Creativity Session

Download Report

Transcript Creativity Session

Saga blaðaútgáfu
• Gömlu annálarnir voru samantekt á
fréttnæmum atvikum undanfarins tímabils.
• 15. – og 16. öld var blómatími flugrita.
• Á 17. öld kom út fyrsta prentaða dagblaðið í
heiminum.
• Með iðnbyltingunni á 18. öld sköpuðust fyrst
forsendur fyrir fjöldaútgáfu dagblaða.
• Á 19. öld urðu dagblöðin mikilvægur
auglýsingamiðill fyrir seljendur.
18.7.2015
Rakel Sigurgeirsdóttir
1
Saga blaðaútgáfu á Íslandi
• Tímaritin voru undanfarar dagblaðaútgáfu.
• Fyrstu tímaritin litu dagsins ljós eftir að
einokun kirkjunnar á útgáfustarfsemi var
aflétt.
• Elsta íslenska tímaritið, Islanske Maanedstidender, var á dönsku. Kom fyrst út 1773.
• Minnisverð tíðindi er elsta tímarit á íslensku
og fyrsta fréttaritið. Kom út frá árinu 1798.
18.7.2015
Rakel Sigurgeirsdóttir
2
Saga dagblaða á Íslandi
• Þjóðólfur og Ísafold voru helstu blöðin á 19. –
og 20. öld.
• Dagskrá kom út árið 1896. Fyrsta dagblaðið.
• Jón Ólafsson skrifaði, ritstýrði og gaf út
blöð með ýmsum nöfnum á s.hl. 19. aldar og
má því heita faðir íslenskrar blaðamennsku.
• Fyrsta dagblaðið sem hélt velli var Vísir sem
kom út 14. desember árið 1910.
18.7.2015
Rakel Sigurgeirsdóttir
3
Dagblöð frá 20. öld til nútímans
• Fyrsta tölublað Morgunblaðsins kom út 2.
nóvember árið 1913.
• Á næstu árum voru stofnuð fleiri flokksblöð.
Þau helstu voru: Tíminn, Alþýðublaðið og
Þjóðviljinn.
• Á tíunda áratug síðustu aldar var tími flokksblaðanna liðinn og þau voru lögð niður.
• Í upphafi nýrrar aldar hefur Morgunblaðið en
nokkuð örugga stöðu þrátt fyrir að Fréttablaðið
veiti því sívaxandi samkeppni.
18.7.2015
Rakel Sigurgeirsdóttir
4
Þróun tímaritaútgáfu
• Aðeins sex blöð og tímarit hófu göngu sína fyrir
lok 18. aldar.
• Á 19. öld litu 176 nýir titlar dagsins ljós.
• Frá upphafi 20. aldar fram til ársins 1993 komu
út 7094 titlar skv. tímaritaskrá.
• Mörg þessara tímarita urðu skammlíf.
• Fram til 1914 var sjaldgæft að útgefendur hefðu
framfæri sitt af tímaritaútgáfu.
• Í dag eru gefin út ýmis sérfræðitímarit en
afþreyingartímaritin eru flest gefin út af Fróða.
18.7.2015
Rakel Sigurgeirsdóttir
5
Helstu titlar
• Þekktasta sérfræðitímarit í dag er að öllum
líkindum Lifandi vísindi
• Önnur sértímarit sem hafa lengi haldið velli
eru Tímarit Máls og menningar og Húsfreyjan.
• Mest lesnu tímarit nútímans eru í eigu Fróða.
Þeirra elst er Vikan sem fyrst kom út17.
nóvember 1938.
• Útlit flestra tímarita nútímans einkennist af
glæsileika og teljast því til glanstímarita.
18.7.2015
Rakel Sigurgeirsdóttir
6
Upphaf ljósvakamiðlunar
• Prentmiðlarnir rekja rætur sínar til uppgötvunar prentlistarinnar á 15. öld. Grundvöllur
þeirra var þó ekki tryggður fyrr en með
prentfrelsinu á 18. - og 19. öld.
• Ljósvakamiðlarnir eiga rætur sínar að rekja til
uppgötvunar rafmagnsins á 19. öld. Síminn
sem kom fram 1875 markaði ákveðin þáttaskil. En það var Ítalinn Marconi sem lagði
