3-4 Innri reikistjörnur bls 88-94

Download Report

Transcript 3-4 Innri reikistjörnur bls 88-94

3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78
• Sól ásamt öllu sem gengur kringum hana,
þ.e. reikistjörnur og tungl þeirra, smástirni,
halastjörnur og geimsteinar kallast einu
nafni sólkerfi.
• Okkar sólkerfi samanstendur af einni sól,
níu (?) reikistjörnum, fjölda tungla,
smástirna, halastjarna og geimsteina.
3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78
Geimþokukenningin
• Sólkerfið okkar er talið hafa myndast fyrir
um 4,6 milljörðum ára.
• Nálægt geimþoku sprakk sprengistjarna
og rakst efni hennar á geimþokuna sem
fór að snúast hraðar.
• Þyngdarkraftur dró meira efni inn í þokuna
og að miðju hennar.
3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78
Geimþokukenningin frh.
• Þokan flattist út og varð að skífu með
10 milljarða km þvermál.
• Í miðju skífunnar myndaðist sólin
okkar og síðan aðrir hlutar sólkerfisins
3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78
Reikistjörnur verða til
• Eftir að sólin varð til hélt ryk og gas áfram að
snúast í kringum hana
• Það safnaðist í kekki sem urðu að
frumplánetunum
• Þær sem voru nálægt sólinni urðu svo heitar að
léttar gastegundir tolldu ekki við þær og þess
vegna eru þær úr málmum og grjóti
– Merkúríus, Venus, Jörðin og Mars.
3-1 Sólkerfið verður til bls.76-78
Reikistjörnur verða til frh.
• Þær frumplánetur sem voru lengra frá sólinni
gátu haldið í léttar gastegundir og urðu mjög
stórar
– Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus.
• Hugsanlega hefur Plútó verið eitt af tunglum
Neptúnusar en hefur losnað frá honum
• Minni efniskekkir mynduðu tungl reikistjarnanna
• Milli Mars og Júpíters myndaðist smástirnabeltið
• Við ystu mörk sólkerfisins myndaðist Oort-skýið
– heimkynni halastjarna.
Sólin ásamt reikistjörnum
Sólkerfið í réttum hlutföllum
3-2. Lögun jarðar bls. 79-81
• Reikistjörnur eru á stöðugri hreyfingu um
himininn meðan aðrar virðast vera kyrrar
og kallast því fastastjörnur.
• Menn héldu í upphafi að jörðin væri flöt
• Forngrikkir (5.öld f.K) gerðu sér grein fyrir
kúlulögun jarðar en lengi
vel greindi menn á
um lögun jarðar.
3-2. Jarðmiðjukenningin bls. 81-82
• Jarðmiðjukenningin er runnin frá
Aristótelesi (4.öld f.K) og
stjörnufræðingnum Ptólemaíosi (2.öld e.K)
• Kenningin gerir ráð fyrir hringhreyfingu
sem var talin eðlileg hreyfing
himinhnattanna.
• Samkvæmt kenningunni gengu
reikistjörnurnar umhverfis jörðu líkt og
sólin.
3-2. Sólmiðjukenningin bls. 82-83
• N. Kóperníkus (1473-1543) setti fram sólmiðjukenninguna
• Sólmiðjukenningin gerir ráð fyrir því að sólin sé
miðja alheimsins og að reikistjörnurnar séu á
braut um hana en tunglið á braut um jörðu.
• Kópernikus ályktaði líka að reikistjörnurnar færu
í sömu stefnu í kringum sól og hann ákvarðaði
hlutföllin á brautum reikistjarnanna og
umferðartíma þeirra.
3-2. Sólmiðjukenningin bls. 82-83
• Umferðartími er sá tími sem það tekur
reikistjörnu að fara eina umferð um sól (eitt
ár).
• Reikistjörnur snúast líka um möndul sinn
og tíminn sem það tekur er kallaður
sólarhringur viðkomandi reikistjörnu.
