Srar_geirvrtur_til_G..

Download Report

Transcript Srar_geirvrtur_til_G..

Fyrirbygging og meðferð
Hér verða kynntar rannsóknir á sárum geirvörtum
og mismunandi meðferðir á þeim.
Sá undarlegi siður hefur skapast að ekki eigi að
meðhöndla sár hjá mæðrum sem upplifa sárar
geirvörtur en slíkt getur verið skaðlegt og mikil
hætta er á að mæður gefist upp á brjóstagjöfinni
og sýkingarhætta aukist. Því hef ég tekið saman
rannsóknir á sárum geirvörtum og kynni
niðurstöður þeirra í stuttu máli. Síðan verður hver
og einn að nota sitt mat og skynsemi til að
ákvarða hvað sé besta valið í hverju tilfelli fyrir sig.
En mikil hætta er á að ef sár fær að þróast lengi að
móðir þrói með sér brjóstabólgu og/eða fái
endurteknar sýkingar. Sem gerir brjóstagjöfina í
alla
staði
mun
erfiðari,
einnig
er
fæðingarþunglyndi mun algengara á meðal mæðra
sem upplifa sárar geirvörtur.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
2








4.1 Apply warm moist compresses as needed
4.2 Apply colostrum/breast milk to nipples after feedings
4.3 Apply Lansinoh/Purelan if nipple soreness continues
4.4 Do not wash nipples frequently; daily bathing is sufficient
4.5 For moderate to severe pain, presence of cracks or blisters,
discuss prescription ointments such as all purpose nipple ointment.
See Appendix H. Apply a small amount after nursing with no need
to wash off. (NOTE: Ointments containing steroids should not be
used for longer than 10 days.)
4.6 For severe nipple trauma, presence of exudate and/or infection
and pain consider antibiotics.
4.7 If nipple pain is intolerable, consider pumping for 24-48 hours
(a double electric pump is optimal to maintain milk supply when
baby is not breastfeeding).
4.8 Consider alternative feeding methods if required.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og
hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í
kennslufræði við HR.
3


Mæður með sárar geirvörtur skora hærra í
mælingum á þunglyndi eftir fæðingu í
samanburði við aðrar mæður (38% v. 14%).
Fram kom í rannsókninni að þegar
meðferð við sárum geirvörtum var veitt
skoruðu báðir hópar svipað. Þess vegna er
mjög mikilvægt að meðhöndla sárar
geirvörtur strax með viðeigandi meðferð.
Amir, Dennerstein, Garland, Fisher og Farish (1996). Psychological aspects of nipple pain in
lactating women. Journal of Psychosomatic Obstetics & Gynecology. 17 (1), p 53-59.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
4





Algengast er að mæður upplifi sárar og aumar
geirvörtur á 3-7 degi (Best Practice, 2003).
Upplifun þessi getur varið í allt að 6 vikur
(Zeimer, 1990).
Mæður jafnt í þróuðum sem vanþróuðum löndum
upplifa sárar geirvörtur (Morrison, 2002).
Meira en þriðjungur mæðra upplifir sárar
geirvörtur (Foxman, 2002).
Mæður með sárar geirvörtur þurfa aðstoð strax
(Wilson-Clay and Hoover, 2009).
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
5

Eðlileg breyting verður á brjóstum og
geirvörtum í kjölfar fæðingar. Fram kom í
rannsókn Cox (1990) samband á milli
breytinga á geirvörtu og prolactin styrk í
blóði. Sú ályktun er dregin að sú aukna
næmni sem verður í geirvörtunum sé
eðlilegur fylgifiskur fæðingar, en ástand þetta
eigi að ganga fljótlega yfir.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
6