grunninn að nútímaútvarpstækni um aldamótin 1900.
18.7.2015
Rakel Sigurgeirsdóttir
7
Útvarpið olli fjölmiðlabyltingu
• Það var þó ekki fyrr en árið 1920 að regluleg
útvarpsdagskrá sem var ætluð almenningi var
send út.
• Útvarpið fékk skjóta og hraða útbreiðslu og
varð fljótt mikilvægur þáttur í lífi fólks.
• Það hefur verið sagt að dagblöðin hafi
„skapað“ almenningsáltitið en útvarpið
„minnkaði“ heiminn.
• Útvarpið fór fljótlega að veita dagblöðunum
harða samkeppni.
18.7.2015
Rakel Sigurgeirsdóttir
8
Útvarpsrekstur á Íslandi
• Fyrsti vísir að útvarpi hér á landi var
útvarpsrekstur Ottós B. Arnars á árunum
1924-1928.
• Ríkisútvarpið hóf útsendingar árið 1930.
• Það starfaði undir vökulu auga stjórnvalda
fram á 7. áratuginn og þróaðist mjög hægt.
• Útsendingar Rásar tvö hófust árið 1983.
• Eftir nær sex áratuga einokun Ríkis-útvarpsins
leit fyrsta einkarekna útvarps-stöðin dagsins
ljós í ágúst 1986.
18.7.2015
Rakel Sigurgeirsdóttir
9
Kvikmyndabyltingin
• Kvikmyndin rekur rætur sínar til ljósmyndatækninar sem kom fram á 19. öld.
• Frönsku bræðrurnir Lois og Auguste Lumiére
stóðu fyrir fyrstu kvikmynda-frumsýningunni í
París árið 1895.
• Menn væntu þess af kvikmyndunum að þær
miðluðu fréttum og þekkingu.
• Engum öðrum fjölmiðli var fært að miðla
jafnmörgum af sama reynslubrunni.
18.7.2015
Rakel Sigurgeirsdóttir
10
Og svo kom sjónvarpið...
• Fyrsta talmyndin var sýnd árið 1927.
• Sjónvarpið var uppgötvað næstum samtímis
í Bandaríkjunum og Bretlandi á 3. áratug 20.
aldar.
• Sjónvarpið þróaðist hægt og lagðist af í
seinni heimstyrjöldinni.
• Strax að stríðinu loknu hófust sjónvarpsútsendingar að nýju.
18.7.2015
Rakel Sigurgeirsdóttir
11
Sjónvarp á Íslandi
• Árið 1954 fékk bandaríska herstöðin í Keflavík
leyfi til sjónvarpsútsendinga.
• Sú staðreynd að íbúar við Faxaflóann náðu
þessum útsendingum ýtti á hérlend stjórnvöld
að koma á innlendri sjónvarpsstöð.
• Ríkissjónvarpið hóf útsendingar sínar 30.
september 1966.
• Stöð tvö hóf útsendingar í október 1986.
• Hér á Akureyri er/var, auk „Reykjavíkurstöðvanna“ og úrvali gervihnattarása, Aksjón.
18.7.2015
Rakel Sigurgeirsdóttir
12
Enn ein fjölmiðlabyltingin
• Netið varð til undir lok 7. áratugarins.
• Árið 1974 var farið að nota orðið Internet
sem styttingu á International Network.
• Á 9. áratugnum varð bylting í sölu
heimilistölva.
• Árið 1989 bjó Tim Berner-Lee til World Wide
Web (www) og lagði til að heimasíðurnar þar
yrðu ofnar með Hyper Text Markup
Language (html)
18.7.2015
Rakel Sigurgeirsdóttir
13
Netið sem miðill
• Fyrstu vafrarnir voru þróaðir 1993.
- Algengustu vafrarnir í dag eru: Internet
Explorer, Mozilla Firefox, Safari o.fl.
• Enginn á eða stjórnar Netinu en það tengir
fólk saman um gjörvallan heim .
• Netið býður upp á óteljandi möguleika
- Í aðalatriðum hefur það þó valdið byltingu í
samskiptamöguleikum og hvað varðar aðgang
að upplýsingum.
18.7.2015
Rakel Sigurgeirsdóttir
14