Transcript Glærur
Rétt málsmeðferð – öruggt skólastarf Sigríður Thorlacius lögfræðingur Leiðbeiningarskylda – 7. gr. ssl. • Starfsmaður skal veita þeim sem til hans leita nauðsynlega aðstoð varðandi þau mál sem snerta starfssvið hans. • Berist skriflegt erindi sem ekki snertir starfssvið viðkomandi ber að framsenda það á réttan stað eins fljótt og unnt er. 2 Rannsóknarreglan – 10. gr. ssl. • Stjórnvald skal sjá til þess að mál sé nægilega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því. • Mál telst nægilega rannsakað þegar þeirra upplýsinga hefur verið aflað sem nauðsynlegar eru til að hægt sé að taka efnislega rétta ákvörðun í því. • Veruleg vanræksla getur leitt til þess að ákvörðun sé ógildanleg - sérstaklega ef hún er íþyngjandi. 3 Andmælaréttur – 13. gr. ssl. • Aðili máls skal eiga þess kost að tjá sig um efni máls áður en stjórnvald tekur ákvörðun. • Aðili máls á rétt á því að kynna sér skjöl og önnur gögn er málið varða. • Ef andmælareglan er brotin leiðir það yfirleitt til þess að íþyngjandi ákvörðun verður ógilt. 4 Tilkynning um meðferð máls - 14. gr. ssl. • Ef aðili máls á andmælarétt verður, svo fljótt sem því verður við komið, að vekja athygli hans á því að mál hans sé til meðferðar. • Tilkynning er send um ráðgerða ákvörðun þar sem fram þarf að koma: - hverjar séu forsendur fyrir ákvörðuninni - að gefinn sé kostur á andmælum innan tiltekins frests - ef andmæli eiga að koma fram munnlega er boðað til fundar í bréfinu 5 Upplýsingaréttur aðila máls – 15. gr. ssl. • Aðili máls á rétt á því að kynna sér skjöl og önnur gögn er málið varða. • Aðili á rétt á því að fá ljósrit af málsskjölum ef hann fer fram á það, nema skjölin séu þess eðlis eða svo mörg að það sé vandkvæðum bundið. • Lagaákvæði um þagnarskyldu takmarka ekki aðgang aðila máls að gögnum. • Samkvæmt 18. gr. grunnskólalaga eiga foreldrar rétt á upplýsingum um skólastarfið og skólagöngu barna sinna. 6 Gögn undanþegin upplýsingarétti – 16. og 17. gr. ssl. • Réttur aðila máls til aðgangs að gögnum tekur ekki til vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. • Þó á aðili aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá. • Þegar sérstaklega stendur á er stjórnvaldi heimilt að takmarka aðgang aðila máls að gögnum ef hagsmunir hans af því að notfæra sér vitneskju úr þeim þykja eiga að víkja fyrir mun ríkari almannaeða einkahagsmunum. Skráning mála – 26.gr. upplýsingalaga og lög um Þjóðskjalasafn • Í upplýsingalögum segir að um skráningu mála, skjalaskrár og aðra vistun gagna og upplýsinga fari að ákvæðum laga um Þjóðskjalasafn Íslands. • Samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn er aðilum, sem skylt er að afhenda Þjóðskjalasafni eða héraðsskjalasafni gögn sín, þ.m.t. sveitarfélög og stofnanir þeirra, skylt að skrá mál sem koma til meðferðar hjá þeim á kerfisbundinn hátt og varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg. 8 Skráning mála – 27.gr. uppl. • Við meðferð mála þar sem taka á ákvörðun um rétt eða skyldu manna ber stjórnvöldum að skrá upplýsingar um málsatvik sem veittar eru munnlega eða viðkomandi fær vitneskju um með öðrum hætti ef þær hafa þýðingu fyrir úrlausn máls og er ekki að finna í öðrum gögnum þess. • Sama á við um helstu ákvarðanir um meðferð máls og helstu forsendur ákvarðana, enda komi þær ekki fram í öðrum gögnum málsins. • Stjórnvöld skulu að öðru leyti gæta þess að mikilvægum upplýsingum sé haldið til haga, svo sem með skráningu fundargerða eftir því sem við á. Birting ákvörðunar – 20. gr. ssl. • Eftir að ákvörðun er tekin skal hún tilkynnt aðila máls. • Ákvörðun er bindandi eftir að hún er komin til aðila Birting ákvörðunar frh. • Þegar ákvörðun er tilkynnt skriflega án þess að henni fylgi rökstuðningur skal veita leiðbeiningar um: - heimild aðila til þess að fá ákvörðun rökstudda - kæruheimild, þegar hún er fyrir hendi, kærufresti og kærugjöld, svo og hvert beina skuli kæru • Fylgi rökstuðningur ákvörðun þegar hún er tilkynnt skal veita leiðbeiningar um kæruheimild, kærufresti, kærugjöld og hvert beina skuli kæru. Efni rökstuðnings – 22. gr. ssl. • Í rökstuðningi skal vísa til þeirra réttarreglna sem ákvörðun stjórnvalds er byggð á. • Að því marki, sem ákvörðun byggist á mati, skal í rökstuðningnum greina frá þeim meginsjónarmiðum sem ráðandi voru við matið. • Þar sem ástæða er til skal í rökstuðningi einnig rekja í stuttu máli upplýsingar um þau málsatvik sem höfðu verulega þýðingu við úrlausn málsins.