Gera verður mun á því hvort sársaukinn sem
móðir finnur fyrir stendur yfir mjög stutt eða
þegar barnið er að taka geirvörtuna upp í sig eða
stendur lengur en 30 sekúndur.
Ef sársaukatilfinningin hverfur fljótlega getur
móðir leitt hana hjá sér.
Ef sársaukatilfinningin hverfur ekki þarf að taka
barnið af brjóstinu og leggja það á aftur.
Ef sár myndast samhliða verður að veita
móðurinni sérstaka aðstoð og meðferð strax
(Wilson-Clay and Hoover, 2009).
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
7

Mæður þurfa aðstoð við að greina á milli
eðlilegrar aukinnar næmni í geirvörtum og
óeðlilegrar sáramyndunar.
(Wilson-Clay and Hoover, 2009).
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
8



Sársaukatilfinning í geirvörtum á að dvína á
rúmri viku og engin sár eiga að myndast.
Gott að láta móður vita að hún sé að ganga í
gegnum eðlilegt ferli sem standi stutt yfir.
Innan tíðar fái hún eðlilega tilfinningu í
geirvörturnar og finni þá minna til þegar
barnið er að taka brjóstið.
(Wilson-Clay and Hoover, 2009) .
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
9

Einkenni óeðlilegs ástands: roði, bjúgur,
sprungur myndast, sár, þroti með bjúg og
móðirin finnur fyrir miklum verkjum, breyting
verður á húðlit, hrúðurmyndun á sér stað,
núningssár verða til og jafnvel graftarmyndun
þessu fylgir seinkun á sáragræðslu.
(Wilson-Clay and Hoover, 2009).
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
10

1 stig: sársauki á yfirborðinu, geirvörturnar
eru óskemmdar.

2 stig: sársauki á yfirborðinu, niðurbrot á vef.

3 stig: ekki algjör þykknun á vef en niðurbrot
vefjar dýpra.

4 stig: algjör þykknun á vef og niðurbrot á
leðurhúð (dermis).
(Mohrbacher, 2004)
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
11

Því hefur verið haldið fram að vegna þess hve
broddur er í litlu magni þá reyni sum börn að
sjúga fastar til að fá meiri næringu til sín sem
valdi því að mæður þeirra verði aumar og
sárar. En margar mæður segja að sér gangi
betur þegar hin eiginlega mjólk er tekin að
streyma.
(Wilson-Clay and Hoover, 2009).
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
12


Bent hefur verið á að mæður sem mjólka lítið
kvarti frekar yfir sárum geirvörtum.
Lítið mjólkurflæði auki hættu á sárum
geirvörtum.
(Woolridge, 1986)
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
13




Sónar og sogkraftsmælingar á brjóstabörnum
benda til þess að sum börn sjúgi af meiri krafti
en önnur og valdi afmyndun á geirvörtu móður
(McClellan, 2008).
Mexikanahattar hafa hjálpað stundum þannig að
mæðurnar finni minna til (Sveinbjörg
Brynjólfsdóttir, 2009).
Sumar mæðurnar geta bara gefið brjóst nokkrum
sinnum á dag og þurfa að viðhalda
mjólkurframleiðslu sinni með mjaltavél svo ekki
myndist sár.
Þetta ná sumar mæður að leiðrétta á 3-4
mánuðum og barnið fer eingöngu á brjóst.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
14





Handmjólka framan af brjóstinu rétt fyrir gjöf.
Láta ekki of langan tíma líða á milli gjafa.
Kálbakstrar (hvítkál lagt á brjóstið).
Mjólka framan af brjóstinu með lítilli
sogdælu.
Mjólka framan af brjóstinu með handdælu
eða rafknúinni brjóstadælu.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
15




Það er spurning um hvort það er barnið sem
nái tökum á tækninni að sjúga.
Eða að móðirin þoli betur með tímanum sog
barnsins.
Munnur barns vex.
Mæðurnar segjast hafa haldið áfram að
mjólka sig í mjaltavél í þeirri von að barnið
nái tökum á brjóstagjöfinni.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
16


