra í ritgerðum og verkefnum, nema
heimilda sé getið í samræmi við viðurkennd
fræðileg vinnubrögð.
• Viðurlög Hugvísindasviðs við ritstuldi:
– Minniháttar brot: 0 fyrir viðkomandi verkefni
– Dæmigerð viðurlög: 0 fyrir viðkomandi námskeið
– Alvarlegt brot: Getur varðað brottvísun úr skóla
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
130
Stundum þarf ekki að vitna
• Ekki er alltaf nauðsynlegt að vitna í heimild
– um alkunnar og viðurkenndar staðreyndir
• „Íslenska er germanskt mál“
– óumdeilanlegt – um það þarf ekki að vísa í heimild
• „Íslenska er orðflest germanskra mála“
– um þetta verður að vitna í rit eða rannsóknir
• Auðvitað koma oft upp markatilvik
– þá er betra að vitna meira en minna
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
131
Vitnað beint í heimild
• Alltaf á að vitna beint í heimild
– ef þess er nokkur kostur
– aldrei gegnum aðra heimild
• Þegar vitnað er í heimild fer fram val
– sem er háð mati, skoðunum, tíma, þjóðfélagi o.fl.
– þetta val á ekki að vera í höndum einhvers annars
• Alltaf er hætta á villum þegar vitnað er í verk
– sú hætta eykst ef vitnað er gegnum millilið
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
132
Vitnað gegnum millilið
• Stundum er nauðsynlegt að nota millilið
– ef ekki næst með nokkru móti til frumheimildar
– hún er ekki til í landinu, eða alls ekki til lengur
• Milliliðurinn verður þá að koma skýrt fram
– t.d. svona: (Guðbrandur Þorláksson 1589, tilvitnað
eftir Kjartani G. Ottóssyni 1990)
• Aldrei má láta sem vitnað sé beint í heimild
– ef milliliður hefur verið notaður
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
133
Vitnað í þýðingu
• Æskilegast er að vitna í verk á frummáli
– en stundum kann ritgerðarhöfundur ekki málið
• Þá er rétt að nota íslenska þýðingu, sé hún til
– annars þýðingu á máli sem flestir lesendur skilja
• Þó verður að athuga tilurð íslenskrar þýðingar
– er hún kannski ekki þýdd úr frummálinu?
• Alltaf er best að hafa sem fæsta milliliði
– frá frummáli til þýðingarinnar sem notuð er
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
134
Tegundir heimildavísana
• Tilvitnanir í heimildir eru tvenns konar:
– stundum er orðalag og stafsetning tekið beint upp
• það er þá bein eða orðrétt tilvitnun (vitnað til orðalags)
– stundum er texti heimildar endursagður efnislega
• það er þá óbein eða efnisleg tilvitnun (vitnað til efnis)
• Að auki eru ýmiss konar tilvísanir til heimilda
– til stuðnings, hliðsjónar, andmæla
– án þess að textinn sé tekinn upp eða endursagður
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
135
Beinar og óbeinar tilvitnanir
• Rétt er að stilla orðréttum tilvitnunum í hóf
– oftast fer betur á að vitna efnislega í heimild
• Stundum telja menn óþarft að vitna í heimild
– ef ekki er tekið orðrétt upp
• Það er grundvallarmisskilningur
– tilvitnanaskylda nær ekki bara til orðalags
– ekki síður til hugmynda, greininga og kenninga
• Lesanda kemur við hvað er tekið frá öðrum
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
136
Heimild nýtt á mismunandi hátt
• Oft er eitthvað haft beint eftir heimild
– „X heldur því fram ...“; „samkvæmt greiningu X“
• Oft er heimild ekki notuð á þennan hátt
– heldur til samanburðar, staðfestingar o.s.frv.
– þá má oft vísa til hennar með „sjá“ eða „sbr.“
– þar sem snerting við heimildina er nánust
– eða í lok efnisgreinar
– slík vísun getur ekki átt við margar efnisgreinar
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
137
Takmarkið beinar tilvitnanir
• Beinum tilvitnunum skal stilla í hóf
– bæði að fjölda og lengd
• Annað bendir til ósjálfstæðis höfundar
– að hann skorti vald og þekkingu á efninu
– treysti sér ekki til að segja neitt frá eigin brjósti
• Takmarkið beinar tilvitnanir við stutt brot
– þar sem máli skiptir að orðalag heimildar sjáist
– eða lykilatriði eru sett fram í hnitmiðuðu máli
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
138
Beinni tilvitnun breytt
• Beinni tilvitnun má aldrei breyta
– hvorki að efni, orðalagi né rithætti
– nema þess sé skilmerkilega getið
• Þó má leiðrétta prentvillur og pennaglöp
– en þá verður að setja hornklofa um breytinguna
– t.d. Íslen[d]ingur; Það [er] augljóst að …
• Stundum eru villur eða sérkenni látin standa
– en skotið inn [svo] eða [sic] á eftir
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
139
Fellt brott úr tilvitnun
• Úrfelling úr tilvitnun er sýnd með […]
– þremur punktum innan hornklofa
• Hversu mikið má fella brott á þennan hátt?
