Halldóra Friðjónsdóttir, sérfræðingur hjá fjármála

Download Report

Transcript Halldóra Friðjónsdóttir, sérfræðingur hjá fjármála

Viðmið um góða starfshætti fyrir starfsmenn sem annast opinber innkaup

Halldóra Friðjónsdóttir fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins í Samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið í stjórnsýslunni

Ísland best í heimi?

• Alþjóðaefnahagsráðið mælir árlega kynjamun eða „gender gap“ – Menntun – Heilsa – Pólitísk völd – Efnahagsleg staða Ísland í fyrsta sæti frá árinu 2009

Ekki lengur best í heimi?

• Trancparency International - Corruption Perceptions Index – Í fyrsta sæti 2005 og 2006 (ásamt Finnlandi) – Í sjötta sæti 2007 – Í þrettánda sæti 2011 – Í ellefta sæti 2012

GRECO Samtök ríkja gegn spillingu

Fjórar matsskýrslur – Tilmæli um það sem betur má fara í hverri skýrslu. Sumt kemur fyrir aftur og aftur: – – – – Siðareglur Skýrari reglur um hagsmunaárekstra Viðurlög við því að þiggja mútur Vernd fyrir „uppljóstrara“ – Upplýsingar um fjármögnun stjórnmálaflokka

OECD

Heilindi – helsta forsenda þess að almenningur treysti stjórnvöldum • Menning sem einkennist af heilindum – sem er hornsteinn góðrar stjórnsýslu – grundvallast á gildum og góðum venjum sem okkur ber að hafa í heiðri í daglegum störfum

OECD

• Heilindi í opinberum innkaupum byggja á: – Gegnsæi – Góðum stjórnarháttum – Vörnum gegn misferli, reglufylgni og eftirliti – Ábyrgð og stjórnun

Viðmið um góða starfshætti fyrir starfsmenn sem annast opinber innkaup • I. Markmið – Að viðhalda trausti almennings og fyrirtækja og tryggja jafnræði þeirra og samkeppni á markaði – Leiðbeiningar um hvernig beri að umgangast viðskiptavini og komast hjá hagsmunaárekstrum – Nánari útfærsla á almennum siðareglum starfsmanna ríkisins

Viðmið um góða starfshætti fyrir starfsmenn sem annast opinber innkaup • II. Reglur fyrir innkaupastarfsmenn – 1. Almennar reglur: • • • tryggja að ákvarðanir séu gegnsæjar og í samræmi við lög og innkaupastefnu ríkisins tryggja að innkaupastarfsmenn standi ekki í þakkarskuld eða séu háðir fyrirtækjum sem hlut eiga að máli sérstaklega skal gjalda varhug við því að samið sé við fyrirtæki sem tengjast starfsmönnum stofnunar

Viðmið um góða starfshætti fyrir starfsmenn sem annast opinber innkaup • • • • 2. Upplýsingar og framkvæmd áður en innkaup fara fram 3. Upplýsingar og framkvæmd á tilboðstíma 4. Upplýsingar og framkvæmd eftir töku tilboðs 5. Gjafir

Innkaupastarfsmenn mega hvorki semja um né taka á móti gjöf, greiða eða annarri fyrirgreiðslu fyrir sjálfa sig, fjölskyldu, vini eða aðra sem þeim tengjast.