Stafsetning - WordPress.com

Download Report

Transcript Stafsetning - WordPress.com

Samræmt
könnunarpróf
Íslenska 26. september 2013
Stafsetning
Um n/nn í lýsingarorðum
• Lýsingarorð sem enda á in/inn: Þar eru jafnmörg n og í
greininum. Dæmi. Ég sá lítinn fugl (tvö
• n: kk.et.þf. (ég sá hinn góða fugl/ég sá fuglinn minn).
• Lýsingarorð sem enda á -an: alltaf eitt n: Dæmi Góðan daginn.
• Spurning: Hvers vegna er eitt n í vondan en tvö í úldinn í
setningunni: Rebbi át vondan,
• úldinn fisk.
• Svar: vondan er lýsingarorð sem endar á -an: alltaf eitt n. En
úldinn er lýsingarorð sem endar
• á -in/-inn og lagar sig í fjölda n-a að greininum: fiskinn
minn/hinn úldna fisk.
• Æfing: Ég sá svartan hund og lítinn grís.
Um n/nn í kvenkyns
nafnorðum
• Aðalregla: Kvenkynsnafnorð eru með einu n-i (þau eru leidd af
sögnum): huggun (af hugga);
• menntun (af mennta).
• Spurning: hvers vegna er eitt n í huggun en tvö n í hygginn í
setningunni: Hygginn maður
• veitti henni huggun.
• Svar: Orðið huggun er kvenkynsnafnorð (leitt af sögninni
hugga) og því með einu n-i. En
• hygginn er lýsingarorð sem endará in/inn og stendur hér í
kk.et.nf. Lýsingarorð sem enda á
• in/inn laga sig í fjölda n-a að greininum (hinn hyggni
maður/maðurinn minn).
Frh. Um n/nn í kvenkyns
nafnorðum
• Spurning: hvenær er hyggin(n) með einu n-i og hvenær er það
með tveimur n-um?
• Svar: það fer eftir því í hvaða kyni, tölu og falli orðið stendur.
Það lagar sig að fjölda n-a að
• greininum (muna líka minn/mín-regluna).
Um n/nn í
karlkynsnafnorðum
• Karlkynsnafnorð sem enda á -inn, -ann og -unn hafa tvö n í
nefnifalli og eitt í þolfalli.
• Dæmi: Þórarinn horfði á heiðan himininn.
• Spurning: Hvers vegna eru tvö n í Þórarinn?
• Svar: Af því að orðið stendur hér í nefnifalli.
• Spurning: Hvers vegna eru þrjú n í himininn?
• Svar: Seinni tvö n-in sýna greininn sem hér er í kk.et.þf. (á hinn
bláa himin; himininn minn).
• En fyrsta n-ið tengist því að þetta karlkynsnafnorð stendur í
þolfalli.
• Undantekning. Sum karlkynsnöfn eru skrifuð með einu n-i í
nefnifalli: Kjartan, Natan, Kjaran
• og Kvaran.
Um hv- og kv-.
• Tiltölulega fáir Íslendingar (þeir búa á Suður- og
Suðausturlandi) gera greinarmun á hv- og kví
• framburði. En í stafsetningu þurfa allir að greina hér á milli.
• Spurnarorð byrja gjarnan á hv.
• Dæmi: Hvaða bóndi kvað rímur á skemmtuninni?
• Spurning: Hvers vegna er orðið kvað í setningunni hér að ofan
skrifað með kv-?
• Svar: Af því að orðið tengist sögninni að kveða og nafnorðinu
kvæði (alls ekki um spurnarorð
• að ræða).
• Leggjum á minnið algeng orð sem skrifuð eru með hv: hvalur,
hvammur, hvítur, hver
• (goshver), hver (spurnarorð), hvaða, hvílíkur, í hvívetna.
Um j
• Best er að muna regluna um að j er milli g eða k annars vegar
og a eða u hins vegar ef j
• heyrist í framburði: ánægja/ ánægju; krækja/ krækju.
• Skólavefurinn | Vanda málið | Upprifjun 4
• Svo þarf að muna að j á eftir g eða k ef i fer á eftir: segi/ þegi/
kræki/ nægi.
• Spurning: Hvers vegna er ekki j í segi og kræki?
• Svar: Af því að i fer á eftir.
• Svipuð er reglan um j á eftir ý: Skrifað er j milli ý annars vegar
og a og u hins vegar ef j heyrist
• í framburði: nýjan/ nýjum/ hlýjan/ hlýjum.
Frh. Um J
• En ef i fer á eftir er ekki skrifað j: nýi/ hlýi/ skýi/ dýi.
• Æfing: Dýin dúa. Ég er á nýjum buxum. Nýi bíllinn er í eigu
Guðnýjar. Nýja Ísland er í Kanada.
• Ég segi alltaf satt en þeir segja ekki sannleikann.
Um y og i
• Ef u, jó, jú eða au er í skyldum orðum má búast við y, ý eða ey.
