Sól, tungl og stjörnur 4 – 1. Reikistjarnan jörð.

Download Report

Transcript Sól, tungl og stjörnur 4 – 1. Reikistjarnan jörð.

Sól, tungl og stjörnur
4. kafli
Jörðin og
tunglið.
Mjög mikilvæg
atriði fyrir vor
og samræmt próf
2007
Kennari Eggert J Levy
1
Sól, tungl og stjörnur
4 – 1 Reikistjarnan jörð
• Jörðin er stærsta innri reikistjarnan um
40.075 km að ummáli um miðbaug.
Miðbaugur er mitt á milli norður- og
suðurpóls.
• Þrjú meginsvæði jarðar kallast steinhvolf,
vatnshvel og lofthjúpur.
Kennari Eggert J Levy
2
Sól, tungl og stjörnur
4 – 1 Reikistjarnan jörð
• Steinhvolfið er samheiti fastra efna sem
mynda jarðskorpuna. Meginhluti þess er
fast berg sem víðast hvar er þakið sandi,
mold og fleiri efnum.
• Steinhvolfið breytist í tímans rás af
völdum innri og ytri krafta svo sem
eldgosa, jarðskjálfta, fellingahreyfinga,
vinda, hitabrigða, efna- og vatnsveðrunar.
Kennari Eggert J Levy
3
Sól, tungl og stjörnur
4 – 1 Reikistjarnan jörð
• Svæðið sem vatn tekur yfir við yfirborð
jarðar kallast vatnshvel, það þekur um 70%
af yfirborði jarðarinnar.
• Í höfunum er allmikið af uppleystum
söltum, en mest er þar af salti eða
natrínklóríði.
Kennari Eggert J Levy
4
Sól, tungl og stjörnur
4 – 1 Reikistjarnan jörð
• Lofthjúpurinn umlykur jörðina og er
blanda nokkurra gastegunda,
einkum nitur 78% og súrefni 21%.
• Lofthjúpurinn er þéttastur við yfirborðið en
þynnist er fjær dregur. Talið er að hann nái
upp í 1500 - 1600 km hæð.
• Hann skiptist í veðrahvolf, heiðhvolf,
miðhvolf og hitahvolf.
Kennari Eggert J Levy
5
Sól, tungl og stjörnur
4 – 1 Reikistjarnan jörð
Nokkrar
fjarlægðir
út frá jörðu
Kennari Eggert J Levy
6
Sól, tungl og stjörnur
4 – 1 Reikistjarnan jörð
Veðrahvolfið
er næst jörðu
Kennari Eggert J Levy
7
Sól, tungl og stjörnur
4 – 2 Jörðin í geimnum
• Árstíðaskipti á jörðu ráðast af þrennu:
1) af ferð jarðar umhverfis sólina þar sem
hver hringferð tekur eitt ár (365,24 sólarhr).
2) af halla jarðmöndulsins, sem hefur lang
mestu áhrif á árstíðaskiptin.
3) af stefnu jarðmöndulsins í
himingeimnum sem er ávallt hinn sami,
hvar sem jörðin er stödd á braut sinni.
Hreyfing jarðar umhverfis sól nefnist
8
brautarhreyfing.Kennari Eggert J Levy
Sól, tungl og stjörnur
4 – 2 Jörðin í geimnum
• Möndulhalli er ávallt hinn sami, hvar sem
jörðin er stödd á braut sinni.
Skoða vel
Kennari Eggert J Levy
9
Sól, tungl og stjörnur
4 – 2 Jörðin í geimnum
• Möndulsnúningur jarðar
veldur dægraskiptum en
ferð hennar umhverfis sól
veldur árstíðaskiptum.
• Jörðin snýst heilan hring
um möndul sinn á einum
sólarhring.
Kennari Eggert J Levy
10
Sól, tungl og stjörnur
4 – 2 Jörðin í geimnum
• Hlaupár nefnast ár sem eru 366 dagar.
• Þau eru yfirleitt fjórða hvert ár, talan 4
verður að ganga upp í ártalinu.
• Aldamótaár eru þó ekki hlaupár nema þegar
talan 400 gengur upp í ártalinu.
Kennari Eggert J Levy
11
Sól, tungl og stjörnur
4 – 2 Jörðin í geimnum
• Jörðin er umlukin geisistóru, ósýnilegu
umslagi sem kallast segulhvolf jarðar.
• Segulhvolfið orsakast af segulsviði sem á
upptök sín í iðustraumum í innsta kjarna
jarðar gerðum úr járni og nikkel.