– helst bara innan úr málsgrein eða efnisgrein
• Úrfelling má aldrei breyta merkingu
– t.d. má aldrei fella ekki brott á þennan hátt
– það er ekki skynsamlegt > það er […] skynsamlegt
– slíkt er vísvitandi fölsun
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
140
Tilvitnun felld inn í texta
• Stutt bein tilvitnun er höfð í gæsalöppum
– og felld inn í meginmálið, stundum löguð að því
– sé hún styttri en þrjár línur (25 orð) eða þ.u.b.
• Lengri tilvitnun er höfð inndregin frá vinstri
– og stundum einnig frá hægri
– oft afmörkuð með auknu línubili frá meginmáli
– stundum með smærra letri en meginmál
– en ekki höfð innan gæsalappa
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
141
Leturbreyting í tilvitnun
• Oft þarf að vekja athygli á einhverju atriði
– í beinni tilvitnun
• Slíkt er eðlilegast að gera með leturbreytingu
– oftast skáletrun eða feitletrun
• Þetta má þó ekki gera athugasemdalaust
– það jafngildir breytingu á textanum
• Þessa verður því að geta í sviga eða hornklofa
– t.d. [leturbreyting mín, E.R.]
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
142
Vitnað í heimild á erlendu máli
• Oft þarf að vitna beint í erlendar heimildir
– á þá að þýða þær eða hafa á frummáli?
• Orðrétt tilvitnun er yfirleitt höfð á frummáli
– en stundum þýdd í neðanmálsgrein
– eða þýdd í meginmáli en frumtexti neðanmáls
• Þýdd tilvitnun án frumtexta er tilgangslaus
– hún felur þá í sér orðalag og túlkun þýðanda
– þá er efnisleg endursögn eðlilegri
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
143
Nákvæmar tilvísanir
• Tilvísanir eiga að vera nákvæmar
– eins nákvæmar og kostur er
• Ekki er nóg að nefna höfund en ekkert verk
– ekki er nóg að nefna verk en ekki blaðsíðu
• Tilvitnanir eiga að vera sannreynanlegar
– of seinlegt er að leita að tilvitnun í heilli bók
• Stundum er þó vísað almennt í heilt verk
– eða meginniðurstöðu þess
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
144
Tilvísana- og heimildaskrárkerfi
• Mörg tilvísana- og heimildaskrárkerfi eru til
– flest tímarit gefa út eigin reglur um þessi atriði
• Mjög þekkt kerfi er APA
– notað í mörgum greinum Háskóla Íslands
• og t.d. í Gagnfræðakveri handa háskólanemum
• Hér er mælt með kerfi tímaritsins Íslensks máls
– sem er svipað APA en þó með nokkrum afbrigðum
• t.d. ártal ekki í sviga í heimildaskrá, útgáfustaður á eftir
forlagi, ekki „í“ á undan titli safnrits sem kafli er úr, o.fl.
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
145
Vísað í heimildir inni í texta
• Heimildatilvísun er höfð inni í texta
– nafn höfundar, og ártal og blaðsíðutal í sviga
– milli höfundarnafns og ártals er þá bil
– en tvípunktur milli ártals og blaðsíðutals
• Notað er fullt nafn íslenskra höfunda
– en aðeins eftirnafn erlendra
• Sigurður Nordal (1942:25); Chomsky (1993:107)
• Fullar upplýsingar eru svo í heimildaskrá
– titill, útgefandi, útgáfustaður o.fl.
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
146
Höfundarnafn hluti textans
• Stundum er nafn höfundar hluti textans
– einkum í efnislegum endursögnum:
• Eins og Comrie bendir á (1981:80) er hér strangt tekið
ekki verið að tala um röð orða, heldur stofnhluta
setningar.
• Greenberg (1966:76) taldi að af sex mismunandi röðum
áðurnefndra liða sem hugsanlegar væru kæmu aðeins
þrjár fyrir svo að heitið gæti.
