Transcript pps
Framsögn Það sem ber að hafa í huga við gerð ræðu og flutnings hennar. Auður og Ingveldur Allir taka þátt í ræðukeppninni innan bekkjarins Allir semja ræðu Allir flytja ræðu Ræðan og framsögnin verður metin inn í kennaraeinkunn Ræðukeppnin innan bekkjarins fer fram 13. janúar Ræðukeppnin innan skólans fer fram 20. janúar Ræðukeppnin milli skólanna í Rangárvallarsýslu fer fram á Hellu viku seinna eða 28. janúar. Auður og Ingveldur Uppbygging ræðunnar Heiti sem vísar til innihalds Upphafsorð Meginmál Lokaorð Að nota gott íslenskt mál Nýta sér málshætti og orðtök Ræðan skal vera 1 og hálf til 2 og hálf mínúta í flutningi Auður og Ingveldur Flutningurinn Áheyrileiki Áherslur Þagnir Hraðabreytingar Styrkleikabreytingar Tónbrigði Litun með tilfinningum Uppbrot á texta (efnisþættir) Auður og Ingveldur Forðist Eintóna flutning Lestur í belg og biðu Of mikinn hraða Áhugaleysis og afsökunartón Auður og Ingveldur Gefið áheyrendum ykkar: Hugsun Fjölbreytni Tilfinningar Látið þá heyra í blæbrigðum ykkar að efnið er: Áhugavert og mikilvægt Auður og Ingveldur Hvernig er flutningur metinn?? Hvernig þið gangið að ræðupúltinu Líkamstjáningu Handahreyfingum Augnsamband Raddstyrk Blæbrigði Áherslur Skýrleiki Framburður Auður og Ingveldur Einkenni innhalds góðrar ræðu Skýr efnisatriði Rökrænt samhengi Markvisst orðalag Fjölskrúðugt málfar Myndræn framsetning Stutt dæmum Andstæður skerpa skilning Líkingar Húmor þegar við á Auður og Ingveldur Framhald Gott upphaf sem vekur áhuga Skýr og markviss endir Málefnaleg Miðað við áheyrendahópinn Sjónræn gögn (hafa eitthvað með sér sem þið getið notað og sýnt áheyrendum til að leggja áherslu á mál ykkar) Auður og Ingveldur Einkenni innihalds lélegrar ræðu Óljós efnisatriði Samhengi vantar Málalengingar Mikið af aukaatriðum Fátæklegt málfar Vantar dæmi Talnaflóð Langar upptalningar Skortur á þekkingu/áhuga Auður og Ingveldur Einkenni góðs flutnings Lifandi og blæbrigðaríkur Hraða og styrkleikabreytingar Tónbrigði og tilfinningar Þagnir þegar við á og bil á milli efnisþátta Rödd heyrist vel og hljómar eðlilega Auður og Ingveldur framhald Skýrt tal, öll hljóð skila sér Samband við áheyrendur T.d. augnasamband (dómarar) Persóna ræðumanns nýtur sín Áhugi á viðfangsefninu Svipbrigði og líkamstjáning í takt við innihald ræðunnar Auður og Ingveldur Einkenni lélegs flutnings Of lítil rödd Óskýr framsögn Sambandsleysi við áheyrendur Blæbrigða og áherslulaust Of mikill hraði Tafs og hikorð Málkækir og líkamskækir Stress Ópersónulegt (þurrt) Auður og Ingveldur Að stjórna hugsun sinni Það er mikilvægt að ná að komast í rétta ,,gírinn” fyrir flutning. Auður og Ingveldur Uppbyggjandi hugsun Ég er vel undirbúinn Aðalatriðin eru skýrt og skipulega skrifuð á minnisblöðunum mínum Ég er búinn að fara vel í gegn um efnið Ég hef valið það mikilvægasta og fundið hvernig ég kem því frá mér á skýran hátt Auður og Ingveldur Framhald uppbyggjandi hugsun Mér finnst efnið áhugavert Áheyrendur munu finna á flutningi mínum að það sem ég er að tala um skiptir máli Ég hef undirbúið mig eins vel og ég get og sjálfsagt betur en aðrir Ég er viðbúinn að svara flestum spurningum því ég hef kynnt mér efnið Auður og Ingveldur Framhald uppbyggjandi hugsana Ég anda djúpt áður en ég byrja og hugsa hlýlega til áheyrenda minna Þeir eru mér vinveittir og hlakka til að heyra mig tala Ég veit um hvað ég ætla að tala Ég tala skiljanlegt mál Mín