Dæmi: Þynnri (skylt þunnur);
• skyggja (skylt skuggi); mér sýnist (skylt sjón); flýgur (skylt
fljúga); reykur (skylt rauk).
• Mikilvæg regla: ef í, ei eða i finnast í skyldum orðum er skrifað
einfalt i. Dæmi skína (sbr.
• skein, skinum); bíða (sbr. beið, biðum); andlit (skylt líta, leit);
bit (skylt bíta, beit); slit (skylt
• slíta, sleit).
• Dæmi: Sólin skein inn í hjólhýsið.
Frh. Um y og i
• Spurning: hvers vegana er einfalt ei í skein og ý í hjólhýsið.
• Svar: Af því að i og í finnast í orðum sem eru skyld orðinu
skein. Og orðið hýsi er skylt orðinu
• hús.
• Mötuneytið (skylt njóta – naut) er í eystra (skylt austur)
húsinu. Þeir nýta (skylt njóta) sér ytri
• (skylt utar) skálann. Ég leit (skylt líta, leit) út á eyrina (skylt
aur). Hann sleit (skylt slíta, slit)
• snærið. Mýsnar (skylt mús) angruðu kýrnar (skylt kú). Ég lýsti
(skylt ljós) upp skálann.
Frh. Um y og i
• Mikilvæg regla: Ef ja eða jö finnst í skyldu orði (klofning) er
skrifað einfalt i.
• Dæmi: firði (skylt fjörður/fjarðar); kili (skylt kjölur/kjalar); hirti
(skylt hjörtur/hjartar); birni
• (skylt björn/bjarnar; stirna (so), tvístirni (skylt stjarna/stjörnu)
Nirði (skylt Njörður/Njarðar).
• Æfing:
• Fleytan (skylt flaut) lá á firðinum. Fiðrið (skylt fjöður) var notað
í koddann. Hirti (skylt hjörtur)
• var kalt. Birnan (skylt björn) lá í leyni (skylt laun/launung).
Um sérhljóða á undan ng og
nk
• Aðalregla: Skrifum grannan sérhljóða á undan ng og nk.
• Skólavefurinn | Vanda málið | Upprifjun 5
• Dæmi: langur gangur (sumir Vestfirðingar bera þetta fram með
a-hljóði); svangi Mangi; langi
• tangi; vettvangur, fang; hanki, banki, Ranka, söngur, löng,
drengir, lengi, langatöng.
• Undantekningar: kóngur, Steinka (af Steinunn) og örfá önnur
orð.
• Æfing: Eftir strangan vetur sem lengi var að líða fór loks að
lifna yfir Manga og Möngu.
Samhljóðar sem heyrast illa
• Orð eins og skerpt og eflt eru erfið í stafsetningu af því að
framburðurinn hjálpar okkur ekki.
• Þá er best að leita að skyldum orðum eins og skerpa og efla.
• Fleiri dæmi: ég hef skyggnst um (skylt skyggnast); við
þörfnumst þess (skylt þarfnast); ég hef
• teflt illa (tefla); það skefldi yfir slóðina (skylt skefla, skafl);
þetta skelfdi mig mjög (sbr. skelfa/
• skelfing) húnvetnsk stúlka (skylt vatn, sbr. Húnavatn).
Frh. Samhljóðar sem heyrast
illa
• Æfing: Það hefur rignt mikið í dag. Svo lygndi með kvöldinu.
Konan lygndi aftur augunum.
• Þeir sigldu til eyjarinnar og fylgdu fyrirmælum. Ég fylgdi
honum til Skaftafells. Það er
• einfeldni að halda þetta. Það er manngengt yfir ísinn (skylt
ganga). Húsið er gegnt búðinni
• (skylt gagnvart). Sálmar eru sungnir.
• Spurning: Hvort segið þið „með annarri stelpu“ eða „með
annari stelpu“?
Stór og lítill stafur.
• Aðalatriðið er að greina á milli lýsingarorða eins og reykvískur
og nafnorða (sérnafna) eins og
• Reykjavík. Fleiri dæmi: skagfirskur (lo), Skagfirðingur;
færeyskur, Færeyingur; sænskur, Svíi.
• Munum að heiti yfir tungumál eru með litlum staf: sænska,
íslenska o.s.frv. (-sk-reglan er
• nokkuð örugg: ef -sk- er í orðinu er nokkurn veginn öruggt að
það sé skrifað með litlum staf).
Frh. Stór og lítill stafur
• Hátíðisdagar eru skrifaðir með litlum staf: hvítasunna, páskar,
jól. (Undantekningar:
• Jónsmessa, Þorláksmessa.)
• Æfing: Ég fór með skaftfellsku stúlkunni norður á Sauðárkrók. Í
sænskri bók lærði ég sitthvað
• um Pólverja. Hjá Námsmatsstofnun eru samræmdu prófin
samin. Sagt er að finnska sé erfitt
• tungumál. Á hvítasunnu eru sungnir sálmar.