bkmenntasaga - fyrir lokaprf

Download Report

Transcript bkmenntasaga - fyrir lokaprf

Bókmenntasaga
Glósur fyrir lokapróf í íslensku 503
Glósur



Þessar glósur eru úr:
Lesefninu á netinu:
http://www.fa.is/deildir/Islenska2/503/bms/i
ndex.html
Sögur, ljóð og líf
Aldamótin 1900



Þær vonir sem fólk gerði sér um 20. öld komu
sterkt fram í bókmenntum líðandi stundar
Kvæði tveggja íslenskra skálda gott dæmi um
það:
Einar Benediktsson: Aldamót, Til fánans bls.
15-17 Þyrnar og rósir

Hannes Hafstein
Aldamótaskáldin


Raunsæisstefna mest áberandi stefna í
bókmenntum á þessum tíma og voru
aldamótaskáldin öll raunsæisskáld
Skáld sem voru áberandi á þessum tíma
Verðandimenn: Gestur Pálsson (1852-1891),
Einar H. Kvaran (1859-1938), Hannes Hafstein
(1861-1922)
Þorgils gjallandi (1851-1915)
Þorsteinn Erlingsson (1858-1914) Stephan G.
Stephansson (1853-1927)
Jón Trausti (1873-1918) bls. 37-42 Þyrnar og rósir
Aldamótin 1900 – Þyrnar og rósir




Hulda Ljáðu mér vængi, Haukurinn, Fuglinn í
fjörunni bls. 18-23
Jóhann Gunnar Sigurðsson Á útmánuðum,
Samtal, Kveðið í gljúfrum, Óráð bls. 24-28
Jóhann Sigurjónsson Bikarinn, strax eða aldrei,
Sorg bls. 30-32
Sigríður Einars Nótt bls. 92-93
Nýrómantík vs. Raunsæi




Þegar nýrómantík varð meira áberandi í
bókmenntum litu raunsæismenn á það sem
flótta frá raunveruleikanum
Nýrómantíkerar litu á sín bókmenntaviðhorf
sem lausn frá hversdagsleikanum
Nýrómantísk skáld leggja áherslu á upplifun
einstaklings, oft innhverf ljóð með rætur í
sálarlífi manneskjunnar.
Reyna ekki að hafa áhrif á þjóðfélagið (annað
en raunsæismenn)
Nýrómantík vs. Raunsæi, framhald




Nýrómantíkerar töldu bókmenntir þjóna þeim
tilgangi að skemmta, hverfa inn í heim ljóðanna
Raunsæismenn töldu hins vegar bókmenntir
þjóna þeim tilgangi að laga þjóðfélagið, benda
á galla þess og oft voru bókmenntaverk þeirra
skrifuð einungis í þágu málstaðsins
Nýrómantík: hið innra sjálf
Raunsæi: ytri veruleiki
Nýrómantík - einkenni






Draumar, vonir, þrár
Skáldin dáðu æskuna, óttuðust elli
Myndmál, nóttin fær oft táknrænt hlutverk
Ástin mikilvæg, upphafin og ósnertanleg, en
líka tortímandi
Tilgangsleysi lífsins - Nietzsche: Guð er dauður
Heimsharmur, þunglyndislegur blær yfir
ljóðum
Nýrómantík – einkenni, framhald





Löngun til að njóta alls, þó svo að lífið sé
tilgangslaust þá kemur fram lífsdýrkun
Nautnahyggja, bóhemískt líferni
Ofurmennisdýrkun, hetjudýrkun
1920 komu fram skáld sem breyttu nýrómantík
örlítið, fóru meira að kveðja um hina
sammannlegu reynslu sem allir gátu skilið:
Hin ljúfsára ást, tregafulli söknuður, lífsnautn
Nýrómantík – myndmál





Ljóðformið tók breytingum með nýrómantík
Nýrómantísku skáldin voru listfeng
Kröfur um fagurt mál
Mikið um táknræna merkingu, litir fá sérstaka
merkingu, árstíðir, nóttin
Táknsæisstefna / Symbólismi
Lesefni – Þyrnar og rósir






