Sækja PowerPoint glærur

Download Report

Transcript Sækja PowerPoint glærur

1. hluti - Sjálfsmyndin
1.1 Hver er ég?
Þú ert engum líkur (bls. 10)
• Þú heitir ákveðnu nafni og enginn í
heiminum hefur nákvæmlega sömu reynslu,
hugsanir, útlit og lífsstíl og þú.
• Jafnvel eineggja tvíburar eru ekki
nákvæmlega eins í einu og öllu.
Þú ert eins og aðrir (bls. 10)
• Einstaklingar sem hafa svipaðan félagslegan
bakgrunn eiga eitthvað sameiginlegt sem
aðrir hafa ekki.
• Félagslegur bakgrunnur mótast af
umhverfinu sem umlykur þig svo sem
móðurmáli, menningu, menntun, starfi og
ótalmörgu öðru.
Þú ert eins og aðrir (bls. 10)
• Fólk sem hefur alist upp í sama landi er
mótað af þeirri reynslu og það er einmitt sú
reynsla sem gerir það ólíkt fólki frá öðrum
löndum.
Sjálfsmyndin (bls. 11)
• Hver ertu?
• Lýstu þér í stuttu máli (eins og þú
værir að skrifa afmælisgrein um þig).
Sjálfsmyndin (bls. 11)
• Þú ert samsett(ur) úr fjölmörgum þáttum
sem gera þig að því sem þú ert.
• Persónuleikinn mótast af öllum
brotunum eða eiginleikunum sem þú ert
samsett(ur) úr, svo sem skapgerð,
gildismati, hugsun, skynjun, tilfinningalífi
og mörgu fleiru.
Sjálfsmyndin (bls. 11)
• Allar hugmyndir sem þú hefur um hver þú
ert kallast sjálfsmynd.
Hvað eru sérkenni? (bls. 12)
• Sérkenni er að vera það sem maður er en
ekki einhver annar.
• Sérkenni eru notuð til að útskýra hver við
erum sem persónur.
Umhverfi (bls. 13-14)
• Engir tveir búa í nákvæmlega sama
umhverfi.
 Umhverfi
sem lítur út fyrir að vera einsleitt er
þegar öllu er á botninn hvolft mjög fjölbreytt og
ólíkt. Þess vegna sýna einstaklingar, sem virðast
hafa alist upp í nákvæmlega sama umhverfi, ólík
viðbrögð við mismunandi aðstæður.
Lengi býr að fyrstu gerð (bls. 13)
• Erfðir, greind, heilsufar, menntun,
efnahagur og búseta móta þig og skýra af
hverju þú ert eins og þú ert.
Áhrif systkina (bls. 14)
• Hvaða áhrif hafa systkini á þig?
 Elstu börn: Vön að taka ábyrgð, ráðskast með
þau yngri, kenna þeim og leiðbeina.
 Miðjubörn: Þurfa oft að berjast til að sanna og
sýna getu sína. Sveigjanleg í umgengni vegna
umgengni við eldri og yngri systkini.
Áhrif systkina (bls. 14)
• Hvaða áhrif hafa systkini á þig?
 Yngstu börn: Verða oft háð eldri systkinum og
foreldrum. Komast langt á sjarmanum.
 Hversu vel finnast þér þessar lýsingar passa
miðað við þína reynslu (úr eigin systkinahóp eða
annarra)?
Erfðir og umhverfi (bls. 14)
• Upphaf þitt hófst í frjóvguðu eggi. Í frumu
hvers eggs eru 23 litningapör, það er 46
litningar. Helmingurinn kemur frá föðurnum
og hinn helmingurinn frá móðurinni.
 Á vefsíðunni gen.is eru upplýsingar um allt það sem
þú hefur alltaf viljað vita um erfðafræði en þorðir ekki
að spyrja um:
http://www.gen.is/erfdir3/litningar.html
Umhverfi (bls. 15)
• Allir þættir sem móta þig og eru ekki
erfðabundnir teljast til umhverfis.
 Dæmi um umhverfisþætti: Matur, drykkur, ljós,
hiti og samskipti við aðra.
Umhverfi (bls. 15)
• Hvort er mikilvægara við mótun
einstaklingsins, umhverfið eða erfðirnar?
• Hver er þín skoðun? Færðu rök fyrir
svarinu (ekki „af því bara“ svar).
Umhverfi (bls. 15)
• Hvort er mikilvægara við mótun
einstaklingsins, umhverfið eða erfðirnar?
• Það er útilokað að finna rétt svar við
spurningunni. Flestir vísindamenn halda því
fram að báðir þættir vegi um það bil jafnt.
Tvíburar (bls. 16)
• Eineggja tvíburar eru einstaklingar sem hafa
nánast sama erfðaefnið. Eru þeir þá ekki alveg
eins?
• Bæði já og nei. Rannsóknir sýna að ef heimili sem
aðskildir eineggja tvíburar ólust upp á voru ólík, þá
urðu tvíburarnir líka ólíkir.
Greind (bls. 16)
• Í sálarfræði er með þessu orði átt við það sem
mælist á tilteknum prófum sem kallast greindarpróf.
Þau hafa reynst hafa forsagnargildi um tiltekna
eiginleika manna sem hafa til dæmis áhrif á framtíð
þeirra.
• Greindarpróf sýna meðal annars talsverða fylgni,
sem kallað er, við almennan námsárangur manna
eða gengi í almennum skólum (sjá vísindavefinn:
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=615) .
Greindarpróf (bls. 17)
• Er hægt að taka greindarpróf á Netinu og
ef svo er á hvaða síðum?
 Já, farðu á vefsíðu Vísindavefsins og þar færðu
uppgefnar síður með prófum.