Telur líklegt að mæður sem upplifa stálma fái
frekar sár en hann veldur því að barn á í
erfiðleikum með að ná taki á geirvörtunni
(taka brjóstið rétt) sem orsakar það að það
dregur úr mjólkurframleiðslu.
Þetta ástand valdi því að barnið sjúgi fastar til
að koma á stað meira flæði sem orsaki
sáramyndun hjá móður.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
17

Nýleg áströlsk sónarrannsókn Jane Deacon
og félaga (2009) sýndi að þegar notaður
var mexikanahattur fóru börn sem höfðu
tekið brjóstið rangt og döfnuðu illa að taka
brjóstið rétt upp í sig og sjúga í takt í stað
þess að vinna ómarkvisst með munninum í
von um að fá næringu. Mæður fengu síður
sár og barn dafnaði betur.
(Rannsókn kynnt á ráðstefnu 3rd Nordic Breastfeeding Conference, 2009).
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR. 18


Mexikanahattur getur í mörgum tilfellum
hjálpað mæðrum með mjög sárar og aumar
geirvörtur til að geti gefið brjóst og komið
geirvörtunni vel upp í barnið (Sveinbjörg
Brynjólfsdóttir, 2009).
Meier o.fl. (2000) og Nyqvist (2008) í
fyrirbura rannsóknum sínum sýna þær fram á
mexikanahattur geti hjálpað mæðrum við að
koma barni á brjóst.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
19


Ef nota á mexikanahatt er mikilvægt að hann
sér notaður rétt. En þar liggja að baki sömu
viðmið og þegar barn er lagt á brjóst. Það
verður að passa að hatturinn fari vel upp í
barnið og ekki á að vera nein hreyfing á
hattinum út og inn úr munni barnsins. Ef það
gerist er barnið ekki að taka rétt brjóstið með
mexikanahattinum.
Bylgjuhreyfingar eiga að sjást á brjóstinu.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR. 20


Leitt hefur verið líkum að því að börn sem
ganga í gegnum erfiða fæðingu séu líklegri til
að sjúga fastar í tilraun sinni við að auka
vellíðan sína og takast á við sársauka (Gray,
2002).
Næmni í geirvörtum eykst mikið fyrstu 24
tímana eftir fæðingu því eru mæður barna
sem hafa gengið í gegnum erfiða fæðingu
líklegri til að upplifa sársauka í geirvörtum
(Geddes, 2007).
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
21




Erfitt að móta brjóstið upp í barnið.
Erfitt fyrir barnið að taka brjóstið upp í sig
með eðlilegum sogkrafti.
Stálmi dregur úr mjólkurmyndun og hægir á
mjólkurfæði.
Sársauki hindrar mjólkurlosunarviðbragð hjá
móður.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
22


Þegar mjólkurflæðið er mikið reynir barnið að draga úr
mjólkurrennslinu sem veldur því að grip þess á
geirvörtunni verður rangt og það særir geirvörtuna.
Meðferðin felst í því að draga úr mjólkurframleiðslunni
að því marki sem barnið ræður við og þarf. Það hefur
reynst vel að móðir þurrmjólki sig og leggi síðan barn
á brjóst. Mjólkurfæðið er þá þannig temprað og
barnið ræður við það og nær að mjólka brjóstið á
sínum hraða.
(Overabundant milk supply: An alternate way to intervene by full drainage and block feeding. van
Veldhuizen-Staas CGA. International Breastfeeding Journal 2007, 2:11 doi:101186/1746-4358-2-11).
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
23

Skoða verður vel ásetningu barns á brjóst.

