Gæðavísar - Ís

Download Report

Transcript Gæðavísar - Ís

Málþing Ís-Forsa og samstarfsaðila 11. maí 2010
Mælikvarði á gæði ?
Gæðavísar í heilbrigðisþjónustu
Laura Sch. Thorsteinsson
Verkefnisstjóri Landlæknisembættiinu
og aðjúnkt við HÍ
Umfjöllunaratriði
•
•
•
•
•
•
•
•
Gæðavísar – hvað er það ?
Gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu
Mælingar og mælikvarðar
Mikilvægi áreiðanlegra og réttmætra gæðavísa
Gæðavísar – til hvers ?
Val gæðavísa
Dæmi um gæðavísa
Í hnotskurn
Gæðavísar (quality indicator)
Hvað er það ?
• Mælikvarði sem gefur vísbendingu um gæði
þeirrar þjónustu sem veitt er til að meta hvort
gæði meðferðar og umönnunar séu í samræmi
við viðurkennd viðmið (Reglugerð um
gæðavísa nr. 1148/2008)
Gæðavísar / 2
Hvað er það ?
• Gæðavísar eru megindlegir mælikvarðar
(t.d.hlutfall, stuðull, prósentutala) sem geta
gefið vísbendingar um árangur í tengslum
við ferla (process), skipulag/ uppbyggingu
(structure) eða niðurstöður/ árangur/útkomu
(outcome)
JCAHO, 2003; Nordiska ministerradet, 2003; WHO, 2003
Gæði og öryggi í
heilbrigðisþjónustu
• Mikilvægi gæða í heilbrigðisþjónustu er vart mögulegt að
ofmeta, því gæði snerta hvern flöt þeirrar þjónustu
(Lawrence, 1997)
• Heilbrigðisþjónusta verður að vera örugg til þess að geta
talist í háum gæðaflokki (Moss og Barach, 2002)
• Öryggi er grundvallaratriði í heilbrigðisþjónustu (WHO,
2002) og hefur mikil áhrif á gæði hennar
• Öryggi og gæði nást einungis fram með stöðugri
umbótavinnu (Berwick, 2004)
• Krafan um aukin gæði í heilbrigðisþjónustu verður æ
háværari (O´Connell et al., 1999, Crow, 2002)
Stefnumörkun heilbrigðisyfirvalda
í gæðamálum til ársins 2010
• Markvisst gæðastarf er mikilvæg forsenda
þess að almenningur fái faglega, örugga
og hagkvæma heilbrigðisþjónustu.
• Öllum þeim, er starfa í heilbrigðisþjónustunni eða
tengjast henni með einum eða öðrum hætti, ber að efla
gæði þjónustunnar
• Vaxandi áhersla á að mæla gæði heilbrigðisþjónustunnar.
– http://www.landlaeknir.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=3149.
Gæði - skilgreining
• Gæði í heilbrigðisþjónustu: Að hve miklu leyti
heilbrigðisþjónusta eykur líkur á bættri heilsu og
auknum lífsgæðum fyrir einstaklinga og
samfélag og að hve miklu leyti þjónustan er veitt
í samræmi við bestu þekkingu sem völ er á.
• Meginþættir gæða í heilbrigðisþjónustu:
– Öryggi, rétt tímasetning, skilvirk þjónusta, jafnræði,
notendamiðuð þjónusta og árangursrík þjónusta
Reglugerð um gæðavísa nr.1148/2008
Gæði þjónustu
• Þjónusta verður til á stundinni og staðnum og
því oft erfiðara að meta hana, mæla og stjórna,
heldur en t.d. framleiðslu á vörutegund
• Ekki er hægt að geyma þjónustu á lager,
endurselja eða skila (Zeithaml et al.,2006)
• Eftirfarandi þættir eru taldir hafa áhrif á skynjun
á gæðum þjónustu : Áreiðanleiki, svörun og
viðbrögð, trúverðugleiki, samhygð og
áþreifanleiki (Zeithaml et al.,2006)
Hvað er mælikvarði á gæði í
heilbrigðisþjónustu?
