Skyringar og frasagnir

Download Report

Transcript Skyringar og frasagnir

Sagnfræði, skýringar og frásagnir
I. Upprifjun um skýringar
Aristóteles: Breyting og orsakir
• Breyting frá möguleika til raunveruleika
• Svör við spurningunni: Hvers vegna?
1. Form
2. Efni
3. Tilgangur
4. Virkni
• Orsakirnar fjórar
Spurningin um aðferðafræði
• Eining vísindanna
– Descartes
– Hempel og pósitívisminn
• Klofningur vísindanna
– Collingwood og innsæiskenningin
– Dilthey og túlkunarfræðin (hermeneutik)
Eining vísindanna
• Descartes: Aðeins ein vísindaleg aðferð
– Aðferð gagnrýninnar hugsunar
• Innsæisreglan
– Telja ekkert satt nema það sé hafið yfir allan vafa
• Skiptingarreglan
– Skipta viðfangsefnum í meðfærilega hluta
• Samtengingarreglan
– Tengja saman í réttri röð
• Yfirferðarreglan
– Yfirfara alla rökfærsluna í leit að villum
• Hempel: Sömu skýringaraðferðir í
raunvísindum, félagsvísindum og
hugvísindum
– Skýring sem lögmálsskýring
• Afleiðslu-lögmálsskýringar
• Tilleiðsluskýringar
– Löggengi veruleikans ?
– Þröngt skýringarhugtak ?
Klofningur vísindanna
• Sérstök aðferð í hugvísindum
• Sagnfræði
– Innlifun (Collingwood): Innhverfa / úthverfa
– Skilningur á ástæðum
– Ástæður gerenda skýring á atburðum
• Hug- og félagsvísindi almennt
– Túlkunarfræðin (Dilthey)
II. Útúrdúr um Collingwood
Collingwood eldri og yngri
• W.G. Collingwood (listmálari,
rithöfundur, fornfræðingur,
aðstoðarmaður Johns Ruskin)
• R.G. Collingwood (heimspekingur og
fornfræðingur, prófessor í Oxford)
W.G. Collingwood
(1854-1932)
Vatnslitamyndir úr Íslandsferð 1897
A Pilgrimage to the Saga-Steads of Iceland (1899)
Fjallið Old Man of Coniston
ofan við heimabæ Collingwoods í Vatnahéruðunum
R. G. Collingwood
(1889-1943)
Helstu rit
• The Idea of History
• The Principles of Art (1938)
III. Aristóteles um skáldskap
og sagnfræði
Aristóteles um skáldverk
• Skáldverk fjalla um það sem gæti gerst
• Og það sem er líklegt eða óhjákvæmilegt
• Ekki um það sem gerðist í raun og veru
Sagnfræði og skáldskapur
• “Af þeim sökum er skáldskapurinn
heimspekilegri en öll sagnfræði, en
skáldskapurinn tjáir fremur hið almenna,
sagnfræðin hið einstaka.
• Hið almenna er það sem ákveðin manntegund
er líkleg til eða hlýtur að segja eða gera, en það
vill skáldskaparlistin tjá, þótt persónunum séu
valin sérstök nöfn.
• Hið einstaka er það, sem til dæmis Alkíbíades
gerði eða varð fyrir.”
Skáldskapur og þekking
• Skáldverkið gerir þekkingu á mannlífinu
mögulega
• Lyftir hinu einstaka upp á svið hins
almenna
• Sagan gerir lífið skiljanlegt
Skilgreining harmleiksins
• Harmleikurinn er eftirlíking alvarlegrar
og heillegrar atburðakeðju sem hefur
ákveðna stærð til að bera
• Hann sýnir athafnir manna með leik, en
lýsir þeim ekki með frásögn
• Með því að vekja vorkunn og skelfingu
nær hann að veita þessum tilfinningum
útrás
Hverju er verið að líkja eftir?
• Ekki eftirlíking fólks, heldur
atburðarásar
• Hvað þýðir það?