Kennari Eggert J Levy
12
Sól, tungl og stjörnur
4 – 2 Jörðin í geimnum
• Segulhvolfið nær
í um 64.000 km
út í geiminn á
þeirri hlið sem
snýr að sólu en
teygist í milljónir
km. á þeirri hlið
sem snýr frá
sólinni.
Kennari Eggert J Levy
13
Sól, tungl og stjörnur
4 – 2 Jörðin í geimnum
• Van Allens beltin mynda eins konar gildru á
svæði frá um 2.000 – 20.000 km hæð fyrir
ofan yfirborð jarðar og verndar jörðina fyrir
banvæna geislun frá sólinni í formi
orkuríkra róteinda og rafeinda.
• Eindirnar í geimgeislunum rekast þar á
agnir í loftinu og mynda þá svo kölluð
segulljós. Norðurljós á norðurhveli en
suðurljós á suðurhveli.
Kennari Eggert J Levy
14
Sól, tungl og stjörnur
4 – 2 Jörðin í geimnum
Norðurljós yfir Esjunni í janúar 2005
Kennari Eggert J Levy
15
Sól, tungl og stjörnur
4 – 3 Tunglið
• Yfirborð tunglsins er þurrt og gróðurlaust
og þar er ekkert loft.
• Yfirborð (jarðvegur) tunglsins hefur orðið
til á milljörðum ára með látlausri skothríð
geimsteina eða loftsteina af mismunandi
stærð.
• Örin eftir loftsteinana hafa mótað yfirborðið
með misstórum gígum.
Kennari Eggert J Levy
16
Sól, tungl og stjörnur
4 – 3 Tunglið
• Yfirborð tunglsins.
• Örin eftir loftsteinana hafa
mótað yfirborðið með
misstórum gígum.
• Utan gíganna er yfirborðið tiltölulega flatt
(höf) sem eru víðáttumikil hraunsvæði.
• Annar staðar eru fjöll sem teygja sig upp
yfir sléttuna, enn annar staðar gjár sem eru
tugir km.
Kennari Eggert J Levy
17
Sól, tungl og stjörnur
4 – 3 Tunglið
• Á umferð sinni umhverfis jörð breytir
tunglið afstöðu sinni til jarðar og sólar og
flötur þess breytist eftir því hvar tunglið er
statt hverju sinni.
• Þetta köllum við kvartilaskipti tunglsins.
Kvartilaskipti tunglsins stafa af því að
tunglið gengur á braut um jörðu.
Kennari Eggert J Levy
18
Sól, tungl og stjörnur
4 – 3 Tunglið
Kvartilaskipti
tunglsins stafa af því
að tunglið gengur á
braut um jörðu.
Kennari Eggert J Levy
19
Sól, tungl og stjörnur
4 – 3 Tunglið
• Kvartilaskipti tungls
kallast útlitsbreytingar
sem verða á tunglinu
yfir einn mánuð
(fjórar vikur). Hér til
hliðar er teikning sem
sýnir kvartilaskipti
tungls eins og við
sjáum þau á jörðu
niðri.
Kennari Eggert J Levy
20
Sól, tungl og stjörnur
4 – 3 Tunglið
• Nýtt tungl: tunglið er í
sjónlínu með sólu, sést
ekki eða óljóst.
• Vaxandi tungl: lýsandi
hluti tunglsins stækkar
dag frá degi. Ef hægt er
að grípa inn í ljósbogann
(mánasigð) með vinstri
hendi fer tunglið
vaxandi það er táknað
með mynd af vinstri
lófa.
Kennari Eggert J Levy
21
Sól, tungl og stjörnur
4 – 3 Tunglið
• Fullt tungl: Tunglið er í
gagnstöðu við sól, það er
um 15 daga gamalt.
• Minnkandi tungl:
Lýsandi hluti tunglsins
minnkar dag frá degi.
Ef hægt er að grípa inn í
ljósbogann (mánasigð)
með hægri hendi fer
tunglið minnkandi,
táknað með hægri lófa.
Kennari Eggert J Levy
22
Sól, tungl og stjörnur
4 – 3 Tunglið
• Það er einungis sá hluti tunglsins sem
endurvarpar sólarljósinu sem er sýnilegur
hverju sinni.
• Þegar tunglið er statt milli jarðar og sólar
snýr það dökku, óupplýstu hliðinni að jörð,
þá segjum við að tunglið sé nýtt.