• Niðurstöður þjónustukannana,
dánartíðni, lífslíkur, lífsgæði,
starfsánægja, starfsmannavelta,
útkomumælingar eða ?
Mælikvarðar á gæði
heilbrigðisþjónustu - gæðavísar
• Heilbrigðisyfirvöld velji og birti gæðavísa sem lýsi
faglegum gæðum, gæðum í uppbyggingu þjónustu og
gæðum frá sjónarhóli sjúklings og aðstandenda.
• Við val gæðavísa verði lögð áhersla á að þeir uppfylli
vísindalegar og fræðilegar kröfur í þeim mæli sem unnt er.
• Skráning upplýsinga um gæði og öryggi í
heilbrigðisþjónustunni verði löguð að þeim mælikvörðum
sem settir verða.
• Gerðar verði reglulega kannanir á reynslu sjúklinga af
heilbrigðisþjónustunni.
Stefnumörkun heilbrigðisyfirvalda í gæðamálum til ársins 2010, (2007)
Mat á gæðum heilbrigðisþjónustu frá
sjónarhóli notenda heilbrigðisþjónustu
• Bæði megindlegar og eigindlegar rannsóknir
hafa verið gerðar á þessu sviði. Flestar sýna
mikla ánægju með heilbrigðisþjónustu
(Landlæknisembættið, 2003 – 2010; Brynja
Laxdal, 2009; Leifur Bárðarson og Laura
Sch. Thorsteinsson, 2004 - 2006,
Laura Sch. Thorsteinsson, 2002).
Mælingar og mælikvarðar
• Mælingar eru hornsteinn umbóta. Mælingar
láta í té upplýsingar sem sýna hvernig
starfsemi heilbrigðisstofnana raunverulega
er til að bera saman við upprunalegt
markmið þeirra og með þeim hætti benda á
möguleika til umbóta (WHO, 2003)
Mælingar og mælikvarðar / 2
• Mælið allt sem þið getið mælt og það sem
þið getið ekki mælt gerið það mælanlegt
(Galileo Galilei)
• Erfitt er að bæta það sem ekki hægt að mæla
• Því er mikilvægt að hafa handbæra
áreiðanlega og réttmæta mælikvarða/
gæðavísa (Agency for Healthcare Research
and Quality (AHRQ, 2003))
Mikilvægi áreiðanlegra og
réttmætra gæðavísa
• Sýnið varúð við mælingar (Godlee, 2007), því hægt er
að mæla, en missa af aðalatriðinu (Heath, HippisleyCox og Smeeth, 2007)
• Ýmsar aðferðafræðilegar og fræðilegar spurningar hafa
vaknað varðandi val og mælingar gæðavísa (Agis og
Holden, 2007)
• Flækjustig heilbrigðisþjónustu er mikið – erfitt að finna
áreiðanlegar og réttmætar mælingar (Godlee, 2007)
Mikilvægi áreiðanlegra og
réttmætra gæðavísa / 2
• Oft of mikil áhersla á að mæla ferla fremur en útkomu,
en erfiðara er að mæla hið síðarnefnda (Godlee, 2007;
Heath, Hippisley-Cox og Smeeth, 2007)
• Mikilvægt að vega og meta það sem gert er –
vandamálið er að það sem er erfiðast að mæla er oftast
mikilvægast og vice versa (Godlee, 2007).
• Umhyggju og virðingu er erfitt að mæla, en ef þeir
þættir skipta máli í heilbrigðisþjónustu verður að finna
leið til að mæla þá (Godlee, 2007)
Mælir mælitækið það sem mæla á ?
Dæmi: Mæling á litskrúði haustsins er
fyrirhuguð
Tiltækt mælitæki mælir ýmis litbrigði
hins gráa litar
Hvernig heppnast mælingin raunverulega ?
Gæðavísar - til hvers ?
• Markmiðið með notkun gæðavísa er að
fylgjast með gæðum og öryggi
heilbrigðisþjónustunnar og stuðla að því að
þessir þættir séu sýnilegir þannig að
notendur, stjórnvöld, stjórnendur og
starfsmenn heilbrigðisþjónustu geti metið
gæði þjónustunnar og tekið ákvarðanir á
faglegum og upplýstum grundvelli
Reglugerð um gæðavísa nr.1148/2008
Gæðavísar – til hvers / 2?