viðhorf eiga rétt á sér Auðvitað get ég Auður og Ingveldur Niðurbrjótandi hugsanir sem ber að forðast Ég fer á taugum Allir munu sjá að ég er stressaður Ég verð mér til skammar Ég klúðra þessu Það hefur enginn áhuga á að hlusta á mig Ég gleymi öllu Það kemur allt öfugt út úr mér Ég get þetta ekki Auður og Ingveldur Tungubrjótar Þessi morðtryllta galdranorn staldrar aldrei við Keflvíkingar og Húsvíkingar keppa í knattspyrnu á miðvikudaginn Efnahagsmálin eru í uppáhaldi hjá flokksforystunni Næst á dagskrá er óskastund iðnaðarráðherrans Auður og Ingveldur Tungubrjótar Hæstvirtur forsætisráðherra veit að sjávarútvegsráðuneytið sér um þorskinn Æðarfiðrið er frá Nirði niðri í Borgarfirði nyrðri Syðri garðurinn er síðri en sá nyrðri Það fór nú í verra með ferðaveðrið Auður og Ingveldur Tungubrjótar Hún hakkaði í sig lakkrísinn og hækkaði róminn Þarna er sá granni í grænmetinu Ásgeir Ástráðsson – ástu þetta hrátt? Hún er aðallega agalega lagleg Auður og Ingveldur Nokkrar spurningar sem hver og einn ætti að spyrja sig Tala ég of hratt? Tala ég áberandi hátt og hvellt? Finnst mér ég tala tilgerðalega? Hreyfi ég tungu, varir og kjálka nægilega þegar ég tala svo að orð mín verði ekki máttleysisleg og þvogluleg og erfitt að skilja? Er ég oft beðinn að endurtaka það sem ég segi? Auður og Ingveldur Framhald Tala ég tilbreytingalausri röddu? Tala ég stundum með tyggjó,mat eða sælgæti í munni? Nota ég gildishlaðin orð? (æðislegt, hræðilegt, svakalega) Nota ég merkingalaus innskot? (sko, hérna,þarna sem sagt, nefnilega, bara) Hættir mér til að grípa fram í? Auður og Ingveldur Leiðbeiningar Stuard Henderson Britts Gangið að ræðupúltinu ákveðnum skrefum. Varist að vera smástígur eða trítla Beinið þunga líkamans á annan fótinn í einu og skiptið þannig stöðu í ræðustólnum fremur en að standa stöðugt í báða fætur Auður og Ingveldur Hefjið aldrei flutning ræðu strax og þið komið í ræðupúltið. Bíðið þar til hlustendur eru tilbúnir að hlusta. Í upphafi ræðu er gott að byrja á því, að horfa yfir hlustendahópinn og horfast í augu við sem flesta viðstadda Talið greinilega en ekki mjög hátt Gefið hlustendum auga allan tímann og horfið á þá en ekki einhverja dauða hluti Auður og Ingveldur Þegar þið snúið ykkur í eina átt í salnum, þá talið beint til hlustenda í þeim hluta salarins Biðjið ekki afsökunar í ræðu ykkar, hvorki efni né framsetningu Talið með hæfilegum myndugleika Hlustendur hlusta á þá sem tala af sannfæringu og myndugleika en síður á hina sem ofurseldir eru feimni og vanmáttarkennd Auður og Ingveldur Náið trúnaði hlustenda þegar í upphafi með því að sýna að þið séuð einn af þeim Varist að tala niður til hlustenda eins og þið séuð einhverjir utanaðkomandi Notið líkingar, vísuhendingar, málshætti og orðtök og takið dæmi Beitið raddbreytingu þegar efnið krefst þess Auður og Ingveldur Munið að hlustendur vita ekki fyrirfram byggingarlag eða skipulag ræðunnar Gerið þeim því fyllilega ljóst hvar inngangurinn endar og hvar hver hluti ræðunnar hefst Í lok ræðunnar er gott að gera samanþjappaðan efnisútdrátt og lýsa niðurstöðum Auður og Ingveldur Fyrsta boðorð ræðumanns er að vera öruggur og sannfærandi Óvenjulegt og skemmtilegt upphaf vekur athygli áheyrenda og mótar jarðveginn Tilgangslaust er að semja góða ræðu ef maður getur ekki flutt hana Löng ræða er ekki markmið Ræðumennska er vinna og aftur vinna Fyrsta ræðan er sjaldan frábær Auður og Ingveldur