Hvernig barnið tekur brjóst


Endurtekinn áverki á geirvörtu eykur líkur á
sýkingu og seinkun á að sár grói.
Meðferð: Í einstaka tilfellum þegar sár eru
mjög slæm og gróa illa getur þurft að gera
hlé á brjóstagjöfinni og móðirin noti mjaltavél
tímabundið (Wilson-Clay and Hoover, 2009)
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
24


Mikilvægt er að skoða lögun geirvörtunnar
um leið og barnið sleppir brjóstinu.
Þetta þarf sérstaklega að athuga ef móðirin er
með stálma þar sem geirvartan er viðkvæmari
en ella þar sem hún er þanin og húð hennar
mjög þunn.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
25









Breytilegs þroska hreyfiafla hjá barni.
Flæði mjólkur meira en barn ræður við.
Tunguhaft hjá barni.
Stutt og lítil tunga hjá barni.
Lítill munnur hjá barni.
Hverfar kinnar hjá barni.
Hár efri gómur hjá barni.
Stórar eða langar geirvörtur hjá móður.
Kröftugt losunarviðbragð hjá móður.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
26


Þegar móður tekst engan veginn að gefa
barni brjóst sökum sárra geirvarta þarf í
einstaka
tilfellum
að
gera
hlé
á
brjóstagjöfinni.
Móðirin mjólkar sig í mjaltavél og viðheldur
mjólkurframleiðslu sinni á meðan sár hennar
gróa og hún getur hafið brjóstagjöf aftur.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
27



Það getur virst mótsagnakennt að sog
mjaltavélar eða brjóstagjöf geti stuðlað að
gróningu sára, en við sog fjarlægist vessi úr
sárinu jafn harðan og kemur í veg fyrir að
sýking verði til í sárabeðinu.
Það má mikið læra með því að kynna sér
hvernig önnur sár eru grædd.
Við meðhöndlun á sárum hjá sykursjúkum
hefur reynst vel að nota sog (Enoch, 2003 og
Kirby, 2007).
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
28



Mismunandi sár og mismunandi orsakir fyrir
sárum valda því að meðhöndlun sára krefst
mismunandi meðferða.
Hjá sumum mæðrum gróa sárar geirvörtur þegar
leiðrétt er staða barnsins við brjóstagjöfina og
mjólkin nær óhindrað að renna fram.
Aðrar mæður lenda í erfiðleikum sérstaklega
mæður sem fá oft sýkingar (Fretherson, 2006).
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
29



Ýmsar aðferðir eru þekktar við gróningu sárra
geirvarta og oft er það tengt menningu og venjum
viðkomandi þjóðfélags.
Þar má nefna piparmintu vatn, tepoka, lanolín og
hydrogel himnur (Ridordan 1985; Hewatt 1987;
Spangler, 1993; Buchko, 1994; Pugh, 1996;
Lavergne, 1997; Beauchamp, 2005 og Sayyah,
2007).
Sumar þessara aðferða hafa verið lítið
rannsakaðar eins og piparmintu vatn og tepokar.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
30

Hlíf fyrir sárar geirvörtur.
Ráðlagt að nota á milli gjafa
til að hlífa sárum geirvörtum
sem verið er að meðhöndla.
Þannig má koma í veg yfir
óþarfa núning við sárið. Ytra
byrðið er skál með götum
sem lofta vel. Innra byrðið er
gert úr mjúku silikonefni
sem hlífir geirvörtunni.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
31


Fetherston (1998) ráðleggur ekki notkun
brjóstskelja eða tesía vegna hættu að geti
valdið sýkingum í sárum (Brent, 1998). Þessu
eru aðrir rannsakendur ekki sammála.
Ramsay (2004) telur að brjóstvefurinn þoli illa
þrýsting utan frá og geti valdið því að
mjólkurgangar falli saman við notkun á
brjóstaskeljum, tesíum eða þegar röng stærð
af brjóstaskjöldum er notuð við mjólkun í
mjaltavél. Illa mjólkað brjóst og sár auka
hættu á brjóstabólgu.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
32