• Skipting tungumála í hópa eftir grundvallarorðaröð er
komin frá Greenberg (1966).
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
147
Höfundarnafn innan sviga
• Stundum er nafn höfundar innan svigans
– einkum í beinum tilvitnunum og tilvísunum:
• A dominant order may always occur, but its opposite,
the recessive, occurs only when a harmonic construction is likewise present (Greenberg 1966:97).
• Hún hefur líka verið fyrsta liðgerðarregla flestra
kennslubóka í generatífri setningafræði ensku (t.d.
Baker 1978:36, Perlmutter & Soames 1979:26) […]
• […] ekki er hægt að sjá að ein þeirra sé tekin fram yfir
aðrar (sjá Comrie 1981:82).
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
148
Tilvísun á undan efnisatriði
• Tilvísun í heimild kemur oft á undan efnisatriði
– sem hún á við:
• Greenberg (1966:76) taldi að af sex mismunandi röðum
áðurnefndra liða sem hugsanlegar væru kæmu aðeins
þrjár fyrir svo að heitið gæti […]
• […] Chomsky bendir á (1957:80) að þetta eru „simple,
declarative, active sentences“; þ.e. sams konar
setningar og Greenberg (1966:76-77) lagði til
grundvallar sinni flokkun.
• Li & Thompson (1976) hafna því, a.m.k. sem algildi.
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
149
Tilvísun á eftir efnisatriði
• Tilvísun í heimild kemur oft á eftir efnisatriði
– sem hún á við:
• Hlutverk liðgerðarreglnanna er m.a. að „determine the
ordering of elements in deep structures“ segir Chomsky
(1965:123) […]
• Vaninn er að miða við ákveðna setningagerð, fullyrðingarsetningar (declarative sentences, sjá t.d.
Greenberg 1966:76-77, Vennemann 1974:344) […]
• Oftast benda þau í sömu átt (sbr. Li & Thompson
1976:169).
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
150
Tilvísun án sérstakra umbúða
• Ekki þarf neinar umbúðir um tilvísun
– höfundarnafn, ártal (og blaðsíðutal, ef við á) er nóg
• Kjarnasetningar (kernel sentences) eru skilgreindar sem
þær setningar sem aðeins skyldubundnar ummyndanir
[…] hafa verkað á (Chomsky 1957:45) […]
• Oft er heimildartilvísun aftast í beinni tilvitnun
– þá er punkturinn (eða ! eða ?) á eftir svigagreininni
• „A dominant order may always occur, but its opposite,
the recessive, occurs only when a harmonic construction
is likewise present“ (Greenberg 1966:97).
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
151
Fleiri afbrigði
• Þurfi að vísa í mörg rit höfundar frá sama ári
– eru þau aðgreind með bókstöfum
– t.d. Kossuth (1978a), Kossuth (1978b) o.s.frv.
• Stundum er vísað mjög oft í sömu heimild
– þá er tilvísunin stundum aðeins full í fyrsta skipti
– og gefin stytting sem síðan er notuð
– t.d. Hreinn Benediktsson 1959 (hér eftir HB)
– þá þarf að gæta samræmis við heimildaskrá
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
152
Hlutverk neðanmálsgreina
• Neðanmálsgreinar verða fremur fáar
– sé þessi aðferð við heimildatilvísanir notuð
• Þær verða þá einkum notaðar til útúrdúra
– sem tengjast efninu en eru ekki ómissandi
– tenging við skrif annarra, sögulegur bakgrunnur
– eða ítarlegri rökfærsla en rúmast í meginmáli
• Aftanmálsgreinar eða athugagreinar
– eru einnig stundum notaðar í sama tilgangi
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
153
Vísað í heimildir neðanmáls
• Stundum er vísað í heimildir neðanmáls
– númer eða tákn neðanmálsgreinar inni í texta
– en upplýsingar um heimildina í neðanmálsgrein
– fullar upplýsingar þegar hún er nefnd fyrst
• höfundur, titill, útgefandi, ár, staður
– en styttar ef til hennar er vitnað aftur
• t.d. bara höfundur og (styttur) titill
• Stundum er þá engin sérstök heimildaskrá
– en hér er ekki mælt með þessari aðferð
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
154
Form heimildaskrár
• Sé vísað í höfund og ártal inni í textanum
– verður að byggja heimildaskrá upp á sama hátt