• Rás atburðanna, sagan sjálf, er
aðalatriðið, síðan koma skapgerðirnar
• Má yfirfæra á frásagnir og sagnfræði
Túlkun á hinu almenna
(Þorsteinn Gylfason, Skáldskapur og sannleikur,
Teningur, 10, 1991, 24-27)
• Hið almenna (to kaþolou): Tekur til
heildarinnar, ekki hins almenna
• Ákveðin manntegund (poios): Einhver
• Er líkleg til eða hlýtur að gera: Sýnir rök
fyrir athöfnum
• Túlkun Þ.G. : Skáldverk er heilsteyptara
en sagnfræðirit vegna þess að það er
rökvíslegra
Skáldsögur og rökvísi
Í skáldsögu er rökstuðníngur atburðanna
mjög mikilsvert atriði. Á vorum dögum
má segja að sú skylda áhvíli sagnaskáldi
framar öðru að sanna með rökum að
atburðir þeir sem hann greinir hafi gerst
með þeim hætti sem hann vill vera láta.
(HKL, Minnisgreinar um fornsögur)
Skýring á athöfnum
• Skáldverkið felur í sér rök fyrir rás
atburðanna
• Skýrir hvers vegna persónurnar aðhafast
með þeim hætti sem þær gera
Sagnfræði og bókmenntir
• Tengir lögmál skáldskaparins við kröfur
sagnfræðinnar um skýringar á atburðum
• Vekur spurninguna um samband
sagnfræðirita og bókmenntaverka
– Gilda sömu lögmál um bókmenntaverk og
sagnfræðirit?
– Er sagnfræðin undirgrein bókmennta?
IV. Saga og saga
Veruleiki og þekking
• Hvað er veruleikinn? (verufræði)
• Hvað getum við vitað? (þekkingarfræði)
Fortíð og saga
Saga1: fortíðin sjálf (“spekúlatíf”
söguspeki)
Saga2: frásögn af fortíðinni (“krítísk”
söguspeki)
Atburður og frásögn
• Saga1  Atburðurinn sjálfur
• Saga2  Frásögn af atburðinum
Gagnrýni á Hempel
• Hvert er beint viðfangsefni
sagnfræðinnar?
– Atburðirnir sjálfir ?
– Frásagnir af atburðunum ?
• Atburðunum miðlað í formi frásagna
• Hempel yfirsést frásagnareðli
sagnfræðinnar
Eðli eða hlutverk skýringa
• Hið mikilvæga í sagnfræðinni er ekki
almenn lögmál heldur séreinkenni hins
sögulega atburðar
• Vandinn snýst ekki um eðli skýringa í
sagnfræði heldur um hlutverk skýringa í
sagnfræði
Ricoeur
• Gerum ráð fyrir almennum skilningi á
mannlegum athöfnum úr mannlífinu
– Tími, athöfn, ætlun, ástæða
• Þessi skilningur forsenda skáldverka og
sagnfræðirita
• Tengir heim lesandans við frásögnina,
söguna sem sögð er og höfundinn
Sbr. Dray
• Samkomulag höfundar og lesanda
• Sameiginlegar forsendur skilnings
• Rökstuðningur fyrir niðurstöðum
Sögulegt eðli mannsins
• “Historicity is the form of life correlative
to the language-game of narrating.”
• Heimur athafnanna
• Heimur sagnanna
Atburðir og saga
•
•
•
•
•
•
Atburðurinn sjálfur
Frásögn af atburðinum eða heimild
Höfundur/sagnfræðingur
Sagnfræðiritið
Lesandinn
Hugmynd lesandans um atburðinn
Saga og frásögn
Ricoeur út frá Aristótelesi
• Mimesis I  skrásetning (höfundur)
• Mimesis II  texti (verk)
• Mimesis III  lestur (lesandi)
(Paul Ricoeur: Temps et récit, I, Paris, 1983, e. þýð.
Time and Narrative, 1984-1988; The narrative
function, í Hermeneutics and the Human Sciences,
Cambridge, 1981, 274-296)
Lögmál frásagna
sendandi
 viðfang
viðtakandi
hjálparhella  gerandi  andstæðingur
Persónur og hlutverk
• Margar persónur geta gegnt sama
hlutverki
• Sama persóna getur gegnt mörgum
hlutverkum
• Margt annað getur gegnt sumum
hlutverkum (efnislegir hlutir eða
siðferðileg gildi t.d.)