Rannsókn á 90 frumbyrjum. Þrjár mismunandi
aðferðir við sáragræðslu voru notaðar til að koma
í veg fyrir sár, draga úr sársauka í geirvörtum og
myndun sára á fyrstu10 dögunum eftir fæðingu
barns.
1. hópur notaði volga grisju
2. hópur brjóstamjólk
3. hópur hélt geirvörtunum þurrum og hreinum
Niðurstöður: hópur 3 kom best út, hópur 1 kom
verst út.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
33



Lansinoh er hreinasta lanolín sem framleitt er í
heiminum í dag. Framleitt með einkaleyfisferli
sem hreinsar úr því öll ofnæmisvaldandi efni.
Fólk með ofnæmi fyrir ull getur notað Lansinoh.
Lífefnafræðileg uppbygging okkar eigin húðfitu
og lanolíns er sú sama.
Lansinoh virkar samstundis og róar og mýkir
húðina um leið og það er borið á. Lansinoh
er100% náttúrulegt. Dregur úr sársauka, róar,
græðir og mýkir.
Einn aðalkostur Lansinoh er að það inniheldur
ekki vatn, ilmefni, rotvarnar- eða mýkingarefni.
http://www.lansinoh.com/uploads/pdf/HPA_BOOKLET_FINAL.pdf
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
34

Fram kom í þýskri rannsókn að Lanolin (HPA®
Lansinoh) áburðurinn hjálpaði mæðrum meira
en mjólkuð brjóstamjólk. En mikilvægt er að
gera greinarmun á hvort brjóstamjólk er
notuð til fyrirbyggingu sára á heilar aumar
geirvörtur eða sár og sprungnar geirvörtur.
(Rannsóknin var kynnt á ráðstefnu La Leche
League international í Chicago, 2007).
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
35
Í kringum 1970 var mikið af óvönduðu lanolíni í
húðvörum en í því eru free lanolin alcholos sem
eru örfínir ullarþræðir sem valda ofnæmi ásamt
öðrum óhreinindum. Til eru yfir 300 gerðir af
Lanólíni. Lansinoh HPA® er lanólin í sínu
hreinasta formi því ekki hægt að bera það
saman við annað lanólín munurinn er svo mikill
en það sést greinilega á lit (hvít, glært) og
finnst á lykt. Lansinoh hefur nýlega fengið
viðurkenningu breska ofnæmisfélagsins sem
sem örugg vara fyrir móður og barn.
http://www.lansinoh.co.uk/images/Downloads/not-what-we-add.pdf
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
36
•
•
•
Byggir á sárameðhöndlun að viðhalda raka í
húðinni svo sárið grói fyrr.
Gera verður greinarmun á yfirborðsraka og að
viðhalda raka í húðinni. Hydrogel umbúðir eru allt
annað en blautar óvandaðar lekahlífar.
Þegar notaðar eru hydrogel umbúðir þarf að
skipta reglulega um umbúðirnar og passa að þær
óhreinkist ekki. Umbúðirnar má skola, hrista og
þerra, nota lengst sömu umbúðir í 24 tíma ef sár
er ósýkt. Hydrogel umbúðir eru ekki notaðar á
sýkt sár.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
37



Rannsókn Siemer (1995) á 20 mæðrum leiddi í
ljós að meðferðin flýtti ekki fyrir sáragræðslu
heldur dró aðeins úr sársauka.
Rannsóknin fór þannig fram að mæðurnar notuðu
eldhúsfilmuna aðeins á aðra geirvörtuna hin fékk
ekki meðhöndlun.
Fram kom í rannsókn Sveinbjargar
Brynjólfsdóttur (2009) að notkun eldhúsfilmu sló
á sársauka. Ekki var rannsakað hvort sár greru
betur í samanburði við aðrar meðferðir.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
38



42 mjólkandi mæður með sárar geirvörtur
tóku þátt í rannsókninni.
Bar saman tvennskonar meðferð á sárum
geirvörtum annarsvegar hydrogel umbúðir og
hinsvegar lanolin (HPA®) og brjóstaskeljar.
Niðurstaða: fyrsta val við meðhöndlun á
sárum geirvörtum skuli vera lanolin (HPA®
Lansinoh) og brjóstaskeljar.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
39