– hafa fyrst höfundarnafn og síðan útgáfuár
• Sé vitnað í fleiri en eitt rit eftir sama höfund
– er oft notað langt strik — í stað nafnsins
– í öðrum heimildum en þeirri fyrstu
• Taki heimild fleiri en eina línu í skránni
– eru seinni línur inndregnar um 3-5 stafbil
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
155
Meðferð höfundarnafna
• Skrá er í stafrófsröð eftir höfundarnöfnum
– eiginnafn íslenskra höfunda á undan
– ættarnafn erlendra, og komma á undan fornafni
• nema erlendir höfundar séu fleiri en einn
• þá er eiginnafn annarra en þess fyrsta á undan ættarnafni
• stundum eru upphafsstafir eiginnafna látnir nægja
• Séu höfundar þrír eða færri eru allir taldir
– séu þeir fleiri er látið nægja að nefna þann fyrsta
– og síðan bætt við „o.fl.“ („et al.“ á ensku)
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
156
Bók sem heimild
• Á eftir ártali fer titill heimildar skáletraður
– og undirtitill með beinu letri, ef um er að ræða
• Síðan koma frekari upplýsingar, ef við á
– ritstjóri, útgefandi, útgáfa, ritröð
– allt með beinu letri
• Að lokum kemur forlag og útgáfustaður
• Björn Guðfinnsson. 1958. Íslenzk málfræði handa
framhaldsskólum. 6. útg. Eiríkur Hreinn Finnbogason
annaðist útgáfuna. Ríkisútgáfa námsbóka, Reykjavík.
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
157
Tímaritsgrein sem heimild
• Á eftir ártali fer titill greinar með beinu letri
• Síðan kemur titill tímaritsins skáletraður
– loks árgangur og blaðsíðutal, með tvípunkti á milli
• [Væntanleg(t)] innan hornklofa ef ritið er ekki komið út
– ekki er getið útgefanda eða útgáfustaðar
• Andrews, Avery. 1971. Case Agreement of Predicate
Modifiers in Ancient Greek. Linguistic Inquiry 2:127–
151.
• Jón Jónsson. 2009. Athugasemd um nafnið Jón. Ritgerð.
[Væntanleg í Íslensku máli.]
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
158
Bókarkafli sem heimild
• Á eftir ártali fer titill kaflans með beinu letri
• Síðan kemur nafn ritstjóra safnritsins
– ef um það er að ræða, og „(ritstj.):“ í sviga á eftir
• Þá kemur titill safnrits skáletraður
– þá „bls.“ og blaðsíðutal
– loks forlag og staður
• Clear, Jeremy. 1987. Computing. John Sinclair (ritstj.):
Looking Up. An Account of the COBUILD Project in
Lexical Computing, bls. 41-61. Collins, London.
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
159
Efni á vef sem heimild
• Á eftir ártali fer titill heimildar með beinu letri
• Síðan kemur heiti vefsetursins skáletrað
– ef unnt er að finna eitthvert heiti á það
• Þar á eftir kemur slóðin á síðuna undirstrikuð
– þá bein slóð á heimildina, undirstrikuð í hornklofa
– að lokum dagsetning þegar heimildin var skoðuð
• Eiríkur Rögnvaldsson. 2008. Framtíð íslensku innan
upplýsingatækninnar. Heimasíða Eiríks Rögnvaldssonar.
http://www.hi.is/~eirikur. [Bein slóð: http://www.hi.is/
~eirikur/ut.pdf. Sótt 4.11.2009.]
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
160
Handrit sem heimild
• Handrit frá fyrri öldum eru ekki skráð á höfund
– heldur á safnmark sem skiptist í þrennt
• skammstöfun safns, t.d. Lbs, AM, JS
• númer handrits
• stærðartákn – fol, 4to, 8vo
• Síðan kemur heiti handrits með beinu letri
– þá nánari lýsing á efni þess í hornklofa, ef um ræðir
• Sthm. Perg. 15 4to. Íslenska hómilíubókin.
• Lbs 220 8vo. [Uppskrift úr orðasafni eftir Hallgrím
Scheving.]
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
161
Óprentuð ritgerð sem heimild
• Á eftir ártali fer titill ritgerðar með beinu letri
– þó skáletrað ef ritgerð hefur verið dreift opinberlega
– eða er aðgengileg á netinu (t.d. í Skemmunni)
• Síðan skóli sem ritgerðin hefur verið skrifuð við
– eða staður þar sem hægt er að nálgast hana
• Helgi Bernódusson. 1982. Ópersónulegar setningar. Kandídatsritgerð í íslenskri málfræði, Háskóla Íslands, Reykjavík.
