Jólaleikurinn-Punktar

Download Report

Transcript Jólaleikurinn-Punktar

Jólaleikurinn
hugmyndir, útfærsla og staða
Punktar úr vinnu við Flash-verkefnið Jólaleikurinn
Hugmyndir sem lágu að baki og hinar sem komu heldur seinna.
Góðar útfærsluleiðir og aðrar aðeins síðri.
Staðan í dag og hugsanleg framtíð.
Kryddað með vekjandi hljóðum í lok langrar annar.
Ath: Verkefnið Jólaútvarpið tengist sama vef og Jólaleikurinn og er hugsað
sem drög að staðgengli ,,syngjandi fánatrjánna” sem aldrei báru sitt barr.
Jólaleikurinn
hugmyndir, útfærsla og staða
Margmiðlun með tilgangi
Leikurinn sem leið til náms
Gagnvirkur stafaleikur sem tengist vefleiðangrinum Jólaboðið
Markmið leikjarins að koma stöfunum í merkingarbæra röð
Umbunin birtist í jólapakka sem inniheldur m.a. mynd af hugtakinu,
fróðleik sem hægt er að nota í vefleiðangrinum.
Tenging við fög, lönd og bjargaflokka í Jólaboðinu
Þrjú þyngdarstig
Vísbendingar
Jólaleikurinn
hugmyndir, útfærsla og staða
Prófað að setja upp flæðirit:
Nokkrar útlitsleiðir settar upp á pappír / í PPT
,,Storyboard” aðlagað að Flash:
Bakgrunnur / umhverfi
Movie-clips / leikendur
Tímalínur og hnappar / söguþráður
Og vaðið út í Flash á þó nokkurt dýpi
Allar útlitsleiðir reyndust of flóknar fyrir núverandi tæknifærni
..en ákveðið að tjalda því sem til var.
Jólaleikurinn
hugmyndir, útfærsla og staða
Hverju skilar verkefnið ?
Klappað og klárt ?
Að læra af reynslunni
Jólaleikurinn
hugmyndir, útfærsla og staða
Þrjú þyngdarstig
Þyngdin byggir annars vegar á lengd orðanna, hins vegar á
hugtökunum sjálfum.
Þyngdarflokkur valinn á forsíðu.
Sjálfgefið er miðstig.
Jólaleikurinn
hugmyndir, útfærsla og staða
Vísbendingar
Sama hjálparveran alltaf til staðar.
Vísbendingarnar þurfa að vera í knöppum texta, líka á þyngri stigum.
Jólaleikurinn
hugmyndir, útfærsla og staða
Tenging við fög, lönd og bjargaflokka í Jólaboðinu
Fög:
Heimilisfræði, tónmennt, upplýsingamennt.
Lönd:
Danmörk, Finnland, Pólland og Þýskaland
Bjargir: Jólamatur, -tónlist, -siðir, -skraut
Jólaleikurinn
hugmyndir, útfærsla og staða
Hverju skilar verkefnið ?
Ég sé fyrir mér að fullbúinn Jólaleikur geti orðið góð viðbót við vefleiðangurinn
Jólaboðið. Námið í leiknum felst í auknum skilningi á verkefninu og leiðum til að leysa
það. Þetta er hugsað sem viðbótaraðgangur að björgum í gegn um leik. Á þennan hátt
má hugsa sér að leikurinn verði til þess að skapa nýjar tengingar sem ella hefðu ekki
blasað við. Ef nemendur lenda í sjálfheldu, eða verða uppiskroppa með hugmyndir, má
beina þeim í leikinn.
Ef hugtakaval, þyngdarstig og fróðleiksmolar eru úthugsuð, má ímynda sér að leikur af
þessu tagi geti víða nýst. Þar sem vönduð útfærsla á leik sem þessum tekur nokkurn
tíma, myndi því borga sig að þróa hann þ.a. hægt væri á einfaldan hátt að breyta um
þema, hvort sem er í hugtökum eða útliti.
Jólaleikurinn
hugmyndir, útfærsla og staða
Klappað og klárt ?
Hugmyndir eru að fá á sig mynd.
