Glósur í líkama mannsins

Download Report

Transcript Glósur í líkama mannsins

Líkami
mannsins
Glósur úr námsefni 7.bekkjar
Hugsum vel um heilsuna
Bein og liðamót, bls 10-13
Hlutverk beina
- að halda líkamanum
uppréttum
- að hlífa viðkvæmum
líffærum
- að framleiða blóðfrumur
Bein og liðamót, bls 10-13
Röngenmyndir:
- Röngengeislar fara í gegnum
hold, en ekki bein. Með slíkum
geislum er því hægt að taka
mynd af beinagrindinni.
Bein og liðamót, bls 10-13
Liðamót:
- Eru á mótum tveggja beina og gera okkur
kleift að hreyfa líkamann
- Eru tvenns konar: hjaraliðir (hreyfast fram
og aftur) og kúluliðir (hreyfast í allar áttir)
- Liðbönd eru sterkir þræðir sem halda
beinunum saman og skorða þannig
liðamótin.
Vöðvar bls 14-15
Hlutverk vöðvanna:
- Gera okkur kleift að hreyfa
líkamann að eigin vilja, og
ýmsum innri líffærum að
starfa
Vöðvar bls 14-15
Gerð vöðvanna:
- Rákóttir vöðvar eru festir við bein með
sinum og með þeim hreyfum við okkur
- Sléttir vöðvar eru í ýmsum líffærum og
stjórnast ekki af vilja mannsins heldur af
þeirri starfsemi sem fram fer inn í
líkamanum
Vöðvar bls 14-15
Umhirða um vöðvana:
- Vöðvar þurfa stöðuga þjálfun
og hreyfingu til að rýrna ekki
- Strengir (harðsperrur)
stafa af of miklu álagi á vöðva.
Þá slitna þræðir í vöðvunum
Hjarta og blóðrás, bls 16-18
Blóðið:
- u.þ.b. 5 lítrar af blóði í fullorðnum líkama
- Blóðið samanstendur af blóðvökva, rauðum
blóðkornum, hvítum blóðkornum og
blóðflögum.
Hlutverk blóðsins:
- Blóðið flytur súrefni og næringarefni til allra
hluta líkamans, og losar hann við koltvíoxíð og
úrgangsefni
Hjarta og blóðrás, bls 16-18
Hjarta og æðar:
- Blóðið flyst með æðum um allan líkamann
- Æðar eru þrenns konar:
Slagæðar: blóð á leið frá hjarta
- Háræðar: örmjóar æðar út í vefjum
líkamans þar sem efnaskipti fara fram
- Bláæðar: blóð á leið til hjartans
- Hjartað er vöðvi sem dælir blóðinu út í
æðarnar.
-
Lungun og öndun bls 22-25
Hlutverk öndunarfæranna:
- að koma súrefni inn í blóðrás líkamans
- Að koma koltvíoxíði út úr blóðrás líkamans
Starfsemi öndunarfæranna:
- Efnaskiptin (súrefni inn, koltvíoxið út) fara
fram í háræðum sem liggja utan um
lungnablöðrurnar.
Lungun og öndun bls 22-25
Gerð öndunarfæranna:
- Efri hluti :
- Nefhol og munnhol
- Kok
- Barki
- Neðri hluti:
- Barki
- Berkjur
- Lungnablöðrur
- Hægra og vinstra lunga
Tennur og tannhirða bls 26-27
Hlutverk tanna:
- Að rífa sundur mat og tyggja hann
Gerð tanna:
- 6 ára barn hefur 20 tennur, fullorðinn
maður getur haft allt að 32 tennur
- Hver tönn skiptist í tvo megin hluta, krónu
og rót
- Krónan er klædd glerungi, sem er
harðasta efni líkamans
Tennur og tannhirða bls 26-27
Tannsýkingar:
- Í munninum lifa gerlar sem nærast á sykri.
Úrgangurinn frá þessum gerlum er sýra
sem skemmir glerunginn. Fái gerlar að
vera í friði koma því holur í tennurnar.
- Góð tannhirða (hollur matur, tannburstun,
flúortannkrem, tannþráður) kemur í veg
fyrir að sýran frá gerlunum skemmi
tennurnar.
Matur og melting bls 28-31
Hlutverk meltingarinnar:
- Að útvega líkamanum
þau næringarefni sem
hann þarfnast
- Að losa líkamann við
úrgangsefni
Matur og melting bls 28-31
Leið matar um meltingarveginn:
- munnur: matur tugginn og bleyttur svo hægt sé að
kyngja honum. Niðurbrot fæðu hefst
- Kok og vélinda: þrýstir mat ofan í maga
- Magi: magasafi blandast matnum og matur hnoðaður til
að leysa hann upp
- Smáþarmar: meltingarvökvum (gall og brissafi) blandað í
fæðusúpuna. Næringarefni soguð inn í blóðrásina.
- Ristill og endaþarmur: vatn er sogað úr fæðusúpunni
áður en úrganginum er þrýst út úr líkamanum.
Matur og melting bls 28-31
Næringarefnin:
- Líkaminn þarfnast mismunandi næringarefna:
- fitu (fæst úr olíu, smjöri, lýsi o.s.frv.)
- kolvetna (fást úr brauði, grænmeti,
hrísgrjónum, pasta og ávöxtum)
- prótín (fást úr eggjum, fisk, kjöti og mjólk)
- vítamín (mismunandi vítamín fást úr
mismunandi mat)
Matur og melting bls 28-31
Sýkingar í meltingarveginum:
- Sýkingar berast auðveldlega í meltingarveginn
með skemmdum mat
- Að kasta upp er aðferð líkamans til að losna við
skemmdan mat