Ólöf frá Hlöðum Hjálpin bls. 33-35
Sigurður Nordal Hel bls. 54-55
Stefán frá Hvítadal Hún kyssti mig, Vorsól bls. 45-47
Davíð Stefánsson Komdu, Krummi, Óráð, Konan sem
kyndir ofninn minn bls. 48-53
Tómas Guðmundsson Ég leitaði blárra blóma, Jón
Thoroddsen.., Frá liðnu vori bls. 69-71
Guðmundur Böðvarsson Rauði steinninn, Völuvísa,
Kyssti mig sól bls. 123-126
Lesefni – Sögur, ljóð og líf



Borgarmenning í vöggu bls. 11-51
Lesa vel Nýrómantík, táknsæi og innsæi bls. 17-19
Lesa vel Rómantík – Nýrómantík bls. 25-34
Frjálst ljóðform




Hefðbundin ljóð eru bundin af ljóðstöfum, rími
og hrynjandi en nútímaljóðið hafnar þessari
skyldubundnu bindingu bragfræðinnar.
Prósaljóð og fríljóð eru dæmi um ljóð sem nota
frjálst ljóðform
Óbundin ljóð er að finna í ýmsum
bókmenntastefnum
Halldór Laxness, Únglingurinn í skóginum bls. 80-83
(Þyrnar og rósir)
Nýjungar í ljóðagerð




Þó að aldamótaskáldin væru ljóðahefðinni trú
má finna dæmi í ljóðum þeira um nútímaljóð
eða óbundin ljóð
Sorg eftir Jóhann Sigurjónsson er fríljóð, oft
nefnt fyrsta íslenska nútímaljóðið, en það er ort
fyrir 1910, en birtist þó fyrst 1927
Með nýrómantíkinni kemur nýr tónn, svipaður
hinni upprunalegu rómantík en samt öðruvísi
Meiri dulúð og tilfinningar, hamslausari
Skáldkonan Hulda (1881-1946)






Hét ekki Hulda, heldur Unnur Benediktsdóttir
Bjarklind
Einn helsti upphafsmaður að ljóðrænum prósa
hér á landi
Hún endurvakti þuluformið
Notaði vísanir í eldri skáldskap, en það er
einkenni á nútímaljóðum
Óhrædd við að lýsa ástríðum
Fyrst til að lýsa kvenlegum kenndum opinskátt
Nýir rithöfundar – ný skáldverk





Þegar kom fram á þriðja áratug aldarinnar
komu út tvær bækur er vöktu athygli:
Vefarinn mikli frá Kasmír e. Halldór Laxness
Bréf til Láru e. Þórberg Þórðarson
Höfnuðu báðir nýrómantískri lífssýn
Útgáfa þessara bóka tímamót í efnistökum
íslenskra rithöfunda – tími sveitasögunnar
liðinn og kominn tími borgarmenningarinnar
Nýir rithöfundar – ný skáldverk


Þriðji áratugur aldarinnar var afar frjór í
íslenskum skáldskap
Nýjar hugmyndir ryddu sér til rúms í
bókmenntum
Nýjungar – Þyrnar og rósir



Jón Thoroddsen Kvenmaður, Promeþevus bls. 56
Þórbergur Þórðarson Bréf til Láru bls. 62-65
Jóhann Jónsson Söknuður bls. 72-73
Vandamál líðandi stundar
Raunsæi frá 1930-1950/1965






Raunsæisbókmenntir taka á vandamálum
líðandi stundar
Á þessum tíma var margt sem gekk á í íslensku
þjóðlífi og endurspeglast það í bókmenntum
Kreppan 1929 – vaxandi atvinnuleysi
Heimstyrjöldin síðari 1939 – landið hernumið
Stofnun lýðveldis 1944
Ísland í NATO 1949
Raunsæi frá 1930-1950/1965





Upphaf þessa bókmenntaskeiðs markast við
það ár þegar Íslendingar fóru að finna fyrir
áhrifum heimskreppunar
Stjórnmálalegt umrót í landinu
Kaupstaðir að stækka
Reykjavík að verða borg, stéttaskipting að verða
skýrari
Alþýðuflokkur 1916
Félagslegt raunsæi