Hvað er þá sagnfræði?
• List?
• Vísindi?
• Umræða í Nýrri Sögu 1990: Sagnfræði –
listgrein eða vísindi?
– Gunnar Karlsson: Vísindaleg list eða listræn
vísindi? (Ný Saga, 4, 1990, 85-86)
– Sveinbjörn Rafnsson: Vísindaleg sagnfræði
og listir (sama rit, 87-88)
Gunnar Karlsson
• Sagnfræði á margt sameiginlegt með
listum
–
–
–
–
Byggingarstíll
Sviðssetning
Framvinda
Leikreglur sem lesendur þurfa að
samþykkja
Fyrirvari GK
• “[Sagnfræðin] öðlast þessa nauðsynlegu
dýpt af trúnaði sínum við heimildir.
Skylda hennar að vera sönn, að koma
heim við allar þekktar heimildir, gefur
henni þann styrk sem röklegur
sannleikur og samræmi gefa listum.”
Sveinbjörn Rafnsson
• Sagnfræðin ber öll einkenni sem
skilgreina vísindi
– Ákveðið svið eða viðfangsefni
– Ákveðin markmið eða spurningar
– Sérstakar tilteknar aðferðir
• Heimildagagnrýni
• Hlutlægni
– Vitund um tímaskekkjur
Árétting SR
• “Þegar unnið er að tilteknu ritverki um
fyrri tíma og slegið af kröfum
vísindalegrar sagnfræði hættir
viðkomandi verk að vera sagnfræði. Þar
með er verkið ekki endilega orðið
listaverk eða skáldverk eins og stundum
er talið.”
Gunnar Karlsson
Sveinbjörn Rafnsson
• Margt reynist vera
sameiginlegt með
sagnfræðilegri
ritgerð og skáldverki.
• Sagnfræðiverk og
skáldverk eru ólík að
eðli og útiloka hvort
annað.
Spurningar
• Nota rithöfundar samræmishugmynd um
sannleikann, en sagnfræðingar
samsvörunarhugmynd?
• Hvaða munur er á þeim kröfum sem við
gerum til sagnfræðings og rithöfundar?
Dæmi um umræðuna um íslenska sagnfræði
Páll Skúlason, „Sagan og tómið” (Pælingar II, Reykjavík,
1989, bls. 149-159)
Gunnar Karlsson: „Að læra af sögunni” (Skírnir, vor 1990)
Gunnar Karlsson: „Sagnfræðin, sannleikurinn og lífið”
(Skírnir, vor 1993)
Þorsteinn Siglaugsson: „Mannleg fræði og fáein hugtök”
(Skírnir, 167, haust 1993, bls. 500-503)
Brynhildur Ingvarsdóttir: „Hvað er á seyði í sagnfræðinni?”
(Skírnir, 170, vor 1996, bls. 105-143)
Már Jónsson: „Sagnfræðirannsóknir og almannaheill”
(Skírnir, 171, haust 1997, bls. 487-495)
Brynhildur Ingvarsdóttir: „Hverjum þjónar sagnfræðin?
Hugleiðing um hlutverk sagnfræðinnar” (Íslenska
söguþingið 1997, Ráðstefnurit II, Reykjavík, 1998, bls.6874)
Unnur Dís Skaptadóttir: „Áherslubreytingar í rannsóknum á
kynferði” (sama rit, bls. 223-228)
Ingólfur Á. Jóhannesson: „Karlafræði eða karlafræði?
Vangaveltur um kynjarannsóknir í sagnfræði og
menntunarfræði” (sama rit, bls. 229-239)
Þorgerður H. Þorvaldsdóttir: „Gender sem greiningartæki í
sögu” (sama rit, bls. 252-258)
Molar og mygla. Um einsögu og glataðan tíma, ritstj. Ólafur
Rastrick og Valdimar Tr. Hafstein, Reykjavík, 2000