Landafræði ,,Um víða veröld*
Download
Report
Transcript Landafræði ,,Um víða veröld*
Evrópa 1
Evrópa er næstminnsta heimsálfan.
Íbúafjöldi: 730 milljónir
Evrópa er í raun stór skagi sem gengur út úr Asíu.
Mjög fjölbreytt landslag
Hálendi í norður- og suðurhlutanum, en láglent í mið-
og austurhluta Evrópu.
Evrópa 2
Landslag í Evrópu mótaðist á ísöld. Jökullinn svarf U-
laga dali í landið.
Strandlína Evrópu er vogskorin og með fjölda innhafa
og eyja.
Langstærsti hluti Evrópu er í tempraða beltinu nyrðra,
þar er ríkjandi meginlands- og úthafssloftslag.
Nyrsti hluti álfunnar er í kuldabeltinu og sá syðsti í
heittempraða beltinu.
Verkojansk í Rússlandi í -60°c
Evrópa 3
Evrópa er mjög þéttbýl og þar búa margar mismunandi
þjóðir og þjóðarbrot.
Mesta þéttbýlið nær yfir belti frá Englandi suður til Ítalíu.
Mikill meirihluti íbúanna býr í þéttbýli.
Samgöngur eru háþróaðar: Járnbrautir – vegir/hraðbrautir
– skip/ferjur - flugvélar
Lífskjör í V-Evrópu eru með því besta í heiminum.
Talsverður munur á lífskjörum í Vestur og Austur-Evrópu.
Atvinnuleysi og fátækt meiri en oft áður hjá vissum
þjóðfélagshópum.
Evrópa 4 - Atvinnuhættir
Evrópa er rík af náttúruauðlindum.
Landbúnaður af öllum gerðum stundaður um alla álfuna.
Akuryrkja (kornrækt) mest á sléttunum í austri.
Skógrækt mest í hinum stóru barrskógum í norðri
Fiskveiðar eru mikið stundaðar af öllum þjóðum Evrópu
sem eiga land að sjó.
Evrópa 5 - Samstarf
Efnahagslega skipta fiskveiðar
mestu máli fyrir Íslendinga,
Færeyinga og Norðmenn.
Eitt af einkennum Evrópu er
mikið samstarf, t.d. ESB,
EFTA, EES og Schengen.
Evrópa 5 - Iðnbyltingin
Iðnbyltingin hófst í Bretlandi um miðja 18. öld. Barst
þaðan til meginlands Evrópu.
Helsta einkennið: Vélvæðing
Í kjölfar iðnbyltingar tók samgöngubylting við.
Á meðal mikilvægustu atvinnugreina Evrópu í dag er hátækniiðnaður og þjónusta.