Félagslegt raunsæi/sósíalískt raunsæi:
Sósíalískur boðskapur, snýst gegn
borgaralegum hugmyndum
Fylgjendur sósíalísks raunsæis gáfu út tímaritið
Rauðir pennar í nokkur ár
Þetta raunsæi sjaldgæft í íslenskum
bókmenntum, sést þó í sögulokum í Sjálfstæðu
fólki eftir Halldór Laxness
Sóvet Ísland eftir Jóhannes úr Kötlum
Þjóðfélagslegt raunsæi





Tekur á vandamálum samtímans
Sögurnar gerast oft í samtíma höfundar
Sögurnar fjalla um lágstéttarfólk, ranglæti,
misrétti
Lausnin felst ekki í byltingu (það töldu
sósíalískir raunsæismenn)
Telja að það sé flóknara en bylting sem þurfi til
þess að laga samfélagið og laga stéttaskiptingu
Efni raunsæissagna




Kjör verkafólks og bænda – viðfangsefni í
sögum Laxness, Salka Valka, Sjálfstætt Fólk
Andstæður dreifbýlis og borgar er
fyrirferðarmesta efnið í raunsæissögum, fólk
streymir úr sveitinni og í borgina
Lífið í Reykjavík er einnig áberandi í íslenskum
raunsæissögum
Sveitasögur þar sem höfundar spila á
nostalgískar taugar lesenda ná vinsældum
undir lok tímabilsins
Efni raunsæissagna, framhald


Þýddar skáldsögur eru fyrirferðarmiklar í
íslenskri bókaútgáfu á þessum árum, Mál og
Menning stofnað
Barnabækur verða sérstök bókmenntagrein á
tímum raunsæis, höfðu það markmið að
upplýsa börn um blákaldan raunveruleika
þjóðfélagsins, en ekki skemmta þeim
Raunsæi í ljóðagerð



Raunsæisljóðið er í eðli sínu ádeilukvæði enda
hentar það vel til að koma til skila knappri,
beiskri ádeilu
Mest lagt upp úr boðskap og innihaldi, form
ljóðsins má ekki trufla þessa þætti
Jóhannes úr Kötlum, einn af frumkvöðlum
raunsæisljóða
Lesefni – Þyrnar og rósir









Sigurður Einarsson Dagurinn kemur bls. 94
Steinn Steinarr Hin hljóðu tár, Í kirkjugarði,
Prometheus bls. 100-102
Jóhannes úr Kötlum Morgunsöngur, Landráð bls. 114115
Magnús Ásgeirsson Síðasta blómið bls 144-147
Guðmundur Böðvarsson Völuvísa bls. 126
Halldór Laxness Alþýðubókin bls. 74-80
Halldór Stefánnson Hégómi bls. 106-113
Guðmundur G. Hagalín Kristrún í Hamravík bls. 95-99
Gunnar Gunnarsson Fjallkirkjan bls. 135-143
Á þjóðlegum nótum eftir lýðveldisstofnun
Lesefni – Þyrnar og rósir




Hulda Hver á sér fegra föðurland bls. 21-23
Jóhannes úr Kötlum Íslendingaljóð 17. júní 1944
bls. 115-116
Jón Helgason Í vorþeynum, Það var eitt kvöld
bls. 129-130
Guðrún frá Lundi Dalalíf bls. 155-164
Lesefni – Sögur, ljóð og líf



Frá Kreppuárum að köldu stríði, bls. 52-82
Lesa vel Félagslegt raunsæi bls. 63-64
Lesa vel Ljóðlistin bls. 76-81
Bókmenntir um miðja öld
Módernismi 1950/1965-1975





Upphaf módernismans er miðað við 1950, en mörkin
eru óskýr og geta miðast við 1965
Erfitt að festa módernisma við ártöl
Smásagan tók að breytast
Módernismi: oft notað sem samheiti á mörgum ólíkum
skáldskaparstefnum; symbólisma, expressionisma og
súrrealisma svo eitthvað sé nefnt
Módernismi á rætur í iðnaðarsamfélögum Evrópu
Módernismi, framhald