• Sigurður Konráðsson. 1982. Málmörk og blendingssvæði.
Nokkur atriði um harðmæli og linmæli. Ritgerð í eigu
Málvísindastofnunar Háskóla Íslands, Reykjavík.
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
162
Heimild raðað á titil
• Stundum er raðað á titil, oft skammstafaðan
– óhöfundargreind fornrit
– orðabækur sem eru verk margra
– ýmiss konar safnrit
• Ártal er þá haft aftast
• DI = Diplomatarium Islandicum, Íslenzkt fornbréfasafn
12, 1. Hið íslenzka bókmentafélag, Reykjavík, 1923.
• Ljósv = Ljósvetninga saga. Íslenzk fornrit 10. Björn Sigfússon gaf út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík, 1940.
• ÍO = Íslensk orðabók. 3. útg. Ritstjóri Mörður Árnason.
Edda, Reykjavík, 2000.
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
163
Nokkur dæmi úr heimildaskrá
• Ari Páll Kristinsson. [Án ártals.] Athugum málið! Ábendingar um íslenskt mál
og málfar. Vefur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
http://arnastofnun.is. [Bein slóð: http://arnastofnun.is/id/1020025. Sótt
4.11.2009.]
• Eiríkur Rögnvaldsson og Höskuldur Þráinsson. 1990. On Icelandic Word Order
Once More. Joan Maling og Annie Zaenen (ritstj.): Modern Icelandic Syntax,
bls. 3–40. Academic Press, San Diego.
• Haraldur Matthíasson. 1959. Setningaform og stíll. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík.
• Kossuth, Karen C. 1978a. Icelandic Word Order: In support of Drift as a
Diachronic Principle Specific to Language Families. BLS 4:446-457.
• —. 1978b. Typological Contributions to Old Icelandic Word Order. Acta
philologica Scandinavica 32:37-52.
• Kress, Bruno. 1982. Isländische Grammatik. VEB Verlag Enzyklopädie, Leipzig.
• OHR = Ritmálsseðlasafn Orðabókar Háskóla Íslands (nú Orðfræðisviðs
Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum), Reykjavík.
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
164
Samræmi texta og heimildaskrár
• Gæta þarf að samræmi texta og heimildaskrár
– lesandi á að geta gengið beint að heimild í skrá
– eftir vísun til hennar í textanum
• Ekki má vísa í Íslenska orðabók (2000) í texta
– en raða ritinu á ritstjórann Mörð Árnason í skrá
– lesandi er ekki skyldugur til að vita um ritstjóra
• Ef Hreinn Benediktsson (1959) er stytt í „HB“
– verður HB að vera í heimildaskrá, og vísa á Hrein
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
165
Samræmi heimildar og heimildaskrár
• Einnig þarf að vera samræmi við heimildina
– titill í heimildaskrá þarf að vera nákvæmur
• Stafsetning kann að vera önnur en nú gildir
– ef rit heitir Íslenzk málfræði með z
– verður að tilfæra það þannig í heimildaskrá
• Stundum er innbyrðis ósamræmi í heimild
– annað stendur á kili eða kápu en á titilblaði
– þá gildir titilblaðið
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
166
Hvað á að vera í heimildaskrá?
• Heimildaskrá á að sýna hvaða rit hafa nýst
– ekki hvað höfundur hefur lesið
• Þar eru því aðeins rit sem vísað er til í texta
– rit sem hvergi er vísað í á þar ekki heima
• Stundum er hægt að setja almenna vísun
– fremst eða aftast í kafla
– sé ekki hægt að tengja heimild við ákveðið atriði
– en höfundur telji þó að hún hafi nýst
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
167
Útlit, yfirlestur og stafsetning
© Eiríkur Rögnvaldsson,
nóvember 2009
Punktar í fyrirsögnum
• Punktar eru ekki hafðir á titilblaði bóka
– á eftir höfundarnafni, titli, forlagi, útgáfustað
– ef hvert þessara atriða er sér í línu
• sé fleiri en eitt í línu er komma, strik eða bil á milli
• Sama gildir um fyrirsagnir kafla og greina
– hvort sem um er að ræða aðal- eða undirkafla
• Þetta á sér langa hefð í prenti
– en í eldri ritum voru hafðir punktar
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
169
Upphaf kafla og greina
• Meginkaflar byrja venjulega á nýrri síðu
– í bókum og löngum ritgerðum
• Oft byrja kaflar og greinar á hægri síðu
– þá er auðveldara að taka sérprent út úr
• Kaflar í tímaritsgreinum og styttri ritgerðum
– byrja yfirleitt ekki á nýrri síðu
– heldur er haft bil (1-2 línur) á undan fyrirsögn
– oft er líka aukið bil frá fyrirsögn að texta kaflans
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
170
Form greinaskila
• Greinaskil eru táknuð með inndrætti í prenti
– fyrsta lína efnisgreinar inndregin um 2-3 stafbil
• Nú eru greinaskil oft táknuð með auðri línu
– og þá er enginn inndráttur í fyrstu línu
• Fyrsta lína á eftir fyrirsögn er oft óinndregin
– inndráttur er óþarfur í upphafi nýs kafla
• Fyrsta lína á eftir tilvitnun er oft inndregin
– það fer þó eftir samhengi tilvitnunar og texta
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
171
Neðanmálsgreinar
• Neðanmálsgreinar eru með smærra letri
– en meginmál – oft munar tveimur punktum
• Sé þess ekki kostur er línubil oft minna
– í neðanmálsgreinum en í meginmálinu
• Númer neðanmálsgreinar í meginmáli
– á að vera uppskrifað og með smærra letri
– standa á eftir punkti, kommu, gæsalöppum o.fl.
