Marktektarpróf • Marktektarpróf segir okkur hvort einhver munur milli hópa sé tölfræðilega marktækur • Tölfræðilega marktækur munur þýðir að munur sem kom fram er raunverulegur.
Download ReportTranscript Marktektarpróf • Marktektarpróf segir okkur hvort einhver munur milli hópa sé tölfræðilega marktækur • Tölfræðilega marktækur munur þýðir að munur sem kom fram er raunverulegur.
Marktektarpróf • Marktektarpróf segir okkur hvort einhver munur milli hópa sé tölfræðilega marktækur • Tölfræðilega marktækur munur þýðir að munur sem kom fram er raunverulegur en ekki vegna tilviljunar – ef að við endurtækjum rannsókn þá finndum við svipaðan mun Amalía Björnsdóttir KHÍ 1 • Tölfræðilega marktækur munur þarf ekki endilega að vera munur sem er mikill eða skiptir máli – stærð úrtaks og dreifing í úrtaki hafa t.d. áhrif á það hvort munur telst marktækur – ef úrtakið er nógu stórt þá verður allt marktækt – ef að ykkur er sagt að munur sé marktækur þá ættuð þið alltaf að skoða meðaltöl Amalía Björnsdóttir KHÍ 2 Ólíkar gerðir marktektarprófa: • t-próf eins úrtaks – ber meðaltal úrtaks saman við meðaltal þýðis, þar sem meðaltal þýðis er þekkt. • t-próf tveggja óháðra úrtaka – ber saman meðaltöl tveggja óháðra úrtaka • t-próf tveggja háðra úrtaka – ber saman meðaltöl tveggja háðra úrtaka Amalía Björnsdóttir KHÍ 3 Marktækt samband • fylgni (r) – próf hvort marktækt línulegt samband sé milli tveggja breytna sem mældar eru á jafnbilakvarða eða hlutfallskvarða • kí-kvaðrat – próf hvort marktækt samband sé milli tveggja breytna sem mældar eru á nafnkvarða Amalía Björnsdóttir KHÍ 4 Prófun á mun á meðaltölum: • Fyrsta skref er að setja upp tilgátur • Núlltilgáta er tilgáta sem við prófum • Gagntilgáta er hugmynd okkar (það sem við trúum). • Tilgáturnar geta verið einhliða eða tvíhliða • Í einhliða tilgátum þá segjum við í hvaða átt munurinn er en í tvíhliða eingöngu að það sé munur Amalía Björnsdóttir KHÍ 5 Marktektarmörk • Við þurfum líka að ákveða hversu viss við viljum vera í prófun okkar-- við þurfum að ákveða marktektarmörk táknuð með • Í félagsvísindum eru marktektarmörk yfirleitt 0,05 (95% vissa) • Þá erum tilbúin að taka þá áhættu að taka ranga ákvörðun í 5 af 100 tilfella Amalía Björnsdóttir KHÍ 6 Marktektarmörk framh. • Sumar vísindagreinar nota lægri marktektarmörk • Marktektarmörk eru ákveðin áður en við framkvæmum rannsóknina Amalía Björnsdóttir KHÍ 7 t-próf eins úrtaks • Prófar mun á úrtaki og þýði (þar sem meðaltal þýðis er þekkt en ekki staðalfrávik) Amalía Björnsdóttir KHÍ 8 Dæmi um t-próf: • Við vitum að meðalhæð íslenskra kvenna er 168, en við vitum ekki hvert staðalfrávikið er. • Við teljum að konur á Akureyri séu lægri eða hærri en aðrar konur. Amalía Björnsdóttir KHÍ 9 t-próf tveggja óháðra úrtaka • Prófar mun á meðaltölum tveggja óháðra úrtaka – nú þurfum við ekki að þekkja meðaltal þýðis • Dæmi um spurningu sem mætti svara: – Eru stelpur á Ísafirði greindari en stelpur á Akureyri? Amalía Björnsdóttir KHÍ 10 t-próf tveggja háðra úrtaka • Notað þegar við erum með – pörun á ytri breytu – mælum sama einstakling tvisvar – einstaklingar eru tengdir Amalía Björnsdóttir KHÍ 11 Villur í tilgátuprófun: • Höfnunarmistök (Type I error) – hafna réttri núlltilgátu • Fastheldnismistök (Type II error) – hafna ekki núlltilgátunni þegar hún er röng • Hver eru tengslin milli marktektarkröfu og höfnunarmistaka? Amalía Björnsdóttir KHÍ 12 Marktæk fylgni • Er marktækt línulegt samband á milli greindar og námsárangurs? • Nú eru tilgáturnar um samband en ekki mun Amalía Björnsdóttir KHÍ 13 Kí-kvaðrat • Prófar samband á milli tveggja breytna sem eru mældar á nafnkvarða • Er samband á milli kynferðis og stjórnmálaskoðunar • Tilgátur – núlltilgáta • stjórnmálaskoðun er óháð kynferði – gagntilgáta • stjórnmálaskoðun er háð kynferði Amalía Björnsdóttir KHÍ 14 Vendigildi • Útkoma marktektarprófa er borin saman við vendigildi (critical values) • Vendigildi finnum við í sérstökum töflum og eru þau mismunandi eftir stærð úrtaks og marktektarkröfu • Útkoman þarf að vera hærri en vendigildið til að munurinn teljist marktækur Amalía Björnsdóttir KHÍ 15