- Ef skemmdur matur berst neðar í
meltingarveginn getur hann valdið niðurgangi
sem er hættulegur því hann veldur miklu
vökvatapi.
Nýrun og þveitikerfið bls 32-33
Gerð þvagfæranna:
- Nýrun: blóð rennur í gegnum nýrun þar sem úrgangsefni
eru hreinsuð úr því. Þessi efni eru blönduð vatni og
mynda þvag
- Þvagpípur: leiða þvagið frá nýrum ofan í þvagblöðru
- Þvagblaðra: safnar þvaginu þannig að hægt sé að losa
það frá líkamanum í hæfilegum skömmtum
- Þvagrás: leiðir þvagið frá þvagblöðru og út úr
líkamanum
Nýrun og þveitikerfið bls 32-33
Hlutverk þvagfæranna:
- að hreinsa úrgangsefnin úr blóðrásinni og
koma þeim út úr líkamanum
Sýkingar í þvagfærum:
- Þvagrásarsýking
- Blöðrubólga (ef sýkingin kemst alla leið í
þvagblöðruna)
Taugakerfið bls 34-37
Hlutverk taugakerfisins:
- Ber boð frá heilanum til
allra hluta líkamans
- Ber boð frá líkamanum
til heilans
- Samhæfir störf allra
hluta líkamans
Taugakerfið bls 34-37
Gerð taugakerfisins:
- 3 megin hlutar þess eru heili, mæna og taugar
- Heilinn skiptist í hjarna (hreyfingar,tal og önnur
starfsemi sem við höfum stjórna á) hnykill
(samhæfir störf líkamans) og heilastofn (stjórnar
ósjálfráðri starfsemi)
- Mænan liggur niður hrygginn og taugar ganga út
úr henni endilangri. Boð um ósjálfræð viðbrögð
berast frá mænu.
- Taugaþræðir liggja um allan líkama og senda
boð um það sem við skynjum o.fl.
Taugakerfið bls 34-37
Heilinn er viðkvæmt líffæri:
- Þarfnast næringar og súrefnis til að starfa
rétt
- Getur orðið fyrir hnjaski við högg
Skynjun bls 38-47
5 megin skilningarvit mannsins:
- Sjón
- Heyrn og jafnvægisskyn
- Bragð
- Lykt
- Tilfinning (þ.e. Snertiskyn, sársaukaskyn
o.s.frv.)
Augað og sjónin bls 38-41
Sjónin:
- Sjónin byggist á því að augað nemur ljós sem breytt er í
taugaboð og birtist okkur sem form og litir
Leið ljóssins um augað:
- Gegnum glæru
- Inn um sjáaldur sem umkringt er af lithimnunni
- Gegnum glerhlaupið sem fyllir út í augað
- Lendir á sjónunni þar sem sjónskynfrumurnar eru
- Sjónskynfrumur senda boð um myndina eftir sjóntaug til
heilans
Augað og sjónin bls 38-41
Sjónskynfrumur eru tvenns konar:
- stafir nema svart, grátt og hvítt
- Keilur nema liti
Augað er verndað af:
- Höfuðkúpu
- Augnhárum
- Augnlokum
- Tárum
Augað og sjónin frh.
Helstu augnsjúkdómar:
- Nærsýni (augasteinn of langur)
- Fjærsýni (augasteinn of stuttur)
- Litblinda (algengast að rugla rauðum og
grænum litum)
- blinda
Eyrað og heyrnin bls 42-45
Heyrnin:
- Byggist á því að
eyrað nemur
hljóðbylgjur sem
berast um
andrúmsloftið
og breytir þeim
í taugaboð
sem túlkuð eru
sem hljóð
bogagöng
kuðungur
Hljóðhimna
hlust
Eyrað og heyrnin frh.
Leið hljóðsins:
- Eyrnablaðkan safnar saman hljóðbylgjum og
beinir þeim inn í hlustina
- Bylgjurnar skella á hljóðhimnu sem byrjar að titra
- Titringurinn setur beinin í miðeyranu á hreyfingu
- Titringurinn berst eftir beinunum inn í kuðunginn
þar sem skynfrumur heyrnar nema boðin og
senda þau eftir heyrnartaug til heilans
Eyrað og heyrnin frh.
Helstu kvillar:
- Hella fyrir eyrum (misjafn þrýstingur fyrir innan
og utan hljóðhimnu)
- Eyrnarmergur (á að sjá um að hreinsa hlustina
en ef hann verður of mikill getur hann valdið
stíflu)
- Hávaði getur skemmt hárfrumur í eyranu og
þannig skaðað heyrnina
- Heyrn dofnar oft með aldrinum
- Heyrnarleysi (um 200 manns á Íslandi)
Eyrað og heyrnin frh.
Jafnvægisskynið:
- Er í innra eyra
- Bogagöngin geyma frumur sem skynja
stöðu líkamans og senda boð til heilans
um hvað þurfi að gera til að halda honum í
jafnvægi
Bragð, lykt og tilfinning bls 46-47
Bragð:
- Bragðlaukar í tungunni nema 4 bragðgerðir:
- sætt
- salt
- súrt
- beiskt
- Við greinum aðeins bragð af því sem bleytt hefur
verið í munnvatni
Bragð, lykt og tilfinning frh.
Lykt:
- Lyktarskynfærin eru efst í nefholinu og þau
senda boð um lykt eftir lyktartaug til
heilans
- Lyktarskynið hjálpar okkur að finna bragð
Bragð, lykt og tilfinning frh.
Tilfinning:
- Í húðinni og víðar í líkamanum eru
skynfæri sem greina hita, kulda, snertingu,
þrýsting og sársauka
- Sársauki er aðferð líkamans til að vara við
því sem er hættulegt