– án punkts bæði í meginmáli og greininni sjálfri
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
172
Notkun feitleturs
• Feitt letur í texta er notað
– til glöggvunar
• hugtak, nafn, regla o.s.frv. er oft feitletrað
• þegar það kemur fyrst fyrir eða er skilgreint
– til áherslu
• þegar höfundur vill vekja athygli á einhverju
• eða leggja sérstaka áherslu á orð, fullyrðingu o.s.frv.
• Varast ber að ofnota slíka áherslutáknun
– þá missir hún marks
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
173
Feitletrun til glöggvunar
• Ef fyrirbærið frumlag er algilt – kemur fyrir í öllum
mannlegum málum – hlýtur að verða að skilgreina það
á algildan hátt, án þess að nota hugtök sem ekki eiga
við öll mál (nefnifall, samræmi o.s.frv.).
• Í umræðu um það hvaða liðir séu frumlög og hverjir
ekki hafa verið nýtt ýmis svokölluð frumlagspróf, sem
byggjast einkum á því að setningum er umsnúið og
breytt á ýmsa vegu, og athugað hvernig þær hegða sér
við þær breytingar.
• Um svipað leyti setti Faarlund (1980) fram þá skoðun
að hugtakið frumlag væri merkingarlaust í fornmáli ef
það væri bundið við nefnifallsliði.
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
174
Feitletrun til áherslu
• Þótt við finnum hliðstæðar setningar með aukafallsnafnliðum í fornu máli getum við ekki yfirfært greiningu nútímamáls á þær; það nægir ekki að sýna að
aukafallsliðirnir geti hafa verið frumlög í fornu máli,
heldur verður að sýna að þeir hljóti að hafa verið það.
• Ég tel mig nú hafa sýnt fram á að þau rök sem færð
hafa verið gegn tilvist aukafallsfrumlaga í fornu máli
standast ekki; og jafnframt má finna ýmis rök sem
mæla með tilvist aukafallsfrumlaga að fornu. Athugið
vel að ég er hér að halda því fram að fyrirbærið
aukafallsfrumlög hafi verið til í fornu máli.
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
175
Notkun skáleturs
• Skáletur í texta er notað
– á hvers kyns máldæmum
• setningum, orðum, orðhlutum, bókstöfum
• sem notuð eru sem dæmi eða eru viðfangsefni textans
– í titlum bóka og tímarita
• bæði í meginmáli og heimildaskrá
• oft einnig í nöfnum og númerum mynda, taflna o.þ.h.
– til glöggvunar og áherslu
• ef menn kjósa það fremur en feitt letur
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
176
Skáletrun á máldæmum
• Þær sagnir sem taka tvo aukafallsnafnliði eru fáar, og
fæstar þess eðlis að búast megi við vísun milli liðanna
tveggja; sagnir eins og t.d. dreyma og vanta.
• Þannig þurfum við ekki að læra um hvert einstakt
nafnorð að það fái endinguna –um í þgf. ft., því að það
er almenn og undantekningarlaus regla í málinu.
• En æði margt af því sem þarna er sýnt hugsa ég að komi
venjulegum málnotendum spánskt fyrir sjónir, s.s. að
elska skuli samsett úr rótinni el- og viðskeyt-inu -sk-,
eða sími úr rótinni sí- og viðskeytinu -m-, eða þá afl úr
rótinni af- og viðskeytinu -l.