Fyrstu drög má skoða hér: Jólaleikurinn
Herslumuninn vantar á að fylgst sé með að stafir séu dregnir á réttan
stað og brugðist við því (athuga-hnappurinn).
Til að hægt verði að vera með tilviljanakennda röð á orðum innan hvers
þyngdarflokks, þarf að notast við útfærslu sem enn er ekki á valdi
undirritaðrar.
Þetta eru aðeins dæmi um það sem bíður betri tíma.
Jólaleikurinn
hugmyndir, útfærsla og staða
Að læra af reynslunni
Togstreytan var á milli þess að gera einfalt sýndarverkefni eða ráðast í
stærra verkefni án þess að hafa til þess nægar forsendur. Ég tel mig hafa valið
seinni kostinn og lært margt á því.
Stærsti lærdómurinn er sá að skýr markmið og vönduð greining á grundvelli
þeirra, eru forsenda þess að vitræn afurð verði til (innan skikkanlegra
tímamarka). Fullkomin tækni dregur síst úr mikilvægi þessa.
Annað hef ég ég lært:
Það getur reynst þrautin þyngri að koma góðri hugmynd yfir í Flash.
Þetta hefur aðallega háð mér í öllu sem snertir myndmálið.
Og enn einu sinni ætti ég að hafa lært:
Að tíminn flýgur, ekki síst á Vefnum, þar sem margar stundir hafa farið í leit að
myndum, hljóði, krækjum sem tengjast margmiðlun í námi fullorðinna, námi
með leik o.m.fl. ...
Jólaleikurinn
hugmyndir, útfærsla og staða
Bakgrunnur / Umhverfi
Fastur bakgrunnur samanstendur af tré, poka, kúlum og stjörnu.
Fyrsta tilraun var teiknuð / máluð og skönnuð inn.
Auk þess voru ýmsir hlutir skannaðir inn, en allt kom fyrir ekki.
Annað hvort skilaði þetta sér illa, erfitt reyndist að fjarlægja
bakgrunn, eða myndirnar urðu of stórar.
Þá var ráðist í að teikna í Flash. Eftir nokkrar tilraunir var ljóst að
tíminn/færnin dugði skammt og farin einföld leið sem sjá má hér:
Jólaleikur
Jólaleikurinn
hugmyndir, útfærsla og staða
Movie-clips / Leikendur
Helstu gerendur eru stafir, Vísir og pakkar, auk hnappanna
Stafir renna inn á sviðið í upphafi og hafna í jólapoka. Þaðan er ætlast er til að þeir
séu dregnir á jólakúlu.
Vísir gægist fram undan trénu.
Ef smellt er á hann, birtist texti með vísbendingu um orðið sem verið er að leita eftir.
Pakki rennur inn undir tréð þegar staðfest hefur verið að orðið sé rétt.
Ef smellt er á hann, opnast upplýsingar sem tengjast hugtakinu.
Eftir því sem fleiri orðum hefur verið svarað rétt, fjölgar pökkum undir trénu.
Sjá: Jólaleikur
Jólaleikurinn
hugmyndir, útfærsla og staða
Tímalínur og hnappar / Söguþráður
Upphaf
Leikurinn hefst á kynningarglugga.
Síðan er beðið er eftir ákvörðun um að byrja(nýtt orð) eða hætta.
Nýtt orð
Í næstu senu renna stafirnir sér inn á sviðið.
Leikmaður getur dregið þá til að vild og ákveður hvenær hann athugar hvort rétta
orðið sé komið. Hér getur hann líka valið nýtt orð eða hætt.
Athuga
Ef orðið er rétt, rennur pakki undir tréð. Ef orðið er rangt birtist athugasemd.
Í báðum tilvikum er síðan beðið eftir ákvörðun um að velja nýtt orð eða hætta.
Hætta
Farið til baka á síðuna sem kallaði á leikinn.
Sjá: Jólaleikur