3-2. Brautir reikistjarna bls. 83-84
• Kepler (1571-1630) studdi
sólmiðjukenninguna
• Hann uppgötvaði að brautir reikistjarnanna
eru ekki fullkomnir hringir heldur
sporbaugar
3-3 Yfirlit um sólkerfið bls. 85-87
• Skoða vel töflu á bls. 86-87
3-4 Innri reikistjörnur bls 88-94
Merkúríus
• næst sólu
• Umferðartími = 88
dagar
• Alsett gígum
• Möndulsnúningur
hægur, 1 hringur á
59 dögum
3-4 Innri reikistjörnur bls 88-94
Merkúríus
• Mikill hitamunur á
þeirri hlið sem snýr
að sólu og
næturhliðinni
• Hiti frá -170 °C til
400°C
3-4 Innri reikistjörnur bls 88-94
Venus
• Hefur u.þ.b. sama
þvermál, massa og
þéttleika og Jörðin
• Yfirborð er hulið gulri
skýjaþykkni úr
brennisteinssýru
• Í lofthjúp er mikið af
koltvíoxíði sem veldur
gróðurhúsaáhrifum
3-4 Innri reikistjörnur bls 88-94
Venus
• Hiti verður allt að
480°C og höf sem
áður voru hafa gufað
upp
• Yfirborð með gígum
en líka víðáttumiklum
sléttum
• Snúningur er frá
austri til vesturs
miðað við sól bakhreyfing
3-4 Innri reikistjörnur bls 88-94
Venus
• Möndulsnúningur er
hægur – einn hringur
á 243 dögum
• lofthjúpurinn lokar
hitann inni og því er
skuggahliðin næstum
jafn heit og sólarhliðin
3-4 Innri reikistjörnur bls 88-94
Jörðin
• Nánar fjallað um
hana í 4.kafla
3-4 Innri reikistjörnur bls 88-94
Mars
• Rauðleitt yfirborð
vegna járnoxíðs (ryð)
• Ekkert fljótandi vatn
en frosið vatn við
pólana
• Mikil eldfjöll, t.d.
Ólympsfjall – stærsta
eldfjall í sólkerfinu
3-4 Innri reikistjörnur bls 88-94
Mars
• Miklir sandstormar,
vindhraði allt að
200 km/klst
• Lofthjúpur að
mestu úr koltvíoxíði
en smá af nitri,
argon, súrefni og
vatnsgufu
3-4 Innri reikistjörnur bls 88-94
Smástirnabeltið
• Milli Mars og Júpíters
• Smástirni úr grjóti og
málmum
• Flest óregluleg að
lögun
• Líklega efni sem náði
ekki að verða að
reikistjörnum þegar
sólkerfið varð til
3-4 Innri reikistjörnur bls 88-94
• Læra röð reikistjarnanna frá sólu:
– Merkúríus
– Venus
– Jörðin
– Mars
• smástirnabeltið
3-5 Ytri reikistjörnur bls.95-105
Júpíter
• Stærsta reikistjarnan,
ef hann hefði meiri
massa hefði hann
orðið sól
• Úr vetni og helíni
• Umlukinn skýjum
• Möndulsnúningur er
hraður
3-5 Ytri reikistjörnur bls.95-105
Júpíter
• Rauði bletturinn á
suðurhveli sem hefur
sést í 300 ár er vegna
hvirfilbyls sem geisar
þar
• Hefur mjög mörg
tungl
3-5 Ytri reikistjörnur bls.95-105
Júpíter – tungl
Jó
– Aðeins stærra en
tungl jarðar
– Liturinn stafar af
brennisteini í
yfirborði
– Mikil eldvirkni,
eldgos eru víða
3-5 Ytri reikistjörnur bls.95-105
Júpíter – tungl
Evrópa
– Aðeins minna en okkar
tungl
– Yfirborð mjög slétt úr
sprungnum ís og
fljótandi vatn undir
3-5 Ytri reikistjörnur bls.95-105
Júpíter – tungl
Ganýmedes
– stærsta tunglið í
sólkerfinu, stærra en
Merkúríus og Plútó
– Yfirborð að miklu leyti
þakið ís
3-5 Ytri reikistjörnur bls.95-105
Júpíter – tungl
Kallistó
– Mjög mikið af gígum á
yfirborði, sem er
líklega að hluta til úr ís
3-5 Ytri reikistjörnur bls.95-105
Satúrnus
• Hefur hringa úr
ísögnum, mismunandi
að stærð
• Úr vetni og helíni
• Möndulsnúningur er
hraður
• Hefur mjög mörg
tungl
3-5 Ytri reikistjörnur bls.95-105
Satúrnus – tungl
Títan
– Næststærsta tungl
sólkerfisins
– Hefur lofthjúp sem í er
nitur, metan og fleiri
lofttegundir
3-5 Ytri reikistjörnur bls.95-105
Úranus
• Hefur ský úr metani,
helíni og vetni
• Hringir úr metanís
• Möndulhalli mjög
mikill, er eiginlega á
hliðinni
3-5 Ytri reikistjörnur bls.95-105
Neptúnus
• Mjög svipaður
Úranusi
• Hefur hugsanlega haf
úr vatni og fljótandi
metan
• Hefur nokkra hringi úr
rykögnum
• Nokkur tungl, Tríton
er þeirra stærst
3-5 Ytri reikistjörnur bls.95-105
Plútó – ekki lengur
reikistjarna
• líkur tungli
• Úr ýmsum frosnum
efnum t.d. Metanís
• Hefur tunglið Karon
sem er helmingi
minna en Plútó og því
eru þær eins konar
tvöföld reikistjarna
4-2 Jörðin í geimnum bls. 120-127
• Þriðja reikistjarnan frá sólu.
• Snýst um sólu og kringum sjálfa sig eins
og hinar reikistjörnurnar.