Rannsakaði 106 mjólkandi mæður.
Í þessari rannsókn kom fram að tíðni sýkinga
var ekki meiri meðal mæðra sem notuðu
hydrogel umbúðir samanborið við lanolin
(HPA® Lansinoh).
Hydrogel umbúðirnar drógu úr sársauka og
meðferðin var skemmri en hjá mæðrum sem
notuðu lanolin (HPA® Lansinoh).
Leiðbeiningar um notkun hydrogel umbúða
var handþvottur, skolun og þerra umbúða.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
40

Færeyingar og Norðmenn hafa notað skeljar til að
flýta fyrir sáragræðslu geirvarta. Þegar mjólk
lekur í skelina leysir hún upp steinefni í skelinni
sem auka eiga græðingarmátt líkamans. Engar
rannsóknir liggja fyrir en þetta er gamalt húsráð.
En þekkt er að skortur á snefilefnum eykur líkur á
sýkingum. Þar má til dæmis nefna Cu (kopar) en
það er næring fyrir ensím sem vinnur gegn
sýkingum í líkamanum. Í sjó eru 36 snefilefni
sem mikilvæg eru fyrir líkamann svo hin ýmsu
kerfi hans virki eins og þeim er ætlað að gera.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
41


Mér hefur borist til eyrna að mæðrum sé ráðlagt
að bera vasilin á sárar geirvörtur. Þess vegna
skulum við byrja á því að skoða hvað vasilín er, en
það er hliðarframleiðsla úr olíuiðnaði og verður til
við framleiðslu á bensíni.
Vasilín myndar nokkurskonar gróðurhúsaáhrif það
myndar hjúp/filmu yfir húðina. Þannig að allt sem
snertir húðina dregur efnið í sig. Þar að leiðandi
finnur sá sem notar t.d vasilin á varirnar einungis
skammtíma lausn og verður að bera efnið mjög
oft á sig svo slái á vanlíðan. Með þessa vitneskju
um innihald og virkni tel ég vasilín ekki hentugt á
sárar geirvörtur.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
42



Sár á geirvörtum eru ekkert öðruvísi en önnur
sár þau þurfa meðhöndlun svo ekki verði
sýking í þeim. Mælt er með því að sár sé
hreinsað með vatni og mildri sápu daglega
(Potter, 2000; WHO/UNICEF).
Það getur oft verið erfitt að greina hvort sár er
sýkt.
Eftir fæðingu barns virðist vera að mæður séu
margar hverjar viðkvæmari fyrir sýkingum.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
43

Almennt er ekki mælt með því að mæður
hreinsi geirvörtur sínar sérstaklega. En gera
verður greinarmun á ef um er að ræða sár og
sprungnar geirvörtur. Halda verður sárinu
hreinu eins og með öll önnur sár. Mikilvægt
er að sárið grói fljótt og vel svo sýklar fái ekki
tækifæri (tíma) til að fjölga sér og mynda
biofilm í sárinu sem mun erfiðara er að
meðhöndla.
(Fernandez, 2002)
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
44




Endurtekin snerting munnvatns barns við sárar
geirvörtur gerir það að verkum að erfitt getur
reynst að uppræta og græða sýkt sár.
Hreinsun á sárinu daglega og góð umgengni
getur dregið úr líkum á að biofilm myndist í
sárinu (Ryan, 2007).
Mikilvægt að sár grói fljótt og vel.
Ef biofilm hefur myndast í sárinu duga útvortis
áburðir ekki lengur og mun erfiðara er að græða
sár sem hafa fengist að þróast lengi. Þar af
leiðandi eykst einnig hætta á brjóstabólgu
(Ramsey , 2004).
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
45

Sár sýkt af MRSA eru mjög smitandi og ekki
hægt að meðhöndla með venjulegum
sýklalyfjum (Saiman, 2003; Beam, 2006).
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
46