Módernistar eiga það sameiginlegt að stefna að
upplausn hefðbundins framsetningar- og
tjáningarmáta
Formbylting atómskáldanna íslensku dæmi um
módernisma
Andóf gegn hefðbundnu raunsæi, telja raunsæi ekki
hafa nein áhrif lengur
Tungumálið er flókið
Tvíræðni, margræðni, margslungin merking
Orð, persónur eða atburðir koma fyrir í framandi
umhverfi eða fáránlegu samhengi
Módernísk ljóð

Þorpið eftir Jón úr Vör:

Ljóðabók, 1946
Einfalt, óbundið ljóðform
Tíminn og vatnið eftir Steinn Steinarr:
Kvæði, nútímalegt yfirbragð myndmáls og
stílbragða
Ljóðið höfðar fremur til skynjunar en skilnings
Vekur tilfinningar
Fáránlegt samhengi, skrýtnar myndlíkingar






Þorpið









Jón úr Vör
1946
Formbreyting – einfalt, óbundið ljóðform
Fyrsta safn óbundna ljóða útgefið á Íslandi
Lýsir mannlífi á bernskustöðvum skáldsins,
Patreksfjörður
Tíminn stendur kyrr
Látlaus, einfaldur og rökrænn frásagnarmáti
Angurvær, stundum ljúfsár frásagnarmáti
Þorpið er sú ljóðabók sem hefur oftast verið gefin út á
Íslandi
Tíminn og vatnið








Steinn Steinarr
Ort á fimmta áratug aldarinnar, kom út 1948
Nútímalegt yfirbragð myndmáls og stílbragða
Sum hefðbundin einkenni
Höfðar til skynjunar frekar en skilnings
Mikið um tákn, myndmál mikið
Samhengisleysi, fáránlegt samhengi
Kannski ástarljóð?
Atómskáld og formbylting



Orðið atómskáld var fyrst notað árið 1950 um
hóp ungskálda sem ortu óbundin ljóð
Fyrst uppnefni, en í dag er þetta
bókmenntalegt hugtak um ákveðin hóp
Atómskáldin svokölluðu héldu hópinn og gáfu
út tímaritið Birtingur og kynntu þar sjónarmið
sín til lista og bókmennta, birtu eigin verk
Atómskáldin







Hannes Sigfússon (1922-1997)
Einar Bragi (1921)
Stefán Hörður Grímsson (1919-2002)
Jón Óskar (1921-1998)
Sigfús Daðason (1928-1996)
Elías Mar (1924)
Jónas Svafár (1925)
Atómskáld – viðhorf til yrkisefnis




Atómskáldin voru ekki ósnortin af atburðum
erlendis: kjarnorkusprengjan var orðin til, kalda
stríðið skall á milli stórveldana (Sóvét-BNA),
styrjaldir geysuðu
Atómskáldin finna til vanmáttar og einsemdar í
þessum fjandsamlega heimi, lýsa því í ljóðum
Vanmætti, einmanaleiki
Yrkisefni þeirra þó margvíslegt og var ekki
bundið við harmleika alheimsins
Atómskáldin
Lesefni – Þyrnar og rósir





Einar Bragi Ljósin í kirkjunni, Haustljóð á
vori bls. 168-169
Sigfús Daðason II bls. 190-191
Stefán Hörður Grímsson Vetrardagur bls.
175-176
Hannes Sigfússon Bjartsýni trjánna bls. 172173
Jón Óskar Hermenn í landi þínu, Draumur
heimsins bls. 208-209
Einkenni nútímaljóða







Knappt, hverfist oft um eina ljóðmynd
Hver ljóðmynd rekur aðra
Samhengi óljóst
Orðin vísa út fyrir hefðbundið merkingarsvið
Tákn eru algeng
Vísanir í annan skáldsap
Lesendur verða oft að túlka ljóðin
Nýja skáldsagan






Undir 1965 komu fram breytingar á
skáldsagnagerð
Andóf gegn hefðbundnu raunsæi
Önnur nálgun á veruleikann
Virk þáttaka lesanda
Myndræn upplifun aðalpersónu
Tal manna og orðræður eru ekki alltaf í
samhengi eða skiljanlegar, alveg eins og í
raunveruleikanum
Nýja skáldsagan