Sjá: http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=5074
Rannsóknir á eineggja
tvíburum (bls. 17)
• Munur á greind systkina sem alast upp
aðskilin er meiri en meðal systkina sem alast
upp á sama heimili.
• Stjúpsystkini sem alast upp saman eru
líkari en venjuleg, óskyld börn.
Rannsóknir á eineggja
tvíburum (bls. 17)
• Af hverju hafa vísindamenn áhuga á að
rannsaka hvort erfðir eða umhverfi virki
sterkara á mótun einstaklingsins?
 Ef umhverfið virkar sterkara þá er hægt að hafa
áhrif á óæskilega þætti þess og stuðla að sem
bestum þroska fyrir einstaklinginn.
Rannsóknir (bls. 18)
• Það eru skiptar skoðanir á því hvað teljist
gott umhverfi. Hver er þín skoðun á því?
Maðurinn sem félagsvera (bls. 18)
• Félagsleg hegðun: Lang stærsti hluti
hegðunar er félagslegur en það þýðir að hún
er lærð.
• Félagsleg hegðun lærist við að taka þátt í
lífinu. Reynsla sem þú hefur aflað þér
meðal vina og í skólanum hefur mótað þig.
Félagsleg hegðun (bls. 18)
• Viðmið: Sérstakar skráðar og óskráðar
reglur sem segja til um hvernig við eigum að
hegða okkur við tilteknar aðstæður.
 Dæmi um skráð viðmið: Skólareglurnar.
 Dæmi um óskráð viðmið: Ganga í samstæðum
sokkum.
Félagsleg hegðun (bls. 18)
• Félagsmótun: Samskipti sem móta
persónuleika fólks og lifnaðarhætti.
 Þú hefur hlotið íslenska félagsmótun sem þýðir að þú hefur
lært leikreglur íslensks samfélags.
 Hægt er að líkja félagsmótun samfélaga við að læra
leikreglur í fótbolta eða handbolta, þú spilar ekki fótbolta
með sömu reglum og gilda í handbolta.
Börn sem hafa alist upp (bls. 19)
• Þau börn sem hafa ekki alist upp meðal
manna eru ekki mennsk.
 Þó nokkrar sögur eru til af börnum sem hafa farið
á mis við félagsmótun manna og til dæmis alist
upp meðal dýra. Frásagnirnar eru ekki mjög
nákvæmar eða áreiðanlegar.
 Hundadrengurinn frá Rúmeníu – sjá bls. 19
Börn í einangrun (bls. 20)
• Enn eru að finnast börn sem hafa alist upp í
einangrun. Upplýsingar um slík börn gefa
margt til kynna um „eðli mannsins“. Hvernig
verður barn sem fær ekki venjulega
félagsmótun?
 Sjá sögurnar um Önnu og Ísabellu (bls. 20 og 21) og
söguna um Jenny sem er á vefnum Á ferð um
samfélagið.
Rökhugsun (bls. 21)
• Með rökrænni hugsun er átt við að fólk
geti hugsað óhlutstætt (abstrakt) og búið til
kenningar um allt mögulegt í huganum.
• Kenning: Eðli einhvers fyrirbæris skýrt,
kerfi reglna eða lögmála sem notað er til að
útskýra af hverju eitthvað gerist og hvernig
það gerist.
Rökhugsun (bls. 21)
• Þú ert alltaf að setja fram tilgátur og búa
til kenningar án þess að gera þér grein fyrir
því. Tilgáta er fullyrðing um orsakasamhengi
– og ef hún reynist rétt þá er komin kenning.
 Strákar eru betri ökumenn en stelpur er dæmi um tilgátu
(fullyrðingu) sem gengur ekki upp sem kenning
(„náttúrulögmál“).
Viðbrögð (bls. 22)
• Á unglingsárunum lærir þú af hverju reglur
eru nauðsynlegar en þú setur líka stundum
spurningarmerki við þær.
• Ef engar reglur væru eða ef enginn færi
eftir þeim, þá myndir þú aldrei átta þig á til
hvers aðrir ætluðust af þér.
Viðbrögð (bls. 22)
• Til að breyta samfélaginu verðum við að
setja spurningarmerki við allar reglur og
geta fjallað um þær á gagnrýninn hátt.
 Við verðum meðal annars að spyrja hver setti
regluna og hvaða tilgangi þjónar hún? Af hverju
þarft þú til dæmis að mæta í skólann daglega?
Tíska (bls. 22-23)
• Tíska er félagslega mótuð – en það þýðir
m.a. að margir byrja að nota sams konar
fatnað á sama tíma.
 Tískufyrirbæri koma og fara. Margir nota
klæðaburð eða lífsstíl (tísku) til að gefa til kynna
að þeir tilheyri ákveðnum hópum.
Tíska (bls. 24)
• Samkennd innan hóps getur verið mjög
sterk en fordómar sem hópurinn hefur í garð
annarra, eða aðrir hafa gagnvart honum,
geta einnig verið mjög miklir.
Einn eða með öðrum (bls. 24)
• Manneskjunni finnst best að deila sigrum og
ósigrum með öðrum.
 Einkennisbúningar herja heimsins eiga að efla samkennd
hermanna og svipta þá eigin persónuleika og vilja.
 Knattspyrnuáhugamenn einkenna sig einnig með treflum
og treyjum og undirstrika þannig samstöðu sína og afl.
Hluta 1.1 er lokið
• Hér lýkur glósum úr hluta 1.1
• Nú áttu bara eftir að svara spurningunum á
bls. 26.