• Síðan kemur mánasigðin í ljós hægra megin
og tunglið fer vaxandi uns það er hálft þá
eru fyrsta kvartil að viku liðinni.
Kennari Eggert J Levy
23
Sól, tungl og stjörnur
4 – 3 Tunglið
Tunglhvörf
Kennari Eggert J Levy
24
Sól, tungl og stjörnur
4 – 3 Tunglið
• Þá verður tunglið gleitt og að lokum fullt
tveimur vikum eftir að það var nýtt.
Tunglið er þá gagnstætt sól séð frá jörð og
öll upplýsta hliðin snýr að okkur, við sjáum
tunglið sem hvítan hringlaga disk á
himninum.
• Hálfum mánuði síðar verður það aftur nýtt.
Tunglmánuður er þá liðinn eða 29,5
sólarhringir. Umferðartími tunglsins um
jörð er því um einn mánuður.
Kennari Eggert J Levy
25
Sól, tungl og stjörnur
4 – 3 Tunglið
Afstöðumynd
Fullt tungl
tungl-jörð-sól
Nýtt tungl
Nýtt tungl
jörð-tungl-sól
Fullt tungl
Kennari Eggert J Levy
26
Sól, tungl og stjörnur
4 – 3 Tunglið
• Sólmyrkvi verður
þegar tunglið er beint
á milli sólar og jarðar.
• Þá verður almyrkt í
alskugga tunglsins, en
deildarmyrkvi í
hálfskugganum frá
tunglinu.
Kennari Eggert J Levy
27
Sól, tungl og stjörnur
4 – 3 Tunglið
• Sólmyrkvi verður þegar tunglið er beint
á milli sólar og jarðar.
Þá verður almyrkt í alskugga tunglsins,
en deildarmyrkvi í hálfskugganum frá
tunglinu
Kennari Eggert J Levy
28
Sól, tungl og stjörnur
4 – 3 Tunglið
• Tunglmyrkvi verður
þegar tungl gengur inn
í skugga jarðar og
myrkvast um stund.
• Þyngdarkraftur verkar
milli allra massa.
• Eins er það með
þyngdarkraftinn milli
jarðar og tungls.
Kennari Eggert J Levy
29
Sól, tungl og stjörnur
4 – 3 Tunglið
• Flóð kallast það þegar tunglið togar í
hafbunguna þannig að hún teygist í átt til
tunglsins.
Á gagnstæðu hliðinni skortir kraft inn á við
og jafngildir það því umframkrafti út á við,
því bungar hafið þar einnig.
• Milli þessara staða er fjara.
Kennari Eggert J Levy
30
Sól, tungl og stjörnur
4 – 3 Tunglið
Flóð
Fjara
Kennari Eggert J Levy
31
Sól, tungl og stjörnur
4 – 3 Tunglið
• Flóð og fjara verða því tvisvar á sólarhring
á hverjum stað. En seinkun verður í um 50
mínútur vegna snúnings tunglsins um leið
og jörðin snýst á hverjum sólarhring. Þessa
reglubundnu sveiflu sjávarborðsins kölluð
við sjávarföll.
• Þyngdarkraftur tungls sem verkar á
jörðu veldur því sjávarföllum.
Kennari Eggert J Levy
32
Sól, tungl og stjörnur
4 – 3 Tunglið
• Sjávarföll eru missterk og kraftarnir eru
sterkastir á stórstreymi en það gerist tvisvar
í mánuði að sól, tungl og jörð eru í beinni
línu, þegar tungl er nýtt og fullt.
• Smástreymi verður aftur þegar sól, tungl og
jörð mynda sem rétt horn eða þegar tungl er
hálft bæði vaxandi og minnkandi.
Kennari Eggert J Levy
33
Sól, tungl og stjörnur
4 – 3 Tunglið
• Ef háflóð verður klukkan 6:20 hinn 1. júní,
hvenær verður háflóð að morgni hins 3.
júní?
• Ef háfjara er klukkan 19:10 þann 20. apríl,
hvenær verður síðdegisfjara 23. apríl ?
Kennari Eggert J Levy
34
Sól, tungl og stjörnur
4 – 3 Tunglið
• Ef háflóð verður klukkan 6:20 hinn 1. júní,
hvenær verður háflóð að morgni hins 3.
júní?
Svar: Klukkan 8:00
• Ef háfjara er klukkan 19:10 þann 20. apríl,
hvenær verður síðdegisfjara 23. apríl ?
Svar: Klukkan 21:40
Kennari Eggert J Levy
35