Sjónarhorn stundum í nútíð
Tilfinningar, reynsla, myndir, skynjun
Stundum er söguramminn raunsæilegur, taka á
sig mynd fáránleikans
Setja fram atburði hversdagsleikans á
fjarstæðukenndan hátt
Ætlað að vekja til umhugsunar
Nýja smásagan




Smásagnagerð breytist um 1950
Myndrænni, meira um stíltilþrif
Ímyndun, hugarástand, sálarlíf
Ásta Sigurðardóttir Gatan í rigningu
Módernismi
Lesefni – Þyrnar og rósir





Jón úr Vör Þjóðhátíðin 1954, Vetrardagur,
Kolavinna bls. 165-167
Steinn Steinarr Utan hringsins, Tíminn og
vatnið bls. 102-105
Ásta Sigurðardóttir Gatan í rigningu bls. 177
Thor Vilhjálmsson Fljótt, fljótt sagði fuglinn
bls. 253
Guðbergur Bergsson Tómas Jónsson
metsölubók bls. 230-235
Lesefni – Sögur, ljóð og líf

Um kalda stríðið að stúdentaóeirðum bls. 85-

120
Lesa vel Hugtakið Módernismi bls. 90-92
Og fleiri atómskáld bls. 100-106

Módernismi
Lesefni – Þyrnar og rósir


Svava Jakobsdóttir Í draumi manns bls. 334-339
Dagur Sigurðarson Friðþægíng,
Kvennmansleysi, Paradísarheimt bls. 205
Bókmenntir á síðustu áratugum 20 aldar


Um 1970 hafði umfjöllun um módernismann
stolið senunni í skáldsagnaumræðunni
Módernískir skáldsagnahöfundar afkastamiklir
Tíðarandinn




Um þetta leyti var ýmislegt að gerast í
þjóðlífinu sem átti eftir að setja mark sitt á
bókmenntir þessa tíma
Hippahreyfingin útbreid austan hafs
Gagnrýnin þjóðfélagsumræða
Andúf á styrjöldum og hernaði, friðarhreyfing
Nýraunsæi


Nú gengur enn í garð raunsæisskeið í
skáldsagnagerð, oft nefnt nýraunsæi
Upphaf íslensks nýraunsæis markast við
skáldsögu Vésteins Lúðvíkssonar, Gunnar og
Kjartan

Nýraunsæi myndaði mótvægi við
módernismann sem var þá enn á ný
gagnrýndur fyrir að þjóna ekki samfélagslegu
hlutverki með skýrum hætti
Nýraunsæi
Lesefni – Þyrnar og rósir


Jakobína Sigurðardóttir Lífshætta bls. 262-266
Indriði G. Þorsteinsson Kynslóð 1943 bls. 224229
Kvennabókmenntir



Annað sem var rætt mikið á áttunda áratugnum
vakti miklar deilur
Staða kvenna í þjóðfélagi og bókmenntum
Sögur íslenskra kvenna 1879-1960, Soffía Auður
Birgisdóttir valdi efni úr skáldsögum kvenna og
setti saman safnrit
Síðustu tuttugu árin (1980-núna)




Hvað einkennir bókmenntir á þessum tíma?
Bókmenntafræðingar eru ekki sammála, en
kenningar þeirra skiptast í þrennt:
Afturhvarf til hefðbundinna bókmennta
Framhald formbreytingar
Töfraraunsæi
Afturhvarf til hefðbundinna yrkisefna?





