Glærur úr Grænlendinga sögu

Download Report

Transcript Glærur úr Grænlendinga sögu

Grænlendinga saga, 1. kafli
• Herjólfur, bóndi nálægt Eyrarbakka, flyst til
Grænlands með Eiríki rauða.
• Bjarni Herjólfsson er í Noregi, fer á mis við
föður sinn þegar hann kemur til Íslands og
heldur þegar til Grænlands.
• Bjarni villist af leið og sér ókunnugt land en vill
ekki fara í land.
• Kemst til Grænlands og sest þar að í
Herjólfsnesi.
Grænlendinga saga, 1. kafli, frh.
• Í Brattahlíð á Grænlandi býr Eiríkur rauði. Börn
hans eru:
•
•
•
•
Leifur
Þorvaldur
Þorsteinn
Freydís
Grænlendinga saga, 2. kafli
• Leifur Eiríksson kaupir skipið af Bjarna
Herjólfssyni og hyggur á landafundi.
• Eiríkur rauði ætlar með en dettur af hestbaki
og slasast - hættir því við frekari
landafundaferðir.
• Leifur finnur:
• Markland
• Helluland
• Vínland
Grænlendinga saga, 3. kafli
• Tyrkir, suðurmaður (Þjóðverji) finnur vínvið og
vínber.
• Leifur og félagar reisa hús og dvelja á Vínlandi
einn vetur.
• Vorið eftir, á leið aftur til Grænlands, bjargar
Leifur 15 skipreika mönnum af skeri. Eftir það
er hann kallaður Leifur heppni.
Grænlendinga saga, 4. kafli
• Þorvaldur, bróðir Leifs, fer til Vínlands, dvelur í
Leifsbúðum og kannar landið.
• Hann og menn hans drepa 8 skrælingja.
• Hópur skrælingja ræðst á norrænu mennina,
Þorvaldur fær ör í brjóstið og deyr. Hann fær
kristilega útför og er grafinn á Vínlandi. Menn
hans halda heim til Grænlands.
Grænlendinga saga, 5. kafli
• Þorsteinn Eiríksson kvænist Guðríði
Þorbjarnardóttur (sem Leifur bjargaði af
skerinu og er nú orðin ekkja).
• Þau leggja af stað til Vínlands en lenda í
slæmu veðri og taka land í Vestri-byggð á
Grænlandi. Þar fá þau húsaskjól hjá Þorsteini
svarta.
• Á bæ Þorsteins svarta kemur upp sótt, fjöldi
deyr, þ.á.m. Þorsteinn Eiríksson.
Grænlendinga saga, 6. kafli
• Þorfinnur karlsefni kemur til Grænlands og
dvelur í Brattahlíð hjá Leifi Eiríkssyni. Þorfinnur
kvænist Guðríði Þorbjarnardóttur.
• Guðríður og Þorfinnur halda til Vínlands. Þar
búa þau í 3 ár og þeim fæðist sonur, Snorri.
• Samskipti við indjána (skrælingja) ganga
þokkalega í fyrstu en svo slær í bardaga.
Grænlendinga saga, 6. kafli, frh.
• Guðríður og Þorfinnur karlsefni gefast upp á
landnáminu og flytja aftur til Grænlands, í
Eiríksfjörð.
Grænlendinga saga, 7. kafli
• Austfirskir bræður, Helgi og Finnbogi, koma til
Grænlands.
• Freydís Eiríksdóttir fer í samfloti við þá til
Vínlands.
• Á Vínlandi kemur upp sundurþykkja og Freydís
lýgur að bónda sínum að Helgi og Finnbogi
hafi misþyrmt sér.
Grænlendinga saga, 7. kafli, frh.
• Menn Freydísar ráðast á búðir Helga og
Finnboga og drepa alla. Freydís vegur sjálf allar
konurnar (5 talsins).
• Þau hirða síðan allar eigurnar og sigla á skipi
bræðranna til Grænlands, koma í Eiríksfjörð.
Grænlendinga saga, 8. kafli
• Sagnir af ódæðum Freydísar og félaga kvisast
út. Leifur verður mjög reiður en fær sig ekki til
að refsa systur sinni.
• Þorfinnur karlsefni og Guðríður fara til Noregs
og þaðan til Íslands.
Grænlendinga saga, 8. kafli, frh.
• Þorfinnur karlsefni og Guðríður setjast að í
Glaumbæ í Skagafirði.
• Eftir lát Þorfinns gengur Guðríður suður til
Rómar.
• Guðríður gerðist nunna og einsetukona
síðustu æviárin.
• Af Guðríði og sonum hennar, Snorra og Birni
Karlsefnissonum, eru komnir margir merkir
menn, þ.á.m. 3 biskupar.