• Hvers vegna eru þeir þróaðir ?
– Þeir aðilar innan heilbrigðiskerfisins, sem taka
ákvarðanir þurfa á notendavænum gögnum og
tækjum að halda sem auðvelda þeim að :
– Meta áhrif heilbrigðisþjónustu og stefnu
– Stýra stefnu heilbrigðisþjónustu til framtíðar
– Meta á áreiðanlegan hátt útkomu, aðgengi að
þjónustu, notkun og kostnað (AHRQ, 2003)
Gæðavísar – til hvers / 3 ?
• Meginmarkmið gæðavísa er að gefa vísbendingar um gæði
• Birting gæðavísa m.a. til þess að stuðla að umbótum innan
heilbrigðisþjónustunnar.
• Sameiginlegir gæðavísar þróaðir svo unnt sé að bera
saman starfsemi innanlands og landa á milli
• Gæðavísar um öryggi sjúklinga eru eitt af þeim
viðfangsefnum á sviði gæðamála sem heilbrigðisyfirvöld
víða um lönd fást við um þessar mundir
Stefnumörkun heilbrigðisyfirvalda í gæðamálum til ársins 2010,(2007)
Eftirlit Landlæknisembættisins
(http://www.landlaeknir.is/)
• Landlæknisembættið safnar lykiltölum um heilsufar, gæði og árangur
úr íslenskri heilbrigðisþjónustu til að sinna því margþætta hlutverki
sínu að hafa eftirlit með þjónustunni, fylgjast með heilsufari og
heilbrigði landsmanna og veita heilbrigðisyfirvöldum ráðgjöf um
heilbrigðismál
• Lykiltölur eru skilgreindir mælikvarðar sem varpa ljósi á heilsufar,
aðgengi, umfang, afköst, gæði, öryggi og árangur í
heilbrigðisþjónustu, svo sem starfsemistölur, árangursmælikvarðar eða
heilsu- og gæðavísagæða sem má nýta við stefnumótun, áætlunargerð,
eftirlit, ákvarðanatöku og til að efla gæði og öryggi og stuðla þannig
að umbótum í heilbrigðisþjónustu. Einnig má nýta þessa mælikvarða
við samanburð heilbrigðisstofnana, bæði innanlands og á milli landa.
• Drög að lyfjagæðavísum fyrir hjúkrunar- og dvalarheimili er lúta að
öryggi, hagkvæmni og heildarlyfjanotkun íbúa á hjúkrunar- og
dvalarheimilum – sjá vefsíðu embættisins
Val gæðavísa
• Landlæknir skal velja gæðavísa sem lýsa gæðum út
frá sjónarhóli notenda, heilbrigðisstarfsmanna,
stjórnenda og stjórnvalda.
• Eftirtalin viðmið skulu lögð til grundvallar við val:
– Mikilvægi;.
– Gildi;
– Mælanleiki;
– Möguleikar til að hafa áhrif;
– Einsleitni hvað túlkun áhrærir
Reglugerð um gæðavísa nr.1148/2008
Val gæðavísa / 2
• Mikilvægi (relevance/importance)
Gæðavísar sem taka til mikilvægra þátta,
stórs vandamáls, stórs þýðis, mikils
kostnaðar eða atriða sem mikilvæg eru í
augum heilbrigðisyfirvalda, sbr.
