MANNSLÍKAMINN 1.kafli - FRUMUR

Download Report

Transcript MANNSLÍKAMINN 1.kafli - FRUMUR

MANNSLÍKAMINN
1.kafli
Garðaskóli
Náttúrúfræði, 2012
Magga Gauja
1.1 FRUMAN
FRUMUÖNDUN
• Í frumunum eiga sér stað,
stanslaust, alltaf einhver efnahvörf.
• Efnahvörf eru þegar tvö mismunandi
efni taka sig til, bindast saman og
mynda glænýtt efni.
• Fyrir bruna í frumu, öðru nafni
frumuöndun þarf súrefni og
eldsneyti í formi glúkósa
(þrúgusykur).
Glúkósi + súrefni → koltvíoxíð + vatn + orka
FRUMULÍFFÆRI
• Kjarninn: svokallaður ,,heili” frumunnar.
Inniheldur allt DNA sem er grunnforritið um hvert
hlutverk frumunnar er og hver við erum.
• Ríbósóm: prótínverksmiðjurnar sem eru okkur
lífsnauðsynleg og eru grunn byggingarefni
frumunnar.
• Hvatberi: orkuverið svo fruman geti starfað
eðlilega.
• Leysikorn: hreinistöðvar frumunnar og losar
úrgangsefnin.
• Umfrymið: seigfljótandi vökvi úr vatni, steinefnum
og prótínum.
• Frumuhimna: umlykur frumuna og verndar. Hleypir
inn æskilegum efnum og lokar fyrir óæskilegum.
FJÖLFRUMA LÍFVERA
• Frumurnar eru sérhæfðar og gegna ákveðnu
hlutverki t.d blóðfruma, vöðvafruma,
taugafruma o.s.frv.
– Þær þurfa boðkerfi til þess að geta unnið saman
• Frumurnar myndast af stofnfrumum (fyrstu
frumurnar) í fóstrum og fjölga sér og mynda
vefi.
• Á hverri sekúndu deyja milljónir frumna í
líkamanum og nýjar myndast.
• Ævi frumna er mislöng eftir tegund.
Frumur – vefir - líffæri - líffærakerfi
Frumur
↓
Vefir
↓
Líffæri
↓
Líffærakerfi
FRUMUR
• Í fjölfruma lífveru eru frumurnar sérhæfðar
og gegna sérstökum verkefnum
–
T.d. blóðfrumur og taugafrumur
VEFIR
•
Margar frumur af sömu gerð mynda vef
–
T.d. blóðvefur og taugavefur
LÍFFÆRI
•
Er gert úr nokkrum mismunandi vefjum og
gegnir tilteknu hlutverki
–
t.d. hjarta, heili og nýru.
LÍFFÆRAKERFI
• Kerfi gert úr nokkrum líffærum sem vinna
saman og gegna sérstöku hlutverki í
líkamanum.
–
T.d. meltingarfærin, taugakerfið og
öndunarfærin
KRABBAMEIN
• Krabbamein myndast vegna breytinga á erfðaefni
frumnanna.
• Krabbamein myndast þegar frumurnar missa stjórn á
frumuskiptingunni og skipta sér stöðugt og mynda æxli.
• Ef æxlið heldur áfram að vaxa getur það skaðað önnur
líffæri eða dreift sér um líkamann og myndað
meinvörp.
• Á Íslandi greinast um 1300 á ári með krabbamein.
• Til eru um 200 mismunandi tegunda krabbameins
• Meira en helmingur læknast og hægt er að lækka
líkurnar á að fá krabbamein með heilbrigðum lífsstíl.
1.2 LÍFFÆRAKERFIN
• Líffæri sem starfa saman að tilteknu
verkefni kallast líffærakerfi og er
líkaminn algjörlega háður því að
þessi líffærakerfi starfi saman og
sinni sínu hlutverki vel.
• Frumur, líffæri og líffærakerfin nota
m.a blóðið til að koma skilaboðum
sín á milli með að senda boðefni
sem kallast hormón.
• Fræðslumynd gjörið svo vel!