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
177
Skáletrun á titlum í texta og skrá
• Það er reyndar meginkenning Jans Terje Faarlund í
nýlegri bók, Syntactic Change (1990).
• Meginþáttur venjulegra orðabóka er merkingarskýring, og hún er auðvitað fyrirferðarmest í Íslenskri
orðabók, en liggur utan umræðuefnis míns.
• Baldur Jónsson. 1984. Samsett nafnorð með
samsetta liði. Fáeinar athuganir. Festskrift til Einar
Lundeby 3. oktober 1984, bls. 158-174. Oslo.
• Höskuldur Þráinsson. 1979. On Complementation in
Icelandic. Garland, New York.
• Platzack, Christer. 1985. Narrative Inversion in Old
Icelandic. Íslenskt mál 7:127-144.
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
178
Notkun tvöfaldra gæsalappa
• „Tvöfaldar gæsalappir“ eru notaðar
– til að afmarka stuttar orðréttar tilvitnanir
• oft er miðað við 3 línur eða 25 orð
– til að afmarka ýmis orð og hugtök
• notuð í óvenjulegri eða óhefðbundinni merkingu
• t.d. ef höfundur er ósammála notkuninni
• einnig erlend orð og slettur
– til að afmarka skýringar orða og hugtaka
• Athugið að nota „íslenskar“ gæsalappir!
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
179
Gæsalappir um tilvitnanir
• Á þetta bendir Höskuldur Þráinsson (1979:301), sem
segir að setningar á við (13a) séu „among the better
ones“ og tekur fram að sumir málhafar felli sig alls
ekki við slíkar setningar.
• Þar að auki virtust Halldóri aukafallsnafnliðir ekki lúta
alveg sömu lögmálum um orðaröð og nefnifallsfrumlög; „það virðist í fljótu bragði fátíðara í fornu
máli en nú að „frumlagsígildi“ séu í frumlagssæti,“
segir hann (1994:47-48).
• Í Íslenzkri málfræði Björns Guðfinnssonar eru kenniföll sögð „[þ]au föll, sem mestu máli skiptir að kunna
til þess að geta fallbeygt orð“.
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
180
Gæsalappir vegna merkingar
• Í fyrsta lagi gæti hér verið um að ræða „head-final“
sagnlið.
• Auk þess eru dæmi um ýmsar tegundir „klofinna“ liða
(sjá Faarlund 1990).
• Það er augljóst og alkunna að munur er á „virkri“ og
„óvirkri“ málkunnáttu; við getum skilið fjölda orða og
setninga sem við notum ekki sjálf.
• Áður var gert ráð fyrir því að í djúpgerð hefði nafnháttarsetningin sérstakt frumlag, sem síðan væri „eytt“
vegna samvísunar við frumlag eða andlag
móðursetningarinnar.
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
181
Notkun einfaldra gæsalappa
• ‘Einfaldar gæsalappir’ eru notaðar
– til að afmarka merkingu orða, setninga, hugtaka
• Það er þess vegna hæpið að halda því fram að nema
merki nokkurn tíma nákvæmlega ‘ef ekki’, eins og (11)
sýnir:
• Þannig er t.d. gefin sögnin fatra ÓP, í merkingunni ‘fata,
skjátlast’.
– til að afmarka einstök stafsetningartákn
• Nöfnin Svavar og Svava má einnig skrifa með ‘f’ í stað
‘v’, þ.e. Svafar og Svafa.
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
182
Handritalestur
• Handritalestur
– lestur texta á vinnslustigi
– áður en hann fer í umbrot eða prentsmiðju
– stundum er texti fullbúinn frá hendi höfundar
– stundum er um að ræða hrátt uppkast
• Handritalesari gerir athugasemdir við
– efni, efnismeðferð, byggingu, málfar, stíl
– áhersla misjöfn eftir því hve langt texti er kominn
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
183
Prófarkalestur
• Prófarkalestur
– lestur texta sem á að vera orðinn endanlegur
– og er á leið í umbrot eða prentsmiðju
– eða kominn frá prentsmiðju í fyrsta eða annað sinn
– talað um fyrstu próförk, aðra próförk, síðupróförk
• Prófarkalesari
– leiðréttir stafsetningu, prentvillur og málvillur
– lagfærir umbrot, s.s. uppsetningu og línuskiptingu
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
184
Verkefni handritalesara
• Handritalesari þarf að
– eiga auðvelt með að fá yfirsýn yfir texta
– geta greint og lagað brotalamir í byggingu texta
– koma auga á það sem betur má fara í málnotkun
– taka eftir ósamræmi og göllum í röksemdafærslu
– efnisvillum, ritvillum og hvers kyns ágöllum
• Þessa eiginleika öðlast menn bara með þjálfun
– í að lesa góða texta og velta þeim fyrir sér
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
185
Verkefni prófarkalesara
• Prófarkalesari þarf að
– hafa stafsetningu fullkomlega á valdi sínu
– kunna greinarmerkjasetningu til hlítar
– taka eftir prentvillum og ritvillum hvers konar
– koma auga á ósamræmi í uppsetningu og frágangi
– og vera vandaður og nákvæmur í vinnubrögðum
• Þetta eru aðrir eiginleikar en í handritalestri
– þeir sem eru góðir í öðru eru stundum vondir í hinu
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
186
Almenn atriði
• Ekki er nóg að lesa orðin sem heild
– það þarf að lesa þau staf fyrir staf
• Takið eftir greinarmerkjum
– notkun þeirra, innbyrðis afstöðu o.fl.