Heilbrigðisáætlun, stefnumörkun
heilbrigðisyfirvalda í gæðamálum og
gæðavísar heilbrigðisyfirvalda
Nordiska ministerradet, 2003, Hussey et al., 2004
Val gæðavísa / 3
• Gildi, áreiðanleiki, réttmæti (reliability, validity,
scientific soundness).Gæðavísar sem sýnt hefur
verið fram á með rannsóknum að hafi til að bera
áreiðanleika og réttmæti, t.d. blóðsegavarnir til að
fyrirbyggja bláæðabólgu og blóðrek
• Mælanleiki (measurability/feasibility)
Gæðavísar sem er auðvelt að mæla/fá upplýsingar
um, t.d. skráð föll í atvikaskráningargrunni
Nordiska ministerradet, 2003, Hussey et al., 2004
Val gæðavísa / 4
• Breytimöguleiki/möguleiki til að hafa áhrif á til
umbóta (changeability/actionability)
Gæðavísar, sem hægt er að hafa áhrif á, t.d. mistök
við lyfjagjöf vegna of mikilla áreita við lyfjatiltekt
• Einsleitni/skýrleiki (unambiguity/interpretability)
Gæðavísar sem eru mjög skýrir og auðveldir í
samanburði, t.d. biðtími eftir aðgerð eftir mjaðmarbrot
Nordiska ministerradet, 2003, Hussey et al., 2004
Margvísleg fjölþjóðleg samvinna sem
tengist gæðavísum t.d. á vegum…
• Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar
World Health Organization
(WHO)
Regional Office for Europe
• Norrænu ráðherrarnefndarinnar (NMR)
• Efnahags- og framfarastofunar
Evrópu (OECD)
• Samvinnu hjúkrunarfræðinga
á Norðurlöndum (SSN)
• RAI-gæðavísar
OECD gæðavísar
Dæmi
• Brjóstamyndataka – skimun
• Leghálskrabbamein – skimun
• Bólusetning, m.a. gegn inflúensu (eldri en 65 ára),
mislingum, DPT- bólusetning
• Brjóstakrabbamein - 5 ára lifun
• Krabbamein í ristli og endaþarmi - 5 ára lifun
• Heilablæðing - andlát innan 30 daga sjúkrahúslegu
• Blóðþurrð í hjarta, andlát innan 30 daga sjúkrahúslegu
OECD gæðavísar
Dæmi / 2
• Árlegt sjónhimnupróf fyrir sykursjúka
• Daglegar reykingar
• Biðtími á sjúkrahúsi eftir aðgerð vegna mjaðmarbrots
( 65 ára og eldri)
• Dæmi um öryggisgæðavísa
–
–
–
–
Aðskotahlutur skilinn eftir í aðgerð
Blóðborin sýking eftir aðgerð
Burðarmálsdauði
Spangarskaði eftir fæðingu
Niðurstöður vinnuhópa innan
norrænu ráðherranefndarinnar
• Tiltæk gögn sýna að erfitt er að nota
þau til að fá raunhæfan samanburð
• Verulegar úrbætur þarf til að tryggja gæði
gagnanna
• Þörf er á öflugri þróun gæðavísa og
markvissum aðgerðum til að birta reglulega
niðurstöður til að auka gegnsæi og sýnileika
gæða þjónustunnar í heilbrigðiskerfum
Norðurlandanna.
• Bætt og samræmd skráning er lykilatriði
Dæmi um gæðavísa innan vinnuhópa
norrænu ráðherranefndarinnar
Dæmi um öryggisgæðavísa
ANA (American Nurses Association)
•
•
•
•
•
•
Öryggisreglur – fyrir hendi og þeim fylgt
Lengd vakta starfsfólks
Ferli lyfjagjafa
Mönnun
Öryggisbragur/öryggismenning
Atvikaskráning
Mælikvarði á gæði maka ?
• Vilji til að vaxa sem persóna
– Kennir ekki öðrum alltaf um
– Veit ekki alltaf betur
– Festist ekki stöðugt í gömlum mistökum, heldur vinnur úr þeim
•
•
•
•
•
•
Sýnir tilfinningar
Sýnir heiðarleika og sannsögli
Hefur sjálfsvirðingu
Virðir sjónarmið annarra
Hefur ríka ábyrgðartilfinningu
Kann að taka mótlæti
Mælikvarði á gæði ökuleikni ?
Í hnotskurn
•
•
•
•
Gæði og öryggi haldast í hendur
Sívaxandi áhersla er lögð á mælingar
Margt þarf að hafa í huga við val gæðavísa
Margvísleg fjölþjóðleg samvinna er fyrir hendi er
tengist gæðavísum
• Mikilvægt er að hafa handbæra áreiðanlega og réttmæta
gæðavísa og því þarf að sýna aðgæslu við val, notkun
og túlkun þeirra