Sumir bókmenntafræðingar tala um afturhvarf
til hefðbundnar frásagnar – andóf gegn
módernískum skáldsögum. Hefðbundnir
rithöfundar:
Einar Már Guðmundsson
Einar Kárason
Pétur Gunnarsson
Ólafur Jóhann Ólafsson
Afturhvarf til hefðbundinna yrkisefna
Lesefni – Þyrnar og rósir




Snorri Hjartarson Þjóðlag, Í kirkjugarði, Ég
heyrði þau nálgast bls. 151-154
Hannes Pétursson Dveljum ekki, Bláir eru dalir
þínir, Ofan byggðar bls. 193-195
Þorsteinn frá Hamri Jórvík, Liðsinni bls. 220
Ólafur Jóhann Sigurðsson Tvö ár, Regn bls. 274
Framhald formbyltingar – ljóðrænn texti





Aðrir bókmenntafræðingar segja að
módernisminn hafi örvað skáldsagnahöfunda
til endurmats á formgerðarbyltingu
módernismans
Nýsköpun í frásagnaraðferð
Nýtt svipmót á íslenska skáldsagnagerð
Einkennist af ljóðrænu og myndvísi
Vængjasláttur í þakrennum Einar Már
Guðmundsson
Töfraraunsæi






Enn aðrir bókmenntafræðingar segja að töfraraunsæi
einkenni skáldsögur tímabilsins.
Lausamálsverk höfunda
Höfundar flétta saman hárbeittum raunsæislýsingum á
hversdagslegum atburðum og svo draumakenndum
þáttum eða ævintýralegum frásagnarhætti
Eins og blanda af rómantík og raunsæi
Svona sögur bróta viðmiðunarreglur í skáldsagnagerð
Kaldaljós, Vigdís Grímsdóttir bls 366-370 Þyrnar og rósir
Aldamótin 2000




Hverjir eru aldamótarithöfundar okkar?
Kemur í ljós seinna meir
Bókmenntastefna síðustu ára er stundum nefnd
póstmódernismi
Menn deila á um hvað póstmódernismi er
Árin eftir 1975
Lesefni – Þyrnar og rósir





Matthías Jóhannesson Úr Hólmgönguljóðum
bls. 210- 211
Vilborg Dagbjartsdóttir Erfiðir tímar, Skref, Í
skriftartíma bls. 259-261
Þuríður Guðmundsdóttir Orð bls. 332-333
Guðbergur Bergsson Eins og steinn sem hafið
fágar bls. 236-241
Thor Vilhjálmsson Raddir í garðinum bls. 255258
Árin eftir 1975
Lesefni – Þyrnar og rósir







Þórarinn Eldjárn Óli bls. 352
Fríða Á. Sigurðardóttir Þetta kvöld bls. 344-351
Ingibjörg Haraldsdóttir Kona, Öryggi bls. 340341 Áleiðis bls. 343
Gyrðir Elíasson Bati, Samkennd bls. 371
Kristín Ómarsdóttir Barn fæðist, Stelpa bls.
378-379
Didda Í dag, Öfund, Af mér bls. 382
Bragi Ólafsson Þriðja staupið bls. 384-387
Árin eftir 1975
Lesefni – Þyrnar og rósir




Elísabet Jökulsdóttir Vopnabúrið, Barn í baði
bls. 392
Hallgrímur Helgason 101 Reykjavík bls. 393402
Gerður Kristný Kona með stól bls. 405-407
Guðrún Eva Mínervudóttir Ég leyfi þér ekki að
grafa nefið ofan í einhverja vísindaskáldsögu
bls. 408-410
Lesefni – Sögur, ljóð og líf


Frá stúdentauppreisn til aldaloka bls. 123-153
Lesa vel Um nýraunsæi til póstmódernisma bls.
134-142
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
Íslensk verk






Ólafur Jóhann Sigurðsson. Að laufferjum og Að
brunnum árið 1976
Snorri Hjartarson Hauströkkrið yfir mér 1981
Thor Vilhjálmsson Grámosinn glóir 1986
Fríða Á Sigurðardóttir Meðan nóttin líður 1992
Einar Már Guðmundsson Englar Alheimsins
1995
Sjón Skuggabaldur 2005
Tímasetningar bókmenntaskeiða









1900-1920: Nýrómantík
1920-1930: Nýjungar í nýrómantík
1930-1950/65: Raunsæi
1950/65-1975: Módernismi, formbylting
1975-1980: Nýraunsæi
1980-2000: Þrískipt:
Töfraraunsæi
Afturhvarf til hefðbundinna bókmennta
Framhald formbyltingar