• Gætið að skiptingu orða milli lína
– hún er oft röng úr setningartölvum
• Hugið að letri og línubili
– er það jafnt í öllum textanum?
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
187
Samræmi
• Oft gleymist að gæta að ýmsu samræmi
– leturstærð, leturgerð og línubili í meginmáli
• Nauðsynlegt er að fara nokkrar umferðir
– ekki er hægt að hafa hugann við margt í einu
• Ein umferð er þá lestur alls texta
– leiðrétting stafsetningar- og prentvillna
• Síðan þarf eina umferð fyrir hvert atriði
– fyrirsagnir, neðanmálsgreinar, hausa, dæmi o.fl.
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
188
Fyrirsagnir og hausar
• Kaflafyrirsagnir
– staða á síðu (miðjaðar eða vinstra megin)
– leturgerð (fontur; skáletur, feitt letur, hástafir)
– leturstærð (punktar)
– tölusetning (númer; arabískar/rómverskar tölur)
– línubil (bæði ofan og neðan fyrirsagnar)
• Síðuhausar
– vinstri og hægri haus eru oftast mismunandi
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
189
Neðanmálsgreinar og dæmi
• Neðanmálsgreinar
– form tilvísunar inni í texta
– tölusetning greinarinnar sjálfrar
– letur og línubil greinarinnar
• Dæmi og töflur
– leturgerð og leturstærð
– bil á undan og eftir
– tölusetning
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
190
Prófarkalesturstákn
• Ferns konar tákn eru notuð við leiðréttingar
– staðsetningartákn
• þar sem þarf að leiðrétta/breyta; endurtekin á spássíu
– athafnartákn
• á eftir staðsetningartákni á spássíu; sýna breytingu
– staðsetningar- og athafnartákn
• merkja staðinn og sýna breytinguna
– afturköllunartákn
• punktalína undir rangri breytingu/leiðréttingu
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
191
Merking og notkun tákna
• Prófarkalesturstákn þarf að þekkja vel
– geta lesið úr þeim og notað þau
• Aðrir þurfa að lesa úr þeim og fara eftir þeim
– því þarf merking og notkun að vera ótvíræð
• Staðsetningartákn merkja öll það sama
– eru mörg til að koma í veg fyrir rugling
• Dæmi:
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
192
Staðsetningar- og athafnartákn
 fellið brott (latína: deleatur)
 aukið bil
 minnkið bil
 setjið í eitt orð
 aukið línubil
 minnkið línubil
 ný lína eða ný málsgrein
 ekki ný lína/ný málsgrein
 látið orð skipta um sæti
 flytjið það sem er inni í hringnum þangað sem örin vísar
 breytið orðaröð skv. töluröð
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
193
Dæmi um notkun tákna
• Bæði má nota hægri og vinstri spássíu
– til að færa leiðréttingar á
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
194
Reglur um stafsetningu og greinarmerki
• Um stafsetningu og greinarmerkjasetningu gilda:
– Auglýsing um íslenska stafsetningu
– Auglýsing um greinarmerkjasetningu
• Þær „skulu gilda um stafsetningarkennslu/greinarmerkjasetningu í skólum, um kennslubækur útgefnar eða styrktar
af ríkisfé, svo og um embættisgögn, sem út eru gefin“
– þetta eru ekki lög
• Auglýsingarnar hafa verið útfærðar og skýrðar
– í Ritreglum Íslenskrar málstöðvar
• og einnig hér
Eiríkur Rögnvaldsson: Ritgerðasmíð
195