Dægraskipti bls. 121-122
• Snúningur jarðar um
sjálfa sig kallast
möndulsnúningur og
tekur um 24
klukkustundir
• Möndulsnúningur
jarðar veldur
dægraskiptum
• Á þeim hluta jarðar
sem snýr að sólu er
dagur en hinum nótt
Dægraskipti- Mynd 4-4 bls. 121
Árið og árstíðirnar bls. 122-123.
• Árstíðaskipti á jörðu ráðast af þrennu:
– af ferð jarðar umhverfis sólina þar sem
hver hringferð tekur eitt ár (365,24
sólarhringir)
– af halla jarðmöndulsins (23,5 °)
– af stefnu jarðmöndulsins í himingeimnum
sem er ávallt hinn sami, hvar sem jörðin er
stödd á braut sinni.
Árstíðaskipti
Segulhvolf jarðar bls. 125.
• Jörðin er umlukin geysistóru hvolfi sem
kallast segulhvolf jarðar.
• Segulhvolfið orsakast af segulsviði sem
á upptök sín í iðustraumum í innsta
kjarna jarðar gerðum úr járni og nikkel.
• Segulhvolfið nær í um 64000 km út í
geiminn á þeirri hlið sem snýr að sólu
en teygist í milljónir km á þeirri hlið sem
snýr frá sólinni.
Segulljós
• Sólin sendir frá sér rafhlaðnar agnir.
Þessar agnir rekast á agnir lofthjúps jarðar
nálægt segulskautum hennar. (N-og s-skaut)
• Við árekstrana myndast ljós sem við á
norðurhveli köllum norðurljós en kallast
suðurljós á suðurhveli.
• Vegna segulsviðs jarðar sjást þau aðeins á
skautunum.
4-3 Tunglið bls. 128-135
• Yfirborð (jarðvegur) tunglsins hefur orðið til á
milljörðum ára með látlausri skothríð
geimsteina af mismunandi stærð. Örin eftir
geimsteinana hafa mótað yfirborðið með
misstórum gígum.
• Utan gíganna er yfirborðið tiltölulega flatt (höf)
sem eru víðáttumikil hraunsvæði. Annar
staðar eru fjöll sem teygja sig upp yfir
sléttuna, enn annar staðar eru gjár sem eru
tugir km.
4-3 Tunglið bls. 128-135
• Á umferð sinni umhverfis jörð breytir tunglið
afstöðu sinni til jarðar og sólar og flötur þess
breytist eftir því hvar tunglið er statt hverju
sinni. Þetta köllum við kvartilaskipti
tunglsins.
• Það er einungis sá hluti tunglsins sem
endurvarpar sólarljósinu sem er sýnilegur
hverju sinni.
4-3 Tunglið bls. 128-135
• Þegar tunglið er statt milli jarðar og sólar snýr
það dökku hliðinni að jörð og við segjum að
það sé nýtt.
• Síðan kemur mánasigðin í ljós hægra megin
og tunglið fer vaxandi uns það er hálft þá eru
fyrsta kvartil að viku liðinni.
• Þá verður tunglið gleitt og loks fullt.
• Hálfum mánuði síðar er það aftur nýtt.
• Tunglmánuður er þá liðinn eða 29,5
sólarhringir.
Kvartilaskipti tunglsins
4-3 Tunglið bls. 128-135
• Sólmyrkvi verður þegar tungl gengur
milli sólar og jarðar. Þá verður almyrkt í
alskugga tunglsins en deildarmyrkvi í
hálfskugganum frá tunglinu.
Sólmyrkvi
Sólmyrkvi
Sólmyrkvi
4-3 Tunglið bls. 128-135
• Tunglmyrkvi verður þegar tungl gengur
inn í skugga jarðar.
4-3 Tunglið bls. 128-135
Sjávarföllin og tunglið
• Þyngdarkraftur verkar milli allra massa. Eins
er það með þyngdarkraftinn milli jarðar og
tungls.
• Tunglið togar í hafbunguna þannig að hún
teygist í átt til tunglsins, þetta köllum við flóð
eða sjávarföll.
• Á gagnstæðu hliðinni skortir kraft inn á við og
jafngildir það því umframkrafti út á við, því
bungar hafið þar einnig.
• Mitt á milli er fjara.
4-3 Tunglið bls. 128-135
Sjávarföllin og tunglið frh.
• Flóð og fjara verða því tvisvar á sólarhring á
hverjum stað.
• En seinkun verður í um 50 mínútur vegna
snúnings tunglsins um leið og jörðin snýst á
hverjum sólarhring.
4-3 Tunglið bls. 128-135
• Sjávarföll eru missterk og kraftarnir eru
sterkastir á stórstreymi en það gerist
tvisvar á mánuði að sól,tungl og jörð eru
í beinni línu eða við nýtt og fullt tungl.
• Smástreymi verður aftur þegar sól, tungl
og jörð mynda sem rétt horn eða þegar
tungl er hálft bæði vaxandi og
minnkandi.