Sérstakar einnota lekahlífar fyrir sárar
geirvörtur eru fáanlegar þær eru mýkri en
venjulegar lekahlífar.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
47








Meðhöndlið alltaf geirvörtur með hreinum
höndum.
Þerrið geirvörtur eftir hverja gjöf
Notið vandaðar lekahlífar
Lansinoh brjóstaáburð (háhreinsað lanolín)
Brjóstamjólk mjólkuð fram og látin þorna
Brjóstaskeljar fyrir sárar geirvörtur
Hydrogel umbúðir
Bakteríudrepandi áburði
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
48




Hugsanlega spítalasýking (Kitajima, 2003).
Sár sem gróa hægt eru líklega sýkt sár
(Livingstone ,1999).
Sýkt sár auka hættu á brjóstabólgu (Ramsay,
2004).
Lanolin (HPA® Lansinoh) er notað sem
fyrirbyggjandi meðferð til að koma í veg fyrir
að húðin rofni og verði sár. Borið á eftir
hverja gjöf eða eins oft og þurfa þykir.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
49



Sár sem ekki gróa þrátt fyrir að lega og sog
barns hafi verið leiðrétt getur gefið okkur
vísbendingu um að sárið sé sýkt.
Það getur villt fyrir okkur að barnið eða
brjóstadæla sýgur jafnharðan í burtu vessa
sem myndast í sárinu. Þannig að það sést
ekki auðveldlega að sárið er sýkt og vessar úr
því.
Ef sárið er ekki meðhöndlað fljótt er hætta á
brjóstabólgu.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
50

Ef móðir fær sár undan brjóstaskildi við
notkun mjaltavélar er mikilvægt að athuga
hvort skjöldurinn passi viðkomandi móður.
En fáanlegar eru 5 mismunandi stærðir af
brjóstaskjöldum. Valið á þeim tekur mið af
geirvörtustærð en ekki brjóstastærð. Sumar
mæður þurfa sitt hvora stærðina fyrir hvort
brjóst. Bæði of stór og of lítill brjóstaskjöldur
hefur truflandi áhrif á mjólkurframleiðslu
móður.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
51

Af umfjölluninni hér að framan má vera ljóst
að misjafnt er hvað reynist hverjum og einum
vel. Ekki er hægt að nota sömu meðferð á alla
taka verður mið af eðli sársins og orsökum
þess og gera meðferðaráætlun í samræmi við
það eftir nákvæma skoðun. Hjá mörgum
mæðrum gengur ástandið mjög fljótt yfir og
þær ná tökum á brjóstagjöfinni, aðrar lenda í
meiri erfiðleikum. En eitt er ljóst að
sárargeirvörtur þarf að meðhöndla strax.
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
52














Bakteríusýkingar á geirvörtum
Sveppasýkingar á geirvörtum
Bakteríu og sveppasýking á geirvörtum
Ofnæmisútbrot á geirvörtum
Exem á geirvörtum
Paget´s sjúkdómur í geirvörtum
Psoriasis á geirvörtum
Poison Ivy
Hvítar mjólkurbólur á geirvörtum
Blaðra stíflaður fitukirtill
Vasospasm
Raynaud´s Phenomenon ónógt blóðflæði til geirvörtu
Blöðrur á geirvörtu
Montgomery Glands
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
53
Best Practice (2003)
Foxman (2002)
Enoch (2003)
Geddes (2007)
Gray (2002)
Kirby, (2007)
MaClellan (2008)
Morrison (2002)
Mohrbacher (2004)
Zeimer (1990)
Wilson-Clay and Hoover (2009) The Breastfeeding Atlas
(fourth edition)
Woolridge (1986)
Arnheiður Sigurðardóttir lýðheilsu- og hjúkrunarfræðingur,
brjóstagjafaráðgjafi nemi í kennslufræði við HR.
54